Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987. Stjómmál__________________________________________________________________________pv Þorsteinn Pálsson nýtair ekki trausts til stjómarforystu: Flokksfoiystan í sárum Á fyrsta þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar. 18 þingmenn mættir, 5 færri en fyrir kosningar. Enginn tók undir vangaveltur Þorsteins Pálssonar um að draga sig út úr forystu flokksins. Fundurinn fól honum þvert á móti að halda sínu striki núna í viðræðum um myndun nýrrar rikisstjórnar. DV-mynd GVA Afhroð Sjálfstæðisflokksins í þing- kosningunum 25. april og undanfari þeirra hefur rýrt svo álit manna á Þorsteini Pálssyni, formanni flokks- ins, að nær útilokað er að hann geti orðið forsætisráðherra í nýrri ríkis- stjórn. í viðtölum DV við forystumenn í öðrum flokkum hafa fallið orð og skoðanir sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en svo að formaður Sjálfstæð- isflokksins njóti ekki trausts í forystu hugsanlegra samstarfsflokka til þess að verða leiðtogi í ríkisstjóm. Veðrabrigði Fylgistap Sjálfstæðisflokksins úr 39,1% 1983 í 27,2%, eða um 11,9%, rekur foiysta flokksins rakleitt til brotthvarfs Alberts Guðmundssonar úr flokknum og stofnunar Borgara- flokksins. Sá flokkur fékk 10,9% atkvæða og fullvíst má telja að hann hafi tekið þriðjung til helming af fylgi sínu frá öðrum flokkum en Sjálfstæðis- flokknum. Skýring flokksforystu Sjálfstæðisflokksins er því ekki ein- hlít. En hvað gerðist þá frá því að Þor- steinn Pálsson var endurkosinn rússneskri kosningu á landsfundi flokksins 7. mars til þingkosninganna 25. apríl, á sjö vikum? Hvers vegna er flokksforystan í sár- um og flokksmenn almennt fyldir út í hana og flokkinn sinn eftir atburði þessara örfáu vikna? Mikil veðrabrigði hafa orðið í Sjálf- stæðisflokknum og á þessari stundu er eins og allir séu hálflamaðir og átta- villtir. Ekki er sjáanlegur neinn vilji til þess að hrista af sér slenið og eng- inn hefur ennþá þorað að tala af hreinskilni um stöðu flokksins opin- berlega. En á bak við tjöldin er þeim mun meira talað og í þeirri umræðu standa öll spjót á Þorsteini Pálssyni. Hvorki þingflokkurinn né miðstjóm flokksins viðurkenna stöðu formanns- ins og láta eins og ekkert hafi ískorist annað en að flokkurinn hafi tapað þessum þriðjungi af fylgi sínu. Borg- araflokknum er kennt um ófarimar og látið eins og tilvera hans sé ein- hvers konar leiðindaævintýri sem verði úti þá og þegar og þar með verði allt eins og áður var ef ekki miklu betra. Almennir trúnaðarmenn flokks- ins víðs vegar um land, sem DV hefur rætt við, em yfirleitt á allt annarri skoðun. Mistök á mistök ofan I raun og vem hafði Þorsteinn Páls- son þegar gert sín mestu pólitísku Fréttaljós Herbert Guðmundsson mistök þegar landsfundurinn var hald- inn í byrjun mars. Þúsund landsfund- arfulltrúar vissu einfaldlega ekkert af þeim. Þau komu síðan í ljós þegar Helgarpósturinn birti upplýsingar um að Þorsteinn hefði þá þegar krafið Albert Guðmundsson um að hann segði af sér embætti iðnaðarráðherra og sett honum úrslitakosti. Viðbrögð Þorsteins og skýringar, að Albert fjarstoddum, helltu olíu á eld- inn. Þar lýsti hann þeim reginmistök- um sínum að grípa fram fyrir hendumar á lögreglu og dómsvöldum út af skattamálum Alberts Guðmunds- sonar og upplýsti jafnframt að hann hefði aflað sér trúnaðampplýsinga hjá skattrannsóknarstjóra um samflokks- mann sinn og samráðherra og birti þær í ofanálag. Ekki þarf að taka það fram að Þorsteinn taldi þetta síður en svo mistök heldur þvert á móti 'óhjá- kvæmileg viðbrögð af sinni hálfu sem formaður Sjálfstæðisflokksins og ábyrgðarmaður af hans hálfu á þátt- töku í ríkisstjóm. Ekki hefði þurft annað til en að Þorsteinn gegndi öðm ráðherraemb- ætti eða engu. Þá hefði hann