Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 16
16
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Keflavíkurgangan
Um helgina lagði hópur fólks á sig að ganga frá
Keflavík til Reykjavíkur undir kjörorðunum: ísland úr
Nato, herinn burt. Til þessarar göngu er efnt vegna
væntanlegs fundar utanríkisráðherra Atlantshafs-
bandalagsins hér á landi í vikunni. Þannig á að koma
á framfæri þeirri skoðun að íslendingar séu mótfallnir
þátttöku okkar í Atlantshafsbandalaginu.
Enginn getur bannað þessu fólki að fara í spássért-
úr. Enginn efast heldur um einlægni svokallaðra
herstöðvarandstæðinga og friðarvilja þeirra frekar en
annarra. Satt að segja hafa íslendingar löngum verið
umburðarlyndir og jafnvel skeytingarlausir gagnvart
athöfnum og yfirlýsingum andstæðinga Nató og varnar-
liðsins og langt er síðan abbast hefur verið upp á
göngufólk eins og stundum þekktist hér á árum áður.
Enda má fullyrða að sá hiti og æsingur, sem ríkti um
afstöðuna til varnarliðsins, sé að mestu horfinn og gild-
ir það um báðar fylkingar.
Sannleikurinn er nefnilega sá að Keflavíkurgangan
hefur á sér þann blæ að hún sé frekar skemmtiganga,
einhvers konar formleg en bitlaus mótmæli sem sett eru
fram til málamynda. Þátttakendur eru miklum mun
færri en í fyrstu og þeir sem á annað borð leggja gönguna
á sig hafa ekki talið nokkrum manni trú um að sannfær-
ing eða baráttuhugur fylgdi máli.
Eftir því sem árin hafa liðið og nýjar kynslóðir kom-
ist á kosningaaldur hafa æ færri aðhyllst andstöðu gegn
Atlantshafsbandalaginu. Þess sjást og merki í almenn-
um þingkosningum og sá eini flokkur, sem lýsir því
skýrt og skorinort yfir að hann vilji að ísland gangi
úr Nato, galt beinlínis afhroð í kosningunum í vor. Nú,
þegar Alþýðubandalagsmenn leita skýringa á ósigri sín-
um þurfa þeir ekki að leita langt yfir skammt. Flokkur,
sem hefur það á stefnuskrá sinni að íslendingar taki
upp þá utanríkisstefnu að segja sig úr lögum við vest-
ræn og lýðfrjáls ríki, á ekki og mun ekki eiga upp á
pallborðið meðal kjósenda. Það blasir við öllum.
Yfirgnæfandi þorri íslendinga fylgir Atlantshafs-
bandalaginu að málum og vill að öryggi og varnir
landsins séu tryggðar með samstarfi við önnur lýðræðis-
ríki. Menn hafa og sannfærst um það, bæði hér á landi
og annars staðar á Vesturlöndum, að Atlantshafsbanda-
lagið er ekki ógnun við heimsfriðinn heldur þvert á
móti. Landráðabrigslin, níðsöngurinn um þá stjórn-
málamenn sem mótuðu núverandi utanríkisstefnu,
hefur fyrir löngu reynst dauður og ómerkur. Áróðurinn
um hlutleysið, platan um heimsvaldastefnu Bandaríkj-
anna og ósannindin um vígamóð Natoríkjanna hefur í
tímans rás fallið um sjálft sig og eftir stendur aumkvun-
arverður málstaður lítils minnihlutahóps sem ekki vill
viðurkenna staðreyndir.
Auðvitað vill enginn íslendingur að hér sitji erlent
varnarlið um aldur og ævi. Þjóðin verður að halda vöku
sinni í þeim efnum, og hún má aldrei sætta sig við
ævarandi setu erlendra manna undir herstjórn utan
frá. Sá tími mun koma að íslendingar verða sjálfum sér
nógir í vörnum og öryggi. En hann er ekki kominn
ennþá og það er bæði rangt og heimskulegt að gefa frið-
arvilja sínum útrás með því að beina spjótum sínum
að því bandalagi, því varnarsamstarfi sem hefur mest
og best stuðlað að friði á okkar tímum.
Keflavíkurgangan er tímaskekkja. í mesta lagi veik-
burða tilraun nokkurra þvermóðskufullra einstaklinga
sem vilja ríghalda í steinrunna og máttlausa pólitík.
