Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987. 5 dv Sljómmál Sjálfstæðismenn á miðstjórnarfundi í gær. Þrátt fyrir stórtap í kosningum hafa þeir lykilstöðu í komandi stjómar- myndunarviðræðum. DV-mynd Brynjar Gauti Togstreíta milli Jóns Baldvins og Steingríms líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fari sér hægt næstu vikur Viðbrögð Steingríms Hermannsson- ar, formanns Framsóknarflokksins, við frumkvæði Jóns Baldvins Hannib- alssonar, með könnunarviðræðum við Kvennalista og Sjálfstæðisflokk, birt- ust í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Steingrímur lýsti þvi afdráttár- laust yfir að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ættu að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfi og fá með sér þriðja aðila. Togstreita er þannig komin upp á milli Jóns Baldvins og Steingríms. Yfirlýsingar Tímans, málgagns fram- sóknarmanna, um Jón Baldvin og sú staðreynd að Steingrímur kaus í fyrra- dag að ræða frekar við Jón Sigurðs- son, efsta mann Alþýðuflokksins í Reykjavík, undirstrika að Steingrími og framsóknarmönnum er ekki of hlýtt til Jóns Baldvins fyrir að reyna að „stinga undan“ Framsóknarflokknum. Kvennalistinn sýni spilin Förmaður Sjálfstæðisflokksins, Þor- steinn Pálsson, hefur metið stöðuna svo að réttast sé að fá fram skýran vilja Kvennalistans. Það virðist því standa upp á Kvennalistann að leggja fyrst spilin á borðið. Hvaða kröfur gera konurnar til málefna og ráðuneyta? Hversu dýr- ar verða þær? Munu gömlu flokkarnir fá tækifæri til að afgreiða þær sem ósamstarfshæfan þrýstihóp? Sjálfstæðismenn ætla að fara sér hægt. Útkoman úr kosningunum segir þeim að bíða átekta. Þeir minnast þess hins vegar að ótrúlega oft koma þeir sem tapa í kosningunum út sem sigurvegarar í stjómarmyndunarvið- ræðum, samanber Framsóknarflokk- inn árið 1978. Það myndi heldur ekki verða til skaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá allar viðræður sigla í strand og fá fram nýjar kosningar í haust. Þá gætu sjálf- stæðismenn sagt: Sögðum við ekki. Séum við ekki sterkir ríkir upplausn. Fýsir ekki í stjórn án Sjálfstæð- isflokks Sjálfstæðismenn vita að hvorki Al- þýðuflokk né Framsóknarflokk fysir að fara í stjóm án þeirra. Með því að. hafa hægt um sig gætu þeir vænst ört hækkandi bónorðstilboða frá bæði Steingrími og Jóni Baldvini. Borgaraflokkur Alberts Guðmunds- sonar er ekki í myndinni ennþá. Forysta Sjálfstæðisflokksins kærir sig ekki, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, um að kanna samstarfsgrundvöll þar á milli. Albert reynir á móti að afla fjögurra flokka stjóm án Sjálf- stæðisflokks fylgis. Þjóðviljinn í morgun hvetur eiimig til fjögurra flokka stjómar, vinstri stjómar án Alberts og Sjálfstæðis- flokks. Á fyrstu stigum gimast hvorki Jón Baldvin né Steingrímur þessa kosti. Næstu vikumar er því eðlilegast að álykta að fyrst og fremst verði reyndar samstarfsleiðir milli Sjálfstæðisflokks og tveggja af þessum þremur: Al- þýðuflokks, Framsóknarflokks og Kvennalista. Landbúnaðarmálin em stærsta hindrun samstarfs milli Alþýðuflokks og Framsóknar. Verði Kvennalistinn ekki talinn of útgjaldafrekur er spurn- ing hvort þær kyngja utanríkismála- stefnu hinna. -KMU Forseti gefur frest fram yfir helgina Eftir að ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar hefur nú sagt af sér verður forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, að taka fyrsta skrefið við að mynda hér starfhæfa ríkisstjóm. Formlegar stjómarmyndunarvið- ræður geta ekki hafist fyrr en forsetinn hefur fengið einhverjum stjómmála- leiðtoganna umboð til myndunar ríkisstjómar. Stjómarmyndun nú er við nokkuð viðkvæmar aðstæður og því getur það skipt miklu máli hveij- um forsetinn felur umboðið. Líklegt er að forsetinn muni eiga ítarlegar viðræður við formenn flokk- anna áður en hún gerir upp hug sinn varðandi það hveijum skal falið um- boðið í fyrstu atrennu. Viðræður þessar munu að öllum lík- indum hefjast strax eftir helgina. Forsetinn vill gefa formönnunum nokkurra daga frest til þess að ræða við sína flokksmenn og sín á milli. Vonast er til að línur muni nokkuð skýrast við það en í dag er alls ómögu- legt að sjá fyrir hver muni fá umboðið. -ES „Enginn ágreiningur" „Þetta em hrein ósannindi hjá Ríkisútvarpinu," sagði Sighvatur Björgvinsson alþingismaður um kvöldfréttir í gærkvöldi þar sem sagt var að ágreiningur væri innan þing- flokks Álþýðuflokksins um fram- göngu Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, formanns flokksins. Sighvatur sagði að menn hefðu gert því skóna að hann hefði verið að bera á borð slíkar fréttir til að koma höggi á Jón Baldvin. „Þessi frétt útvarpsins er í öllum atriðum röng, staðlausir stafir. Það ríkir enginn ágreiningur innan þing- flokksins um aðferðir Jóns Baldvins eða hvemig hann eigi að halda á málum,“ sagði Sighvatur. -KMU VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI Markarflöt Keilufell Sunnuflöt Bakkaflöt Laugarásveg Móaflöt Sunnuveg Tjarnarflöt Völvufell Álfhólsveg 1-45 Yrsufell Digranesveg 1-42 Kötlufell Álfatröð, Vallartröð AFGREIÐSLA Þverholti 11 - Sími 27022 N* MYNDBÖND á myndbandaleigur í dag ÍSLENSKUR TEXT1 Always (Dejávu): Mögnuð spennumynd frá Cannon sem fjallar um dulræna hluti og ótrúlegar sálar- flækjur. I aðalhlutverkum eru úrvalsleikararnir Jack- lyn Smith, Shelley Winters, Claire Bloom og Nigel Terry. Heavenly Pursuits: Stór- skemmtileg gamanmynd frá CBS með grínaranum góðkunna, Tom Conti (American Dreamer, Sav- ing Grace) og Helen Mirren (Cal, 0 Lucky Man). ÍSLENSKUR TEXTI ................................... íAt^tíír &.................. 1 Vix'Vt • *. 9 •,<*«: ivft JJC,* u\m .. v».«" ' Ninja III The Domination: Andi ninjastríðsmanns tek- ur sér bólfestu í líkama ungrar stúlku sem við það breytis í morðmaskinu. Með aðalhlutverk fer stjarnan úr Breakdance II, Lucinda Dickey. America 3000: Þræl- skemmtileg ævintýramynd frá Cannon fyrir unga jafnt sem aldna. Aðalhlutverk: Chuck Wagner, Laurene Landon, Victoria Barrett og Camilla Sparv. HE'S THE Ut Jimií KiLlB) SHE'S THE PERFWT WEAPON 'S. /f f i\ i \*ia xn \ THE DOMINATIDN Leikið rétta leikiiin— lakiðmyndfmTEFII Ármúla 36, 108 Reykjavík - sími 686250

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.