Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987,-
5
Fréttir
Reykhólahreppur:
IVeir listar
♦
í framboði
- kosið laugardaginn 20. Júní
Kosningar til hreppsnefndar í hrepp og munu sjö menn sitja í
Reykhólahreppi, A-Barðastrandar-. hreppsneíhd.
sýslu, fara fram þann 20. júní nk. U-hstann skiþa Guðmundur Ólafe-
og skiluðu tveir listar inn fraraboð- son oddviti, Áshildur Vilhjálmsdótt-
um áður en fraraboðsfrestur rann ir oddviti, Einar Hafliðason
út kl. 23.00 á sunnudagskvöld, U- sýslunefridarmaður, Jóhannes Gísla-
listi, listi uppstillingarnefndar, og son hreppstjóri, Smári Baldursson
R-listi, samtök um eflingu byggðar i bóndi, Karl Kristjánsson bóndi og
Reykhólahreppi. Valdimar Jónsson verkstjóri.
'R-listann skipa Stefán Magnússon
Kosningamar fara fram vegna verkstjóri, Hafsteinn Guðmundsson
ákvæða nýju sveitarstjómarlaganna oddviti, Ðaníel Jónsson bóndi, Mar-
sem kveða á um sameiningu hreppa. ía Björk Reynisdóttir hjúkrunar-
Samkvæmt þeim munu Múlahrepp- fræðingur, Dagný Stefánsdóttir
ur, Flateyjarhreppur, Reykhóla- bóndi, Halldór Guðmimdsson bóndi
hreppur, Geiradalshreppur og og Sólrún Ósk Gestsdóttir kennari.
Gufiidalshreppur sameinast í einn -BTH
Fjör í flokk var mottó skátamótsins að Hafravatni um helgina og þeir skemmtu ser vel og sungu skatalog
við varðeld í sólskinsskapi. DV-mynd S
Skátar við Hafravatn og í Kiýsuvík:
Góður andi á skátamótum
Tvö fjölmenn skátamót vom hald-
in um hvítasunnuhelgina, árlegt •
flokksmót Hraunbúa í Krýsuvík og
opið mót Árbúaskátanna við Hafra-
vatn. Að sögn Stefáns Más Stefáns-
sonar, erindreka hjá Bandalagi
íslenskra skáta, sem lagði leið sína
á bæði mótin, var mikið um að vera
og góður andi á mótunum. Þurrt og
gott veður'var við Hafravatn og sól-
in skein alla helgina á Hraunbúa.
Um 50 manns komu á Krýsuvíkur-
mótið en um 300 skátar víðs vegar
af landinu lögðu land undir fót að
Hafravatni.
Á Hafravatni var stöðug dagskrá
í gangi frá föstudagskvöldi fram á
miðjan dag í gær. Á kvöldin spilaði
Lýðveldisbandið við varðeldinn og
fjöldi fólks skemmti sér þar á allt
annan hátt en til dæmis við Geirsár-
bakka. Stefán sagði ennfremur að
áhugi á skátahreyfingunni hér á
landi ykist stöðugt og að fyrirhuguð
væm hölmörg skátamót í sumar
bæði hér heima og erlendis.
-Gkr
Flugumferðarstjórar:
Skriður
kominn á
viðræður
„Við erum bjartsýnir á gang mála
þessa stundina enda er kominn skriður
á samningaviðræðumar eftir tilboð
ríkisins sem lagt var fram á síðasta
fundi með samninganefnd þess á föstu-
daginn var,“ sagði Ámi Þorgrímsson,
formaður félags flugumferðarstjóra, í
samtali við DV en samningaviðræður
ríkisins við flugumferðarstjóra um
launamál hafa nú staðið síðan í apríl
með hléum.
Indriði G. Þorláksson, formaður
samninganefndar ríkisins, sagði til-
boðið felast í breytingu á launagreiðsl-
um og launahækkun yrði þannig að
aukagreiðslur yrðu færðar inn i föst
laun. „Það kemur því best út fyrir þá
sem minnsta aukavinnuna hafa haft
en þeir em fjölmennasti hópurinn svo
breytingin ætti að verða mjög hagstæð
fyrir flesta."
Ekki vildu þeir Ámi og Indriði tjá
sig nánar um tilboðið eða ræða um
meðalprósentuhækkun launa flugum-
ferðarstjóra samkvæmt þessu tilboði
enda sögðu þeir það enn á umræðu-
stigi. Flugumferðarstjórar funda um
hádegisbil í dag og búist er við að til
tíðinda dragi á íúndi samninganefnda
beggja aðila sem haldinn verður síð-
degis.
-BTH
Lítill
bátur
í erfið-
leikum
Neyðarblysum var skotið upp út af
Glettinganesi um tvöleytið í fyrrinótt.
Lítill bátur, Búri frá Neskaupstað,
varð raímagnslaus og skaut áhöfnin
upp neyðarblysum til þess að láta
nærstadda báta vita af erfiðleikum sfn-
um. Bmgðu þeir skjótt við og var
Búri dreginn til hafnar, en aldrei var
nein hætta á ferðum.
pFaranqursgrindurj
\ Burðarbogar J
D
0
ll
I
I
I
I
I
í
í
í
Margar mismunandi stærðir
og gerðir.
Festingar fyrir reiðhjól.
Bogar og grindur lyrir
rennulausa bila.
frá mr £a.pjCL á Ítalíu Bvjpl
I
I
0
0
I
I
Stórkostlegt úrval nýkomið.
Sérstakar festingar fyrir
rennulausa bila.
Bílavörubúðin
FIÖÐPIN
Skeifunni 2
82944
Heildsala
Smásala
-VAJ