Enda bar hún þess merki. Ellert B. Schram
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987.
„Nú er eftir að sjá hvort viðmælendur Jóns Baldvins glæpast á að spila út einhverju sem orðið gæti þeim að
fótaketli líkt og Kvennalistanum ...“
Sérkennilegur póker
Þær stjórnarmyndunarviðræður,
sem fram hafa farið að undanförnu,
eru um margt sérstakar. Þar hefur
flest snúið að ytra borðinu en lítið
farið fyrir innihaldi. Frásagnir fjöl-
miðla ráða hér miklu því að þær eru
í sama dúr og af íþróttakeppni eða
sandkassaleik. „Viltu vera með
mér?“ spyrja börnin. Stjómmála-
mennimir, sem em þátttakendur í
leiknum, taka mið af þessu og kom-
ast upp með það gagnvart almenn-
ingi. Hér veldur miklu áhugaleysi
fjölmiðlanna, vanþekking þeirra sem
þar starfa á efnahagsmálum og fleiri
gildum þáttum, sem væntanleg ríkis-
stjórn verður að takast á við. Þeir
spyrja ekki um tillögur eða hvemig
óskalistamir eiga að ganga unn.
Sex vikur í þykjustuleik
Þegar þetta er skrifað em sex vik-
ur liðnar frá kosningum og tveir
formenn hafa skilað umboði til for-
seta eftir tilraunir til stjómarmynd-
unar. Menn skyldu ætla að þar hafi
verið tekist á um efnahagslegar
stærðir, hvemig rétta skuli af hall-
ann á ríkissjóði, draga úr viðskipta-
hallanum og afla fjármuna til
félagslegra aðgerða. Ekkert slíkt
hefur komið fram, og fjölmiðlamir
hafa varla spurt um tillögur þar að
lútandi. Skáldleg tilsvör nægja:
Þetta var næstum gengið upp. „Við
hefðum getað vakað lengur og verið
ögn betri hvert við annað“!
Stjómarmyndunartilraun Þor-
steins Pálssonar með Alþýðuflokki
og Kvennalista er dæmigerð um
hvað hægt er að setja á svið. Hún
komst aldrei út fyrir almennar lýs-
ingar á markmiðum, frómar óskir í
samtölum yfir borð og nokkur orð á
blaði frá hveijum aðila.
Formaður Sjálfstæðisflokksins og
enn fjármálaráðherra, sami maður
og fór með umboðið og leiddi viðræð-
umar, lagði þar ekki fram neina
útfærða tillögu um hvemig stoppa
ætti upp í götin hjá ríkissjóði, hvorki
um tekjuöflun né niðurskurð. Fjöl-
miðlar gengu heldur ekki eftir
svörum um þau efhi.
Alþýðuflokkurinn þóttist hafa
leikið mikið hlutverk í þessum við-
ræðum. „Þrátt fyrir einlægan vilja
og ítrekaðar tilraunir okkar að
minnsta kosti, tókst ekki að ná sam-
komulagi um fyrstu aðgerðir. . .,“
sagði Jón Baldvin í viðtali við Morg-
unblaðið eftir að upp var staðið. Ef
marka má þau „drög að málefna-
grundvelli", sem sami maður afhenti
Alþýðubandalaginu nokkrum dög-
um síðar til skoðunar í 24 tíma, var
lítið kjöt á þeim beinum.
Kvennalistinn, sem allt strandaði
á að mati gagnaðilanna, slapp enn
betur. Megintillaga þeirra var um
að „lögbinda lágmarkslaun. . .til að
tryggja það að allt fólk í landinu
hefði tekjur sem dygðu til fram-
færslu", eins og Kristín Halldórs-
dóttir orðaði það við Morgunblaðið.
Engar tillögur hafa verið opinber-
KjaUariim
Hjörleifur
Guttormsson
þingmaður fyrir
Alþýðubandalagið
lega kynntar um það hvemig
Kvennalistinn teldi að afla ætti
tekna í því skyni né heldur til félags-
legra aðgerða, sem vom á óskalista
hans.
„Allir sammála um mark-
mið“?
