Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987. 17 Geram ísland að stóiveldi í ullariðnaði Það hefur ekki farið framhjá neinum að ullariðnaður okkar á nú í vök að verjast. Verksmiðjur í ullariðnaði víða um land leggja upp laupana og stórveldið Álafoss riðar til falls. Nú hafa ástæður þessa vitanlega verið tíundaðar í fjölmiðlum og þær helstar að fram- leiðslukostnaður á tslandi hafi gert ullarvörur okkar óseljanlegar á erlendum mörkuðum. Það er út af fyrir sig ekki nema hluti af sann- leikanum. Það er nefnilega staðreynd að vandaða, vel hannaða og djarflega markaðsfærða vöru er hægt að selja, dýrum dómum og stöðugt, hvernig sem árar á markaðinum. Sjá til dæmis klæðnaðinn frá Be- netton, sem nóta bene leggur sérstaka áherslu á prjónavöru. Við sem reynt höfum að fylgjast með hönnun og markaðsfærslu á íslenskum ullarvörum á undan- förnum árum erum ekkert hissa á því ástandi sem nú ríkir á þeim vettvangi. Þótt hráefnið sé eitt hið besta sem nú þekkist erum við fyr- ir löngu búin að missa af bátnum hvað hönnun og markaðsfærslu snértir. Nú vilja tæpast aðrir en Sovétmenn kaupa af okkur ullar- vörur. Þótt ég mundi dauðsjá eftir góðu, gömlu sauðalitunum og öllum til- brigðunum um íslensku og græn- lensku mynstrin, sem notuð hafa verið sem uppistaða í íslenskum ullarfatnaði, a.m.k. peysum, þá hlýtur öllum að vera ljóst að þetta tvennt kemur ekki til með að selja íslenskar ullarvörur í stórum stíl erlendis, ekki síst þegar farið er að framleiða ullarvörur með þessu sniði fyrir spottprís í Austurlönd- um fjær. KjaUaiinn Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur Með hálfum huga Nú vil ég ekki halda því fram að ekkert hafi verið gert til að breyta þessari ímynd íslenskrar ullarvöru, og þá sérstaklega prjónavöru, og laga hana að tíðarandanum hverju sinni. Efnt hefur verið til alls kyns sam- keppna og hönnuðir hafa verið ráðnir til starfa hjá stærstu fyrir- tækjunum. En það er engu líkara en hugur hafi ekki fylgt máli. Hönnuðum hefur ekki liðist að víkja út af við- teknum sniðum og mynstrum nema að mjög takmörkuðu leyti. Fyrir- tækin hafa síðan markaðsfært hönnun þeirra með hálfum huga, með úreltum aðferðum og á röng- um árstíma. Svona hefur þetta gengið fyrir sig ár eftir ár, í krafti þess að hægt hefur verið að „losna við“ mikið af ullarvöru til Sovétmanna, Bandaríkjamanna og ferðalanga á „aðgengilegu“ verði, sem sagt lág- marksverði. Ekki dettur mér í hug að halda því fram að hægt sé að snúa koll- steypu ullariðnaðarins í sókn í einni svipan og með einni töfra- formúlu. En ætli fslendingar að halda áfram að selja ullarvörur á erlend- um mörkuðum þurfa þeir aþ taka sér tak bæði í_ hönnun þeirra og markaðsfærslu. Nútímalega ímynd í því skyni þurfa allir hagsmuna- aðilar að taka höndum saman, bændasamtökin, ullarframleiðend- ur, samtök hönnuða og ríkisvaldið. Þessir aðilar þurfa að setja sér það takmark að skapa íslenskum ullarvörum nýja og nútímalega ímynd á alþjóðlegum mörkuðum, ímynd grundvallaða á gagnvand- aðri og áræðinni hönnun. Byrja mætti á því að sameina þær hönnunardeildir Myndlista- og handíðaskólans og Iðnskólans sem sérhæfa sig í textílum ýmiss konar og fatahönnun og setja þeim það markmið að takast á við vanda ullariðnaðarins. Samtímis þyrfti að setja á fót eins konar úrvalslið fatahönnuða á ís- landi, einkum og sérílagi þá sem fengist hafa við hönnun á prjóna- vörum, til að skapa íslenskum ullarvörum sérstakan stíl. Ekki mundi skaða að fá þekkta erlenda fatahönnuði, til dæmis ítala, til liðs- við þessa sveit eða til að stjórna henni harðri hendi. Þegar búið er að skapa stílinn og gefa honum laggott og eftir- minnilegt „nafn“ þarf að kynna