Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987.
21
íþróttir
• Atfi Eðvaldsson.
„Fvábær
hópur“
„Það var gaman að fá að æfa á
þessu fallega grasi. Það eru sex til
sjö strákar í liðinu sem ekki hafa
enn komist á gras það sem af er
árinu svo það er kominn tími til,“
sagði Atli Eðvaldsson landsliðs-
fyrirliði eftir æfingu á Parce des
Princes.
„Það er ávallt frábært að koma
saman í þessum hópi - stemningin
er engu lík. Maður bókstaflega
hlakkar til að koma svona saman
og hitta strákana. Það ætla allir
að gera sitt besta. Nú eru menn
lausir við þá spennu og ergelsi sem
fylgir atvinnumönnum ellefu mán-
uði á ári. Hér em allir mjög
jákvæðir og munum við spila í
þessum leik eins og við höfum allt-
af gert og hefur gefið okkur
árangur - með endalausri baráttu.
Það er hins vegar ljóst að Frakkar
ætla sér stóran hlut og munu ekk-
ert gefa eftir til að vinna okkur
stórt,“ sagði Atli.
Hann kvað leikmenn ekkert
stressaða þó að þeir vissu að öll
íslenska þjóðin fylgdist með þeim
í beinni útsendingu. Það efldi bara
íslenska liðið.
„Mikill
völlur“
„Ég var að leika á sunnudaginn
og var þá í fínu formi. Ég fann
ekkert fyrir þeim meiðslum sem
vom að hrjá mig um daginn svo
ég verð að vona það besta,“ sagði
Ragnar Margeirsson sem er eini
landsliðsmaðurinn sem á við að
stríða smávægileg meiðsl er hann
varð fyrir í leik með Waterschei
fyrir stuttu. Að öðm leyti eru allir
við bestu heilsu í liðinu.
„Nei, ég hef aldrei leikið á svona
stórum velli og hér má búast við
30 þúsund áhorfendum. Það er
hætt við því að það komi til með
að hrjá okkur hve fáa æfingaleiki
við höfum fengið og vissulega hefði
verið betra að leika einhverja. En
það er erfitt að koma þeim á og
við því er ekkert að gera,“ sagði
Ragnar sem að öllum likindum
verður í byrjunarliðinu í kvöld.
Lúxushótel
Íslenska landsliðið dvelst á
miklu lúxushóteli í hjarta Parísar.
Hotel Concorde heitir það og kost-
ar eins manns herbergið 6 þúsund
krónur yfir nóttina. Hótel þetta er
engin smábygging og er íslenska
landsliðið til dæmis á 26. hæð en
hótelið sjálft er 32 hæðir. Það er
svo stórt að menn villast gjaman
tímunum saman á göngum þess og
tekUr það landsliðsmenn töluverð-
an tíma að koma'st í og úr mat.
Franska liðið dvelst hins vegar
rétt fyrir utan París og er .þess
vandlega gætt af miklum fjölda
öryggisvarða sem eiga að tryggja
liðinu fullkomna ró.
Gyffimeð
tilboðfrá
Hameln
„Ég ákvað að slá til og fara til Vest-
ur-Þýskalands eftir nokkra umhugsun
og ætla að þiggja boð þar sem mér var
boðið að líta á aðstæður hjá vestur-
þýska liðinu Hameln," sagði Gylfi
Birgisson handknattleiksmaður í sam-
tali við DV í gærkvöldi. Atli Hilmars-
son og Kristján Arason hafa báðir
leikið með Hameln.
„Þetta kemur nú ekki á besta tima
þar sem ég hef ekkert æft í hálfan
mánuð og nánast ekkert gert annað
en að vinna. En ég er spenntur fyrir
þessu og reyni auðvitað að standa í
stykkinu," sagði Gylfi.
