Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Side 40
56
MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987.
Andlát
Sr. Benjamin Kristjánsson er lát-
inn.
Guðjón J.S. Björnsson veggfóðrari
lést 24. mars sl. Jarðarförin hefur
farið fram.
Útför Páls Helgasonar, Hrafnistu,
Hafnarfirði, sem andaðist 28. mars,
fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík kl. 15 miðvikudaginn 8. apríl.
Útför Önnu Guðmundsdóttur,
Hólavallagötu 7, fer fram frá Dóm-
kirkjunni þriðjudaginn 7. apríl nk.
kl. 15.
Kveðjuathöfn um Loft Loftsson
kennara, Dvalarheimilinu Höfða, fer
fram frá Akraneskirkju í dag, 6.
apríl, kl. 13.
Útförin fer fram frá kapellunni í
Fossvogi þriðjudaginn 7. april kl.
10.30.
Hrafnhildur Margrét Viggósdótt-
ir, Álfhólsvegi 27, Kópavogi, andað-
ist í Landakotsspítala sunnudaginn
29. mars. Útförin verður gerð frá
37 íí Í7 íí 37 37
Luxemborg
Lykillinn að töfrum Evrópu.
Þaö er margt að sjá og gera í
stórhertogadæminu Luxemborg.
Fagurt landslag, fornar
byggingar, fjölbreytt
menningarlíf, verslanir og
veitingastaðir.
■^ofcjAavj
Glæsilegt hótel og vel staösett í
borginni.
Heigarpakki:
3 dagar í Luxemborg fyrir aðeins
14.990 kr.*
Súperpakki:
Kostar litið meira, eða 16.050 kr*
en býður upp á mikiu meira.
Kynntu bér þessar sérlega
hagstæðu Lúxemborgarferðir á
söluskrifstofum Flugleiða, hjá
umboðsmönnum og
ferðaskrifstofum.
#Gildir til I5.maí
FLUGLEIDIR
Fossvogskapellu þriðjudaginn 7.
apríl kl. 15.
Grétar Jóhannesson verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju í dag,
mánudag 6. apríl, kl. 13.30.
Sigurður Jónas Jónasson verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 7. apríl kl. 13.30.
Ragnheiður Kristín Viggósdóttir,
Laugavegi 50 B, lést á krabbameins-
deild Landspítalans 21. mars. Jarðar-
förin hefur farið fram.
Tónlist
Vortónleikar djassdeildar
Tónlistarskóla F.Í.H.
verða haldnir á Hótel Borg í kvöld, 6.
apríl, kl. 20. Á tónleikunum koma fram
10 djasshljómsveitir skólans en þar á með-
al er „Litla blúsbandið“. „Saxófónhljóm-
sveitin Bjartsýnismenn, „Kvak-bandið",
tvö gítarbönd og „Tilraunabandið“. Einn-
ig kemur fram „Vélbandið" sem eingöngu
er skipað tækjum og tólum en það mun
leika tvær útsetningar nemenda. Sérstak-
ur gestur kvöldsins verður Léttsveit
Ríkisútvarpsins sem m.a. mun leika frum-
samin verk eftir Stefán Hjörleifsson og
Össur Geirsson en Össur tekur nú fyrstur
nemenda lokapróf í djassfræðum frá Tón-
listarskóla F.l.H. { Léttsveit Ríkisútvarps-
ins eru margir núverandi og fyrrverandi
kennarar skólans og er stjórnandi hennar
Vilhjálmur Guðjónsson. yfírkennari djass-
deildar. Kynnir á tónleikunum verður
djasssögukennari skólans, Jón Múli Árna-
son.
Fundir
Aðalfundur L.A.U.F.
Landssamtök áhugafólks um flogaveiki
(L.A.U.F.) eru 3 ára um þessar mundir.
Gefinn hefur verið út fræðslubæklingur
um flogaveiki í samvinnu við Landlæknis-
embættið og er honum ætlað að. veita
upplýsingar um flogaveiKi og gefa góð ráð
hvernig bregðast eigi við fái einhver
krampaflog. Nk. þriðjudag. 7. apríl, verður
aðalfundur L.A.U.F. haldinn í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi. Fundurinn hefst
kl. 20 og eru allir velkomnir.
