Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987.
9
Utlönd
Kosið á Ítalíu
fjórtánda júní
Ákveðið hefur verið að ganga til
kosninga á Italíu þann fjórtánda júní
næstkomandi í þeirri von að niður-
stöður nýrra kosninga ráði bót á
stjómarkreppu þeirri sem ríkt hefur í
landinu undanfamar átta vikur;
Francesco Cossiga, forseti Ítalíu,
sleit í gær þingi og boðaði til nýrra
kosninga í júní, ári áður en áætlað
var að ganga að kjörborðunum. Þessi
ákvörðun forsetans fylgdi í kjölfar
vantrausts á stjóm Fanfanis forsætis-
ráðherra sem samþykkt var af þinginu
í gær.
Flokkur Fanfanis, kristilegir demó-
kratar, hvatti til nýrra kosninga eftir
að tvær tilraunir til að endurreisa
samsteypustjóm í landinu fóm út um
þúfur.
Við atkvæðagreiðsluna um van-
traust ákváðu nokkrir fulltrúar stjóm-
arandstöðunnar að styðja ríkisstjóm-
ina en stjómarþingmenn sátu þá hjá
til þess að tryggja að stjómin yrði
felld. Einn fulltrúa stjómarandstöð-
unnar lýsti því yfir i gær að þessi
leikur væri allur hinn fáránlegasti.
Stjómarkreppa þessi fylgdi í kjölfar
afsagnar Bettino Craxi, fyrrum forsæt-
isráðherra, en hann fór frá eftir
langvarandi valdabaráttu milli flokks
hans, Sósíalistaflokksins, og kristi-
legra demókrata, samstarfsflokks
þeirra í rikisstjóm.
Kristil'egir demókratar kváðust þá
orðnir þreyttir á að sitja í skugganum
af sósialistum og sósíalistar neituðu
að taka þátt í ríkisstjóm þar sem áhrif
flokkanna réðust af stærð þeirra en
kristilegir demókratar em stærsti
flokkur ítalska þingsins.
Forseti fulltrúadeildar italska þingsins les niðurstöður atkvæðagreiðslu um vantraust á minnihlutastjórn Amintore Fan-
fani en ríkisstjórn hans var felld í gær.
fyrkland við
dyr Evrópu
Jcm Ctanur HaDdórsacm, DV, London;
Sendimenn tyrknesku stjórnar-
innar hafa að undanfömu verið á
ferð milli höfuðborga Evrópu til
þess að leita eftir stuðningi við
umsókn landsins um aðild að Evr-
ópubandalaginu.
Umsókn Tyrklands hefúr sett
evrópska stjómmálamenn i mik-
inn vanda því flestir telja óhugs-
andi af póh'tískum og efnahagslog-
um ástæðum að veita Tyrklandi
aðild að bandalaginu á þessari öld.
Um leið er flestum ljóst að framtíð
lýðræðis i Tyrklandi getur verið
undir því komin að ekki verði sleg-
ið á hendur þarlendra stjómvalda
í höfuðborgum Evrópu.
Aðild að bandalaginu mundi
veita öllum íbúum Tyrklands, sem
em fjörutíu og fimm milljónir og
íjölgai- um meira en milljón á ári,
fu.Il réttindi til búsetu, vinnú og
annars um mestalla Vestur-Evr-
ópu. Þetta þykir ekki fýsilegt í
þessum löndum þai- sem spenna
hefiu- farið vaxandi vegna vem
milljóna verkaraanna frá Tyrkl-
andi, Norður-Afríku og í tilviki
Bretlands frá Asíu, Alríku og eyj-
um Karíbahafsins.
Eins er talið óhugsandi að
bandalagið geti stutt við land-
búnað í Tyrklandi með Sítma hætti
og gert er við evrópskan land-
búnað en hændum í álfúnni er
greitt fast verð fyrir framleiðslu
þannig að offramleiðsla á mat er
orðin eitt helsta efiiahagsvanda-
mái áifúnnar og milljónir tonna
af mat liggja undir skemmdum.
