Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 14
14
Spumingin
Hvernig líst þér á nýju út-
varpsstöðina, Stjörnuna?
Geirþrúður Kristjánsdóttir: Mér líst
vel á hana þótt ég hafi reyndar ekki
heyrt í henni ennþá. Óska henni
góðrar framtíðar.
Sigurður Þorsteinsson: Hún er alveg
eins og hinar að mínu mati - það er
svipuð músík og svona spjall. Það
vantar alla klassík.
Bjarni Þórarinsson: Ég hef nú bara
eiginlega ekkert hlustað á hana.
Finnst hún allt í lagi og samkeppnin
er góð. En það er of mikið af léttri
poppmúsík á stöðvunum, vantar
rokk í þyngri kantinum.
Erla Helgadóttir: Hef nú ekkert
hlustað á hana - finnst alveg sjálf-
sagt að setja hana upp. Þessar
stöðvar eru allar mjög góðar.
að hlusta á hana - er búin að fá mig
fullsadda af öllum þessum stöðvum.
Vafalaust er hún ágœt - að minnsta
kosti ekkert verri en hinar.
Siguijón Ingólfsson: Þið hittið vel á
- ég er einmitt með hana á núna.
Mér sýnist að það standi ágætir
menn að baki henni og því getur hún
verið gott innlegg í samkeppnina.
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNl 1987.
Lesendur dv
Farsímar:
Heimsmet í vitJeysu
„íslendingar eru að mínu áliti i meira lagi tækjaóðir og farsíminn er nýj-
asta vitieysan, “ segir Konráð Friðfinnsson.
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Þegnar Islands eru að mínu áliti í
meira lagi tækjaóðir. I því sambandi
mætti nefha myndbandafarsóttina sem
flæddi yfir landið og þjóðina af þvílíku
offorsi að elstu menn muna ekki annað
eins og breiddi úr sér eins og arfi í
kartöflugarði. Enginn er í dag talinn
maður með mönnum sem ekki brúkar
í það minnsta eitt slíkt apparat. Síðan
birtust á verslunarvellinum snjósleð-
amir. Þar fór í sama, m.ö.o. flóð. Ófært
yrði að gleyma fjórhjólunum sem nú
spóla og spæna upp viðkvæma foldina,
að sögn fróðra. I þeirri deildinni er
reyndar ekki orðið háflæði enn sem
komið er. Nóg um það. Farsíminn er
hlutur sem mig langaði að fjalla um í
örfáum orðum. Þar hefur Frónbúinn
sett eitt vitleysis eyðsluheimsmetið til
viðbótar öllum hinum. Með tilkomu
farsímans getur fólk talað við sina
elskulegu maka nánast hvar sem er
og sagt þeim hve óskaplega mikill
munur sé nú að hafa undir höndum
gangandi síma. Og aka svo á meðan
á hálfu gasi yfir á rauðu ljósi, án þess
svo mikið sem veita því athygli. Öku-
maðurinn er límdur við tæknitröllið
og ástina heima. Eigendur að öllum
áðurgreindum tækjum voru vitaskuld
löngu búnir að sannfæra sjálfa sig og
aðra, áður en í kaupin var ráðist, um
að þetta og ekkert annað væri ak-
kúrat það sem hann og hinn hafi alltaf
skort til þess að geta höndlað hamingj-
una og þama er hún komin, guði sé
lof. Burtséð frá því að flest af títt-
nefhdu drasli rykfellur fallega inn í
bílskúr, eða gijótberst úti á plani eftir
aðeins nokkurra vikna notkun, í
langflestum tilvikum, nema ef vera
skyldi vídeótækin. Ekki er allt búið
enn. Fyrir fáeinum árum fylltust gijót-
hóhnveijar af gífulegri löngun til að
hreyfa sig og losna við aukakílóin.