Fyrirlestur á vegum Rann-
sóknarstofnunar uppeldis-
mála
Þriðjudaginn 7. apríl flytur Sigrún Guð-
mundsdóttir M.A. fyrirlestur á vegum
Rannsóknarstofnunar uppeldismála er
nefnist: Kunnátta og kennsla: hlutverk
„pedagogiskrar" fagþekkingar í kennslu.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennara-
skólahúsinu við Laufásveg og hefst kl.
16.30. Öllum heimill aðgangur.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Lækjarfit 7, 1. hæð, Garðakaupstað, þingl. eign
Fastkaupa, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði,
fimmtudaginn 9. apríl 1987 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 76., 81. og 85. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Smáraflöt 26, Garðakaupstað, þingl. eign Gústafs Sófussonar, fer fram
eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á skrifstofu embættisins að
Strandgötu 31, Hafnarfirði, fimmtudaginn 9. apríl 1987 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Móaflöt 11, Garðakaupstað, þingl. eign Árna
Gunnarssonar, fer fram á skrifstofu emþættisins að Strandgötu 31, Hafnar-
firði, fimmtudaginn 9. apríl 1987 kl. 14.30.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 93., 100. og 104. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á
eigninni Barrholti 19, Mosfellslíreppi, þingl. eign Einars Egilssonar, fer fram
eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands á skrifstofu embættisins að Strand-
götu 31, Hafnarfirði, fimmtudaginn 9. apríl 1987 kl. 16.15.
____________________ Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 93., 100. og 104. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á
eigninni Dvergholti 14, e.h., Mosfellshreppi, þingl. eign Olafs Jóhannsson-
ar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands á skrifstofu embættisins
að Strandgötu 31, Hafnarfirði, fimmtudaginn 9. apríl 1987 kl. 17.00.
_____________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á eigninni Arnartanga 14, Mosfellshreppi, þingl. eign Karls
Friðriks Kristjánssonar, fer fram á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31,
Hafnarfirði, fimmtudaginn 9. apríl 1987 kl. 15.30.
________________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu
í gærkvöldi
Hreiðar Jónsson klæðskeri
Þátturinn Irfnaði við
Ég hlustaði á fréttimar yfir
helgina og þá kom á daginn nokkuð
sem mér kom á óvart því venjulega
er sagt að allar fréttir séu slæmar
fréttir en aftur á móti var þó nokkuð
af góðum fréttum í þetta skiptið. Það
náðust til dæmis samningar stórra
hópa á vinnumarkaðinum, saltfisk-
markaðurinn hefur aldrei verið eins
góður og í ár, Flugleiðir opnuðu
nýja leið til Boston sem ætti að vera
okkur í hag, Iðnaðarbankinn sýndi
mjög góða afkomu á árinu og sund-
fólkið okkar setti ný Islandsmet sem
er nokkuð góður árangur.
Það var hörkukeppni í úrslita-
þætti spumingakeppni fi-amhalds-
skólanna hjá báðum liðum og
athyglisvert var að það munaði ekki
nema einu stigi hjá keppendunum.
Þetta er allt glæsilegt ungt fólk og
fór FB með sigur af hólmi.
Kvikmyndin Sól og sandur var að
mögu leyti sérkennileg mynd, tveim-
ur tímum var blandað saman á
Hreiðar Jónsson.
skemmtilegan hátt og hafði ég gam-
an af að horfa á þá mynd.
Fréttimar á Stöð 2 fundust mér
vera heldur stuttar í gærkvöldi og
yfirleitt horfi ég lítið á Stöð 2.
í gærkvöldi var þátturinn Geisli,
sem mér finnst yfirleitt vera heldur
bragðdaufur, en i gærkvöldi lifnaði
hann þó við er Thor Vilhjálmsson
og Hrafn Gunnlaugsson fóm að
skiptast á skoðunum. Það var nokk-
uð til í þessu hjá þeim báðum og
gaman að hlusta á þá. Thor tók nú
fulldjúpt í árinni og eins og hans er
von og vísa en Hrafn benti honum
á að bestu listamennimir væm ekki
alltaf viðurkenndir meðan þeir væm
á lífi og að margir góðir listamenn
byrjuðu á lágu sviði.
