Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022
Setning. umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Vafasamur viðskilnaður
Viðskilnaður núverandi ríkisstjórnar verður æ verri.
Augljóst er, að stjórnin, sem við tekur, glímir við mik-
inn vanda. Núverandi stjórn var lengstaf með hinum
skástu. En þar réð góðærið miklu, svo og hófsamlegir
samningar stærstu aðila á vinnumarkaði. Eftir kosning-
ar hefur horft til hins verra. Stjórnin situr sem starfs-
stjórn. Hún hefur ekkert gert gegn vaxandi vanda í
efnahagsmálum. Þvert á móti stendur hún fyrir stór-
hækkun á verði opinberrar þjónustu og er hin mikla
hækkun afnotagjalda útvarps skýrasta dæmið um ger-
ræði gagnvart neytendum. Ráðherrar hika ekki í
embættaveitingum, oft vafasömum. En vandinn í stóru
málunum vex.
Birt var nýlega í fjölmiðlum skýrsla, sem sýnir, að
hraði verðbólgunnar nálgast 30 prósent miðað við ár.
Ríkisstjórnin ber sjálf ábyrgð á stórum hluta síðustu
hækkana. Hún keyrir verðbólguna upp og brýtur með
því kjarasamninga. Stefnir í, að verðbólgan vaxi og
fari æ meira fram úr svokölluðum rauðu strikum kjara-
samninga. Þetta mun þýða nokkrar kauphækkanir til
viðbótar samningshækkunum, sem enn eykur verð-
bólgu. Tímaritið Vísbending, sem oft hefur reynzt glöggt
á framvinduna, sagði nýverið, að búast mætti við 30-40
prósent verðbólgu í ár. Þetta kann að reynast rétt - að
minnsta kosti bendir þróunin síðustu mánuði til þess.
Ríkisstjórnin gaf strax eftir í baráttunni fyrir kosning-
ar. Kosningasamningar voru gerðir, þar sem laun sumra
hópa hækkuðu miklu meira en almenningur hafði áður
hlotið í desembersamningunum. Þetta er olía á eld verð-
bólgu, eykur kröfur í næstu samningum. Til viðbótar
hafa svo ráðherrar notað sínar síðustu vikur í emb-
ætti, sumir hverjir, til að magna verðhækkanir og gera
þeim erfiðara fyrir, sem á eftir koma.
Fjárlagahallinn er mikið vandamál, og skyldi enginn
gera lítið úr því með umsögnum, sem kunna að líta
gáfulega út í fyrstu. Fjárlagahallinn magnar verðbólgu
og hækkar vexti. Ríkið tekur lán á innlendum og erlend-
um markaði. Þetta gerist í sjálfu góðærinu. Skuldir
þjóðarinnar vaxa. Almenningur glatar kaupmætti með
vaxtahækkun. Þetta er hálfu verra, þegar það kemur
til viðbótar miklum halla, sem stefnir í gagnvart útlönd-
um. Viðskiptahallinn gæti í ár orðið 1,5 prósent af
framleiðslu í landinu - eða meira. Þetta þýðir skulda-
söfnun. Þetta þýðir á einföldu máli, að við lifum um
efni fram og það í góðæri, sem við höfum fengið með
lækkun olíuverðs og hækkun verðs á afurðum okkar á
erlendum mörkuðum.
Við gjöldum þess með hverjum degi, hversu stjórnin
er orðin skeytingarlaus. Margir ráðherranna munu
ekki setjast í næstu ríkisstjórn, ef að líkum lætur. En
stjórnendur flokka þeirra bera ábyrgð. Starfsstjórn get-
ur ekki gert mikið. Hún má ekki gera mikið. En hún
má alls ekki baka stórvandræði síðustu vikur setu
sinnar.
Næsta ár verður líklega ekki dans á rósum. Vitna má
í nýlega ræðu Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóð-
hagsstofnunar. Hann sagði, að flest benti til, að úr
hagvexti drægi verulega á næsta ári. Ástæðurnar væru
meðal annars þær, að líklega yrðu ekki skilyrði til að
auka sjávarafla. Efnahagshorfur í heiminum væru ekki
bjartar. Þess vegna horfði ekki vel um aukningu út-
flutnings, sem er drifkraftur efnahagslegs vaxtar hér.
Bezt væri að búa sig undir erfiða siglingu framundan.
Haukur Helgason
Er stefna Kvenna-
listans komin strax
í smokkinn?
Yfirleitt er það enginn hægðar-
leikur að vera andlega frjór. Það er
þannig með flesta að í sálarlífinu
myndast einhver bölvaður smokkur
sem vill hindi-a alla frjóvgun. Þess
verður áberandi vart þegar menn eru
komnir á vissan aldur. Sama er hvað
maður er duglegur við að hugsa, það
er eins og allt hjá honum vilji lenda
í smokknum.
Það að standa í stjómmálum er
enginn hægðarleikur. Pína sú tekur
á taugamar. Sá sem stendur i stjóm-
málum verður að vera öðm fremur
lipur í hugsun, áræðinn í skoðunum
og sífellt reiðubúinn að vilja semja,
jafnvel við óvini sína. Þvi það er
einmitt í samningunum en ekki beint
í baráttunni sem maður sigrar and-
stæðinginn. Héma er fyrsta boðorð
stjómmálanna komið. Og maður
verður að vera lipur samningamað-
ur. I samningum má enginn koma
fram sem nunna eða munkur. Það
stafar af því að eins og ekkert frjóvg-
ast eða kemur út úr nunnunum, þá
kemur ekkert út úr þvergirðingsleg-
um skoðunum.
