Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987. 39 - dv Fréttir Vísinda- sjóður hefur ekki undan Vísindarannsóknir hér á landi eru að nokkru leyti háðar styr- kveitingum úr ýms-um sjóðum. Styrkjum er veitt til ákveðinna, vel skilgreindra, verkefha og oftast krafist framvinduskýrslu þar sem fram kemur hver árangurinn af rannsóknarstarfseminni hefur ve- rið. Nýlega var lokið úthlutun styrkja úr Vísindasjóði fyrir árið 1987. Sjóðurinn hafði til ráðstöfim- ar rúmar 46 milljónir króna í tveimur deildum, raunvísindadeild og hugvísindadeild. Samtals voru veittir 175 styrkir í deildunum tveim og var upphæð þeirra allt frá 15.000 kr. til 1,9 milljóna kr. Hæsti styrkurinn var veittur Hafliða P. Gíslasyni, til rannsóknar sem nefh- ist „Ljósmælingar á veilum í hálfleiðurum". Rannsóknarefhin eru hins vegar margvísleg eins og gefur að skilja. Má þar af handahófi nefha; atóm- gleypnimælingar, rannsóknir á mjaðmabrotum, gróðurfar í Skaftafelli, fæðu og vöxt þorska, vindálag á þök, íslenska bók-. menntaskrá, áhrif fjölmiðla á kjósendur, lögskilnaði á íslandi, notkun tölvu við þýðingar og gag- nagrunn um Sturlungu. Rann- sóknarefnin 175 snerta því, .eins og sjá má, flestar hliðar þjóðtélags- ins og vísindanna. Að sögn ömólfs Thorlacius, varaformanns raunvisindadeildar, varð mjög mikil aukning i um- sóknum milli áranna 1986 og 1987. Ömólfur sagði að því miður hefði þurft að synja mörgum athyglis- verðum umsókniun. Háskóla- mönnum fer fjölgandi og í tæknivæddu þjóðfélagi vex þörfin fyrir öfluga rannsóknarstarfeemi. Er þetta í samræmi við þróunina i tæknivBeddum löndum i kringum okkui'. -ES Sambandið yfírbýður ríkissjóð Nú eru til sölu í Landsbankanum skuldabréf Sambands islenskra samvinnufélaga og er 10,8% ávöxt- un i boði. Þetta eru 100 milljóna króna bréf og fást í 100 og 250 þúsund króna einingum. Á sama tíma býður ríkissjóður spariskír- teinakaupendum 6,5% ávöxtun sem þýðir raunar um 7,5% vegna skattfrelais sem tengt er þeim spamaði. Sambandið hefur áður gefið út álíka skuldabréfaflokk. Þau bréf seldust upp. Bréfin, sem nú eru til sölu, eru til fimm ára og verða endurgreidd 25. maí 1992 með. 166.993 krónum hvert 100.000 króna bréf, auk verðtryggingar. Landsbankinn áritar ekkí þessi bréf með endursölutryggingu eins og hann hefur gert undanfarið. Hann annast þó endursölu þeirra og tekur 1,5% þóknun fyrir sem er 0,5% lægra en gerist og gengur i verðbréfaviðskiptum hér á landi. -HERB Kirkjukórinn lagði land undir fót Regma 'Ihoraienaen, DV, SelíoHHÍ: Nýverið fór Kirkjukór Selfoss- kirkju í ferðalag til Hafharfiarðar. Söng kórinn í þjóðkirkjunni í Hafiiarfirði. Kirkjusókn var mjög góð. Eftir messu var boðið til veislu. Móttökur voru ógleyman- legar. Q LANDSSAMBAND H JÁLPARSVEITA SKÁTA mm SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA '...uaar' hefurafstórhugstyrkthappdrættið - HARÐSNUNAR SVEITIR TIL HJÁLPAR ÞÉR OG ÞÍNUM. ÞUVERÐUR apoíta ittrrsTÁ Meö einstakri samvinnu björgunarsveita og þjóðarinnar hefur miklum fjölda mannslífa verið bjargað. Fyrirstuðning þinnog þinnalíkaeru harðsnúnarog vel búnar hjálparsveitir í viðbragðsstöðu um land allt, hvenær sem hjálparbeiðni berst. Að kaupa miða í stórhappdrætti okkar er ein leið til framlags. Það munar um miðann þinn - og þig munar vissulega um hvem og einn af þeim 265 stórvinningum sem í pottinum eru - mundu enginn veitheppnisína. Við látum vinningshafa vita um vinninginn. HELGARRE/SUB KiiTSSSS3T FIATUNO 45 s eða úttektf7á He"”i/istækjumhf. hf. frá vté h+yshmu áþlg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.