Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987. 7 Atvinnumál Hvalurinn enn í Hamborg: Þeir flokka hvalinn með kaktusum og krókódílum „Þjóðverjar vilja fá einhver plögg hvað varðar þessa flutninga með hval- kjötið. Gallinn er bara sá að við vitum ekki hvað á að standa í plöggunum. Þetta er allt mjög snúið en ég á von á að botn fáist í málið áður en langt um líður,“ sagði Kristján Loftsson hjá Hval hf. um hvalkjötið sem kyrrsett var í Hamborg fyrir mánuði. Þar liggja 170 lestir af hvalkjöti á hafnarbakkan- um í fríhöfhinni og komast ekki leiðar sinnar til Japan. Óljóst er hvers vegna hvalkjötið var kyrrsett í Hamborg en vitað er að í ríkjum Efnahagsbandalagsins hafa í áraraðir verið í gildi lög sem banna innflutning á afurðum dýra sem eru friðuð eða talin í útrýmingarhættu. Það eitt hefði þó ekki átt að stöðva hvalkjötið í Hamborg því farmurinn - segir Kristján Loftsson - Það eru fleiri leiðir til Japan en i gegnum Hamborg, segir Kristján Loftsson hjá Hval hf. fór um fríhöfri og þvi ekki ætlaður til innflutnings í landið. „Þetta mál hefur ekki komið inn á borð til okkar hér í ráðuneytinu. Kristján Loftsson hefur alfarið unnið að lausn þess,“ sagði Þórhallur Ás- geirsson, ráðuneytisstjóri í viðskipta- ráðuneytinu, í samtali við DV. Kristján Loftsson útgerðarmaður hjá Hval hf. virðist ekki hafa miklar áhyggjur af hvalkjöti sínu í Hamborg: „Það eru fleiri leiðir til Japan en í gegnum Hamborg," sagði hann að- spurður. „Mér virðist sem Þjóðverjar séu búnir að setja hvalinn á lista með kaktusum, krókódílum og ýmsu þess háttar og því hafi hvalkjötið verið stoppað af. Á meðan finnst þeim allt í lagi að ausa súru regni yfir aðra,“ sagði Kristján Loftsson. -EIR Verðlagsráð fundar um nýtt rækjuverð: Kaupendur hafa sagt gildandi rækjuverði upp frá mánaðamótum í dag er boðaður fúndur í verðlagsr- áði sjávarútvegsins um nýtt rækjuverð en rækjuverksmiðjumar hafa sagt gildandi verði upp frá 1. maí. Rækju- verðið átti að gilda til 1. október með möguleika á uppsögn 1. maí og það uppsagnarákvæði hafa rækjuverk- smiðjumar nú notfært sér. Ástæða þess er sú að verð á rækju hefúr hrap- að á heimsmarkaði og nemur lækkun- in um 30% frá því verðið var hæst. Guðmundur Stefán Maríasson, framkvæmdastjóri Félags rækjufram- leiðenda, sagði að ekkert vit hefði verið í að láta núverandi rækjuverð gilda áfram miðað við heimsmarkaðs- verðið. Hann sagði að verðjöfnunar- sjóður stæði mjög vel og það bjargaði málunum sem stæði. Rækjuframléið- endur hefðu þurft að greiða 50% af því sem þeir fengju umfram viðmiðun- arverð til verðjöfnunarsjóðs og því hefði safnast srtórfé í sjóðinn meðan rækjuverðið hefði verið sem hæst. Það hefði líka orðið til þess að rækjufram- leiðendur hefðu ekki getað byggt sig upp sem skyldi og ekki notið til fulls þess háa verðs sem um tíma hefði ve- rið á rækju í heiminum. Guðmundur Stefán taldi ólíklegt að rækjuveiðar legðust niður eftir 1. maí þótt ekki hefði tekist að semja um nýtt verð. Hann taldi að menn myndu róa upp á væntanlegt verð. -S.dór Annar vegskáli byggður Annar vegskáli verður byggður í Óshlíð, milli Bolungarvíkur og Hnífs- dals, í sumar. Verður hann byggður á Hvanngjá ytri, að sögn Péturs Ingólfs- sonar, verkfræðings hjá Vegagerðinni. Þessi vegskáli verður 30 metra lang- ur, eða talsvert minni en sá sem byggður var á Steinsófærugil í fyrra. Sá skáli, sem er 90 metra langur, var vígður 3. október síðastliðinn. Tölboð í Hvanngjárskálann voru opnuð 13. apríl síðastliðinn. Lægsta boð átti Gunnar og Guðmundur sf. í í Oshlíð Reykjavík, um 12,6 milljónir króna. Er það nokkuð yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 10,8 milljónir króna. Aðrir sem buðu í verkið voru Hag- virki, Hafnarfirði, með 12,8 milljónir króna, Ömólfur Guðmundsson, Bol- ungarvík, 13,5 milljónir króna, og Vesttak, Isafirði, 13,9 milljónir króna. Hugsanlegt er að fleiri vegskálar verði byggðir á Óshlíðarveginn. -KMU Félagsráögjafar samþykktu nýja kjarasamninga Félagsráðgjafar sem starfa hjá rík- inu samþykktu nýgerða kjarasamn- inga sem Stéttarfélag íslenskra félagsfræðinga gerði við ríkið á fundi á mánudaginn var. Um leið var verk- falli þeirra, sem hófst 26. mars, aflétt. Stór hluti félagsráðgjafa starfar hjá Reykjavíkurborg og semur Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar fyrir þá, þannig að sömu samningar eru ekki gerðir fyrir alla innan Stéttarfé- lags íslenskra félagsfræðinga. -S.dór Ert þú í œvintýraleit? Vió kynnum œvintýraferóir um allan heim í kvöld 29. apríl, kl. 20.30. Derek Biddle frá ENCOUNTER OVERLAND kynnir stórkostlegar feróir um allan heim, þar á meóal 63 vikna heimsreisu: TRANS GLOBE 88. Einnig svarar hann fyrirspurnum um aórar œvintýraferóir sem í boói eru. Sýndar veróa Ijósmyndir og kvikmyndir um feróir til Afríku, Austurlanda og Mió- og Suóur-Ameríku. Kynnlngln veröur haldln í ODDA, Háskóla íslands og hefst kl. 20.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. FERÐA SKRIFSTOFA STÚDENTA Hnngbraut, siml 16850 Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður haldinn á morgun. fimmtudaginn 30. apríl 1987 að Hótel Loftleiðum, Kristalssal og hefst kl. 14.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um heimild bankaráðs til útgáfu jöfn- unarhlutabréfa og tillögur til breytinga á samþykktum bankans, ef fram koma. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir í aðalbanka, Bankastræti 7, dagana 27. - 29. apríl svo og á fundarstað. Ðankaráð Samvinnubanka íslands hf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.