Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Síða 32
32
MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987.
Erlendir fréttaritarar
Manntal í V-Þýskalandi
veldur miklu Qaðrafoki
Fimmtán hundruð tonn af eyðublöðum verða að talnarusli ef Vestur-Þjóðverjar gera alvöru úr hótunum sínum að
svara ekki eða svara á rangan hátt spurningum í manntali því sem fara á fram í maílok.
Ketflbjöm Tryggvasan, DV, V-BerJin;
Þann 25. maí næstkomandi fer fram
manntal í öllu Vestur-Þýskalandi. Sex
hundruð þúsund teljarar munu þá
heimsækja tuttugu og fimm milljónir
heimila hérlendis og ná í spuminga-
lista sem hefur að geyma þrjátíu og
þijár spumingar um húsakynni, tekju-
öflun, menntun, notkun farartækja og
svo framvegis.
Manntalið hefur lengi verið til um-
ræðu á þingi í Bonn og margoft verið
frestað vegna gagnrýni á notkun
þeirra upplýsinga sem við það vinn-
ast. Aðallega er það flokkur græningja
sem barist hefur gegn þessu manntali
og segjast flokksmenn hans ekki sjá
ástæðu fyrir beinum persónunjósnum
sem þessum. Auk græningjanna hafa
ýmsir þingmenn sósíaldemókrata, svo
og einstakir þingmenn stjómarflokk-
anna þriggja, lýst yfir efasemdum
sínum um gildi vinnsluaðferða og til-
gang manntalsins yfirleitt.
Andstæðingunum fjölgar
Vegna þessarar gagnrýni hefur
manntalsaðferðinni og lögum um
hana verið breytt mikið frá seinasta
manntali sem fram fór 1970. Segja
stuðningsmenn talningarinnar að nú
sé óhugsandi að upplýsingamar verði
á einhvem hátt misnotaðar.
Þrátt fyrir þessi nýju manntalslög
hafa andstæðingar manntalsins ekki
látið sannfærast og fer fjöldi þeirra
sívaxandi. Skoðanakannanir hafa leitt
í ljós að um tveir þriðju hlutar þýsku
þjóðarinnar em á einhvem hátt á
móti manntalinu og telja hættu á að
Innanríkisráðherra V-Þýskalands, Fri-
edrich Zimmerman, hefur hótað þeim
sem ekki taka þátt i manntalinu lög-
sókn og háum fjársektum. Andstæð-
ingar talningarinnar hafa þó ráð undir
rifi hverju og hafa gefið út lögfræðileg-
ar ráðleggingar um hvernig komast
megi hjá sliku.
upplýsingar, sem þeir gefa, geti verið
misnotaðar.
í skoðanakönnunum kemur einnig
fram að einungis um fimmtíu prósent
þjóðarinnar ætla að svara spuming-
unum eftir settiun reglum, þrjátíu og
sex prósent eru ekki viss um hvort
þeir svari þeim öllum eða svari þeim
rétt og heil fjórtón prósent ætla alls
ekki að svara spumingunum.
Gagnslaust talnarusl
Ef spár þessara skoðanakannana
koma til með að rætast verður að
mati sérfræðinga úr hinum fimmtán
hundmð tonnum af svarblöðum ein
stór hrúga af talnarusli sem hefur
' ekkert verðmæti fyrir hagstofu lands-
ins. Þetta vita yfirvöld og gera í
augnablikinu allt til að forða því að
þessi ffamkvæmd verði þar með að
hrapallegum stjómmálalegum mistök-
um sem muni kosta þjóðina vel yfir
einn milljarð þýskra marka.
Lögsókn hótað
Innanríkisráðherra landsins, Fri-
edrich Zimmermann, hefur í þessu
sambandi aukið fjárútlát til auglýs-
ingaherferða til stuðnings manntalinu
um fjömtíu milljónir marka. Reynt
hefur verið að virkja ýmis öfl innan
landsins til að kynna hana, þar á
meðal kirkjustofiianir og íþróttafélög
og síðast en ekki síst hefur hann hótað
þeim sem ekki taka þátt í manntalinu
lögsókn og háum fjársektum.
Hótanir ríkisstjómarinnar hafa lítil
áhrif haft á mótmælendur talningar-
innar. Stofhuð hafa verið samtök
þeirra vítt og breitt um landið til að
sameinast í baráttunni og til að dreifa
ráðleggingum sérfræðinga á sviði lög-
fræði og tölfræði.
Frjótt ímyndunarafl
Ekki er hægt að segja annað en að
ímyndunaraflið við þessa mótmæla-
starfsemi sé frjótt. Hafa í þessu
sambandi, svo eitthvað sé nefnt, marg-
ar bækur verið skrifaðar að undan-
fömu með lögfræðilegum ráðlegging-
um til handa þeim sem lenda í
málaferlum og aðrar bækur um hvern-
ig gera megi svarblöðin gagnslaus og
jafnvel skaðleg fyrir talninguna í
heild.
