Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987.
9
dv Feröamál
Sex hundnið
vínhátíðir
í Þýskalandi
Frá maí og fram í nóvember eru halda verður hana um tvær helgar. gau, Rheinhessen,. Rhen-Pfalz og
haldnar um það bil sex hundruð vín- 1 ár verður hátíðin haldin helgamar Wurttember.
hátíðir í ellefu þýskum vínræktar- 11. til 15. ágúst og 18. til 21. septemb- Ef þið eigið leið um Þýskaland í
héruðum. Meðal þeirra þekktustu er. sumar getur verið tilbreyting að
og vinsælustu er hátíðin i Rudes- heimsækja vínhátíð. Skriííð eftir
heim sem í ár verður haldin dagana Helstu vinræktarhéruðin i Þýska- frekari upplýsingum til Tysk Tur-
14.-17. ágúst. „Durkheimer Wurst- landi eru: Ahr, Baden, Franken, ist-Central, Vesterbrogade 6D, 1620
markt“ er ein stærsta vínhátíð í Hessische Bergstrasse, Mittelrhein, Köbenhavn V, Danmark.
heimi og er hún svo viðamikil að Mosel-Saar-Ruwer, Nahe, Rhein- -A.BJ.
Sóknarfélagar
Sumarferð Sóknar verður farin 16. júlí. Komið aftur
19. júlí. Farið verður austur að Hallormsstað ásamt
ýmsum viðkomustöðum. Þátttakendur tilkynni þátt-
töku í skrifstofu félagsins, Skipholti 50 A, fyrir 10. júlí.
Ferðanefndin.
Loftræstilagnir
Tilboð óskast í lokafrágang vlð ioftræstikerfi í sjúkrahúsið á isafirði.
Innifalið er uppsetning loftræstitækja, loftstokkar (ca 5,0 tonn) og
smíði veggja og lofts í tækjaklefa í risi. Verkinu skal skila fullgerðu,
eigi síðar en 1. nóv. 1987.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja-
vík, gegn 3.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri föstudaginn 26. júní 1987
kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 POSTNÓLF 1441 TELEX 2006
Ferðaspurning
Við höfum eins og fyrri daginn af-
skaplega gaman af því að grennsl-
ast fyrir um ferðahug landans og
því tókum við nokkra vegfarendur
tali og spurðum þá þessara sígildu
spurninga um sumarfrí og sumar-
ferðir.
Það er eftirtektarvert að flestir
virðast nú vera búnir að gera það
upp við sig hvort, hvert og hvenær
skuli leggja land undir fót, enda
sumarblíðan í algleymingi, hér
sunnanlands a.m.k., og fólk er þeg-
ar farið að flykkjast í sumarfrí og
ferðalög.
Katrin Ólafsdóttir, vinnur við
garðyrkju: Ef ég fer í sumarfrí þá
fer ég norður á Hornstrandir um
miðjan ágústmánuð. Ég hef að vísu
aldrei komið á Hornstrandir en
þeim mun meiri áhuga hef ég á því
að fara þar um. Ég er viss um að
þar er óskaplega fallegt.
Hilmar Andrésson vélvirki: Já, ég
er að hugsa um að skreppa norður
í Mývatnssveit í ágúst. Ég verð nú
samt ekki lengur en svona þrjá til
fjóra daga. Maður hefur ekki efni
á lengra fríi fyrst verðbólgudraug-
urinn er aftur kominn á stjá.
Björn Einarsson sendibílstjóri: Ég
er nú ekki alveg búinn að ákveða
það hvort ég fer eitthvað í sumar
en ég er hins vegar ákveðinn í að
taka mér fri og þá sennilega í júlí
eða ágúst.
Sigríður Hauksdóttir, 9 ára: Já, ég
ætla sko að fara í sveit að Bóli í
Biskupstungnahreppi. Ég hef verið
þar tvisvar áður og ég hlakka ofsa-
lega mikið til, því að þá fæ ég að
fara á hestbak.
Arndís Reynisdóttir, vinkona Si-
gríðar hér að ofan: Ég ætla að fara
með mömmu minni til Danmerkur
í sumar og vera þar í þrjár vikur.
Ég hef áður farið til Danmerkur
og ég hlakka líka til, því að þá fæ
ég að fara í Tívolí.
Kvikmyndaleikur
Okkur vantar fólk,
20 ára og eldra, í hópsenu í kvikmyndina
Tristan og Isold.
Því litríkari hópur og ólíkari persónur því betra. Upptökudagur
er laugardagurinn 25. júlí og fer upptakan fram utan Reykjavík-
ur. Allir sem hafa áhuga á að vera með eru velkomnir á
Lindargötu 24 laugardaginn 13. júní kl. 14.
F.I.L.M. Cinema Art Productions
Perlukvöldið Lofsöngur til friðarins
65x80 kr. 1.900,-
45x65 kr. 990,-
Póstsendum um land allt.
Nýkomnar strammamyndir í plakatstíl. Mikið úrval af
smámyndum í sumarbústaðinn og í barnaherbergið.
ÓÐINSGÖTU 1 SÍMI 13130
Nú geta ailir
flaggað!!/
Stuttar fánastangir með
einföldum festingum utan á hús.
Tilvalið fyrir
fyrirtæki og einstaklinga.
Heildsala og smásala.
VATNSVIRKINN/í
Ármúli 21, 128 Reykjavík - Sími í verslun: 686455.
Skrifstofa: 685966- Lynghálsi 3, símar 673415,673416.