Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 24
36
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987.
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
■ Atvirma í boði
Smáauglýsingaþjónusta DV. Þú getur
látið okkur sjá um að svara fyrir þig
símanum. Við tökum við upplýsingun-
~ trm og þú getur síðan farið yfir þær í
ró og næði og þetta er ókeypis þjón-
usta. Síminn er 27022.
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða
múrara eða mann vanan múrverki,
aðallega er um múrviðgerðir að ræða,
gott kaup fyrir góðan mann. Hafið
samband við auglþj. DV í síma 27022.
H-3688.
Hótelstörf. Óskum að ráða starfsfólk
til almennra hótelstarfa, einnig fólk
til sumarafleysinga í júlí og ágúst.
Vaktavinna. Uppl. veittar á staðnum
næstu daga. Hótel Lind, Rauðarárstíg
18.
^*felikksmiðir! Getum bætt við okkur
blikksmiðum, nemum í blikksmíði og
aðstoðarmönnum, mikil vinna, góð
vinnuaðstaða. Uppl. í síma 54244.
Blikktækni hf., Hafnarfirði.
Bílasmiðir-blikksmiðir. Óskum að ráða
bílasmiði eða bliksmiði til starfa nú
þegar við framleiðslu á álgluggum og
hurðum í verksmiðju okkar. Glugga-
smiðjan, Síðumúla 20.
Vantar au-pair í 1 ár til að passa tvö
börn, sem fyrst, eldri en 20 ára, þarf
að hafa bílpróf. Vinsamlega skrifið á
ensku til 25 BROOKDAL PLACE
RYE, 10580 New York, USA.
Fóstrur. Tvær fóstrur óskast til starfa
á leikskólann/skóladagheimilið
Hálsakot, Hálsaseli 29, e.h. Uppl. veit-
%ir forstöðumaður í síma 77275.
Lagerstarf. Viljum ráða ábyggilegan
mann í söludeild okkar í Reykjavík,
þarf að geta hafið störf strax. Set hf.,
Selfossi, sími 99-2099.
Laghentir menn. Óskum að ráða lag-
henta menn til starfa nú þegar, í
verksmiðju okkar. Gluggasmiðjan,
Síðumúla 20.
Múrarar. Vantar múrara eða vana
menn í múrverk, mikil vinna framund-
an. Uppl. í síma 79825 milli kl. 19 og
21. Unnsteinn.
Normi-Norm-x vantar lagtæka menn
til iðnaðarstarfa strax. Uppl. gefnar
hjá Verkstjóra, Suðurhrauni 1,
Garðabæ.
Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa
í sumarfrísafleysingar á sendibílastöð,
helst vanur. Úppl. í síma 72055 eftir
kl. 19.
Trésmiðir. Óskum að ráða trésmiði til
starfa við uppsetningu á álgluggum
og hurðum. Gluggasmiðjan, Síðumúla
20.
Blómaverslun vantar starfskraft,
hlutastarf. Hafið samband við auglþj.
DV í síma 27022. H-3715.
Hér-inn, veitingar, Laugavegi 72, vantar
röskan og ábyggilegan starfsmann.
Uppl. á staðnum.
Kaupakonu vantar á sveitaheimili á
Norðurlandi, einnig 12-13 ára ungl-
ing. Uppl. í síma 73718.
Matvælaframleiðsla. Starfskraftar ósk-
ast við matvælaframleiðslu. Nánari
uppl. í síma 33020. Meistarinn hf.
Starfskraftur óskast, þarf að hafa bíl-
próf og vera vanur lyftara. Uppl. í
síma 34909 milli kl. 8 og 18.
T résmiðir eða menn vanir smíðum ósk-
ast, úti- og innivinna. Uppl. í síma
46589 eftir kl. 18.
Oskum eftir að ráöa góðan lager-
mann til starfa á matvörulager í
verslun okkar. Uppl. í síma 83811.
Úrbeiningarmenn. Úrbeiningarmenn
3^’antar nú þegar í vinnu. Nánari uppl.
í síma 33020. Meistarinn hf.
Óskum eftir að ráða starfsmann í mötu-
neyti okkar, vinnutími frá 8.30-16.30.
Uppl. í síma 83811.
M Atvinna óskast
Atvinnurekendur, notfærið ykkur þjón-
ustu atvinnumiðlunar námsmanna.
Við bjóðum upp á fjölhæft sumaraf-
leysingafólk með menntun og reynslu
á flestum sviðum atvinnulífsins, til
skemmri eða lengri tíma. Uppl. í síma
621080 og 27860.
