Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987.
Fréttir
Hvrtasunnumót sjóstangaveiðimanna:
Heildaraflinn 21 tonn
Jón Ingi Steindórsson, sigurvegari
mótsins, með hluta verðlaunanna.
Sólveig Erlendsdóttir, Akureyri, afla-
hæsta konan.
Ómar Garðarssan, DV, Vestmannaeyjum;
Hið árlega hvítasunnumót Sjó-
stangaveiðifélags Vestmannaeyja
fór fram um helgina í blíðskapar-
veðri. Þetta er fjölmennasta mót af
þessari tegund sem haldið hefur ve-
rið á landinu til þessa. Voru þátttak-
endur um 120 alls staðar af landinu.
Samanlagður afli keppenda var 21
tonn sem er nýtt met en þess má
geta að 20 báta af öllum stærðum
og gerðum þurfti til að koma kepp-
endum á sjóinn.
Keppnin stóð yfir í tvo daga bæði
laugardag og sunnudag og var farið
út klukkan sex á morgnana og kom-
ið að landi kl. 14.00. Keppnin er
bæði einstaklings- og sveitakeppni.
Verðlaun voru mjög myndarleg og
þeim skipt niður. Verðlaun eru veitt
fyrir mestan heildarafla, stærstu
fiskana og svo framvegis. Einnig fá
skipstjórar þess báts, sem er með
mestan afla á stöng, sérstök verð-
laun.
Mótinu lauk með heljarmikiu sam-
kvæmi á sunnudagskvöldið þar sem
úrslit voru tilkynnt og verðlaun af-
hent.
Þess má geta að hvítasunnumót
sjóstangaveiðifélagsins er mikill við-
burður hér í bæjarlífinu og að venju
safnast margmenni á bryggjuna þeg-
ar bátamir koma að landi. Á
sunnudeginum var Léttsveit Lúðra-
sveitar Vestmannaeyja mætt á
staðinn og lék undir stjóm Hjálmars
Guðnasson.
Helstu úrslit í keppninni urðu þau
að aflahæsti karlmaðurinn var Jón
Ingi Steindórsson frá Vestmannaeyj-
um með 522 kíló. Aflahæsta konan
var Sólveig Erlendsdóttir frá Akur-
eyri með 397,9 kíló. Aflahæsti
báturinn var Gæfan með 457,3 kíló
á stöng. Aflahæsta sveit karla, en í
hverri sveit em fjónr, var sveit Jóns
Inga Steindórssonar frá Vestmanna-
eyjum með samtals 1246 kíló.
Aflahæsta sveit kvenna var sveit
Sigrúnar Harðardóttur frá Akureyri
með 960,9 kfló. Stærsta fisk mótsins
dró Einar Steingrímsson, en það var
langa sem var 21 kíló. Flesta fiska
fékk Jón Ingi Steindórsson, 458.
Flestar tegundir, og þær vom átta,
hlaut Friðleifur Stefánsson.
Ólafur Antonsson með minnsta fisk-
inn?
Hannes Tómasson, aldursforseti
mótsins.
Keflavíkurgangan eins og hún leit út þegar gengið var hjá Kópavogi. Þar
skein sólin eins og viðast annars staðar. DV-mynd GVA
Keflavíkurgangan á laugardaginn:
Um þrjú hundruð
gengu alla leið
- um 2000 manns á útifundi á Lækjartorgi
Tíunda Keflavíkurgangan var farin
á laugardag í góðu veðri og var þar
að venju gengin 50 kílómetra leið, frá
aðalhliði herstöðvarinnar að Lækjar-
torgi. Á bilinu 200 til 300 manns gengu
meginhluta leiðarinnar en þegar að
Lækjartorgi var komið höfðu safnast
þar fyrir 2000 manns á baráttufúnd
sem þar var haldinn.
Að sögn Ingibjargar Haraldsdóttur,
formanns Samtaka herstöðvaand-
stæðinga, ríkti góð stemmning alla
leiðina og mikill hugur í mönnum.
Sagði hún gönguna hafa heppnast vel
í alla staði, ekki síst vegna þess að
nú væri ein mesta ferðamannahelgi
ársins.
Sem kunnugt er verður fundur utan-
ríkisráðherra Atlantshafsbandalags-
ríkjanna haldinn í Reykjavík í vikunni
og sagði Ingibjörg gönguna hafa mót-
ast mjög mikið af honum. -GKr
Öndum slátrað í fuglasláturhúsi ísfugls:
„Sláturhúsið sótt-
hreinsað á milli“
„Það er séð til þess að öndunum sé
slátrað á heilum dögum eða síðari
hluta dags og sláturhúsið er sótt-
hreinsað á milli,“ sagði Halldór
Runólfsson hjá Hollustuvemd ríkisins
þegar hann var spurður að því hvort
rétt væri að fúglasláturhús ísfugls
slátraði bæði öndum og kjúklingum á
sama stað.
Samkvæmt upplýsingum DV er ekki
talið æskilegt að hænsum og andfugl-
um sé slátrað í sama sláturhúsi vegna
smithættu en meiri hætta er talin á
að andfuglar beri með sér salmonellu-
bakteríuna en hænsnfuglar.
Halldór sagði að sláturhús ísfugls
væri sótthreinsað á milii þess að slátr-
að væri þar kjúklingum og öndum og
benti allt til þess að þessi háttur væri
í lagi.