Reiðhjólin voru talin sérstaklega
heppileg til þess, sem er hárrétt. Heilt
syndaflóð af hjólhestum var flutt með
forgangshraði hingað. Það sumar varð
vart þverfótað fyrir hinu nýja (gamla)
heilsubótartæki. Mikil deila spannst
um þessa reiðskjóta, minnir mig. Göt-
ur borgarinnar voru víst ekki tilbúnar
undir þessa skyndilegu aukningu á
trimm-reiðskjótum. En betur fór en á
horfðist og má segja að málið hafi leyst
af sjálfu sér, því sumarið eftir sáust
hjólin varla. Áhuginn búinn og blikk-
beljan tekin á ný við sínu gamla
hlutverki að flytja menn frá einum
stað til annars. Já, Islendingar láta
fátt standa í vegi fyrir sér ef eyða þarf
aurum.
Skrítin
Þanki skrifar:
Fyrir allmörgum vikum birtist í
Mogganum smágrein frá einhverjum
blaðamanni þeirra í Helsinki - og
hefur greinarstúfurinn vafist fyrir
mér síðan. Nú er svo komið að ekki
verður lengur við unað, þessu verður
að koma á framfæri.
Tilefni greinarinnar voru tillögur
um málefni laganefhdar á þingi
Norðurlandaráðs i Finnlandi. Fyrir
tágu tillögur um samstarf í barátt-
unni gegn eiturlyfjum - þess efnis
að eiturlyj asj úklingar yrðu settir í
meðferð í stað fangelsis.
Þáma flutti fyrrum dómsmálaráð-
herra okkar - Friðjón Þórðarson -
ræðu og sagði þar að álit nefndar-
innar væri að hjálpa eiturlyfjasjúkl-
ingum til þess að losna við ávanann
og því væri æskilegt að þeir sem
hefðu verið dæmdir ættu þess kost
að fera í meðferð í stað þess að sitja
í fangelsi meðan þeir afþlána dóm
sinn. En svo kom rúsínan í pylsuend-
anum - Friðjón kvaðst þó árétta að
meðferð í stað fangelsisvistar bæri
að líta á sem refsingu!
Nú er spumingin - hefur maðurinn
ekkert fylgst með því sem gerst hefur
í meðferðarmálum hér á íslandi? Það
hafa þó aðrar þjóðir gert og koma
refsing
nú í hópum til þess að kynna sér
íslenskar meðferðarstofhanir sem ná
ótrúlegum árangri. Meðferð er þar
aldrei talin til refsinga heldur er lit-
ið á hjálp við vímuefnaneytendur
sem venjulega læknisaðstoð og bráð-
nauðsynlega sem slíka. Það hefur
hingað til ekki talist til refsinga að
ganga til tannlæknis eða leita ráða
við krabbameini - svo eitthvað sé
nefnt - og því hjómar þetta furðu-
lega í eyrum þeirra sem til þekkja.
Vilji Friðjón Þórðarson undantekn-
ingarlaust refsa eiturleyfj aneytend-
um og alkóhólistum fyrir afbrot
framin í tengslun við fiknina verður
hann að leita annarra leiða.
Hins vegar er athyglisvert við-
horfið sem þama kemur fram
gagnvart sjúkdómnum og tilraunum
til þess að ráða bót á vandanum.
Þegar opinberir fulltrúar heilbrigðis-
og dómskerfis em svo fáfróðir í þess-
um efrium er skiljanleg tregða
sjúklinganna sjálfra við að leita
læknis þegar í óefiii er komið. Og
umhugsunarefhi hversu margir
krabbameinssjúklingar fæm í
geislameðferð ef litið væri á geislana
og áhrif þeirra sem refsingu en ekki
læknisaðgerð.
Takk, Sólveig!
Stóra fjölskyldan úr Garðabæ segir:
„Ég vildi koma þakklæti á framfæri
frá okkur í fjölskyldunni til starfsfólks
Leifsstöðvarinnar og sérstaklega Sól-
veigar Þorsteinsdóttur sem þar er við
afgreiðslu Kaupmannahafharflugsins.
