Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 30
30 Ner ekki sérrit heldur fjölbreytt og víðlesið heimilisblað og býður hagstæðasta auglýsingaverð allra íslenskra tímarita VIKAN nær til allra stétta og allra aldursstiga. Aug- lýsing í Vikunni nær því til fjöldans en ekki aðeins takmarkaðra starfs- eða áhugahópa. VIKAN selst jafnt og þétt, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Þess vegna geta auglýsendur treyst því að auglýsing í Vikunni skilar sér. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105., 109. og 111. tölublaði Lögbirtingablaðslns 1986 á eigninni Suðurgötu 78, 1. hæð t.v„ Hafnarf., þingl. eign Jennýar Samúels- dóttur en talin eign Guðmundar Jóhannessonar, fer fram eftir dröfu Gjald- heimtunnar í Hafnarfirði, Bjarna Ásgeirssonar, hdl. og Ara isberg hdl. á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 15. júní 1987 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Vesturvör 27, hluta, þingl. eigandi Samband eggjaframleiðenda, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 I Kópa- vogi, þriðjud. 16. júníkl. 10.15. Uppboðsbeiðendur eru Útvegsbanki íslands, Kristinn Sigurjónsson hrl., Ingvar Björnsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík og Steingrímur Eiríksson hdl. Bæjarfógetinn I Kópavogi. Nauðungaruppboð Annað og síðara á eigninni Suðurvangi 4, 2. hæð nr. 4, Hafnarfirði, þingl. eign Björgvins Helgasonar, fer fram á skrifstofu embættisins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 15. júni 1987 kl. 16.00. ________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni lóð á Langeyrarmölum, hraðfrystihús, Hafnar- firði, þingl. eign Langeyrar hf„ fer fram á skrifstofu embættisins þriðjudaginn 16. júní 1987 kl. 13.30. __________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðara á eigninni Selvogsgötu 26, jarðhæð, Hafnarfirði, þingl. eign Ara Hafsteins Richardssonar, fer fram á skrifstofu embættisins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriðjudaginn 16. júní 1987 kl. 14.00. ___________________, Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105., 109. og 111. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Hnotubergi 19, Hafnarfirði, þingl. eign Helgu S. Friðfinnsdóttur, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og Reynis Karlssonar hdl. á skrif- stofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 15. júní 1987 kl. 15.30. __________________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105., 109. og 111. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Bröttukinn 6, neðri hæð, Hafnarf., þingl. eign Kötlu Árnadóttur, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka íslands og Gjaldh. í Hafnarfirði á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 15. júní 1987 kl. 15.00. __________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105., 109. og 111. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni Klausturhvammi 15, Hafnarf., þingl. eign Magnúsínu Ólafsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á skrifstofu embættisins að Strandgötu 31, Hafnarfirði, mánudaginn 15. júní 1987 kl. 14.15. Hr, ___________________ Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Skák LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987. DV Opna Austurlandsmótið: Útlæg skákkona skákaði köriunum Opna Austurlandsmótið í skák, sem haldið var í Valaskjálf á Egilsstöðum, varð ekki skákhátíð af sama gæða- flokki og menn höfðu vonast eftir. Þrátt fyrir að boðið hefði verið upp á tólf þúsund Bandaríkjadali í fyrstu verðlaun í efsta flokki, létu stórmeist- aramir ekki sjá sig og keppni í flokknum var felld niður. Aðeins var teflt í tveim flokkum í stað