Gylfi hefur átt mjög góða leiki með
Stjömunni í vetur og átti einna mest-
an J)átt í sigri liðsins í bikarkeppni
HSI á dögunum. Hann er gríðarlega
öflug skytta og það kæmi ekki á óvart
þótt hann félli vel inn í vestur-þýskan
handknattleik. -SK
• Gylfi Birgisson.
Víkingur
sigraði
Youri Sedov stýrði Víkingum !
í fyrsta sinn i langan tíma er
þeir sigruðu Þrótt í gærkvöldi. [
Leikurinn var liður í Reykjavík-
ui-mótinu í knattspymu. Skor-
uðu Víkingar tvívegis en I
Þróttarar náðu hins vegar ekki |
að svara fyrir sig.
„Býst við að leika
sömustöðu ogAtli'
- segir Sigurður Jónsson sem líst vel á leikinn í kvöld
„Mér líst mjög vel á leikinn í kvöld
og það er alltaf mjög gaman að koma
og leika með landsliðinu," sagði Sig-
urður Jónsson en hann verður ömgg-
lega í byijunarliðinu í kvöld.
„Ég býst við að ég og Atli verðum
í sömu stöðu, það er að segja að við
leikum bæði sem tengiliðir og bak-
verðir. Þetta er mjög erfið staða því
það er mikið vamarhlutverk sem fylg-
ir henni. Ég spila aldrei þessa stöðu
nema með landsliðinu," sagði Sigurð-
Það má því búast við miklum hlaup-
um hjá Sigga og Atla í kvöld en
hvernig leikkerfi skyldi verða notað í
kvöld?
„Við komum til með að leika 3-5-2
kerfi en við höfum áður notað það
undir stjóm Sigi Held, nema gegn
Austur-Þýskalandi. Þá var aðeins einn
leikmaður frammi og það kom alls
ekki vel út. Það þarf tvo leikmenn
frammi. Þessi uppstilling bendir til
SIGURÐUR MÁR JÓNSSON,
ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR DV,
SKRIFAR FRÁ PARÍS
Frakkamir
sigumssir
- ætla að sigra, skémmta og skora í kvöld
þess að þeir Amór og Pétur verði
frammi en Held hefui' enn ekki til-
kynnt byrjunarliðið."
Sigurður leikur enska knattspvmu
daglega - hvernig skyldi honum líka
við hana samanborið við þýska kerfið
hjá Held?
„Ég neita þvi ekki að það er
athyglisvert að prófa þetta. Þetta er
heldur meira spil en ég á að venjast
hjá Sheffield Wednesday. Okkur hjá
Wednesday hefur ekki gengið sem
best að undanfömu. Það má segja að
við höfum spmngið um jólin: ef til
vill vorum við orðnir útkeyrðir. Ég á
nú ekki von á öðru en að Wilkinson
verði áfram hjá liðinu. Stuðningsmenn
liðsins vilja hann burt en það væri
mjög dýrt fyrir félagið að reka hann
núna vegna þess að hann er með fimm
ára samning. Ég hef leikið um tuttugu
leiki í vetur með aðalliðinu og annað
eins með varaliðinu þar sem ég er
reyndar fyrirliði. Okkur hefur gengið
ágætlega þar og erum í fjórða sæti."
sagði Sigurður. Hann kvaðst aldrei
áður hafa komið til Parísar en sér lit-
ist prýðilega á borgina.
„\góðu
formi“
Sguxöur Már Jánason, DV, París:
„Ég hef aldrei verið í betri æf-
ingu á ævinni og tel mig vera í
geysilega góðu fonni núna. Bæði
mér og liði mínu, Moss, hefur
gengið vel það sem af er árinu,"
sagði Gunnar Gíslason sem virðist
vera í geysigóðu formi núna ef
marka má það sem sást til hans á
æfingunni á mánudagskvöldið.
Var til dæmis augljóst að tækni
hans hafði batnað mikið.
„Já, það er rett, ég tel að mér
hafi farið mikið fram í tækni í
Noregi. Má því segja að Noregs-
dvölin hafi þegar gert mér gott.