„Það vill fylgja sundfuglum meiri
sýkingarhætta en slátrunin er ekki
það mikil að ástæða sé til þess að setja
upp sérstakt sláturhús til þess,“ sagði
Halldór.
-ój
í dag mælir Dagfari
gengur á hólm
Dagfari hefur verið að lesa það í
blöðunum að lögfræðingur Hannes-
ar Hólmsteins Gissurarsonar hafi
fyrir hönd Hannesar kært einhverja
dómnefnd í Háskólanum. Þannig
mun vera að lektorsstaða við félags-
vísindadeild er laus til umsóknar og
Hannes hefur ásamt einhverjum öðr-
um ónafngreindum mönnum sótt um
þessa stöðu. Til að útkljá og meta
hver sé hæfastur af umsækjendunum
hefúr verið skipuð dómnefnd þriggja
manna og það er þessa dómnefhd
sem Hannes er að kæra.
Þetta gerðu bankastjóramir í Út-
vegsbankanum líka. Þeir kærðu
Hallvarð ríkissaksóknara fyrir að
hafa kært sig en ekki bankaráðið.
Hallvarður hafði ekki kært banka-
ráðið af því bróðir hans situr í
ráðinu. Þetta líkaði bankastjórunum
illa því þeir vildu að Hallvarður
kærði bróður sinn. Hæstiréttur sam-
þykkti þessa kröfu bankastjóranna
og ógilti kæruna á bankastjórana
vegna þess að Hallvarður hafði ekki
kært bróður sinn í leiðinni.
Nú er það hins vegar ekki svo í
máli Hannesar Hólmsteins að hann
vilji dómnefndina í burtu vegna þess
að bræður dómnefndarmanna eiga í
hlut. Hann heldur því hins vegar
fram að einn dómnefúdarmannanna
Hannes
sé vinur eins umsækjendanna en
ekki vinur sinn. Þetta er auðvitað
alveg rétt hjá Hannesi. Maður sem
ekki er vinur Hannesar en vinur
annarra getur ekki verið hlutlaus í
dómnefhd sem á að gera upp á milli
vinarins og Hannesar.
Ennfremur heldur Hannes því
fram að í dómnefndinni sitji menn
sem þekki vel til hans og hafi skrifað
um hann krítík í blöðin. Þetta er
alger frágangssök að mati Hannesar
og er ekki annað hægt en taka und-
ir það sjónarmið. Það liggur í augum
uppi að það kemur Hannesi Hólm-
steini ákaflega illa ef einhverjir
menn, sem til hans þekkja, eiga að
fara að dæma um það hvort hann
sé hæfur. Þessir menn hafa unnið
sér það til óhelgi að hafa aðrar skoð-
anir á skoðunum Hannesar en
Hannes sjálfúr. Slíkt gengur auðvit-
að ekki nú á tímum og það er
lágmarkskrafa umsækjenda á borð
við Hannes Hólmstein að dómnefiid-
ir séu skipaðar mönnum sem honum
eru sammála.
Gallinn er hins vegar sá að ef há-
skólaráð fellst á frávísun Hannesar
þarf væntanlega að skipa aðra dóm-
nefiid sem í væru ýmist vinir
Hannesar eða menn honum sam-
mála í skoðunum. Það getur orðið
leitun á slíkum mönnum, að minnsta
kosti hér á landi. Þetta veit Hannes
og hefur því lagt til að skipaðir verði
útlendingar í dómnefndina. Nú er
það að vísu svo að Hannes hefur
dvalið mikið erlendis og nokkur
hætta er á því að einhverjir útlend-
ingar þekki til hans, þó ekki væri
nema af afspum. Þess vegna er
nauðsynlegt að vanda mjög val á
þessum erlendu mönnum og ganga
kirfilega úr skugga um að enginn
þeirra hafi nokkum tíma heyrt eða
séð til Hannesar. I því felast hans
möguleikar. Hannes hefur sjálfúr
bent á að þeir sem til hans þekkja
og hafa kynnt sér fræðigreinar hans
séu ófærir um að meta getu hans til
lektorsstöðunnar.
Engum blandast hugur um að
Háskólinn þarf að vera vel setinn
af lærðum mönnum og fróðum í þeim
greinum sem þar em kenndar.
Hannes er tvímælalaust í hópi
þeirra. Hann má ekki gjalda þess
þótt hann eigi enga vini í landinu,
Hann má heldur ekki gjalda þess
þótt einhverjir af kollegum hans
hafi kynnt sér verk Hannesar og lík-
að þau illa. Ef vel er að gáð hljóta
að vera til einn eða tveir menn hér
á landi sem eru sammála Hannesi
og þar með hlutgengir í dómnefnd-
ina.
Dagfari stendur með Hannesi í
þessari hólmgöngu. Hann hefur haft
dug til þess að skora þá menn á
hólm sem hafa leyft sér þá frekju að
vera vinir annarra en ekki vinir
hans. Hann vill lyðja dóm sem er
honum fyrirfram ósammála og hefur
leyft sér að hafa skoðanir. I dóm-
nefndum Háskólans eiga ekki að
sitja menn sem hafa skoðanir. Sérs-
taklega ef það em skoðanir sem em
á móti Hannesi.
Hannes er besti dómarinn um sitt
eigið ágæti. Menn eiga ekki að vera
að deila við dómarann. Vonandi ger-
ir háskólaráð sér grein fyrir alvör-
unni í þessu máli.
Dagfari