sjö eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Bjart- sýnustu menn áttu von á hundruðum þátttakenda en þeir urðu mun færri, eða 56 talsins. Engu að síður þótti mótið takast vel eftir atvikum og „mjór er mikils vis- ir“, eins og einn aðstandenda orðaði það. Sveitarfélögin á Mið-Austurlandi kostuðu mótið, framkvæmdastjóri var Ottó Jónsson og honum til aðstoðar Siguijón Bjamason og Hjáhnar Jóels- son. Guðfaðir mótsins og aðalhvata- maður var Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar. Og vitan- lega lögðu margir fleiri hönd á plóg- inn. Þetta var sögulegt mót á margan hátt. í fyrsta skipti var nú haldið al- þjóðlegt opið skákmót utan höfuð- borgarinnar og þótt ekki hafi tekist til eins og búist hafði verið við verður mótsins eflaust minnst með ánægju er fram líða stundir. Staðreyndin er sú að alþjóðleg mót af þessari tegund þurfa sinn tíma til þess að vinna sér fastan sess í hugum skákmanna. Þekktustu opnu mótin nú, s.s. World Open í Fíladelfíu, New York, Lugano, að ógleymdu opna Reykjavíkurskák- mótinu, fóm öll fremur rólega af stað en nú er svo komið að þau eiga sér sína fastagesti sem koma ár eftir ár. Og búast má við að Opna Austurlands- mótið bætist í hópinn von bráðar. A.m.k. hefur verið ákveðið að hafa framhald á þessu mótshaldi og reyna að læra af reynslunni. Það er staðreynd að stórmeistarar, bæði innlendir og erlendir, sýndu mót- inu engan áhuga og því var gripið til þess ráðs að fella keppni í efsta flokki niður. Mótið höfðaði einfaldlega ekki til sterkari skákmanna vegna rangrar stefhu mótshaldara. Atvinnumenn í skák, sem beijast við að reyna að lifa af listinni, hafa ekki efni á því að fara um langan veg til íslands upp á von og óvon. Þótt verðlaun séu há þá em Skák Jón L. Arnason þau fá. Aldrei verða nema örfáir sem fá umbun erfiðis síns. Stórmeistarar hefðu eins getað keypt miða í happ- drættinu sem fram að þessu hefur ekki þótt ömggt lífsviðurværi. Þeir sem standa að opnum mótum og vilja manna þau sæmilega hafa undantekningarlaust boðið sterkari skákmönnum einhveija tryggingu og því meira sem þeir bjóða, því fleiri stór- meistarar sjá sér fært að mæta. Þetta gerðu Austfirðingar ekki og því þarf niðurstaðan ekki að koma á óvart. Jafnvel þeim stórmeisturum, sem spurðust fyrir um mótið og óskuðu eftir sérkjörum, var sleppt. Og í einhveiju dagblaðanna var veg- ið að íslensku stórmeisturunum með þeim orðum að það liti út fyrir að þeir ætluðu ekki að taka þátt og út úr greininni mátti lesa að þar væri ástæðan fyrir lítilli þátttöku fundin. Er greinin birtist var hins vegar löngu orðið ljóst að ekkert yrði úr keppni í efsta flokki og þar fyrir utan hafði engum íslensku stórmeistaranna bor- ist formlegt boð um að taka þátt i mótinu. Þetta er eins og að bjóða til veislu og gleyma að senda boðskortin. I efri flokki mótsins, sem var ætlaður skákmönnum með frá 2000 til 2400 Eló-stig, tóku 22 þátt en í neðri flokki tefldu 34 skákmenn. íslendingar voru í miklum meirihluta keppenda - út- lendingar voru aðeins rúmur tugur. Samt voru það útlendingamir sem flugu burt með bróðurpart verðlauna. Útlæga skákdrottningin Anna Akhsharumova varð hlutskörpust í efri flokki eftir hörkuslag og skákaði þar með körlunum. Henni tókst að leggja Þröst Þórhallsson í lokaum- ferðinni eftir langa baráttu. Þröstur átti sóknarfæri framan af tafli eftir vænlega peðsfóm en Anna náði að rétta sinn hlut og knýja fram sigur eftir 80 leiki. Hún hlaut 7 v. og 6000 Bandaríkjadali að launum (um 230.000 ísl.kr.). Næstur kom Finninn Pyhálá með 6!