Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987.
Svidsljós
Ólyginn
sagði...
Mickey Rooney
er hamingjusamur þessa 'dag-
ana enda átta kílóum léttari eftir
stuttan megrunarkúr. „Einfalt
mál," segir Rooney þegar hann
er spurður hvernig hann hafi
skipulagt kúrinn, „ég ét eins og
vitlaus maður fyrir hádegi en
snarhætti því um tvöleytið á
daginn, eftir það fer ekki meira
en eitt epli inn fyrir mínar varir
það sem eftir er dags." Merki-
legur megrunarkúr þetta!
Michael
Jackson
á í erfiðleikum með gæludýrin
sín sem flest eru af skrautlegri
toganum. Fyrir nokkru varð
hann sér úti um sex metra langa
kyrkislöngu. Reyndist hún illa
uppalin með afbrigðum og ill-
viðráðanleg í umgengni, sér-
staklega hvað varðar slæma
borðsiði, svo að Michael varð
að losa sig við gripinn hið fyrsta
en fékk sér aðra sams konar
slöngu í staðinn. Sú reyndist
ekki skárri og fór allt á sama veg
og hjá hinni fyrri. Það var ekki
fyrr en með þriðju kyrkislöng-
unni sem Michael fann sér
hentugan leikfélaga.. .og borð-
félaga.
Eddie Murphy
- grínistinn góðkunni - á erfitt
með að koma brosinu fram á
varirnará Priscillu Presley, ekkju
Elvis Presley. Ástæðan er sú að
nýlega er hann byrjaður að slá
sér upp með Lísu Maríu, dóttur
Priscillu og rokkkóngsins.
Priscilla er ekki par hrifin af
þessu uppátæki þeirra skötu-
hjúa, enda umhyggjusöm móöir
í meira lagi. Þótt Eddie ætti að
vera fær um að framfæra Lísu
Maríu hefur Priscilla einna
mestar áhyggjur af þeim slæma
félagsskap sem saklaust barnið
kynni að leiðast út i í þessu
sambandi og áhugi Eddies á
villtu næturlífinu í Hollívúdd er
Priscillu einnig mikill þyrnir í
augum. Loks má bæta því við
að Lísa María er á nítjánda ári.
Stjarna
er fædd
Enn ein útvarpsstöðin er komin á laggirnar - Stjarnan sem útvarpar á
FM hundrað og tveimur komma tveimur slóst í hóp allra hinna síðastliðinn
fimmtudag. Starfsmenn buðu fjölmiðlum að koma og virða fyrir sér húsnæði
og starfslið daginn fyrir útsendingar og var þá greinilegt að hlutirnir voru
að renna í sínar framtíðarskorður.
Kjallarinn í blikksmiðju Breiðfjöíðs hefur tekið miklum stakkaskiptum
og rúmar nú Stjörnumenn með sóma - húsnæðið er skemmtílega hannað og
aðstaða eins og best verður á kosið. Og Stjörnumenn horfa glöðum augum
til komandi daga og ára - hvergi bangnir við samkeppnina.
Hallur Leopoldsson markaðsstjóri tók á móti gestum frammi fyrir dyrum
Stjörnunnar. Við hlið hans stóð þjónn með kokkteilinn tilbúinn.
Hljóðstofa Stjörnunnar er glæsileg og aðbúnaður fyrir starfsmenn eins og
best verður á kosið. Gunnlaugur Helgason við stjórnborðið en að baki má
meðal annarra þekkja framkvæmdastjórann Hafstein Vilhelmsson, Ólaf
Laufdal og Jón Björgvinsson.
Starfsmenn fréttadeildarinnar sérstæðu sem einungis ætlar að flytja hinseg-
infréttir - Jón Ársæll Magnússon og Gunnar Gunnarsson.
Margra vikna svefnlausar nætur og trylltir vinnudagar að baki en kapparn-
ir Þorgeir Ástvaldsson og Jón Axel Ólafsson eru greinilega ennþá með
lífsmarki.
Rit-
hönd
Derr-
icks
Sá vinsæli Derrick gat
ekki kvartað yfir við-
tökunum hjá hinu meinta
veika kyni á íslandi.
Hann var sem kunnugt
er í heimsókn hérlendis
fyrir skömmu og þar
flykktust að honum
blómarósir landsins á öll-
um aldri. Á meðfylgjandi
DV-mynd sést kappinn
árita myndir af sjálfum
sér, vinum . og vanda-
mönnum Germaníu til
ævarandi eignar.