hann með öðrum hætti en áður hefur verið gert, meðal annars með því að halda honum stíft að þeim blöðum og tímariturn í heiminum sem helst móta tískuna, með því að bjóðq. erlendum tískuskríbent- um og áhrifamönnum á þessu sviði til íslands til hátíðlegrar kynning- ar á sumar- og vorlínunni hverju • sinni. Þarna gætu erlendir sérfræðing- ar í sölumennsku hjálpað okkur að leggja línuna. I kjölfarið kæmi svo öflug og linnulaus markaðs- færsla. Með tímanum gæti Island orðið stefnumarkandi í ullariðnaði, eins og Finnland í arkitektúr og textíl- um og Danmörk í hönnun og framleiðslu húsgagna. -ai „Með tímanurfi gæti ísland orðið stefnu- markandi í ullariðnaði, eins og Finnland í arkitektúr og textílum og Danmörk í hönnun og framleiðslu húsgagna.“ „En það er engu líkara en hugur hafi ekki fylgt máli. Hönnuðum hefur ekki liðist að víkja út af viðteknum sniðum og mynstrum nema að mjög takmörkuðu ieyti.“ Lýðurinn bað um Þegar þetta er skrifað eru meira en 5 vikur liðnar síðan þjóðin valdi fúlltrúa á löggjafarþing sitt og enn hefir ekki tekist að mynda ríkis- stjóm. Nokkra stund var Þorsteinn Páls- son að bisa við að mynda starfhæfa ríkisstjóm, eins og það er kallað, og til að ná þeim árangri leitaði hann til þeirra flokka, sem ólíklegast var að hann gæti náð samstöðu með: þreifaði á Alþýðubandalagi og gekk til viðræðna við Kvennalistann... Það er eins og blessaður maðurinn hafi ekki skilið, að enginn stjóm- málaflokkur, sem berst fyrir jafnrétt- isþjóðfélagi eða metur einhvers sjálfstæði og heiður þjóðarinnar, getur gengið inn i hemáms- og víg- búnaðarhreiður hemámsflokkanna þó svo að þeir fæm að trúa því að stór hluti þjóðarinnar mætti ekki hafa laun sem hægt væri að lifa á þvi þá væri algjört hrun yfirvofandi á þjóðarskútunni. Það er engu líkara en Þorsteinn Pálsson hafi alfarið gleymt því að lýðurinn bað um Barrabas... Eða hafa ekki Framsóknarflokkur, Sjálf- stæðis- og Borgaraflokkur samtals 38 þingmenn? Svo að hvað sem segja má um starfshæfnina hafa þessir flokkar óumdeilanlega meirihluta á þingi. - Svo þar með er augljóst hver er vilji meirihluta þjóðarinnar. Þó svo að ekki sé óeðlilegt að frv. stjómarliðar trúi þessu varla... En svona er þetta nú samt - þjóðin er reyndar svona... en ekki öðruvísi. í vítahring hernaðarhyggju Svo nú þurfa aðeins Borgara- og Sjálfstæðisflokkur að sigrast á sárs- auka og illindum og reyna að semja frið sín á milli. Þó að báðir séu reyndar knapar í sveit hemaðar- hyggjunnar og ríði ekki við einteym- ing í þeim vítahring. Og hversu undarleg sem þeim kann að finnast að þeim hafi aftur verið falið að stýra þjóðarskútunni þá verða þeir bara að reyna, þeir klúðra því aldrei meira en í fyrra skiptið. Lýðurinn beinlínis krefst KjaUariim Aðalheiður Jónsdóttir skrifstofumaður Allt í steik Nú hefir Þorsteinn Pálsson glímt við það nokkum tíma að mynda rík- isstjóm með Alþýðuflokki og Kvennalista en gefist upp á rólunum og skilað umboðinu, þar sem bar- áttumál Kvennalista voru ekki til sölu og þar sem Steingrímur Her- mannsson vildi engar viðræður við krata að þessu sinni. Og svaraði þar með Þorsteini í sama dúr og Þor- steinn hafði áður svarað honum þegar hann var með umboðið... Þetta em þó alvöru pólitíkusar enda alvaran sem gildir þegar mönnum er talin pólitísk lífsnauðsyn að verða forsætisráðherrar. Þótt margt sé hægt að gera í stjómmálum, jafnvel bæði að svíkja þjóð og land, hefir maður þó aldrei heyrt talað um þjóð sem situr uppi með tvo forsætisráð- herra á sama tíma. „Það er engu líkara en Þorsteinn Pálsson hafi alfarið gleymt því að lýðurinn bað um Barrabas... Eða hafa ekki Framsókn- arflokkur, Sjálfstæðis- og Borgaraflokk- ur samtals 38 