Franski framhaldsþátturinn Co-
lette finnst mér að mörgu leyti vera
skemmtilegur. Á eftir þeim þætti
horfði ég á endursýningu á Eldsmið-
inum sem var athyglisverð heimild-
armynd og mjög góð sem slík.
Stjórnarfundur Landsmáiafé-
lagsins Varðar
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á
stjórnarfundi Landsmálafélagsins Varðar
þriðjudaginn 31. mars 1987: „Landsmálafé-
lagið Vörður lýsir yfir stuðningi við
forystu flokksins og helstu stofnanir hans
varðandi málefni Alberts Guðmundssonar
og flokksstofnunar af hans hálfu. Ljóst er
að um mjög vandasamt mál var að ræða
og engir góðir kostir voru til staðar þegar
til skamms tíma er litið. Vörður hvetur
alla sjálfstæðismenn í Reykjavík að meta
allar aðstæður með yfírveguðum hætti og
fylkja sér órofa um lista Sjálfstæðisflokks-
ins í næstu kosningum og tryggja þannig
þá festu í íslenskum stjórnmálum sem
Sjálfstæðisflokknum er einum treystandi
fyrir.“
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur fund þriðjudaginn 7. apríl kl. 20.30
í Sjómannaskólanum. Gestur fundarins
verður Kristín Guðmundsdóttir, formaður
Bandalags kvenna í Reykjavík, og mun
hún flytja erindi, þá verður tískusýning
frá Elísubúðinni. Nýirfélagar velkomnir.
SUS og SUJ halda kappræðu-
fund á Hótel Borg
Miðvikudaginn 8. apríl kl. 20.30 verður
haldinn á Hótel Borg kappræðufundur
milli Sambands ungra sjálfstæðismanna
og Sambands ungra jafnaðarmanna. Þrír
frummælendur verða frá hvorum aðilan-
um. Fyrir hönd Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna mæta þau Sigurbjörn
Magnússon, Sólveig Pétursdóttir og Árni
M. Mathiesen en fyrir hönd Sambands
ungra jafnaðarmanna þau Magnús Á.
Magnússon, Guðmundur Árni Stefánsson
og María Kjartansdóttir. Fundurinn
skiptist niður í þrjár umferðir. I þeirri
fyrstu fær hvor aðili 7 mínútna framsögu
fyrir fyrsta mann, 6 mínútna fyrir annan
mann og 5 mínútna framsögu fyrir þriðja
mann. Að þessum framsögum loknum fær
hvor aðili 2 mínútur til þess að spyrja hinn
spjörunum úr og síðan verða báðum gefn-
ar 10 mínútur til þess að svara spurning-
um. I lokaumferðinni fær síðan hver
framsögumaður fjórar mínútur.
Hádegisverðarfundur presta
verður í safnaðarheimili Bústaðakirkju í
dag, 6. apríl.
Samtök heilbrigðisstétta
halda ráðstefnu
í ráðstefnusal ríkisins að Borgartúni 6, 4.
hæð, föstudaginn 10. apríl kl. 14. Efni ráð-
stefnunnar verður Ný viðhorf í heilbrigð-
ismálum. Ávörp flytja: Jón Bjarni
Þorsteinsson, formaður S.H.S., og Ragn-
hildur Helgadóttir heilbrigðismálaráð-
herra. Framsöguerindi: Islensk heilbrigð-
isáætlun: Páll Sigurðs$on ráðuneytis-
stjóri; Framtíðin, hvert skal stefna í
öldrunarþjónustu: Vilborg Ingólfsdóttir
hjúkrunarfræðingur; Öldrunarþjónusta,
viðhorf sjúkraliða: Ásta Sigurðardóttir
sjúkraliði. Sjúkraþjónusta eða forvarnir:
Bjarni Þjóðleifsson yfirlæknir; Viðhorf
stjórnmálamanns: Guðrún Agnarsdóttir
læknir; Nýir smitsjúkdómar: Sigurður B.
Þorsteinsson læknir; Breytt vinnubrögð:
Bergljót Halldórsdóttir kennslumeina-
tæknir. Að framsöguerindum loknum
verða opnar umræður. Stjóm S.H.S. hvet-
ur alla aðildarfélaga til að fjölmenna.