Atvinnurekendur! Vantar ykkur starfs-
kraft? Láttu okkur sjá um ráðning-
una. Aðstoð - ráðgjöf, ráðningaþjón-
usta, Brautarholti 4, 105 Reykjavík,
sími 91-623111.
Maður vanur múrviðgerðum, járna-
bindingum, og hefur sótt námskeið í
húsaviðgerðum óskar eftir vinnu, get-
ur unnið sjálfstætt. Hafið samband við
auglþj. DV í síma 27022. H-3713.
Dugleg og reglusöm tvítug starfs-
stúlka óskar eftir aukavinnu um
helgar, er vön afgreiðslustörfum.
Uppl. í síma 76085 eftir kl. 18.
Tveir 23 ára einstaklingar óska eftir
aukavinnu um kvöld og/eða helgar.
Ýmis reynsla fyrir hendi. Uppl. í síma
38480 eftir kl. 16.
■ Bamagæsla
Húsmóðir í vesturbæ getur tekið 1 árs
barn í gössun, hálfan daginn í júní
og júlí. Á sama stað óskast kommóða.
Uppl. í síma 18516.
Unglingur óskast til að gæta 2ja ára
stúlku tvo til þrjá tíma, seinni part-
inn, 3-4 sinnum í viku, erum í Efsta-
sundi. Uppl. í síma 35392 e.kl. 19.
Óska eftir 13-14 ára unglingi til að
gæta 2ja barna fram í miðjan ágúst.
Bý í Dvergabakka. Uppl. í síma 78588
eftir kl. 16.
■ Tapað fundið
Svört kvenmannstaska tapaðist laugar-
daginn 6.júní á Reykjavikurveginum í
Hafnarfirði á móti BSH, milli kl. 14 og
14.30, finnandi vinsamlegast hafi sam-
band í s. 43359 eða 652003. Fundarlaun.
■ Kermsla
Radíónámskeið. Námskeið í morsi og
radíótækni til nýliðaprófs radíóama-
töra verður haldið 15.-30. júní nk. Nú
geta allir lært mors, ný og skemmtileg
aðferð notuð. Skráning í síma 31850 í
dag og næstu daga kl. 17-19.
ítalska og spænska, einnig norska,
þýska og enska. Talþjálfun, ferðaund-
irbúningur. Einkakennsla Steinars/
Skóli SF. Uppl. í síma 84917 og 689614.
■ Bækur
Kaupum vel með farnar og nýlegar ís-
lenskar og erlendar vasabrotsbækur,
einnig erlend blöð, s.s. Hustler, Vel-
vet, Club, High Society, International,
Rapport o.fl. Fornbókaverslun Kr.
Kristjánssonar, Hverfisgötu 26, sími
14179.
M Hremgerningar
Teppa- og húsgagnahreinsun. Tilboðs-
verð, undir 40 ferm, 1400,-. Fullkomnar
djúphreinsivélar sem skila teppunum
nær þurrum. Margra ára reynsla, ör-
ugg þjónusta. Sími 74929.
Gólfteppahreinsun, tiúsgagnahreins-
un. Notum aðeins það besta. Amerísk-
ar háþrýstivélar, sértæki á viðkvæm
teppi. Erna og Þorsteinn, s. 20888.
Viltu láta skína? Tökum að okkur allar
alm. hreingerningar. Gerum föst til-
boð eða tímavinna og tilboð í dagþrif
hjá fyrirtækjum. Skínandi, s. 71124.
Þrif, hreingerningar, teppahreinsun.
Vanir og vandvirkir menn. Uppl. í
símum 33049 og 667086. Haukur og
Guðmundur Vignir.
■ Skemmtanir
Vantar yður músik i samkvæmið, á árs-
hátíðina, í brúðkaupið, afmælið,
borðmúsík, dansmúsík (2 menn eða
fleiri)? Hringið og við leysum vand-
ann. Karl Jónatansson, sími 39355.
■ Bókhald
Tölvuvædd bókhaldsstofa getur bætt
við sig verkefnum. Alhliða bókhalds-
þjónusta ásamt skattalegri ráðgjöf og
uppgjörum. Uppl. í síma 75621 eftir
kl. 18 á kvöldin.
■ Þjónusta
Smáauglýsingadeild DV er opin:
virka daga kl. 9-22,
laugardaga kl. 9-14,
sunnudaga kl. 18-22.
