Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Page 16
16
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987.
Spumingin
Hvert finnst þér líkleg-
asta stjórnarmynstrið?
Vilhjálmur Berghreinsson nemi: Það
er nú erfitt að segja til um það, sér-
staklega er maður fylgist lítið sem
ekkert með pólitík. En ég vona bara
í lengsu lög að stjórnarflokkarnir
sitji ekki við stjórnvölinn aftur því
mér finnst þeir engan veginn hafa
staðið sig sem skyld..
Örn Héðinsson sölustjóri: Ég myndi
telja að það væri ákjósanlegast ef
D, A og B eða V-listinn mynduðu
þriggja flokka ríkisstjórn. Það er
allavega stjóm sem ég myndi sætta
mig við úr því sem komið er.
Magdalena Gissurardóttir húsmóðir:
Ef ég fengi að ráða myndi ég vilja
A, V og S-listann en það er býsna
óraunhæft dæmi þar sem þeir eru
ekki nógu margir. Ég myndi svo sem
láta mér það lynda þó að G-listinn
bættist við og mynduð yrði 4 flokka
stjórn.
Ragna Stefánsdóttir matráðskona:
Ég tel að dæmið gangi aldrei upp,
það verður eflaust kosið aftur í
haust. Ég á erfitt með að ímynda
mér V-listann í stjórnarsamstarfi
með öðrum flokkum og D-listinn á
aldrei eftir að viðurkenna S-listann.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir: Mér
sýnist nú staðan vera mjög erfið og
mikil málamiðlun vera framundan
takist þeim að komast að niðurstöðu.
Jón Helgason vélstjóri: Mér finnst
ekki nokkur leið að svara þessu,
þetta eru allt sömu sveinarnir og þvi
get ég ekki ímyndað mér að það
breyti nokkru hverjir skipi stjóm.
Lesendur__________________
Hvað er að kjörum
borgarstarfsmanna?
Stefán Karlsson, 8352-2356, skrifar:
í viðmiðun við sambærilega starís-
hópa annars staðar eru borgarstarfs-
menn alls staðar lægstir. I bréfi
mánudaginn 13. apr. sl. kalla ég samn-
ing borgarstarfsmanna verðbólgu-
sprengju gagnvart þeim lægst
launuðu. Nákvæmari lýsing væri
launamisréttisaukandi og kjararýr-
andi. Hann hljóðar upp á 24% launa-
hækkun á tveimur árum en verðbólg-
uspá fyrir þetta ár er þegar komin í
18%. Þó að verðbóta- eða endurskoð-
unarákvæði séu í samningum koma
verðbætur seint og illa til launþega
og reiknast í prósentum eins og hinar
hækkanimar. Jöfn prósentuhækkun
er galli sem skilar sér sem ólík krónut-
ala til launfólks, minnst til þeirra
lægstu, mest til hálaunafólks. Við lág-
launafólkið virðumst lenda undir
viðmiðunarmörkum þannig að við
fáum aldrei bættar til fulls í krónum
þær hækkanir sem í kringum okkur
eru. Við kaupum fyrir krónuna, ekki
prósentutöluna. Frá þessu sjónarmiði
séð ríkir því verðbólga, hvort sem
ástæðan er að það vanti einhverja
mikilvæga þætti í verðbótaviðmiðun-
ina eða einfaldlega að hækkanir verði
í takt við meðallaun sem við lendum
undir. Hálaunamenn koma þá út með
hagvöxt en við með verðbólgu.
Því er augljóst að í hverjum samn-
ingi þarf að kippa þeim lægstu heldur
meira upp en hinum, svo að launabilið
gliðni ekki í það óendanlega. Við kom-
umst ekki af hvert án annars í þessu
þjóðfélagi, stjómendur verða engir
stjómendur nema einhverjir geti lifað
á launum undir stjómendalaunum.
Kjaradeila borgarstarísmanna er að
taka á sig leiðinlega mynd. Ég sem
vagnstjóri á minn þátt í því eins og
hver önnur hugsandi og virk mann-
eskja á sinn þátt í þróun mála hverju
sinni. Meining mín og félaga minna
var ekki heilagt stríð heldur að benda
á að undanfarin átta ár höfum við
dregist jaint og þétt aftur úr öðrum
starfshópum borgarinnar.
Ábyrgðina höfum við lagt á launa-
samninganeíhd í heild. Ég trúi að
forsvarsmenn okkar í SVR hafi augun
opin fyrir því nú að það sé komið að
vagnstjórum að fá verulegar úrbætur,
eftir að hafa tekið sinn hluta af byrð-
inni í mörg ár.
Það er leitt ef ráðamenn borgarinnar
sjá ekki hvert tjón það er SVR að
missa nú unnvörpum þjálfaða starfs-
menn vegna lágra launa. Þjónustufyr-
irtæki, sem á jafhmikið undir
mannlegum samskiptum, þarf tvi-
mælalaust að eiga völ á ánægðum
mannskap, svo ekki sé minnst á þjálf-
un í meðhöndlun tækja sem kosta
íbúðarverð. Það má líta á launamál
vagnstjóra sem spumingu um ábyrga
afstöðu til fyrirtækisins. Starfið er
vanmetið hvað vinnuálag og hæíhi
starfsmanna varðar og launin eru í
engu samræmi við raunveruleikann.
Það verður að vera hægt að fram-
fleyta sér af starfinu.
Ég læt minni umfjöllun lokið að
sinni með von um aukinn skilning.
„Starfið er vanmetið hvað vinnuálag og hæfni starfsmanna varðar og laun-
in eru í engu samræmi við raunveruleikann."
