Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987. Stjómmál Kratar og Framsókn gegn SjáHstæðisflokki Aðalviðræðunefnd flokkanna. Verður þetta næsta ríkisstjórn? DV-mynd GVA Tveir fundir, sem alþýðuflokks- mennimir Jón Baldvin Hannibals- son og Jón Sigurðsson áttu með framsóknarmönnunum Halldóri Ás- grímssyni og Guðmundi Bjamasyni í Alþingishúsinu fyrir tíu dögum, miðvikudaginnU: júní, daginn eftir að Jón Baldvin fékk umboð forseta til stjómarmyndunar, virðast hafa skipt sköpum um hvemig mál áttu eftir að þróast. Þegar eftir að þingflokkur Fram- sóknarflokksins hafði þennan miðvikudag samþykkt að ganga til viðræðna við Alþýðuflokk og Sjálf- stæðisflokk settust þeir niður, Jónamir, með Halldóri og Guð- mundi. Fyrst ræddust þeir við í hálfa aðra klukkustund, milli klukkan 15 og 16.30, en hófu svo annan fund klukkan 17. Daginn áður hafði formaður Al- þýðuflokksins á einfaldan hátt eytt stærsta ágreiningsmáli flokkanna með yfirlýsingu um að búvömsamn- ingurinn frá þvi í mars væri pólitísk staðreynd sem nyti íylgis meirihluta Alþingis. Sögulegar sættir Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks Þegar fjórmenningarnir stóðu upp um kvöldmatarleytið var orðið að óformlegu samkomulagi að Alþýðu- flokkur og Framsóknarflokkur yrðu samstíga gegn Sjálfstæðisflokki í mikilvægasta málinu; hverjir ættu að borga fjárhagshalla ríkissjóðs og hversu mikið. Með öðrum orðum: hvemig haga skyldi skattheimtu. Samkomulag Alþýðuflokks og Framsóknarflokks em merk tíðindi. Stutt er síðan stóryrtar yfirlýsingar gengu á milli flokkanna. Nú segja menn að hnífur komist ekki á milli þeirra. Talað er um sögulegar sættir eftir 30 ára stríð. Jónamir skýrðu framsóknar- mönnunum frá því umræddan miðvikudag að viðræður Alþýðu- flokks, Sjálfstæðisflokks og Kvenna- lista hefðu ekki strandað á lágmarkslaunakröfu Kvennalistans heldur því að Sjálfstæðisflokkurinn var ekki tilbúinn að fara í þær að- gerðir sem Alþýðuflokkurinn taldi nauðsynlegar sem fyrstu aðgerðir til að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum og draga úr þenslu. Krafa um neyðaraögerðir Með kröfu um fyrstu aðgerðir, sem er í raun aðeins fínt orðalag um neyðaraðgerðir, var Alþýðuflokkur- inn að lýsa því yfir að viðskilnaður ríkisstjómarinnar væri það slæmur að ekkert annað en róttækar aðgerð- ir þyrfti strax. Framsóknarflokkurinn tók undir kröfu Alþýðuflokksins um nauðsyn fyrstu aðgerða enda voru þær í góðu samræmi við stefnu framsóknar- manna. Með því voru framsóknar- menn einnig að koma ábyi-gðinni á Sjálfstæðisflokkinn og Þorstein Pálsson, sem stýrði fjármálaráðu- neytinu, á því hvemig komið var: bullandi halli og verðbólgan á hraðri uppleið. Sjálfstæðismenn hafa allt fram á síðustu daga staðið gegn hvers kon- ar „fyrstu aðgerðum" sem kalla á frekari skattheimtu. Hafa þeir viljað gera lítið úr rekstrarhalla ríkissjóðs. Eftir að umræðan hefur að undan- fömu meira og minna snúist um „fyrstu aðgerðir" til að bjarga ríkis- sjóði og stöðva ört vaxandi verð- bólgu mátti í gær sjá merki þess að sjálfstæðismenn ætluðu að svara áróðrinum. Birt er frétt í Morgun- blaðinu um að rekstrarhallinn sé minni en áætlað