Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987. 9 Utlönd Innflytjendur eyðniprófaðir Verðandi innflytjendur og alríkis- fangar í Bandaríkjunum verða allir eyðniprófaðir að því er bandaríski rík- issaksóknarinn, Edwin Meese, skýrði M í gær. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í Washington DC, sagði Meese að fangar í alríkisfangelsum yrðu að gangast undir eyðniprófun sem skilyrði fyrir því að verða látnir lausir til reynslu. Þá sagði saksóknar- 'inn að allir þeir sem sæktust eftir að gerast innflytjendur til Bandaríkjanna yrðu að gangast undir eyðniprófun í heimalandi sínu áður en afstaða yrði tekin til umsókna þeirra. Ef ómögulegt er fyrir viðkomandi að fá eyðniprófun í upprunalandi sínu verða þeir prófað- ir við komuna til Bandaríkjanna og þeim meinuð innganga í landið sem reynast vera smitaðir af eyðniveir- unni. Saksóknarinn sagði á fundinum að bandarísk stjómvöld hefðu skýlausan rétt til að grípa til þeirra aðgerða sem mögulega gætu varið Bandaríkin fyrir frekari útbreiðslu eyðni. Hann varði þá ákvörðun yfirmanna lögreglu að láta lögreglumenn vera með gúmmí- hanska þegar þeir framkvæma hand- tökur í eiturlyfjamálum. Sagði hann lögreglumennina vera í hættu af því að hljóta stungur af sýktum sprautu- nálum. Sakskylduprófun á eyðni hefur verið gagnrýnd harðlega í Bandaríkjunum á þeim forsendum að ekki sé unnt að halda niðurstöðum prófananna leynd- um. Reagan forseti mætti mjög óvin- samlegum viðtökum á fundi banda- rísku eyðnistofhunarinnar þar sem hann tilkynnti um skylduprófanimar fyrir liðlega viku síðan. Edwin Meese, saksóknari bandariska ríkisins, tilkynnir nýjar reglur um eyðniprófanir á blaðamannafundi um helgina. Simamynd Reuter KluxKlan áferðá ný Lögi-eglan í Greensboro í Norö- ur-Carolinafylki í Bandaríkjunum handtók um helgina fimm þel- dökka íbúa bæjarins þegar um hundrað og fimmtíu félagar í Ku Klux Klan efiidu til fjöldagöngu um bæinn og hrópuðu slagorð sín gegn jafnrétti kynþátta í Banda- ríkjunum. Voru hinir handteknu sakaðir um að hafia á sór falin vopn, um slæma hegðun og að trufla göngu kynþáttahataranna. Blöndusement er sérstakleqa ætlaó til styrktar þeim mannvirkjum sem náttúruöflm mæðamest á Sementsverksmiðja ríkisins hefur ávallt kappkostað að framleiða sement fyrir íslenskar aðstæður. Eftir margra ára þróun í samvinnu viö Rannsóknarstofnun byggingariðnað- arins framleiðir Sementsverksmiðja ríkisins nú nýtt „blandað“ sement (pozzolansement). Gæði þess og kostir eru fjölbreyttari en sambæri- legra sementstegunda verksmiðjunn- ar hingað til. Blöndusement hentar best í mannvirki sem eiga að stand- ast sérstaka áraun. Það veitir mikla mótstöðu gegn alkalískemmdum. Sementið harðnar hægar en venju- legt sement og hentar því vel í múrhúð. Það hefur þegar verið notað með góðum árangri í Blönduvirkjun. ®SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS Quintana ber vitni Cannen Gloria Quintana, nítján ára stúlka som hlaut brunasár á sextíu prósent líkania síns þegar chileanskir hermenn kveiktu í henni og félaga hennar, Rodrigo Rojas, eftir að þau tóku þátt í mótmælaaðgerðum gegn ríkis- stjórn Chile á síðasta ári, er nú komin aftur til Chile og mun hera vitni fyrir herrétti í málinu. Quintana segir hermennina hafa hellt bensíni yfir sig og Rojas, sem lést af brunasárum sínum, og síðan kveikt í þeim. Pramburður hennar er studdur af niðurstöðum rann- sóknar lögreglunnar í Santiago, höfúðborg Chile. Poringi her- mannanna er nú fyrir rétti, sakaður um vanrækslu í starfi. Hall eyði- lagði skjöl Fawn Hall, einkaritari Oliver North, ofursta og fyrrum starfs- manns jijóðarörv'ggisráðs Banda- ríkjanna, bar fyrir rannsóknar- nefhd bandaríska þingsins nú um helgina að hún hefðí aðstoðað við eyðileggingu skjala í tengslum við Iranhneykslið síðushx dagana áður en vopnasalan og fjárstuðningur- inn við kontraskæruliða varð uppvís og rannsókn málsins hófet. Hall bar að hún hefði bæði smygl- að skjölum út úr Hvíta húsinu í nærklæðum sínum og aðstoðað North við að troða miklu af leyni- skiölum í pappírstætara. I framburði Hall kom einnig fram að hún tók við ferðatékkum frá North, að upphæð sextiu dollarar samtals, en tékkamir voru gefhir út á banka í Mið-Araeríku. Hall kvaðst hafa talið það óvenjulegt en hins vegar hetöi hún ekki tam- ið sér að spyjja yfirmenn sína neinna spuminga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.