Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1987, Page 36
36 — MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987. Sviðsljós Með viku- vistir á höfðinu Páskamáltíð Kampútseu- manna í flóttamannabúð- unum thailensku var með svipuðu sniði og aðrir málsverðir undanfarna mánuði og ár. Hrísgrjón í aðalrétt og allar aukamál- tíðir líka. Stúlkan á meðfylgjandi Reutersmynd ræðir við eiginkonu Bret- ans Sir Geoffrey Howe og ber sú fyrrnefnda matar- birgðir íjölskyldu sinnar fyrir heila viku á höfðinu. Ólyginn i... Bruce Willis er núna aðalstjarnan í sjónvarpsmyndaflokknum Moonlighting ásamt Cybill Shepherd. Bruce Willis: Handtakan bjargaði lífi mínu! andi ungling upp á bátinn. F ortíðin var ekkert glæsileg - árás- ir á kennara og nemendur í skólan- um, samkvæmislífið tók allan han§ tíma þannig að lítið var um bóklestur og vímuefnin urðu sífellt stærri þátt- ur í skemmtuninni. Það eina sem Bruee mætti í um nokkurt skeið voru leiklistartímarnir en svo fór að þeir fuku líka. En eftir handtökuna flutti Bruce til New York, ákvað að taka leiklistina alvarlega og var skömmu síðar kominn í aukahlutverk á Bro- adway. Nú fer talsverður tími leikar- ans í vinnu meðal þeirra sem berjast gegn vímuefnanotkuninni og auglýs- ingaherferð í sjónvarpinu er tengd nafni kappans. Þar talar karl blaða- laust frá eigin brjósti: „Þeir sem bjóða þér vímuefni eru engir vinir. Þú vilt verða húsbóndi yfir eigin lífi og láttu því efnin öll eiga sig.“ „Það var lögreglumaður sem raun- verulega bjargaði lífi mínu frá því að lenda endanlega í víti vímuefn- anna,“ segir súperstjarnan Bruce Willis. Hann kemur fram í sjónvarps- þáttum til varnar vímuefnaneyslu og segir þar frá eigin reynslu í því sam- bandi. Bruce var handtekinn á skólaárun- um fyrir að bera á sér ólögleg vímuefni og átti á hættu að lenda í fangelsi fyrir vikið. Þar sem hann sat inni og óttaðist yfirvofandi dóm kom á vettvang lögreglumaður sem ræddi við hann góða stund um lífið og til- veruna. Honum tókst að hræða Bruce svo frá vímuefnaneyslunni að hann sneri gersamlega við blaðinu og segir í dag að ekki nokkur maður myndi kannast við nafnið Bruce Willis ef þessi laganna vörður hefði ekki neitað að gefa þennan villuráf- Liberace vildi fá að deyja með sæmd og reyndi að halda reisninni allt fram í andlátið. Hringamir frægu, sem hann bar á hverjum fingri, urðu undir lokin alltof stórir á þennan dáða píanista og það var ekki mikill íburður á kappanum við sjú- krabeðið í Eisenhower Medical Centre. Síðasta beiðnin var að verða jarðsettur við hlið móður sinnar og bróður - og Liberace vildi alls ekki að aðdáendurnir grétu örlögin. „Fylgið mér síðasta spölinn brosandi og léttir í lundu," 4 voru hans eigin orð en ekki tókst öllum að fara að þeirri ósk hins ógleymanlega Liberace. Heimsins mesta vöövakerling Konur sækja fram á öllum sviöum þessa dagana og hérna er vöðva- stæltasti kvenmannsbúkur heimsins. Hún heitir Gabriela Sievers og er frá Vestur-Þýskalandi og vann heimsmeistaratitilinn í vaxtarrækt i Vínar- borg síðastliðinn fimmtudag. Á Reutersmyndinni hnyklar kerla vöðvana og það dylst engum að þarna er svo sannarlega ekki neinn pappirs- búkur á ferðinni. lifir svo sannarlega spennandi lífi ef marka má vinkonu hans - Luc- ille Ball. Sú orðhvata kona segir að karl þurfi ekki annað en mæta í kirkju til þess að efna til upp- þots og ringulreiðar. Þar verði æsingurinn mesturmilli prestanna sem troðist hver um annan um besta sætið í skriftastólnum. Inni í boxinu verði síðan hin mesta örtröð andaktugra útsendara ' > drottins á jörðu niðri sem missi ekki af einu orði, stunu eða hósta sem frá þeim margfræga söngvara kemur undan tjaldinu. Joan Collins segist vilja sjá einhvern á hinum frjálsa markaði greiða eiginmann- inum Peter Holm þau laun sem hann fer fram á frá hennar hendi fyrir aðstoð við bókhald og fram- kvæmdir. Hann sá um fjármál leikkonunnar-að sögn Joan með þeim árangri að hún tapaði ótöld- um fjármunum á ævintýrinu. Peter lætur ekki staðar numið við fjárkröfurnar, kappinn lýsir því yfir bæði hátt og í hljóði að hann vilji Joan sína helst alla aftur því ástin hafi ekkert dofnað frá hans hendi þrátt fyrir undangengna atburði. Stjarnan Joan Collins snýr snúð- ugt upp á sig þegar ástin berst í tal og bendir á lögfræðinginn sem áframhaldandi samræðugrun- dvöll. Frank Sinatra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.