Abyigðarieysi ráðamanna
Skattborgari skrifar:
Nú þegar ný stjóm er í vændum
vonar maður bara að tilvonandi stjóm
beri meiri ábyrgð en þær sem á undan
hafa gengið. Af hverju eiga ráðamenn
þjóðarinnar ekki að bera ábyrgð á sín-
um mistökum rétt eins og fram-
kvæmdastjóri hjá einkafyrirtæki?
Ábyrgðarleysi ráðamanna gerir
mann nefriilega hálfvonlausan um
rekstur þjóðarskútunnar og verður
þess valdandi að maður fyllist tor-
tryggni í garð þeirra, Gott dæmi um
ábyrgðarleysi þeirra er að á sama tíma
og við íslendingar erum með hæstu
þjóðartekjur á mann í heiminum virð-
ast erlendir skuldir aukast jafht og
þétt. Hvemig má þetta vera? Hvemig
má það vera að skattborgarar þessa
lands þurfi að fara í vasann sinn til
að greiða fyrir ófyrirgefanleg mistök
varðandi Hafskipsmálið, hvorki meira
né minna en 1 milljarð. Þrátt fyrir að
milljarður fór í súginn vill enginn
kannast við neitt og allir fara eitthvað
í kringum þetta. En við skattborgar-
amh viljum fá skýringu á milljarðin-
um. Það ber einhver ábyrgð á þessu
og það er réttast að viðkomandi axli
þá ábyrgð.
For-
eldrar,
hafíð
varann
*
a
Lára Magnúsdóttir hringdi:
Ég vil beina þeim tilmælum til
foreldra og annarra þeirra er hafa
umsjá bama að gæta þess vel að
skilja ekki eftir lyf eða önnur
hættuleg efhi á glámbekk. Forvitni
er bömunum svo eðlislæg og því
er meiri ástæða fyrir okkur fhll-
orðna fólkið að koma í veg fyrir
að slík slys geti yfir höfuð átt sér
stað.
Maður sér það bara því miður
allt of oft á heimilum að þess er
ekki nægilega gætt að hafa slíka
hluti á stöðum þar sem böm geta
ekki náð til.
Máltækið segir allt sem þarf,
seint ér að byrgja bmnninn, þá
bamið er dottið ofan í.
„Eg vil beina þeim tilmælum til foreldra að gæta þess vel að skilja ekki eftir
lyf eða önnur hættuleg efni á glámbekk.“
Einstök
mynd
Helga Pálsdóttir hringdi:
Ég'vil þákka sjónvarpinu fyrír
alveg einstaka mynd á laugardags-
kvöldið, Hempan og hervaldið.
Myndin var eiginlega allt of góð
til að vera sannsöguleg og það fylf-
ir mann vonameista þegar maður
veit til þess að það er til fólk í
heiminum er kemur svo mörgu
góðu til leiðar.
Mér fannst myndin i alla staða
mjög vel heppnuð en hún íjallaði
um írskan sendiklerk sem bjargar
þúsundum hermanna bandimianna
og öðrum frá j)ví að ('alla í hendur
fasista eða Gestajwlögreglu Þjóð-
verja. Þetta var ótmleg mynd en
sönn engu að síður.
Þökk fýrir gott innlegg á pásk-
unum.
Skemmtileg
sýning
Jóna skrifar:
Oft má sjá í lesendadálkunum
nöldur og skammir um hitt og
þetta. Minna er gert að því að
hæla því sem vel er gert. Mig lang-
ar að minnast á hlut sem mér þótti
til fýrirmyndar. Ég fór á ákaflega
skemmtilega sýningu í Laugar-
dalshöllin sem var opnuð á
sumardaginn fyrstá. Ég tók lítinn
son minn með sem er auðvitað
ekki í frásögur færandi. Þegar við
höfðum skemmt okkur konung-
lega við ýmislegt og komið var að
heimför um kvöldið varð sonur
minn fyrir því óláni að týna falleg-
um bangsa sem hann hafði unnið
á tombólu.
Bamið varð skelfingu lostið og
fór að hágráta. Kom þá til okkar
maður á vegum sýníngarinnar og
spurði hvað væri að. Þegar hann
heyrði það fór hann með okkur
aftur á tombóluna og leyfði syni
mínum að ná sér í annan bangsa.
Langar mig til að þakka þessum
manni fyrír og vil í leiðinni hvetja
sem flesta til að sjá þessa sýningu
sem er bæði falleg og skemmtileg.
Rás 2:
Næturvaktin
góð
Soffia Þorsteinsdóttir hringdi:
Mér finnst rás 2 hafa farið mjög
mikið fram og nú hlusta ég ekkert
síður á hana en Bylgjuna.
Ég er mjög hrifinn af músíkinni
sem er flutt á næturvakt rásar 2 á
milli kl. 6 og 9 á morgnana.
Þetta em svo hress og drífandi
lög að það er alveg dásamlegt að
vakna við þessa undurþýðu tóna.
Það er þó einn annmarki á þessari
sælu að mér finnst kvnningarnar
mega vera í meira samræmi við
lögin, stjórnendumir mættu vera
hressari er þeir kynna lögin.
Tónleika
með Europe
Bóbó skrifar:
Ég er alveg sammála lesendum,
sem skrifúðu í lesendadálkinn, um
að sýna tónleika með hljómsveit-
inni Europe.
Ég býst ekki við að ríkissjón-
varpið bíði hnekki þótt það sýni
tónleika með henni. Þessi hljóm-
sveit hefúr að mínu mati ekki
fengið nærri eins góðar móttökur
og hún á skilið, til dæmis em plöt-
ur hennar nánast ekkert spilaðar
í útvarpinu.
Krakkar, við skulum standa
saman og skrifa þangað til sjón-
varpið sýnir frá tónleikum með
Europe.