Ath. Auglýsing í helgarblað DV verð-
ur að berast okkur fyrir kl. 17 á
föstudögum.
Síminn er 27022.
Sprautumálum gömul og ný húsgögn,
innréttingar, hurðir, heimilistæki
o.fl., sækjum, sendum, einnig trésmíði
og viðgerðir. Trésmíðaverkstæðið
Nýsmíði, Lynghálsi 3, s. 687660.
Ath. Tökum að okkur flest verkefni í
garðinum, húsinu og bílnum. Hafið
samband við auglþj. DV í síma 27022.
H-3698.
Húsbyggjendur - verktakar. Rafverk-
taki getur bætt við sig verkefnum.
Nýlagnir, teikningar, dyrasímar og
loftnet. Hafið samb. í síma 671889.
Loftræstikerfi. Sótthreinsum loftræsti-
kerfi, sjáum um viðhald og lagfæring-
ar. Blikkver hf., Skeljabrekku 4, Kóp.,
sími 44100.
Ert þú á réttri hillu í lífinu? Náms- og
starfsráðgjöf/ráðningarþjónusta.
Ábendi s/f, Engjateigi 7, sími 689099.
Múrverk. Getum bætt við okkur múr-
viðgerðum og sprunguviðgerðum.
Uppl. í síma 24153 eftir kl. 18.
■ Ökukennsla
Ökukennarafélag íslands auglýsir.
Grímur Bjarndal Jónsson, s. 79024,
Galant GLX turbo ’85.
Geir P. Þormar, s. 19896,
Toyota.
Magnús Helgason, s. 40452,
M. Benz 190 ’86, bílas. 985-20006.
Búi Jóhannsson, s. 72729,
Nissan Sunny ’87.
Þór Albertsson, s. 36352,
Mazda 626.
Herbert Hauksson, s. 37968,
Chevrolet Monza ’86.
Sigurður Gíslason, s. 667224,
Mazda 626 GLX ’87, bílas. 985-24124.
Jóhanna Guðmundsdóttir, s. 30512,
Subaru Justy ’86.
Skarphéðinn Sigurbergsson, s. 40594,
Mazda 626 GLX ’86.
Sverrir Björnsson, s. 72940,
Toyota Corolla '85.
Már Þorvaldsson, s. 52106,
Subaru Justy ’87.
Jóhann G. Guðjónsson, s. 21924-
Lancer 1800 GL. s. 17384.
Gunnar Sigurðsson, s. 77686,
Lancer ’87.
Snorri Bjarnason, s. 74975,
Volvo 360 GLS ’86, bifhjólakennsla.
Bílas. 985-21451.
Guðbrandur Bogason, s. 76722,
Ford Sierra ’84, bifhjólakennsla.
Bílas. 985-21422.
Hallfríður Stefánsdóttir, s. 681349,
Mazda 626 GLX ’85. Bílas. 985-20366.
Gylfi K. Sigurðsson kennir á Mazda 626
’86, ökuskóli, öll prófgögn. Kennir
allan daginn, engin bið. Visa - Euro.
Heimas. 73232, bílas. 985-20002.
Kenni á Mazda GLX '87. Kenni allan
daginn, engin bið. Fljót og góð þjón-
usta. Greiðslukjör. Kristján Sigurðs-
son, sími 24158 og 672239.
R 860, Honda Accord. Get bætt við mig
nokkrum nemendum. Utvega öll próf-
gögn. Sigurður Sn. Gunnarsson, símar
671112 ög 27222.
Ævar Friðriksson kennir allan daginn
á Mazda 626, engin bið. Útvegar próf-
gögn, hjálpar til við endurtökupróf.
Sími 72493.
■ Garðyrkja
Garðúðun og garðsnyrting. Úðum garða og tökum að okkur garðsnyrt- ingu, útvegum einnig húsdýraáburð. Vönduð vinna. Uppl. í símum 75287, 25658 og 78557.
Garðúðun. Úðum og ábyrgjumst 100% árangur, notum hættulaust efni, pant- ið tímanlega. Jóhann Sigurðsson, Mímir Ingvarsson garðyrkjufræðing- ar. Uppl. í síma 16787.
Skjólbelti. Til sölu skjólbeltaplöntur, viðja og gulvíðir. Bændur, sem hug hafa á að planta skjólbelti, eru beðnir að panta tímanlega. Sími 93-5169. Kreditkortaþjónusta.
