Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987.
17
i vikunni var ekki ýkja mikið að ger-
ast við höfnina, þó þarf alltaf eitt-
hvað að dytta að bátunum.
DV-myndir Kristján Ari
Sj ómannadagurinn:
Mikil
hátíðahöld
/>g
sjómenn
heiðraðir
Hátíðisdagur sjómanna er á morgun
en samkvæmt lögum á að halda upp
á hann fyrsta sunnudag í júní nema
þegar þann dag ber upp á hvíta-
sunnu. Sú varð raurin að þessu sinni
og seinkar því sjómannadeginum um
eina viku. Að venju verður margt
um að vera á morgun, má þar nefna
kappróður sem er árlegur viðburður
þennan dag. Öll hátíðahöld í Reykja-
vík fara fram á gömlu bryggjunni og
verður væntanlega mikið líf þar og
fjör. Þá fá börn siglingu með haf-
rannsóknarskipinu Árna Friðriks-
syni en áður hafa slíkar ferðir verið
farnar með varðskipum. Hátíðahöld
sjómannadagsins verða um allt land
og má búast við skemmtilegum uppá-
komum á bryggjum landsins.
Heldur dauft var yfir sjómönnum
er DV fór á stúfana nú í vikunni,
Bæði á bryggjunni í Reykjavík og í
Hafnarfirði var fátt um menn og
engan fisk að sjá. „Þetta byrjar ekki
fyrr en fimmtánda," kallaði maður
einn til okkar. Nokkrir pollar voru
með stangir á bryggjubrúninni og
sannarlega truflaði þá enginn. Það
vakti reyndar athygli blaðamanns
hvernig þeir ræddu sín á milli. „Ég
fékk einn marra í viðbót,“ sagði einn
guttinn. Hann átti reyndar við mar-
hnút. Annar strákur dundaði sér við
að skera innyfli úr fiskinum og þegar
það gekk ekki eins og skyldi bölvaði
stráksi með þeim orðum að þetta
væri nú meiri karlremban. Annars
fór veiðiskapur þeirra þannig fram
að þegar þeir höfðu fengið einhvern
smáfiskinn var hann umsvifalaust
skorinn í litla bita og notaður sem
beita fyrir næsta fisk. Sérkennilegur
leikur þetta. Margur sjómaðurinn
hefur sjálfsagt byrjað starfsævina á
þennan hátt og ekkert út á það að
setja.
Á ÍSLANDL í 20 ÁR
Og svo gerast
þeir vart fallegri
og vandaðri
PFAFF
Borgartúni 20
Sími 2-67-88
Við lofum því
sem skiptir mestu
máli:
GÓÐRI
ÞJÓNUSTU
Strákpollarnir komu hjólandi úr Garðabænum til Hafnarfjarðar til að kasta stöng á bryggjunni.
HEFUR ÞU
ekki komist í ódýrt sumarfrí?
Hér er tækifærið.
Beint leiguflug til Kölnar á aðeins kr.
9.000.-
Tilvalið að bregða sér til fallegustu héraða
Þýskalands á besta tíma sumarsins á
lægsta verðinu.
Brottför..............................19. júlí.
Heimkoma.............................9.ágúst.
Dvalartimi............................3 vikur.
Flugfargjald
Kr. 9.000,-............................fullorðinn.
Kr. 6.000,-.........................börn 2-11 ára.
Kr. 1.000,-..........................börn0-1árs.
Flug og bfII
Kr. 9.993,-..........á mann miðað við 5 í bíl í viku.
Kr. 11.986,-......á mann miðað við 5 í bíl í 2 vikur.
Kr. 13.979,-.......á mann miðað við 5 í bíl í 3 vikur.
Þrátt fyrir leik pollanna er sjó-
mennskan ekkert grín. Þetta er að
mörgu leyti hættuleg atvinnugrein
Og hafa margir sjómenn komist í
hann krappan við vinnu sína. Þetta
er þó okkar aðalatvinnuvegur og sem
betur fer eru alltaf margir hraustir
menn sem vilja leggja ó sig erfiðið
fyrir land sitt og þjóð. Verða að öllum
líkindum nokkrir þeirra heiðraðir af
forseta á morgun fyrir vel unnin
störf. Við óskum sjómönnunum til
hamingju með daginn og vonum að
sem flestir geti verið heima og notið
hans.
-ELA
Auk þess bjóðum við úrval sumarhúsa á
nágrenni Kölnar, í Eifel héraði við Mósel
og í Hochsauerland. Allt fyrsta flokks or-
lofssvæði.
Einstakt tilboð sem ekki
verður endurtekjð.
FERÐASKRIFSTOFAN
TJARNARGÖTU 1
SIMI 28633
ALLRAVAL