I Tyrklandi er aðild að bandalag-
inu viðkvæmt deilumál milli þeirra
sem vilja vesfi*æna siði og hinna
sem telja sig eiga meiri samleið
meö trúbræðmm sínum í Afríku
og Asíu on allur þorri þjóðarinnar
aöhyllist islam.
Argentínu-
foringjar fyrir rétt
Argentínskur dómstóll hefúr
ákveðið að stefna skuli hershöfö-
ingjanum Jose Dante Caridi vegna
mannréttindabrofca frá áiínu 1981
þegar Cíiridi var yfirmaður her-
skóla nálægt Buenos Aires.
Lögfræðingur við réttinn, þar
sem mál Caridis verður tekið upp,
segir að það getí verið að Caridi
hafi tekið þátt í greftmn þein*a er
létust eftir misþyrmingar liðs-
manna öryggissveitanna.
Hingað til hefur þijú hundruð
og fimmtíu liðsforingjiun og örygg-
issveitamönnum verið stefnt vegna
mannréttindabrota.
Ekki eru allar
ferdir tíl fjár
en ferð í Fjörðinn borgar sig!
Clæsilegustu gólfteppin, flísarnar,
parketiö og hreinlætistækin
færöu hjá okkur á viöráöanlegum
greiöslukjörum.
Og þú ferð ánægður heim.
Útborgun 20%.
Eftirstöðvar í allt aö 9 mánuði.
Kostaði Arafat stuðning
þriggja hófsamra arabaríkja
Svo virðist sem afgreiðsla mála á
þjóðarþingi Palestínumanna ætli að
kosta Yasser Arafat, endurkjörinn
leiðtoga frelsishreyfingar Palestínu,
PLO, stuðning þriggja hófsamra
arabaríkja, sem hingað til hafa viljað
fá hann sem þátttakanda í friðarvið-
ræðum í Mið-Austurlöndum.
Þjóðarráð Palestínu, sem fundaði
í Alsír í síðustu viku, hafnaði sam-
komulagi við Jórdani um sameigin-
legar friðaraðgerðir og ákvað að
endurskoða samband Palestínu-
manna við Egyptaland, eina araba-
ríkið sem hefur stjómmálasamband
Lögreglumenn á verði fyrir utan eina af skrifstofum PLO i Kaíró í gær en þá lokuðu Egyptar fjórtán skrifstof-
um samtakanna.
við ísrael.
Að kröfú þeirra flokka palestínu-
manna sem eiga rætur sínar að rekja
til Damaskus lýsti þjóðarráðið því
yfir að sambandið við Egypta réðist
af því hversu ákveðið Egyptar héldu
sig frá ákvæðum friðarsamningsins
við Israel sem gerður var árið 1979.
Flest arabaríki slitu sambandi við
Egyptaland þegar samningar þessir
voru undirritaðir.
Egyptar reiddust ákaflega þessum
yfirlýsingum þjóðarráðsins og lok-
uðu öllum skrifstofum PLO í
Egyptalandi.
Hussein Jórdaníukonungur stöðv-
aði á síðasta ári framkvæmd
samkomulags við PLO um sameigin-
legar friðaraðgerðir. Hann lokaði þá
liðlega tuttugu skrifstofúm PLO í
Amman og lýsti þvi yfir að stjóm
samtakanna væri óstarfhæf.
Marokkó sleit sambandi sínu við
Palestínumenn eftir að fúlltrúa
Polisario, frelsishreyfingar Vestur-
Sahara, var meinað að ávarpa þjóð-
arráðið.
Egyptar, Israelar, Jórdaníumenn
og Bandaríkjamenn hafa undanfarið
reynt að koma á friðarráðstefnu að-
ila að deilum í Mið-Austurlöndum á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þær
umleitanir hafa strandað á deilum
um hver skuli vera fúlltrúi Palest-
ínumanna. Egyptaland hefur þjónað
sem tengiliður milli PLO annars
vegar, Bandaríkjanna og ísraels hins
vegar.