Ti]kyimingar
Jóganámskeið
Didi Susuma Acarya, sem er sérlærður
jógakennari frá Filippseyjum og hefur
margra ára reynslu að baki, verður með
hagnýtt jóganámskeið fyrir konur. Þátt-
takendum verða ky nntar slökunaraðferðir
og hugleiðsla og rætt verður um skilning
jóga á tilgangi andlegra æfmga. Einnig
verður kennd matreiðsla á jurtafæði.
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 9. apríl
kl. 20.30 og verður samtals í fjögur skipti,
einu sinni í viku. Frekari upplýsingar fást
í síma 27050.
Bubbi Morthens í aðalviðtali
Æskunnar
3. tbl. Æskunnar 1987 er komið út. Jens
Kr. Guðmundsson ræðir við rokkkónginn
Bubba Morthens í aðalviðtalinu. Bubbi
er einnig á veggmyndinni, sem fylgir blað-
inu, ásamt Ragnhildi Gísladóttur en þau
sigruðu nýlega í vali lesenda Æskunnar á
vinsælustu söngvurum og poppstjörnum
sl. árs. Þetta er í fyrsta sinn sem Bubbi
og Ragnhildur prýða saman veggmynd í
íslensku tímariti. Æskan og hljómtækja-
verslunin Steríó efna til myndagetraunar
og hinn heppni hlýtur glæsilega hljóm-
tækjasamtæðu frá Samsung að launum.
Starfskynningin heldur áfram. Að þessu
sinni er nám og starf lögreglumanns
kynnt. Litið er inn í blindradeild Álftamýr-
arskóla og rætt við tvo nemendur. Herdís
Egilsdóttir sér um páskaföndur. Birtar eru
myndir sem bárust í teiknisamkeppni
Æskunnar og tryggingafélagsins Ábyrgð-
ar hf. Iðunn Steinsdóttir er höfundur
nýrrar sögu sem ber heitið Lóa litla rauð-
hetta. Margt fleira skemmtilegt og
spennandi efni er í blaðinu. Æskan er 56
síður að stærð, prentuð í Odda hf. en útgef-
andi er Stórstúka íslands. Ritstjórar eru
Eðvarð Ingólfsson og Karl Helgason.
Styrkir úr Íslensk-ameríska
listiðnaðarsjóðnum
Þann 26. mars sl. var úthlutað tveimur
styrkjum úr íslensk-ameríska listiðnaðar-
sjóðnum, sem kenndur er við Pamelu
Sanders-Brement, fyrrverandi sendiherra-
frú. Styrkjunum fylgir námsdvöl við hinn
þekkta listaskóla Haystack Mountain
School of Crafts í Maine, Bandaríkjunum,
á sumri komanda. Tíu íslenskir listamenn
og hönnuðir í ýmsum greinum sóttu um
styrkina. I ár urðu hlutskarpastar þær
Guðrún Gunnarsdóttir veflistamaður og
Guðrún Kristjánsdóttir, listmálari og
pappírshönnuður. Hyggjast þær sækja
námskeið í veflistum og pappírsgerð við
Haystack skólann. í dómnefnd listiðnað-
arsjóðsins eru Aðalsteinn Ingólfsson list-
fræðingur, Bjami Daníelsson, skólastjóri
MHl, og Kolbrún Björgólfsdóttir leirlista-
maður.
Kvæði Freysteins Gunnars-
sonar
Á þessu vori kemur væntanlega út endur-
útgáfa af kvæðum Freysteins Gunnarsson-
ar, skólastjóra Kennaraskóla íslands.