Þar leik ég á miðjunni og líkar það
mjög vel enda er ég mikið meira í
boltanum. Í kvöld býst ég þó við
að leika aflasta mann í vöminni “
Gunnar kvaðst vera bjartsýnn
fyrir leikinn í kvöld og allt eins
eiga von á góðum úrslitum. „Þetta
er orðinn mjög samæfður hópur
og liðsandinn er frábær."
Stærsti
völlur
Frakklands
íslenska liðið æfði á hinum
glæsilega Pai-ce des Princes leik-
vangi hér i París á mánudags-
kvöldið og var það eina æfingin
sem liðið fékk þar f>TÍr viðureign-
ina í kvöld.
Á þessum velli fór fram úrslita-
leikurinn í Evrópukeppni lands-
liða 1984 en þar urðu Frakkar sem
kunnugt er Evrópumeistarar.
Þetta er geysilega fallegui- leik-
vangur sem var byggður 1972.
Tekrn- hann um 50 þúsund áhorf-
endur og eru aðeins sæti á leik-
vanginum. Þetta er stærsti völlur
Frakka en Racing Club Paris og
Paris Saint Germain eiga þar
heimavöll. Síðast þegar Frakkar
léku þarna töpuðu þeir illa f>TÍr
Sovétmönnum. 0-2. í kvöld er búist
við 35 þúsund áhorfendum en
leiknum verður ekki sjónvarpað
mn Frakkland og hefur það vakið
mikla reiði.
Jafntefli
Rúnar Kristinsson gerði mark
Islendinga í landsleik U-18 við
Dani. Ix'ikurinn er liður í Evrópu-
keppni.
Liðin skildu jöfn, 1-1. Leikurinn
þótti góðui' en fullharður.
Sigurður Mar Jánsscm, DV, París:
Það er ljóst að Frakkar telja sig nán-
ast úr leik í Evrópukeppninni. Eina
von þeirra er að Austur-Þjóðverjar
vinni Sovétmenn í kvöld. Henri Mic-
hel, þjálfari Frakka, hefur ákveðið að
nota þennan leik til að gefa nýjum
mönnum tækifæri. Hann hefur valið
nokkra unga og efnilega leikmenn í
liðið og stefnir að því að byggja upp
sigurvænlegt lið fyrir HM á Ítalíu
1990.
En þetta þýðir ekki að Frakkar ætli
að gefa eftir í kvöld - síður en svo.
Frakkar mæta nokkuð sigurvissir til
leiks og hefúr Michel, þjálfari þeirra,
sagt að þeir muni einblína á þrjú át-
riði: sigra, skemmta og skora. Það
þýðir að Frakkar ætla sér auðvitað
sigur, auk þess sem þeir ætla að
skemmta sér - væntanlega á kostnað
íslendinga. Þá er ekki síður mikilvægt
fyrir liðið að skora mark en það hefur
Frökkum ekki tekist í síðustu fjórutn
leikjum sínum. Jose Toré, sem lék með
Nantes gegn Val árið 1985, er ætlað
að leika stórt hlutverk í franska liðinu
í kvöld og er ástæða fyrir íslenska
sjónvarpsáhorfendur að fylgjast vel
með honum.
Franska byrjunarliðið hefur verið
tilkynnt og er það þannig: Bats, Thou-
venel, Boli, Domergue, Amoros,
Fernandez, Toré, Passi, Platini,
Micciche og Stopyra. Micciche er ný-
liði og mikið séní.
DVSMAAUGLYSINGAR
Smáauglýsingadeild DV
veröur opin í dag, miðviku-
dag, til kl. 22.00 og á morgun,
I fimmtudag, frá 9-22.
Smáauglýsingadeildin verður
lokuð föstudaginn 1. maí.
I Opið laugardag 2. maí frá
9-14 og sunnudag 3. maí frá
kl. 1S-22.