Trjáúðun. Tökum að okkur úðun trjáa og runna, notum eigöngu úðunarefni sem er skaðlaust mönnum. Jón Hákon Bjarnason skógræktarfr./garðyrkjufr. Sími 71615.
Tökum að okkur slátt. Húseigendur húsfélög, tökum að okkur slátt á lóð- um í sumar og höldum þeim slegnum allt sumarið. Vönduð vinna, vanir menn. Uppl. í sima 79610 eftir kl. 18.
Garðaúðun! Pantið tímanlega garða- úðun. Nota eingöngu eitur skaðlaust mönnum (Permasekt). Halldór Guð- finnss. skrúðgarðyrkjum., s. 30348.
Garðsláttur. Tökum að okkur orfa- og vélaslátt. Vant fólk m/góðar vélar. Uppl. í símum 72866 og 73816 eftir kl. 19. Grassláttuþjónustan.
Garðsláttur. Tökum að okkur garðslátt og hirðingu fyrir húsfélög og einstakl- inga. Vönduð vinna. Símar 74293 og 78532.
Garðsláttur. Sláum og hirðum tún af öllum stærðum, útvegum einnig hús- dýraáburð, vönduð vinna, lágt verð. Uppl. í símum 84535 og 71177.
Gróðurmold og húsdýraáburður, heim- keyrður, beltagrafa, traktorsgrafa, vörubíll í jarðvegsskipti, einnig jarð- vegsbor. Símar 44752 og 985-21663.
Gróðurmold. Til sölu úrvals gróður- mold. Afgreidd samdægurs. Einnig til leigu traktorsgrafa og vörubíll. Sími 46290 og 985-21922. Vilberg sf.
Heilulagnir - vegghleðslur ásamt ann- arri garðvinnu, er með traktorsgröfu, útvega mold og fyllingarefni. Uppl. í síma 45905 e.kl. 17 og 46419.
Túnþökur. Góðar túnþökur til sölu, áratuga reynsla tryggir gæðin. Tún- verk. Túnþökusala Gylfa Jónssonar. Sími 72148. Kreditkortaþjónusta.
Túnþökur. Vélskornar túnþökur. Greiðsluskilmálar. Eurocard og Visa. Björn R. Einarsson. Uppl. í símum 666086 og 20856.
Túnþökur. Gróskumiklar túnþökur úr Landsveit. Hafið samband í síma 99-5040. Jarðsambandið sf.
Garðtætari til leigu. Uppl. í síma 666709.
Mold. Til sölu góð gróðurmold, heim- keyrð. Uppl. í síma 671373.
Túnþökur til sölu. Gott tún, gott verð, skjót þjónusta. Uppl. í síma 99-4686.
■ Húsaviðgerðir
Húseigendur - húsfélög. Maður með 20 ára reynslu í múrþéttingum er til- búinn til að vinna fyrir yður í sumar að viðgerðum og undirbúningsvinnu vegna utanhússmálunar. Kem og skoða húsið yður að kostnaðarlausu. Húseigendur, vinsamlegast hringið í síma 19373. 20 ára reynslunni ríkari. Húseigendur verndið eignina. Við bjóðum rennur og niðurföll, leysum öll lekavandamál. Klæðum hús og skiptum um þök. Öll almenn blikk- smíði. Fagmenn. Gerum föst verðtil- boð. Blikkþjónustan hf., s. 27048 [símsvari). Allar steypuviðgeróir. Rennur, veggir, tröppur, svalir. Einnig hellu- og kantlagnir. Uppl. í síma 37586, best eftir kl. 19. Glerjun, gluggaviðgerðir og öll almenn trésmíðavinna. Tilboðsvinna. Leggj- um til vinnupalla. Húsasmíðameistar- inn, sími 73676 e. kl. 18. Húsaviðgerðir Sprunguviðgerðir, frostskemmdaviðgerðir. V iðurkennd efni. Háþrýstiþvottur. Uppl. í síma 671149. Háþrýstiþvottur, sílanhúðun, múr- og sprunguviðgerðir, gerum við þök, tröppur, svalir, málum o.fl. Gerum föst tilboð. Sími 616832. Verktak sf., sími 7.88.22. Háþrýstiþvott- ur, vinnuþrýstingur að 400 bar. Steypuviðgerðir - sílanhúðun. (Þorgrímur Ó. húsasmíðam.)
4*
Börn líta á lífið sem leik
Ábyrgðin er okkar -
fullorðna fólksins.
