Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987.
11
Utlönd
Novska stjórnin
felld næstu daga?
Bjöig Eva Ertendsdóttir, DV, Osló:
Stjórn norska Verkamannaflokksins,
undir forystu Gro Harlem Brundtland,
verður felld næstu daga ef Karl I.
Hagen vill. Framfaraflokkur hans, þó
lítill sé, er í þeirri aðstöðu að geta
ráðið meirihluta á stórþinginu.
Borgaralegum flokkamir þrír,
Hægri flokkurinn, Miðjuflokkurinn
og Kristilegi þjóðarflokkurinn, urðu
sammála í gærkvöldi um að lýsa van-
trausti á norsku ríkisstjómina.
Vantraustsyfirlýsingin verður gefin
út í beinu sambandi við bændaupp-
gjörið og samkvæmt tillögu borgara-
legu flokkanna á að veita meiri
fjármuni til bændanna heldur en
stjóm Verkamannaflokksins vill gera.
Karl I. Hagen og Framfaraflokkur-
inn lofa engu um að styðja þessa
vantraustsyfirlýsingu. Flokkurinn er
hægra megin við hægri og ekki hans
eðli að styðja auknar fjárveitingar rík-
isins til eins eða neins. Þó getur
honum fundist til mikils að vinna að
fella núverandi vinstri stjóm.
I samningum milli borgaralegu
flokkanna á síðustu dögum hefur kom-
ið í ljós ýmiss konar pólitískur ágrein-
ingur og nýrri hægri stjóm í Noregi
er ekki spáð neinu góðu. En Rolf
Presthus, forsætisráðherraefni Hægri
flokksins, hefur lengi verið að bíða
eftir þessu tækifæri og er bjartsýnn á
nýja norska ríkisstjóm.
Thatcher orðin sigur-
viss á Brettandseyjum
Jón Ormur HaMóissan, DV, Landon:
Eftir þær skoðanakannanir, sem
birtar vom nú um helgina og í gær á
Bretlandi, virðist fátt geta komið í veg
fyrir sigur íhaldsflokksins í þingkosn-
ingunum á fimmtudaginn. Sú fylgis-
aukning Verkamannaflokksins, sem
mældist í skoðanakönnunum í síðustu
viku, virðist hafa stöðvast og flokk-
amir em nú svipað settir og verið
hefur lengst af þessari þriggja vikna
kosningabaráttu. Mikill fjöldi kann-
ana síðustu þrjá daga sýna flestar
sömu niðurstöðu, það er íhaldsflokk-
inn með um 43 prósent atkvæða,
Verkamannaflokkinn með um 34 pró-
sent og Kosningabandalagið með um
21 prósent. Ef þetta verða niðurstöð-
umar á fimmtudaginn mun Margareth
Thatcher vinna þriðja kjörtímabilið
sem forsætisráðherra og fá áttatíu og
fimm sæta meirihluta í neðri málstofu
þingsins en meirihluti hennar á fráfar-
andi þingi var um hundrað og fimmtíu
þingsæti.
Thatcher þykist nú viss um mikinn
sigur íhaldsflokksins á fimmtudaginn
en hún situr nú leiðtogafund sjö helstu
iðnríkja Vesturlanda i Feneyjum. Hún
gefur sér raunar lítinn tíma til fundar-
setu og hefur móðgað alla helstu
ráðamenn Ítalíu síðustu daga með því
annars vegar að stoppa aðeins einn
dag á fundinum og hins vegar að neita
að hitta forsætisráðherra Italiu í Lon-
don í síðustu viku en þar lét hún
aðstoðarmann sinn um að hitta ráð-
herrann því hún kvaðst upptekin þann
dag sjálf.
Thatcher hefur einungis fund með
Ronald Reagan, forseta Bandaríkj-
anna, í Feneyjum en hittir ekki aðra
leiðtoga að máli.
í tvennu lagi
En þó að íhaldsflokkurinn sé þannig
að verða nokkuð öruggur um sigur á
fimmtudaginn virðist jafhljóst að
flokkurinn muni ekki komast nálægt
því að hafa meirihluta kjósenda á bak
við sig. Á Englandi virðist flokkurinn
njóta stuðnings um 45 prósent kjó-
senda en í Skotlandi er íhaldsflokkn-
um spáð aðeins nítján prósentum
atkvæða og ekki öllu meira í Wales.
Á Norður-frlandi býður flokkurinn
ekki fram fremur en aðrir helstu flokk-
ar Bretlands.
Fylgi íhaldsflokksins er þess utan
mjög bundið við Suður- og Mið-Eng-
land og er ólíklegt að flokkurinn nái
mörgum þingsætum fyrir norðan mitt
landið en í Skotlandi er íhaldsmönnum
spáð aðeins sex þingsætum af sjötíu
og fimm. Þessi skipting bresku þjóðar-
innar milli norðurs og suðurs, sem
endurspeglast í miklu meira atvinnu-
leysi og miklu lægri launum í norðr-
inu, hefur orðið eitt af helstu
kosningamálum Verkamannaflokks-
ins sem talar um sundraða kjósendur
í áróðri sínum. Meirihluti kjósenda
býr hins vegar í Suður-Englandi og
eru til að mynda einungis sex milljón-
ir manna á kjörskrá samanlagt í
Skotlandi og Wales en þijátíu og sjö
milljónir atkvæðisbærra manna búa á
Englandi.