Nemendum Freysteins, sem á lífi eru og
til hefur náðst, hefur verið sent bréf um
útgáfuna, sem er helguð minningu Frey-
steins. Nöfn þeirra nemenda hans, sem
vilja heiðra minningu hans með því að
gerast áskrifendur að bókinni, verða birt
í skrá framan við kvæðin. Mjög margir
hafa þegar svarað bréfmu fyrir áður til-
skilinn frest, en hér með er minnt á þetta
aftur og skilafresturinn lengdur til 15.
apríl nk. og þess vænst að allir þeir sem
vilja eiga aðild að útgáfunni með fyrr-
nefndum hætti svari fyrir þann tíma í
síðasta lagi, svo að nöfn þeirra komist í
skrána. Ekki hefur náðst til þeirra sem
búa erlendis, en viti einhverjir um skóla-
systkin þar væri þakkarvert ef þeim væri
gert viðvart um þessa útgáfu. Allar upplýs-
ingar veita Andrés Kristjánsson, sími
40982, Gils Guðmundsson, sími 15225, og
Ragnar Þorsteinsson, sími 45067.
Myndakvöld F.l.
Ferðafélagið efnir til myndakvölds í Ris-
inu, Hverfisgötu 105, miðvikudaginn 8.
apríl kl. 20.30. Efni: 1. Tryggvi Halldórsson
sýnir myndir frá Öskju, Kverkfjöllum,
Snæfelli og víðar frá Austurlandi (ferð nr.
20 í ferðaáætlun). Einnig sýnir Tryggvi
myndir frá Snæfellsjökli, áhugavert fyrir
væntanlega farþega F.í. í páskaferð þang-
að. 2) Þorsteinn Bjarnar sýnir myndir
teknar í skíðagönguferð til Landmanna-
lauga um páska 1986. Gott tækifæri fyrir
þátttakendur í næstu páskaferð að kynna
sér hvers er að vænta.. Veitingar í hléi.
Aðgangur kr. 100. Allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir. Kynnist ferðum Ferðafé-
lagsins hjá þeim sem farið hafa í ferðirnar.
ATH. Kynning á Ferðafélaginu í máli og
myndum í Gerðubergi 29. apríl nk.
Starfsmannafélag Flensborg-
arskóla
lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur bóka-
safnsfræðinga um bætt kjör. Lokun
skólabókasafna hefur alvarleg áhrif á dag-
legt skólastarf og prófundirbúning
nemenda. Starfsmannafélagið skorar því á
ríkisvaldið að ganga strax til samninga
við bókasafnsfræðinga svo starfsemi skól-
anna raskist ekki meira en þegar er orðið.
Bókasafnsfræðingar
í verkfalli
Bókasafnsfræðingar, sem starfa hjá rík-
inu, hófu verkfall 2. apríl sl. Verkfallið
tekúr til 56 bókasafnsfræðinga sem starfa
m.a. í framhaldsskólum, á Landsbóka-
safni, Háskólabókasafni og Landspítalan-
um og á hinum ýmsu opinberu stofnunum,
s.s. Ríkisútvarpinu, hljóðvarpi og sjón-
varpi, Iðntæknistofnun, Orkustofnun,
Veðurstofu, Náttúrufræðistofnun og Ha-
frannsóknastofnun. Bókasafn Landspítal-
ans er lokað, bæði afgreiðsla og lestrarsal-
ur. Þar fellur m.a. niður upplýsingadreif-
ing til starfsmanna spítalans. Oft er þar
um að ræða áríðandi upplýsingar í sam-
bandi við störf lækna og annarra sérfræð-
inga. Lestrarsalur Landsbókasafns er
lokaður og vinna við íslenska bókaskrá
liggur niðri. Á Háskólabókasafni fellur
niður öll þjónusta við útibú safnsins. Á
aðalsafni fellur niður skráning nýrra bóka
og tímarita svo og tölvuleitir, safnkynn-
ingar og bóka- og tímaritalán erlendis frá.
Aðalsafni Háskólans er lokað kl. 17 i stað
kl. 19 áður, nema les- og handbókasalur á
2. hæð. Á bókasöfnum stofnana fellur m.a.
öll upplýsingaöflun og dreifing niður.
Bókasöfn flestra framhaldsskólanna eru
alveg lokuð. Á bókasöfnum nokkurra
skóla eru lessalir opnir hluta úr degi en
þjónusta bókasafnsfræðinga fellur niður.
/-------------------------\
Ferðtt stundum
á hausinn?
Hundruð gangandi manna slasasl
árlega í hálkuslysum.
Á mannbroddum, ísklóm
eða negldum skóhlífum
ertu „svellkaldar/köld“.
Heimsaektu skósmiðinn!
^ aar"* J