Ein bókin segir meðal annars frá því
hvemig megi eyðileggja spuminga-
eyðublöðin með vel völdum kaffislett-
um og koma þannig í veg fyrir að
hægt sé að tölvulesa þau. Á öðrum
stað er greint frá hvemig mgla má
tölvulesara með því að smyrja þunnri
húð af ryðvamarefhi á blöðin og á
þriðja staðnum er lýst hvemig gera
megi vinnslu blaðanna erfiða með því
áð klippa örþunna rönd af efri eða
neðri kanti þeirra. Allar eiga þessar
bækur það sameiginlegt að þær hafa
selst í stórum upplögum.
Óttast hryðjuverk
Ekki er það einungis þessi tegund
mótmæla sem veldur yfirvöldum
áhyggjum um framkvæmd talningar-
innar. Hættan á að hryðjuverkamenn
muni láta til sín taka fyrir eða við
manntalið er talin mikil. í því sam-
bandi hafa allar geymslustöðvar
manntalsgagna verið sérstaklega
styrktar til að verjast hugsanlegum
sprengjum eða íkveikjuárásum. Elók-
in þjófavamarkerfi hafa verið sett upp
og sterkur vörður settur við allar opin-
berar byggingar sem á einhvem hátt
tengjast manntalinu.
Enn eitt vandamálið, sem forsvars-
menn manntalsins þurfa að leysa á
næstu vikum og dögum, er mikill
skortur á fólki í störf teljara. I ýmsum
borgum, eins og til dæmis í Vestur-
Berlín, vantar enn um helming þeirra
teljara sem þarf til manntalsins og á
öðrum stöðum er ástandið enn verra.
Margir, sem vom tilnefndir, hafa ein-
faldlega neitað að vinna að fram-
kvæmd manntalsins eða fengið lausn
frá þessari skyldu á annan hátt.
Varnaríþróttir fyrir teljara
Ástæðan fyrir þessari tregðu meðal
almennings er að miklu leyti sú sama
og liggur að baki hinum almennu
mótmælum en að auki koma aðrar
ástæður og er hin alvarlegasta sú að
margir þora beinlínis ekki að ganga í
hús og biðja fólk um marintalseyðu-
blöðin af ótta við líkamlegt ofbeldi eða
almennt aðkast.
Aðferðin, sem yfirvöld hafa mest
notað til að vega á móti þessari
hræðslu almennings, er einfaldlega sú
að fólki er bent á að sækja tíma í vam-
aríþróttum eins og júdó og karate. Og
það sem meira er, yfirvöld hafa boðist
til að borga þá að einhverju leyti.
Það verður því athyglisvert að fylgj-
ast með framkvæmd manntalsins þann
25. maí næstkomandi ef búast má við
öllum þessum hryðjuverkum, almennu
ofbeldi, lögsóknum og ótrúlegum föls-
unum.
Straumur fíknilyfja i gegnum Danmörku
Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmannahcfa;
Frá 1983 þar til í október í fyrra var
Danmörk hið gullna hlið fíkniefhas-
myglara í Stokkhólmi. í október var
Finni, búsettur í Stokkhólmi, hand-
tekinn, sakaður um að hafa skipu-
lagt smygl á fíkniefhum frá
Amsterdam til Svíþjóðar fyrir um
fimmtíu milljónir danskra króna.
Öll fíkniefhin áttu leið með sendl-
um í gegnum Danmörku. Keyrðu
smyglaramir gegnum Þýskaland,
tóku ferjuna yfir til Sjálands og af-
hentu smáskammta í Kaupmanna-
höfn. Síðan var feija tekin frá
Helsingjaeyri til Helsingjaborgar í
Svíþjóð. Þaðan lá leiðin til Stokk-
hólms þar sem höfuðpauramir höfðu
aðsetur.
Samkvæmt upplýsingum yfir-
manns fíkniefhalögreglunnar í
Stokkhólmi hafa fjórir Danir unnið
sem sendlar fyrir smyglhringinn.
Sitja þeir í fangelsi í Danmörku en
þar er málið langt frá því að vera
uppleyst eins og í Stokkhólmi.
í fimmtíu ferðum hefur smygl-
hringnum tekist að smygla fjömtíu
og fjórum kílóum af amfetamíni og
þrjú hundruð og áttatíu kílóum af
hassi til Svíþjóðar. Þaðan vom fíkni-
efhin seld um öll Norðurlönd í
gegnum þrælskipulagt net fíkniefna-
sala. Samanlagt sitja tuttugu og sjö
manns í fangelsi vegna málsins,
bæði Finnar, Svíar og Danir.
Á þessu tímabili hófu danskir toll-
arar og lögregla við landamæri
Vestur-Þýskalands og Danmerkur
og feijubæja í Danmörku samvinnu
í tilraunaskyni með aðstoð fíkni-
efhalögreglunnar í Kaupmanna-
höfn. Var ætlunin að reyna að
stöðva straum fíkniefha inn í Dan-
mörku, allavega þá leiðina. Eftir eitt
og hálft ár hefur árangurinn verið
svn góður að fíkniefnadeildin við
landamærin starfar nú sjálfstætt í
ferjubænum Rodby.
Frá september í fyrra til febrúar í
ár hafði fíkniefnadeildin lagt hald á
fjögur hundmð og fimmtíu kíló af
hassi, níu kíló af amfetamíni, hundr-
að og tólf grömm af heróíni og hálft
gramm af kókaíni. Verðmæti þessara
fíkniefha er metið á fjömtíu milljón-
ir danskra króna.