Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987. í vörslu óskilamunadeildar lögreglunnar er margt óskilamuna, svo sem: reiðhjól, barnakerrur, fatnaður, lyklaveski, lyklakipp- ur, seðlaveski, handtöskur, úr, gleraugu, hjólastólar o.fl. Er þeim sem slíkum munum hafa glatað bent á að spyrjast fyrir um þá á skrifstofu óskilamuna, Hverfis- götu 113 (gengið inn frá Snorrabraut) frá kl. 14.00- 16.00 virka daga. Þeir óskilamunir sem eru búnir að vera í vörslu lögregl- unnar ár eða lengur verða seldir á uppboði í portinu að Borgartúni 7, laugardaginn 9. maí 1987. Uppboðið hefst kl. 13.30. 24. apríl 1987, Lögreglustjórinn í Reykjavík Sólbaðsstofa N*ia./Astu B. Vilhjálms, peruif ° Grettisgötu 18, sími 28705 Aftur er komið að okkar vinsæla tilboði sem allir þekkja, 24 tímará aoeins 1600 krónur. VERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI getrmuía- VINNINGAR! 36. LEIKVIKA - 25. APRÍL 1987 VINNINGSRÖÐ: 121-X11-XX1-122 1. VINNINGUR: 12 RÉTTIR, kr. 196.580,- 11076 53930(4/11) 2. VINNINGUR: 11 RÉTTIR, kr. 12.035,- 9727 51537+ 129121 úr 19. viku 11075 55709 590642 49168 47835 97386 590643 Kærufrestur er til mánudagsins 18. mai 1987 kl. 12.00 á hádegi. íslenskar Getraunir, íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og a skritstofunni Reykjavik. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar natnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn oa heimilisfana til Istönskra Getrauna fyrir lok kærufrests. Utlönd lan Sindair, formaður Þjóðarflokkins, á leið til fundar við John Howard, formann frjálslyndra, til viðræðna um samstarfs- slit flokkanna. Símamynd Reuter Andstaðan sundruð Sundrung hefur komið upp meðal stjómarandstæðinga í Ástralíu eftir íjömtíu ára samstarf. Segja stjóm- málaandstæðingar að margra mánaða árangurslausar tilraunir leiðtoga fijálslyndra, John Howard, og leiðtoga þjóðarflokksins, Ian Sinclair, til þess að leysa vandann séu stjóm Verka- mannaflokksins í hag. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur stjóm Bob Hawke, sem setið hefur í fjögur ár, vaxandi vinsælda. John Howard sleit í gær samstarfi stjómarandstöðunnar eftir að honum mistókst að meina tólf meðlimum Þjóðarflokksins að sækja fundi stjóm- arandstöðunnar en þeir vildu, undir forystu Bjelke-Petersen, reyna að komast á sambandsþing. Ný rikisstjóm mynduð í Finnlandi Gunnlaugur A. Jónsson, DV, Lundi; Nær sex vikum eftir þingkosning- arnar var loks mynduð ný ríkisstjórn í Finnlandi í gær undir forsæti seðla- bankastjórans og hægri mannsins Harri Holkeri. Fengu jafhaðarmenn flesta ráð- herrana í stjórninni, eða átta, og verður formaður Jafnaðarmanna- flokksins, Kalevi Sorsa, utanríkis- ráðherra. - Hægri menn fengu sjö ráðherra, Sænski þjóðarflokkurinn tvo og Dreifbýlisflokkurinn einn. Þessi ríkisstjórn er mjög óvenjuleg því að jafnaðarmenn og hægrimenn hafa verið höfuðandstæðingar í finnskum stjórnmálum undanfarna áratugi. Talsmenn flokkanna fjög- urra, sem aðild eiga að stjórnar- mynduninni, lýstu því samt yfir allir að þeir væru mjög ánægðir með stjórnarsáttmálann. Þó hefur heyrst gagnrýni um að stjórnarsáttmálinn byggi fyrst og fremst á sviknum kosningaloforðum. - Koivisto Finnlandsforseti er einnig sakaður um að hafa svikið loforð sitt um að völd þingsins mundu aukin. Þegar í ljós kom að borgaralegur þingmeirihluti var fyrir hendi og Ilkka Suominen, formaður hægri- flokksins, hafði lýst þeirri skoðun sinni að tími væri kominn til þess að mynda borgaralega stjórn greip Koivisto inn í stjórnarmyndunarvið- ræðurnar og fól seðlabankastjóran- um Harri Holkeri að kanna möguleika á myndun ríkisstjórnar hægri manna og jafnaðarmanna. Sú tilraun tókst og þar með hafði forset- anum tekist að afstýra því að Jafnaðarflokkurinn (hans gamli flokkur) lenti í stjómarandstöðu, eins og Sorsa, forsætisráðherra síð- ustu ríkisstjórnar, hafði hálft í hvoru ætlast til, ef stjóm hans félli í kosn- ingunum, sem varð, því að jafnaðar- flokkurinn tapaði fylgi og þingsæt- um . Atvmnusjúkdómum fjölgar í Danmörku Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmanuahöfe Danska vinnueftirlitið óttast gífur- lega aukningu vinnuslysa og vinnu- sjúkdóma fram að aldamótum. í skýrslu vinnueftirlitsins frá 1986 er talað um tvöföldun vinnuslysa ef fyrir- byggjandi aðgerðir verði ekki efldar. Arið 1986 jókst tala tilkynntra vinnuslysa og vinnusjúkdóma. Er það ekki álitið vera vegna þess að tilkynnt sé um fleiri tilfelli en áður heldur hef- ur þeim í raun og vem fjölgað og tengist það að einhverju leyti aukinni atvinnusköpun. Tilkynningum um atvinnusjúkdóma hefur Ijölgað gífurlega. Við upphaf skráningar vinnusjúkdóma 1983 vom nimlega sex þúsund tilfelli tilkynnt. 1986 var fjöldi tilfellanna sautján þús- und. Sjúkdómar í liðum em algengastir en þar em sinaskeiðabólga og bak- veiki í meirihluta. Á eftir liðsjúk- dómum koma húðsjúkdómar, heymarskemmdir og heilaskemmdir. Heymarskemmdir hafa aukist um fimmtíu prósent en heilaskemmdum hefur fækkað. Lítur út fyrir að heila- skemmdir meðal málara og starfsfólks í grafískum fögum séu á niðurleið en mikil umræða hefur lengi átt sér stað um hættuna á heilaskemmdum vegna uppleysiefha sem notuð em í þessum starfsgreinum. Tvöföldun hefur orðið á tilkynntum krabbameinstilfellum, tveir þriðju hlutar em lungna- og lungnahimnu- krabbamein sem í helmingi tilfella em sett í tengsl við vinnu með asbest. Umsjón: Halldór Valdimarsson, Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.