Þannig var að ég kom þama á
þriðjudaginn síðasta og kom Sólveig
einstaklega vel fram, var vingjamleg
og elskuleg - liðleg í alla staði. Það
er mjög sjaldgæft að rekast á svona
fólk.
Við vorum þama þijú að skila bróð-
ur mínum í flugið og það var mikið
að gera á staðnum. Sólveig var róleg
og alltaf brosandi þannig að það létti
okkur biðina og líka öðrum farþegum
í röðinni.
Kærar þakkir, Sólveig!
„Það er mjög sjaldgæft að rekast á svona fólk eins og til dæmis Sólveigu
Þorsteinsdóttur í nýju Leifsstöðinni."
Þjónustan og tónlistin eru til fyrirmyndar i Casablanca og Þórir Guðlaugs-
son segist mæta - jafnvel þótt heilsan bili.
Jafnvel veikur
í Casablanca
Þórir Guðlaugsson hringdi:
„Ég vil hæla staðnum Casablanea
fyrir góða músík og þjónustu, sér-
staklega em dyraverðimir kurteisir.
Það vom til dæmis læti síðastliðinn
föstudag en þá komu strax tveir dyra-
verðir og vom fljótir að losa sig við
vandræðin. Þeir hafa góða framkomu
og em áberandi kurteisir. Músíkin er
stórfín - ein sú besta í bænum - ef
ekki sú besta. Þjónamir em kurteisir
og afgreiðslan mjög góð. Yfir heildina
er þetta besti staðurinn í bænum og
hann er með bestu músíkina. Sjálfur
fer ég þama hvert einasta laugardags-
kvöld og mörg föstudagskvöld líka.
Kem þama ömgglega áffarn - þótt ég
væri veikur."
Viðey - sólskinseyja
við sundin blá
Jón Maríasson hringdi:
„Það kemur fram í DV nú fyrir
nokkrum dögum að Hafsteinn Sveins-
son telji sig fyrstan til þess að vera
með Viðeyjarferðir. Þetta er ekki rétt
því sumarið 1959 var ég með Viðeyjar-
ferðir ásamt Kristjáni R. Runólfssyni.
Yfirleitt fórum við oft á dag í góðu
veðri og vorum með sölutjald úti í
eyjunni. Þar seldum við pylsur, sæl-
gæti, kaffi og kökur og þess háttar -
enda báðir starfandi þjónar á þeim
tíma.
Til þess geta gert þetta settum við
upp smábryggju beint undan Viðeyjar-
stofu og stiga til þess að fólk kæmist
upp - þannig að þetta var talsvert fyr-
irtæki.
Þá átti eyjuna hann Stefán í Verð-
anda og við leigðum af honum.
Heilmikla vinnu varð að leggja í ferð-
imar - kirkjan var til dæmis full af
hesta- og kindaskít og við hreinsuðum
hana alla út til þess að fólk gæti haft
það huggulegt inni. Ferðirnar byrjuðu
í júní og vom fram í ágúst. Þegar ég
ætlaði svo að fá áffamhaldandi leyfi
og talaði við þáverandi borgarstjóra
var einhver hundur í yfirvöldum þann-
ig að við gáfiimst upp.
Viðey er einn dásamlegasti blettur-
inn sem er hérna við nefið á okkur
og að austanverðu er ströndin ágæt
til þess að nota sem baðstað - aðeins
ef hún væri hreinsuð og rökuð.
Þetta er hrein paradís, fuglalíf mikið
og mér er óskiljanlegt hversu lítið
Reykvíkingar virða þennan stað. Frið-
sældin, fuglalífið og gróðurinn er
einstakt og ég hef gengið með þann
mikla draum í maganum að gera Við-
ey að útivistarsvæði Reykvíkinga frá
’49 og er kominn með hálfgerðan
magaverk af ósköpunum. Sólskinseyj-
an við sundin blá hét eitt sinn grein
í Best um þessi mál - grein um Viðey
- og em það svo sannarlega orð að
sönnu.“