þingmenn? þess og hann verðskuldar það svo sannarlega að frv. stjórnarliðar láti hann kenna á valdi sínu. Mig minnir að skoðanakannanir sýndu rétt fyrir kosningar að 90 eða 95% þjóðarinnar vildu að Islending- ar fylgdu hinum Norðurlandaþjóð- unum í stofnun kjamorkuvopna- lauss svæðis á Norðurlöndum og baráttunni fyrir kjarnórkuvopna- lausum heimi. - Síðan kýs hún þá flokka til að stjóma málum sínum sem berjast gegn hvom tveggja. Þvílíkur tvískinnungur og rökleysa. Sýnir þetta ekki áþreifanlega að þessi aumingja þjóð á við geðræn vandamál að stríða og berst gegn sjálfri sér? - Er það kannski þess vegna sem hún er hamingjusamasta þjóð í heimi, vesalingurinn? Því mundi ég vilja miðla málum, ef þessir þrír flokkar, Alþýðuflokk- ur, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk- ur mynda ríkisstjóm, láta Jón Baldvin þá verða forsætisráðherra. Þó að utanríkisstefnan hans sé reyndar ekkert til að hrópa húrra fyrir, er hún þó á engan hátt verri en hinna tveggja... þar með gæti líka Jón Baldvin slegið tvær flugur í einu höggi og slegið í gegn. Svo er það nú líka þetta að ríkis- stjórnir íslands hafa haft það til siðs að láta ríkið annast útfararkostnað fallinna foringja sem áttu ríkan þátt í hemámi landsins svo og þeirra, sem staðið hafa að viðhaldi þess gegnum árin. Og sent þær út um land allt á öldum ljósvakans. Svo ef pólitísku lífi þeirra Stein- Barrabas gríms og Steina lýkur i þessari lotu væri það sannarlega þess virði að þjóðin léti syngja yfir þeim sameigin- lega sálumessu. ísland og Mesópótamía Það fór þó aldrei svo að ekkert sögulegt gerðist í sambandi við stjómarm.vmdunarleikþætti Þor- steins Pálssonar. - Ja, það er að segja, var ekki dálítið söguleg sam- eiginleg greinargerð þeirra félaga, Bjöms Bjömssonar, hagfræðings ASÍ, og Vilhjálms Egilssonar, for- manns VSÍ, sem þeir sömdu fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Nú sýnist það að vísu ekkert und- arlegt þó að formaður VSÍ, sem auk þess er flokksbundinn sjálfstæðis- maður, starfi fyrir flokkinn sinn eða flokksformanninn. - En að hagfræð- ingur ASÍ skuli gerast vikapiltur íhaldsins og flytja annan eins boð- skap og þama kom fram er vægast sagt undarlegt... Er hann kannski orðinn launaður starfskraftur hjá Sjálfstæðisflokknum? Fræðingurinn segir þetta gert al- gerlega á ábyrgð þeirra félaga og án vitundar eða samráðs við ASÍ... Er þetta hægt... að standa að svona vinnubrögðum með og fyrir svöm- ustu andstæðinga þess fólks sem hann þiggur laun sín frá? Vilja ekki vinnuveitendur hans taka til endur- skoðunar hvort hann verðskuldar þau laun sem hann fær? Margslungnar hugleiðingar þeirra félaga um allar þær hörmungar, sem það hefði í för með sér ef kröfur Kvennalistans um hækkun lægstu launa næðu fram að ganga, vom vissulega miklar að vallarsýn. En aðalskrautijaðrimar í hatta fræð- inganna hygg ég þó að hafi verið yfirlýsingar þeirra um að launahlut- föll hefðu verið mjög svipuð í Mesópótamíu þúsund árum fyrir Krist og á Islandi nútímans. - Og ekki fór hjá því að þetta virtist vekja stolt hjá stórhuga starfsmanni ASI sem í viðtali minnti á frábæra samn- inga Alþýðusambandsins á liðmrni vetri, sem helst er að skilja að tekist hafi að minnka svo launabilið í ís- lenska menningarsamfélaginu að það nálgist það sem var í Mesópót- amíu fyrir þrjú þúsund árum svo að íslensk verkalýðshreyfing ætti ekki að þurfa að fyrirverða sig fyrir þann árangur sem hún hefir náð. Aðalheiður Jónsdóttir „Svo ef pólitísku lifi þeirra Steingríms og Steina lýkur í þessari lotu væri það sannarlega þess virði að þjóðin léti syngja yfir þeim sameigin- lega sálumessu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.