Nú vill svo einkennilega til að í
ljós hefur komið að konumar í
Kvennalistanum, sem vöktu svo
miklar vonir um frjásemd, hafa kom-
ið fram sem stjómmálalegar nunnur,
sem vilja ekki missa sinn pólitíska
meydóm (öll góðu loforðin um tryggð
og staðfestu), og þess vegna hefur
stefna þeirra ekki frjóvgast í samn-
ingum um stjómarmyndun. Allar
umræður við þær hafa ekki aðeins
farið í hnút, heldur beinlínis í
smokkinn. Þær virðast ganga til alls
með lykkjuna á sér, kannski vegna
þess að þær þurfa að semja við karl-
menn en ekki kynsystur sínar.
I stjómmálum er því miður aldrei
eitt kyn heldur tvö eða jafnvel fleiri.
Þvi í stjómmálum em gríðarlega
margir af hvorki karl- né kvenkyn-
inu, heldur af hinu sleipa felukyni,
hinni undarlegu blöndu sem stafar
kannski ekki endilega af því að
stjómmálamenn em yfirleitt hvorki
fúgl né fiskur, heldur em þeir þegar
á hólminn kemur og hin raunvem-
legu stjómmál hefjast (ekki kosn-
ingabaráttan) nákvæmlega eins og
rjúpan sem skiptir um lit eftir árstíð-
um. Þannig verða stjómmálamenn
líka að vera stundum. Og þetta vita
allir, og þess vegna fyrirgefa vitrir
kjósendur þeim sem þeir hafa kosið
á þing ýmisleg pólitísk hliðarspor.
Þeir leyfa þeim að halda dálítið
framhjá stefhu í stjómartíð, þeir
standa samt traustum fótum í sinni
pólitísku ást hins trygga hjónabands
við kjörborðið. Enginn vitur kjós-
andi skilur við flokk sinn þótt
eitthvað hafi verið haldið fram hjá
loforðunum í tilhugalífi stjómmál-
anna, kosningabaráttunni.
Guðbergur
Bergsson
En þetta hafa Kvennalistakonur
ekki viljað eða getað skilið, og því
hafa þær fengið þennan líka agalega
andlega og pólitíska smokk á sig,
sem kæfir ekki frjósemi þeirra strax,
öðm nær, en þær em samt þegar
búnar að fá í líkama sinn væga
eyðni, sem mun ekki ríða þeim að
fullu sem flokki, heldur er auðsætt
að þær leysa ekki rækilega niður
um íslensk stjómmál og láta skína
í skömmina á þeim. Þær hafa í stað
þess að ganga í stjóm kosið að vera
í nöldrinu. Hvemig stendur á því að
ungur flokkur kýs strax nöldrið í
stað valds og athafna, áhættu og
þess að kannski eigi þær eftir að
standa strípaðar við stjóm en með
blygðun sína í fijórri ögrun við
stöðnunina? Eins og fólk hér á landi
hefúr þráð rækilega lausn frá hinni
gríðarlegu stöðnun karlmannsins í
þessu þjóðfélagi. Kannski hefur
raunvemlegur tilgangur kvenna
ekki verið sá að hnekkja veldi karl-
mannsins heldur hitt, að nota gamla
kvenlega lagið: að ögra karlmannin-
um og hvetja hann til dáða með því
að niðurlægja hann svolítið. Þær
hafa kannski bara verið að mana
og magna drauginn.
Vegna þessa kemur enn á ný
glögglega í ljós að ísland og íslenskt
líf er fremur heimilislíf en þjóðlíf í
víðum skilningi. Skoðanir manna
em ekki byggðar á hugsanaleiðum,
í stað þess em þær bara viss tegund
af matvendni. „I dag vil ég ekki
borða Framsóknarsúpuna af því ég
bara vil það ekki.“ Og það sama er
að segja um súpu hinna flokkanna.
En innst inni er þetta allt sama súp-
an, hin íslenska sætsúpa, sem er
sökum eðlis síns í senn líka bæði
fiskisúpa og kjötsúpa. Og enginn
botnar neitt í þessari ógurlega
flóknu súpu, af því hún er í eðli sínu
svo auðskilin og fábrotin hvað
bragðið varðar.
A forsíðu franska blaðsins Le
Monde var spurt skömmu eftir kosn-
ingamar í vor: Getur heimurinn lært
eitthvað af kosningadæminu til elsta
Alþingis í heimi? Svarið var neit-
andi. Og það var rökstutt með þeirri
skoðun að í stjómmálum væm ekki
bara til tvö kyn, kyn karla og
kvenna. Það að hafa bara sitt kyn á
boðstólum er fráleitt mikil virðing
við boðstólana og þá sem koma að
þeim og vænta sér einhvers. Til að
mynda margréttaðrar máltíðar - að
óskhyggjuhætti.
I kosningunum í vor hafa konur
fengið gífurlega auglýsingu. Það
hafa þær raunar alltaf fengið. Varla
nokkur hlutur er auglýstur án þess
að á auglýsingunni sé ber eða hálf-
ber kvenmaður. Það er auglýsingar-
lega sannað að konan, ber, hálfber,
dúðuð eða fáklædd, gengur jafnt í
konur sem karla. Var þetta þá allt
saman kvennaauglýsing?
Og því miður virðist svo vera, að
hvemig sem konan lætur, eða hverju
sem hún er í, þá fær hún nokkum
veginn sjálfviljug á sig sinn andlega
smokk, eins og karlmaðurinn.
Konurnar í Kvennalistanum hafa komið fram sem stjórnmálalegar nunnur.