Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.1987, Blaðsíða 45
MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1987. 61 - Kaupleiguhúsnæði hvað? Endalaust fjas um húsnæðisvandræði vefst ekki fyrir þessari sjö unga einstæðu móður í Sidney. Sjöföld sæla býr í sokkum að áliti allra fjölskyldumeðlima og þarna er hverjum degi látin nægja sin þjáning. Tilveran hangir á bláþræði og þessar fiðruðu elskur una þvi ágætlega og velta þvi lítt fyrir sér hús- næðislánakerfi og hreppapólitík. Árið 1961 áttu þeir Jackié Gleason stjörnuieik í kvikmyndinni Hustler. Paul var þá tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Éddie Felson. Og núna, 1987, er Paul aftur á tjaldinu sem Eddie i Color of Money. Þar er mótleikarinn Tom Cruise og að þessu sinni var óskarinn í höfn. Paul Newman og Tom Cruise eru báðir illa haldnir af biladellu - Newman á Nissan 300 ZX „örlítið lagfærðan" og Tom á Porche 911 Targa. Leikstjórinn er sá ítalski Martin Scorsese. Hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa verið fyrsti eiginmaður Isabellu Rosselini - dóttur leikkonunn- ar Ingrid Bergman og leikstjórans Robertos Rosselíni. Paul Newman: Loksins óskar! Það tókst að lokum - Paul Newman fékk óskarinn fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Svo sérkennilega vildi til að hann fékk verðlaunin fyrir túlk- un sína á hlutverki gamla billjarðleikarans í kvikmyndinni The Color of Money en það er sagt rökrétt framhald Fast Eddie Felson í The Hustler. Það síðarnefnda færði Paul Newman fyrstu tilnefaingu til óskarsverðlaun- anna. Leikstjóri Peningalyktarinnar er Martin Scorsese sem meðal annars er þekktur fyrir að hafa eitt sinn verið giftur Isbellu Rosselini. Þar sannaðist hið fornkveðna að eplið fellur sjaldan langt frá eikinni og það þrátt fyrir að Isabella hefði svarið þess dýran eið að koma ekki nálægt leiklistarfólki alla sína ævi. Mótleikari Pauls í síðari myndinni - Tom Cruise - er nýjasta súperkrúttið vestra. Þar vilja allar konur sem mest af honum vita og karlmenn eru af- brýðisemin uppmáluð hvar sem hann tyllir niður fæti. Tom varð fyrst þekktur fyrir leik sinn i Top Gun og þykir minna um margt á læriföðurinn New- man. Báðir leggja sig mikið fram til þess að ná hlutverkunum sem best - Paul Newman var til að mynda með Tom í læri mánuðum saman áður en myndatakan hófst - billjarðspil var þar efst á verkefnalistanum. Þegar um hægðist fóru kapparnir saman út að veiða á landareign Newmans eða trylltu um svæðið hvor á sínu fjórhjólaða hestaflaapparati. Hraðskreiðir bílar eru þeirra ær og kýr og ófáum stundum var eytt úti í bílskúr Newmans þar sem fararskjótinn var strokinn vandlega fram og aftur. Sambandsræktunin virð- ist hafa tekist með miklum ágætum því kapparnir eiga stórgóðan samleik á hvíta tjaldinu. Sviðsljós Ólyginn sagði... - Liz Taylor vildi ómögulega leika í Pok- er Alice sjónvarpsmyndinni sinni nema George Hamil- ton fengi aö vera í elsk- hugahlutverkinu á móti. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS er framleiðandinn og eru þeir síður en svo jafnást- fangnir af George og sú fagra Liz þannig að stutt var í fagnaðarlátunum á þeim bænum. En enginn hefur roð við kerlu í samningamál- um og eftir nokkurt þóf sátu þeir uppi með Gogga í auka- r * hlutverki en mörðu í gegn að Tom Skerritt fengi þá elskhugahlutverkið í stað- inn. Og eru menn nú sæmilega sáttir við málalok- in. Loni Anderson var farin að sakna Burts Reynolds svo mjög að hún mætti til Ítalíu þar sem karl er nú önnum kafinn við kvik- myndaleik. í Róm var hún í eina viku og hljóp Burt sem óður væri í kringum Ijósk- una. Þegar þau fóru út á veitingastað leigði hann í snatri sex fiðluleikara sem spiluðu eins og englar allt í kringum borðið þeirra og segir sagan að jafnvel sá at- gangur hafi ekki megnað að slá kerlu út af laginu. Hún rataði með gaffalinn upp í réttan stað sem ekkert væri, þótti athæfið með eindæm- um rómantískt og renndi heim til Hollívúdd aftur harðákveðin í að endurtaka <V. leikinn við fyrsta tækifæri. Jackie Onassis er Edwin Schlosenberg erfið tengdamóðir. Hann býr með Karólínu sinni Kennedy i notalegri íbúð á Manhattan og gerir það forsetaekkjuna æfa af reiði. Henni finnst viðeigandi að þau fái sér hentugt einbýlishús í útjaðri borgarinnar en það er nokk- uð sem hvorugt ungu hjónanna getur hugsað sér á næstunni. Sú smekkvísa Jackie finnur ýmislegt að innréttingum á heimili þeirra að auki en Edwin segist ekki hreyfa sig fyrr en hann hefur efni á því án Kennedykrón- anna. Og við það situr hvernig sem kerlingin fjasar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.