Eftir tveggja vikna könnunarvið-
ræður og formlegar stjómarmynd-
unarviðræður Þorsteins Pálssonar í
Rúgbrauðsgerðinni gat ritstjóri
Morgunblaðsins dregið niðurstöð-
umar saman þannig: „Þegar sjálf-
stæðismenn, kvennalistakonur og
alþýðuflokksmenn skildu, lá annars
vegar fyrir að allir vom sammála
um að bæta hag hinna lægst laun-
uðu og hins vegar að deilt var um
leiðir að markmiðinu." - Meira að
segja talsmenn Kvennalistans gáfu
íhaldinu siðferðisvottorð um góðan
ásetning: „Viljinn var fyrir hendi“!
Vegna ágreinings um leiðir í
launamálum, þar sem allir sögðust
vera með góðan ásetning, reyndi
aldrei á önnm- atriði. Menn geta t.d.
velt því fyrir sér hversu þægilegt það
hefði verið fyrir Kvennalistann að
fá óskir sínar um lögbindingu lág-
markslauna uppfylltar, þó ekki væri
nema að hluta til, og standa síðan
frammi fyrir sameiginlegri afstöðu
sjálfstæðis- og alþýðuflokksmanna
um „vamir og öryggi". Á því sviði
hafði Morgunblaðið talað skýrt
tveimur dögum fyrir viðræðuslit: „Ef
fulltrúar Kvennalistans setja þessi
mál fyrir sig, eftir að formlegar við-
ræður eru komnar á skrið, er ekki
unnt að jafna því við annað en
hryggbrot." Á þetta reyndi aldrei,
og líklega þakka Kvennalistakonur
sínum sæla fyrir að hafa sloppið frá
borði út á „lögbindingarkröfu" sína.
Verðbólga ekki á blaði hjá
krötum
Allt á sinn tíma og það sannast
einnig í úlraunum til stjómarmynd-
unar. í stjómarkreppunni eftir
kosningamar í desember 1980 var
verðbólga eitt helsta viðfangsefhi
flokka og fjölmiðla. Allar tillögur
vom sendar í gegnumlýsingu hjá
Þjóðhagsstofnun sem gaf þeim ein-
kunn út frá verðbólguforsendum. í
tilraun Þorsteins í Rúgbrauðsgerð-
inni um daginn gættu bæði sjálf-
stæðismenn og kratar þess vandlega
að sýna engar tölur á blaði, sem
unnt væri að leggja undir hin gömlu
verðbólguforrit úr tíð Jóns Sigurðs-
sonar á Þjóðhagsstofnun. Kvenna-
listinn uggði hins vegar ekki að sér
og hugmyndir hans vom snarlega
sendar yfir í Þjóðhagsstofhun. Eftir
að þeim hafði verið rennt í gegnum
tölvumar þar kom út einkunnin 90%
verðbólga í árslok. Dömumar höfðu
gengið í gildruna og Þorsteini var
óhætt að standa upp frá pókemum.
Um sama leyti vom þeir Jón Bald-
vin og Jón Sigurðsson búnir að
skrifa saman „drög að málefnasamn-
ingi“ til brúks fyrir hinn fyrmefnda
þegar stóra stundin rynni upp og
hann fengi umboðið frá forseta lýð-
veldisins. Einnig þar var þess
vandlega gætt að á blaði sæjust eng-
ar tölur sem hægt væri að leggja
undir verðbólgukvarðann. Svo ger-
samlega var þetta „trúnaðarmál“
Alþýðuflokksins gerilsneytt að hið
hættulega hugtak verðbólga kom
þar hvergi fyrir á 9 vélrituðum síð-
um. Nú er eftir að sjá hvort viðmæl-
endur Jóns Baldvins glæpast á að
spila út einhveiju sem orðið gæti
þeim að fótakefli líkt og Kvennalist-
anum, þessa daga sem þjóðin fær að
virða fyrir sér eina manninn sem til
þess er borinn að verða forsætisráð-
herra íslands.
Hjörleifur Guttormsson
„Menn geta t.d. velt því fyrir sér hversu
þægilegt það hefði verið fyrir Kvennalist-
ann að fá óskir sínar um lögbindingu
lágmarkslauna uppfylltar, þó ekki væri
nema að hluta til, og standa síðan frammi
fyrir sameiginlegri afstöðu Sjálfstæðis- og
Alþýðuflokksmanna um „vamir og ör-
yggi“-