ekki átt aðgang að skattrannsóknarstjóra. Hann notaði því einstaka aðstöðu sína og það eitt út af fyrir sig sló margan manninn. Hvað rak hann til þess að grípa inn í þetta mál sem var í höndum til þess skipaðra yfirvalda? Við þessu fæst naumast nokkum tíma endanlegt svar. En þessar aðgerðir formanns Sjálfstæðisflokksins, hvemig sem þær vom meintar, urðu ekki til þess að berja í þá bresti sem Þorsteinn taldi vera fyrir. hendi og fiokknum hættu- legar. Þvert á móti. Þegar þetta gerðist var liðið hálft ár frá því að umrædd skattamál Al- berts vom orðin opinber og höfðu verið rædd í þingflokki sjálfstæðis- manna. Skattayfirvöld vom með þau til afgreiðslu, sem ekki var lokið. Fyrst Albert baðst ekki lausnar þegar í haust, eða var knúinn til þess þá, vóm engar forsendur fyrir slíkri aðgerð í febrúar eða mars. Þetta var þó ekki skoðun Þorsteins, eins og allir vita, en viðhorf sín gat hann einungis rök- stutt í skjóli upplýsinga sem engum utan skattakerfisins vom aðgengileg- ar nema honum sjálfum, vegna tímabundins embættis síns. Fjölmargir kunnu ekki að meta slík vinnubrögð. Harkan sex í allri þessari atburðarás verður að undirstrika það að engin leið er að meta til fúlls skattamál Alberts Guð- mundssonar fyrr en skattakerfið hefur afgreitt þau. Þar liggur hvorki fyrir sekt né sýkna og ekkert annað en orð formanns Sjálfstæðisflokksins, sem skattayfirvöld hafa ekki staðfest. Á hinn bóginn liggja fyrir skýringar Al- berts og sonar hans, en gildi þeirra er einnig óstaðfest. En Þorsteinn Pálsson lét ekki staðar numið við afsögn Alberts. Þótt Albert ætti að fá að halda framboðssæti sínu lýsti Þorsteinn því nú næst yfir í beinni sjónvarpsútsendingu að hann gæti ekki og myndi ekki gera tillögu um að Albert yrði ráðherra fyrir Sjálf- stæðisflokkinn yrði flokkurinn í næstu stjóm. Þetta var það sem sprengdi flokkinn endanlega. Merkilegt er að rifja það upp í þessu sambandi að í viðræðum við þá for- ystumenn sem standa Þorsteini næst í Sjálfstæðisflokknum, á þessum tíma, gerðu þeir sér litla rellu út af þessu ástandi og sögðu nánast að það yrði yfir flokkinn að ganga. Enginn hreyfði legg né lið til þess að bera klæði á vopnin og Þorsteinn fór sínu fram gersamlega bremsulaus. En upp úr þessu báli kviknaði Borgaraflokkur- inn nánast á nokkrum klukkutímum. Kynt undir Lesendur DV þekkja auðvitað meira og minna þá sögu sem hér er til um- ræðu og framhald hennar í kosninga- baráttunni. Formaður Sjálfstæðis- flokksins átti ennþá eftir að storka Albert í beinni sjónvarpsútsendingu og nefna má ýmist harðvítug eða lítil- lækkandi ummæli Sverris Hermanns- sonar og Davíðs Oddssonar í garð Borgaraflokksins. Þannig kyntu for- ingjar í flokknum undir samúðina með Albert og hinum nýja flokki hans um leið og þeir grófu undan sínum eigin flokki og jafnvel sjálfum sér. Loks má nefiia að fleiri frambjóðendur Borg- araflokksins en Alhert náðu til kjós- enda, eins og niðurstaðan sannar. Eftir þessa atburði stendur Sjálf- stæðisflokkurinn minni en nokkru sinni fyrr. Það er brestur í forystunni og ólga undir niðri. Formaðurinn er jafnvel búinn að fyrirgera trausti sínu sem leiðtogi og sá sem oftast hefur verið nefhdur líklegur eftirmaður hans hefur einnig lent í klípum sem enginn ætlaði honum til skamms tíma. Nægir þar að nefna óvarlegt viðhorf til Borg- araflokksins, lögregluumsátur um slökkvistöðina og útistöður við starfs- mannafélag borgarinnar. Það er ef til vill ein skýringin á því hvers vegna sjálfstæðismenn tala ekki upphátt um vandamál flokksins, að svo komnu. -HERB í dag mælir Dagfari Stjómarmyndun Nú eru flokkamir búnir að ganga í gegnum kosningar og geta snúið sér að stjómarmyndun. Stjómar- myndanir fara jafiian þannig fram að stjómmálamennimir og flokks- foringjamir ræða við þá sem þeir