ó v. og síðan Sævar Bjamason með 6 v. Anna Akhsarumova er landflótta Sovétmaður og er kannski betur þekkt sem eiginkona stórmeistarans Boris Gulko. Þau skötuhjú fengu loks brott- fararleyfi frá Sovétríkjunum í lok maí í fyrra eftir sjö ára baráttu við kerfið. Þau komust í heimsfréttirnar oftar en einu sinni með uppátækjum sínum, svo sem hungurverkfalli, og alltaf var þeim stungið inn öðm hverju fyrir mótmæli af einhveiju tagi. Nú em þau búsett í Bandaríkjunum og afla hvort í sínu lagi til heimilisins með skákiðk- un. Anna er alþjóðlegur meistari kvenna, þrítug að aldri, og mér er til efs að hún hafi í annan tíma dregið jafnvæna fúlgu í búið og nú. Á eftir Önnu, Pyhálá og Sævari komu Þröstur Ámason, Hrafn Lofts- Bridge Bridgeblaðamenn velja besta vamarspilið Árlega velja bridgeblaðamenn besta vamarspilið og em verðlaunin, sem gefin em af C.C. Wei, höfundi Precisi- on sagnkerfisins, kölluð Precision- verðlaunin. Alþjóðlegu bridgeblaðamannasam- tökin, IBPA, bjóða nokkrum meðlima sinna sæti í dómnefndinni og var ég meðal þeirra sem hlotnaðist heiðurinn í þetta sinn. Dómnefndarstörfin em ekki marg- brotin. Átta spil em útnefnd til verð- launa og hver dómnefhdarmaður fær 100 stig til þess að útbýta. Ekki er nauðsynlegt að úthluta öllum stigun- um, það má skipta þeim á milli keppenda eða jafhvel úthluta einu spili öllum stigunum. Við skulum skoða eitt spilið sem kynnt er af heiðursfélaga og aldurs- forseta bridgeblaðamannasamtak- Bridge Stefán Guðjohnsen anna, Richard L. Frey. Þeir sem muna eftir fyrstu árum bridgespilsins muna ef til vill eftir bridgesveit sem kallaði sig „the four Aces“ en Frey var ein- mitt einn af „ásunum“. Glæsileg varnarspilamennska „Hugmyndarík vamarspilamennska er oft afleiðing góðrar samvinnu vam- arspilaranna frekar en einkaframtak annars. Dæmi um það er spil sem G. Rosenkranz og M. Reygadas frá Mex- íkó vörðust í í heimsmeistarakeppni para árið 1986 í Miami: V/N-S G1065 K1072 K2 A72 93 AD 74 IIG963 A10743 D862 G1076 K8752 A8 G6 K864 D3 Sagnir gengu þannig, með Rosen- kranz og Reygadas a-v: Vestur Norður Austur Suður pass pass ÍH 1S pass 2Hx) pass 2S pass pass pass x) Góð hækkun í spaðasögn. Fyrsta atriði vamarbragðsins var útspil vesturs, mjög hugmyndaríkt en samt byggt á kerfisbundnu samkomu- lagi sem kveður á um að dobli maður keðjusögn í lit sem maður hefur sagt þá vill maðúr útsþil í litnum. Þar eð austur doblaði ekki tveggja hjarta sögn norðurs spilaði vestur út tígul- þristi, þriðja eða fimmta. Engum til undmnar lét sagnhafi lágt úr blindum og austur fékk slaginn á drottninguna og spilaði laufadrottningu til baka. Sagnhafi drap á ásinn í blindum en vestur kallaði. Næst kom tromp, austur drap á ás- inn og spilaði laufaþristi. Sagnhafi drap á kónginn og til þess að fá meiri upplýsingar um tromplitinn spilaði hann tígulgosa. Hann fékk upplýsing- amar en með heldur óvæntum hætti. Vestur drap á ásinn, tók laufagosa og spilaði flórða laufinu. Austur yfir- trompaði blindan með drottningunni og a-v fengu 100 sem gerði 125 stig af 138 mögulegum." Ný meistarastig frá Bridge- sambandi íslands Nýkomin er út stigaskrá yfir áunn- in meistarastig frá Bridgesambandi íslands (vorskrá) frá upphafi skrán- ingar 1976. Á skrá eru tæplega 3 þús. spilarar í 49 félögum. Meistarastigum er skipt í þrennt. Um bronsstig er keppt í félögum, um silfurstig er keppt á svæðamótum og opnum mótum af öllu tagi og um gullstig er keppt í landsmótum og öðrum keppnum á vegum Bridgesam- bands íslands. Gildi hvers stigaflokks er 1-10-100, þ.e. eitt gullstig samsvarar 10 silfur- stigum eða 100 bronsstigum. Saman- lagt nefnist svo þessi málaflokkur einu nafni meistarastig. Um er að ræða áunnin stig eins og núverandi •kerfi er uppbyggt. Fjölmennustu félögin innan vé- banda BSÍ eru að þessu sinni:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.