var. Ágreiningsmálin Fyrir viðræður flokkanna lá ljóst fyrir hvaða önnur mál yrðu ágrein- ingsefni á milli flokkanna. Auk krafna í skattamálum gerði Alþýðu- flokkurinn kröfur í húsnæðismálum og lífeyrismálum sem ljóst var að erfitt yrði fyrir hina flokkana að samþykkja. friinra hefur farið fyrir „erfiðum'* kröfum hinna flokkanna. Framsókn- armenn hafa lagt áherslu á að koma umhverfismálum undir eina stjóm. Sjálfstæðismenn vilja selja fleiri rík- isfyrirtæki og auka enn frelsi í viðskiptalífi. Fréttaljós Kristján Már Unnarsson Eftir að hafa gleypt búvömsamn- inginn höfðu alþýðuflokksmenn orð um að þeir hefðu ekki sagt sitt síð- asta í landbúnaðarmálum. Var á þeim að skilja að þeir myndu reyna að knýja fram ýmsar breytingar á landbúnaðarkerfinu. Ekki er þó að sjá að þeir hafi sett neitt það fram sem raski ró framsóknarmanna. í lífeyrissjóðsmálum krafðist Al- þýðuflokkurinn eins lífeyrissjóðs fyrir alla landsmenn. Fljótlega breyttist sú krafa í samræmd lífeyris- rétnndi fyrir alla landsmenn. Hafa flokkamir þrír nú náð samkomulagi um að gera tillögur svokallaðrar 17 manna nefhdar að stjómarfrumvarpi væntanlegrar ríkisstjómar, þó með einhveijum smávægilegum breyt- ingum. Kauploir’iíbúðir eina haldreipið Alþýðuflokksmenn eiga þvi aðeins eitt eftir, vilji þeir setja mark sitt á ríkisstjóm þessara þriggja flokka. Það em kaupleiguíbúðimar. Skiljanlegt er það sjónarmið innan þingflokks þeirra að ótækt sé að fara í þessa ríkisstjórn sem þriðja hjól undir vagni nema að fá sæmilega viðunandi skref tekið í þessu máli. Framsóknarmenn virðast reiðu- búnir að veita kaupleiguíbúðum möguleika á að komast í gang en án þess að viðbótarfjármagni verði veitt til húsnæðiskerfisins. En þeir vilja líka Búseta um leið. Sjálfstæð- ismenn em lítt hrifnir. Það var mat eins þingmanns Framsóknarflokksins í fyrradag að viðræðumar gætu spmngið á kaup- leiguíbúðunum. í umhverfismálum virðist vera samkomulag um að yfirstjóm þeirra verði undir einu ráðuneyti. Skipting ráðuneyta Formlegar viðræður um ráðherra- stóla hófust fyrst í fyrradag. Fyrstu drögin bámst frá formönnunum til umræðu í þingflokkum. Þau vom að forsætisráðuneytið, utanríkis- ráðuneytið og fjármálaráðuneytið myndu skiptast á milli flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn gerir stífa kröfu um forsætisráðuneytið. Næst- besti kostur Steingríms er utanríkis- ráðuneytið. Alþýðuflokkurinn telur sig hafa hæfasta manninn í fjármála- ráðuneytið. Deilur innan Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar sett strik í reikning- inn og veikt mjög stöðu Þorsteins Pálssonar. Sjálfstæðisflokkurinn vill að ráð- herrar skiptist í hlutföllunum 4-3-3 og ráðuneytin í hlutföllunum 54-3. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur vilja að ráðherraskiptingin verði 3-3-3 og ráðuneytaskiptingin 444. Drög, sem líklega urðu til hjá óbreyttum þingmönnum í Fram- sóknarflokki og Alþýðuflokki, gengu á milli manna fyrr í þessari viku. Samkvæmt þeim var gert ráð fyrir þessari skiptingu: Sjálfstæðisflokkur fengi forsætis-, dóms- og kirkjumála, iðnaðar- og samgönguráðuneyti. Framsóknarflokkur fengi utanrík- is-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Alþýðuflokkur fengi fjármála-, menntamála-, félagsmála- og heil- brigðis- og tryggingaráðuneyti. Við bollaleggingar um ráðherra hafa menn frristast til að horfa á aðalviðræðun fnd flokkanna. Hverjir verða ráðherrar? Frá Alþýðuflokki eru Jón Baldvin, Jón Sigurðsson og Jóhanna Sigurð- ardóttir, allt Reykjavíkurþingmenn, sem veldur höfuðverk þar á bæ. Kjartan Jóhannsson er talinn fyrst- ur ef farið verður út fyrir þennan hóp. Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson eru óumdeildir sem ráðherrar áfram. Þriðji maður þeirra í viðræðunum er Guðmundur Bjarnason sem sterklega kom til greina sem ráðherra fyrir fjórum árum. Erfitt verður þó fyrir þing- flokk Framsóknar að ganga fram hjá Jóni Helgasyni ef skipa þarf í land- búnaðarráðuneytið. ■Þorsteins Pálssonar bíður hins vegar afar erfitt verkefiii að velja ráðherra úr þingliði Sjálfstæðis- flokksins. Með honum í viðræðu- nefndinni eru Friðrik Sophusson og Ólafur G. Einarsson. En fjölmargir aðrir telja sig eiga tilkall til ráð- herradóms. Auk ráðherranna Matthíasar Á. Mathiesen, Matthías- ar Bjamasonar, Ragnhildar Helga- dóttur og Sverris Hermannssonar bíða Birgir ísleifur Gunnarsson, Halldór Blöndal og Pálmi Jónsson og trúlega fleiri. -KMU Átökin í SjáHstæðisflokknum: Gagnrýnin veikir stóðu Þorsteins Mikill titringur greip um sig í Sjálfstæðisflokknum í gær eftir að gagnrýni þeirra Sverris Hermanns- sonar og Matthíasar Bjamasonar á Þorstein Pálsson kom fram. Ljóst er að staða Þorsteins hefur veikst mjög við það að tveir ráð- herrar og áhrifamenn í flokknum ganga fram fyrir skjöldu á þennan hátt og beina að honum þetta bein- skeyttri gagnrýni. Fleiri þingmenn hafa komið fram með athugasemdir við ffamgöngu Þorsteins eftir að yfirlýsingar Sverris og Matthíasar birtust og er ljóst að það mun kosta Þorstein nokkurt átak að ná tökum á flokknum á ný. Þá er einnig ljóst að þetta umrót í flokknum nú gerir aðstöðu Þor- steins í stjómarmyndunarviðræðun- um mun erfiðari. Hann mun verða að fara varlegar í sakimar við að semja um einhver þau atriði sem valdið geta óánægju hjá þingliði flokksins. „Þessi uppákoma bindur Þorstein í báða skó, hann hefur ekki stöðu til að keyra eitt né neitt í gegnum þingflokkinn á næstunni," sagði einn af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins í samtali við DV í gær- kvöldi. Nú leggur Þorsteinn því allt kapp á að ná tökum á þingliði sínu á ný. Hann ræddi meðal annars við Sverri Hermannsson í gær og hann ræddi einnig ítarlega við Matthías Bjama- son. „Já, ég hef rætt við Þorstein og Ólaf G. í dag og málin hafa skýrst. Nú munum við taka höndum sam- an,“ sagði Sverrir Hermannsson í samtali við DV í gærkvöldi. Greini- legt var á öllu að talað haföi verið um fyrir Sverri því hann dró í land í flestum atriðum. „Þorsteinn mun nú taka á stjómarmynduninni af krafti og ég er sannfærður um það að þingflokkurinn fylkir sér á bak við hann.“ Þá er Sverrir búinn að skipta enn einu sinni um skoðun um það hvort hann gefur kost á sér til ráðherraembættis og hefur nú ákveðið að gefa kost á sér. -ES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.