Mikiðíhúfi
Mikil harka verður í kosningabarát-
tunni þessa síðustu þrjá daga og sást
það ef til vill betur en áður nú fyrir
helgina hvað fjármálamenn telja í
húfi í þessum kosningum þegar hrun
varð á verðbréfamarkaðinum í Lon-
don vegna orðróms um skoðanakönn-
un sem sýna átti fylgisaukningu
Verkamannaflokksins. A fáeinum
klukkustundum, uns orðrómur þessi
var kveðinn niður, lækkuðu hlutabréf
í kauphöllinni í London um meira en
Qögur hundruð milljarða íslenskra
króna eða eins og þjóðartekjur ís-
lensku þjóðarinnar í þrjú ár eða svo.
Þetta hrun var þó að líkindum
bamaleikur einn hjá því sem yrði ef
hið ólíklega gerðist að Margareth
Thatcher næði ekki að sigra í þessum
kosningum.
Clear Shield er byltingarkennt efni sem notað er á gler, bæði nýtt gler og
gamalt og raunar má nota það á alla hluti sem hafa glerjað yfirborð.
Það er mjög mikilvægt að verja gler í nýbyggingum, því vatn sem rennur úr
nýrri steypu getur valdið miklum skaða.
Enn verri eru þær skemmdir sem málning, múrblettir og lím valda eða
rispurnar sem koma í glerið þegar reynt er með afli að skafa þennan óþverra
af glerinu.
Nú er stefnt að þvi að setja Clear Shield-vörn á gler strax i verksmiðju, þvi
með Clear Shield-huð má minnka glerskemmdir um meira en helming.
Gamalt gler mun einnig njóta góðs af Clear Shields, tæknilega er hægt að
hreinsa allt gler sem ekki er beinlínis skemmt. Eftir hreinsun á gömlu gleri er
það varið með Clear Shield. Ásýnd þess verður sem nýtt gler og hreinsun
þess verður bæði mun auðveldari og gleriö helst mun lengur hreint og heilt.
Ástæðan liggur í gerð Clear Shieids, en það er vatnsfælið efni og hrindir þvi
frá sér t.d. saltögnum.
Þess vegna auglýsum við Clear Shield sem efni er breytir venjulegu gleri i
viöhaldslitið gler.
Ólsal hf
Dugguvogi 7
Sími 33444
Margareth Thatcher, forsætisráðherra og leiðtogi íhaldstlokksins, er nú orðin
viss um sigur í kosningunum sem fram tara þar í landi á fimmtudag.
_ Clmamunrl
Sólarströnd við Svartahaf
FERÐAVAL
býður nú ferðir til Svarta hafsins sem
er á sömu breiddargráðu og vinsælustu
baðstrendur Miðjarðarhafsins. Sjórinn við
strendur Slunchev Bryag (sólarströndina)
er ómengaður og strendurnar tandurhrein-
ar. Boðið er upp á tveggja eða þriggja vikna
ferðir og er flogið á laugardögum til Lux-
emborgar en þaðan til Varna sem er ein
stærsta og elsta borgin við Svarta hafið.
Síðan er ekið til íbúðarhúsanna í Elenite
hverfinu sem er nýjasti hluti sumarleyfis-
borgarinnar Sólarströnd.
Hálft fæði er innifalið í verðinu, en hægt er
að fá fullt fæði fyrir ca. kr. 1.300,- í tvær vikur
og kr. 2.000,- í þrjár vikur. Fólki er ráðlagt
að kaupa fullt fæði vegna hins hagstæða
verðs. Gestir okkar geta borðað á hvaða
veitingahúsi sem er á svæðinu en þar eru
yfir fjörutíu veitingastaðir með hið fjöl-
breyttasta fæðuval, allt frá alþjóðlegum
mat til sérrétta heimamanna og ljúffengra
fiskrétta.
17 daga aukaferð
4. júlí kr. 30.610.- á mann miðað við tvo í stúdíó-ibúð,
með hálfu fæði. 50% afsláttur fyrir börn 2-12 ára í
aukarúmi. 25% afsláttur fyrir börn 12-14 ára í aukarúmi.
Börn 0-2 ára borga 10% af fullorðinsgjaldi.
21 dags tilboðsferð 23. júní kr. 31.610.- með V2 fæði
Leitið upplýsinga og fáið bækling
2 vikur kr. 29.360.- 3. vikur kr. 34.610,-
Brottfarir: 14. júlí, 21. júlí, 4. ágúst, 11. ágúst, 25. ágúst, 1.
september.
LINDARGATA 14,
FERDA&WALhf
SÍMAR 12534 OG 14480