UMFERÐAR
Iráð
Háþrýstiþvottur, húsaviðgerðir. Við-
gerðir á steypuskemmdum og sprung-
um, sílanhúðun og málningarvinna.
Aðeins viðurkennd efni, vönduð
vinna. Geri föst verðtilboð. Sæmundur
Þórðarson, sími 77936.
Háþrýstiþvottur og/eða sandblástur á
húsum og öðrum mannvirkjum.Trakt-
orsdælur af stærstu gerð, vinnuþr. 400
bar. (400 kg/cm2). Tilboð samdægurs.
Stáltak hf„ Borgartúni 25, sími 28933,
kvöld og helgarsími 39197.
Litla dvergsmiðjan. Háþrýstiþvottur,
múrun, sprunguviðgerðir, blikkkant-
ar og rennur, lekavandamál, málum
úti og inni. Meistarar. Tilboð sam-
dægurs. Uppl. í símum 21228 og 11715.
R. H. Húsaviðgerðir. Allar almennar
húsaviðgerðir, stórar sem smáar,
sprunguviðgerðir, steypuskemmdir,
sílanúðun, rennuviðgerðir o.fl. Föst
tilboð. R. H. Húsaviðgerðir, s. 39911.
Sólsvalir sf. Gerum svalirnar að
sólstofu, garðstofu, byggjum gróður-
hús við einbýlishús og raðhús.
Teikningar, fagmenn, föst verðtilb.
Góður frágangur. S. 11715, 71788.
Kreditkortaþjónusta. Sparaðu þér spor-
in! Þú hringir inn smáauglýsingu, við
birtum hana og greiðslan verður færð
inn á kortið þitt! Síminn er 27022.
Háþrýstiþvottur og silanhúðun. Erum
með ný og mjög kröftug háþrýstitæki,
300 bar. Reynið viðskiptin. Ömar og
Guðmundur Geir. S. 73929 og 92-4136.
■ Sveit
Starfskraftur óskast í sveit, til að gæta
2ja barna. Uppl. í síma 97-2986 eftir
kl. 20.
Tek börn í sveit, 6-11 ára. Uppl. í síma
93-5637.
■ Ferðalög
Sumarhúsið í Lyngási, Kelduhverfi,
verður opnað 20. júní nk. í húsinu eru
þrjú 2ja manna svefnherb. auk stofu,
snyrtingar og eldhúss, hestaleiga á
Hóli sem er næsti bær, örstutt í versl-
un í Ásbyrgi, einnig Hljóðakletta og
Hólmatungur, sundlaug í grenndinni.
Kjörinn staður fyrir þá sem vilja njóta
og skoða þá fögru staði sem Norður-
Þingeyjarsýsla hefur upp á að bjóða.
Dragið ekki að panta. Uppl. og pant-
anir í síma 96-52270.
Sumarhús/tjaldstæði. Gisting, tjald-
stæði, hjólhýsastæði, hópferðabílar,
bílaleiga, sundlaug og toppþjónusta.
Heitt og kalt vatn á tjaldstæðinu
ásamt góðri snyrtingu. Ferðamiðstöð-
in Flúðum, símar 99-6756 og 99-6766.
Hópferðabílar. Hópferðabílar af öllum
stærðum og gerðum. Blikfar sf., sími
667213.
■ Ferðaþjónusta
GISTIHEIMILIÐ
STARENGI, SELFOSSI
Nýtt gistihús við hringveginn:
14 rúm í eins og 2ja manna herbergj-
um, með eða án morgunverðar.
Starengi, Selfossi, sími 99-2390,
99-1490, (99-2560).
■ Verslun
VERUM VARKÁR
FORDUMST EYONI
Rómeó & Júlía býður pörum, hjónafólki
og einstaklingum upp á geysilegt úr-
val af hjálpartækjum ástarlífsins í yfir
100 mismunandi útgáfum við allra
hæfi. Því er óþarfi að láta tilbreyting-
arleysið, andlega vanlíðan og dagleg-
an gráma spilla fyrir þér tilverunni.
Einnig bjóðum við annað sem gleður
augað, glæsilegt úrval af æðislega
sexý nær- og náttfatnaði fyrir dömur
og herra. Komdu á staðinn, hringdu
eða skrifaðu. Ómerkt póstkröfu- og
kreditkortaþjónusta. Opið alla daga
nema sunnudaga frá 10-18. Rómeó &
Júlía, Brautarholti 4, 2. hæð, símar
14448 - 29559, pósthólf 1779,101 Rvík.