kunna best við í hinum flokkunum. Ekki þá sem sigruðu enda eru kosn- ingar til málamynda og skipta engu þegar kemur að því að taka ákvörð- un um það hverjir eigi að ráða. Kjósendur halda alltaf að þeir ráði einhverju í pólitíkinni. Það er hin mesti misskilningur. Flokkunum kemur hreint ekkert við hverjir vinna og hveijir tapa. Þeir em meira að segja oftast búnir að ákveða það fyrirfram, á undan kosningunum, hvemig stjóm eigi að mynda eftir kosningar. Jón Baldvin var jafhvel svo hrein- skilinn að segja kjósendum frá því fyrir kjördag hvemig stjóm hann vildi mynda. Hann biðlaði til Sjálf- stæðisflokks og Kvennalista, og það án tillits til þess hvort þessir flokkar ynnu á eða ekki. Það kom auðvitað ekki málinu við. Heldur hitt, hvað Jón Baldvin gat hugsað sér að gera. Ekki kjósendumir. Nú er það til að mynda svo að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði þriðja hveiju atkvæði sínu og beið afhroð í kosningunum. Samt þykir sjálfsagt að hann verði í stjóm. Steingrímur Hermannsson hlaut fína kosningu á Reykjanesi, en hann þykir ólíklegur í stjóm. Kjósendum- ir vilja hann áfram í ráðuneytið en hinir flokkamir vilja hann ekki og það em þeir sem ráða. Eins og vera ber. Tökum til að mynda Borgaraflokk- inn. Sá flokkur vann stóran sigur af því kjósendur vildu að hann hefði völd, sem er skynsamlegt. Flokkur- inn og frambjóðendur hans hafa haft vit á því að skipta sér ekki af pólitík og svoleiðis stjómmálaflokk- ar eiga auðvitað upp á pallborðið hjá þjóð sem er á móti flokkum sem skipta sér af pólitík. En engum virð- ist detta í hug að reyna stjómar- myndun með þessum sigurvegurum kosninganna. Sennilega vegna þess að hinir flokkamir treysta ekki Borgaraflokknum og er illa við hann. Hvort kjósendur kjósa flokka eða ekki er aukaatriði. Hitt er aðal- atriðið hvort hinum flokkunum líkar við þá. Svo er það þettá með kratana. Fyrir nokkrum árum vom þeir komnir niður í ekki neitt, af því kjós- endur^vildu hafa þá litla. Svo kom Jón Baldvin og jók fylgið í skoðana- könnunum, þannig að Alþýðuflokk- urinn var allt í einu kominn með heilmikið fylgi. Þegar þær niður- stöður birtust fældust kjósendumir frá og gættu þess í kosningunum núna að kratamir héldu rétti sínum. Til viðbótar við fasta fylgið skiluðu Bandalagsmennimir sér aftur enda höfðu þeir ekki í önnur hús að venda en að öðm leyti stóð fylgi Alþýðu- flokksins í stað. Kjósendur ætluðust sem sagt til þess að kratamir héldu sinni stöðu sem lítill og áhrifalaus flokkur. Þetta kemur Jóni Baldvini ekki við og nú vill hann endilega mynda stjóm með íhaldinu sem missti allt niður um sig hjá kjósend- um. Ef þessi regla gildir í pólitíkinni, að láta þá flokka mynda ríkisstjórn sem tapa í kosningum, finnst Dag- fara sjálfsagt að Þorsteini Pálssyni verði falin stjómarmyndun og að hann taki Alþýðubandalagið og Bandalag jafnaðarmanna með sér í stjómina. Alþýðubandalagið tapaði eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Bandalag jafhaðarmanna kom eng- um að. Sá flokkur hlýtur að geta gert tilkall til stjómarsetu út frá þeirri forsendu að engum er illa við flokk sem ekki hefur tekið fylgi frá öðrum. Bandalagið hefur að vísu engan þingmann, en það gerir ekkert til, enda á alls ekki að fara eftir því hvort flokkar fá þingmenn heldur hinu hvort öðrum flokkum er vel við þá eða ekki. Tap eða sigur er ekki mælikvarði á stjómarþátttöku. Flokkar sem sigra eiga að vera utan við ríkisstjóm, því þeir hafa sett á oddinn málefni, sem kjósendum líkar við og hefur haft það í för með sér að aðrir flokkar hafa tapað. Flokk- amir sem tapa geta ekki liðið að verið sé að taka atkvæði frá þeim. Þess vegna eiga þeir að stjóma landinu, til að koma í veg fyrir að slík mál nái fram að ganga. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.