Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987. 11 Ólíkt hafast Margt hefur maður misjafht heyrt um Margréti Thatcher. Fáir stjóm- málaleiðtogar á síðari árum hafa orðið fyrir jafhmiklu aðkasti og hún. Thatcher hefur verið nokkurs konar tákn hægri aflanna í Evrópu og þar af leiðandi skotspónn vinstri manna í hvert skipti sem þeir vilja draga upp ímynd hins illræmda íhalds. Skopmyndir af jámfrúnni em dag- legt brauð og ekki hefur verið lát á bölsóti og bannfæringu þegar hún hefur verið annars vegar. Hún þykir hafa verið miskunnarlaus í land- stjóm sinni, hún er sögð einþykk og óbilgjöm í skiptum við samstarfs- menn sína og hún er sökuð um harðlínu og harðneskju í viðskiptum við andstæðinga sína innanlands sem utan. Engu að síður hefur þessi kona setið sem forsætisráðherra Bretlands í átta ár og í fyrradag vann hún þann einstæða sigur að ná endur- kjöri í þriðja skipti sem gengið er til kosninga á valdatíma hennar. Er það einsdæmi á þessari öld í Bret- landi og fátítt í lýðræðisríki á okkar dögum. Venjulega er almenningur búinn að fá nóg af einum stjóm- málaflokki, einum forsætisráðherra eftir svo langt valdatímabil og hjá Bretum er nánast hefð fyrir því að flokkamir þar í landi skiptist á um að hafa völdin frá einu kjörtímabili til annars. Járnfrúin Margrét Thatcher hefur brotið blað í sögunni og gert að engu áróð- urinn um óvinsældir sínar. Með sigrinum í fyrradag er hún óneitan- lega sterkasti stjómmálamaður Vesturlanda. Bretar hafa kveðið upp sinn dóm og sá dómur endurspeglar mikið traust og óvenjulegar vinsæld- ir, þvert ofan í þá ímynd sem dregin hefur verið upp af þessum kvenskör- ungi. Það er eflaust rétt að Thatcher er hörð af sér. Hún hvikar ekki frá settu marki. Hún lætur ekki undan þótt á móti blási. Það er líka rétt að stefna hennar hefur á stundum verið miskunnarlaus og óbilgjörn. En þessi ákveðni hefur haft tilgang og stefnan hefúr verið skýr. Thatc- her einsetti sér að hrista slenið af löndum sínum. Hún hellti þeim út í samkeppni Efhahagsbandalagsins, kenndi þeim að breska ljónið gat ekki lengur lifað á fornri frægð. Þjóðin varð sjálf að bjarga sér ef hún ætlaði að bæta lífskjör sín. Margrét hafnaði gervilausnum gagnvart at- vinnuleysinu, neitaði að láta hagsmunasamtök og verkalýðs- hreyfingu segja sér fyrir verkum og lét vonlaus fyrirtæki einfaldlega fara á hausinn ef þau stóðu sig ekki. Hún lagði áherslu á framleiðni og fram- leiðslu sem stæðust kröfur sam- keppninnar. Öðmvísi kæmust Bretar ekki út úr þeirri efnahags- og atvinnukreppu sem þjáð hefur þetta gamla stórveldi allt frá lokum síðustu heimsstyrjaldar. I utanríkis- málum hefur hún verið staðföst í stuðningi sínum við Bandaríkin. Hún hefur hafhað einhliða afvopnun og lagst eindregið gegn því að Bret- ar afsöluðu sér kjarnorkuvopnum. Allt hefur þetta kostað andstöðu og fómir. Engu að síður hefur breska þjóðin kunnað að meta þessi af- dráttarlausu viðhorf eins og kosn- ingarnar sýna. Skýringin er sennilega í Margréti Thatcher sjálfri. Persónuleikinn er að vísu ekki aðlaðandi en hann er traust- vekjandi. Hún er afar skýr í hugsun og tjáningu og skoðun hennar er sett þannig fram að allir eiga auð- velt með að skilja hvað við er átt. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd en talar eins og sá sem valdið hefur. Án þess þó að misbjóða því valdi eða misnota það. Um tíma leit út fyrir að áróðurinn gegn íhaldsflokki Thatchers hefði þau áhrif að óánægðir kjósendur færðu sig yfir á Bandalag frjáls- lyndra og jafhaðarmanna með þeim afleiðingum að hvorugur stóm flokkanna, íhaldsflokkurinn eða Verkamannaflokkurinn, fengju nægjanlegan meirihluta í þinginu. Þessi varð ekki raunin. Kjósendur höfnuðu þeirri leið sem hefði haft samsteypustjóm tveggja flokka í för með sér. Bretar vilja að einn flokkur fari með völdin hverju sinni. Þeir vita hvar þeir hafa hann. Þeir vita að hann verður að standa og falla með verkum sínum. Ef ekki þessi flokkurinn þá hinn. Línumar em ávallt skýrar, valkostimir ljósir. Á hverfanda hveli Islendingar geta ýmislegt lært af þessum kosningaúrslitum í Bret- landi og breskum stjórnmálum yfirleitt. Við getum borið saman stöðuna hjá þeim annars vegar og okkur hins vegar en báðar þjóðimar hafa gengið til almennra kosninga á þessu vori. í Bretlandi ganga flokk- arnir fram fyrir kjósendur með stefnu sína á hreinu. Kjósendur vita að með þvi að greiða þessum flokki atkvæði sitt em þeir að kjósa vfir sig hans stefnu. Á íslandi kynna flokkamir að vísu stefnu sína fyrir- fram en kjósendur hafa enga vissu fyrir þvi að sú stefna verði fram- kvæmd. Þeir hafa heldur enga tryggingu fyrir því að sá flokkur sem sigrar í kosningum verði við völd. Ellert B. Schram Þegar kosningum lýkur í Bretlandi liggur strax ljóst fyrir hverjir fara með stjórn landsins. Á íslandi hefj- ast langvinnar stjómamiyndunar- viðræður sem enn sér ekki fyrir endann á. einum og hálfum mánuði eftir að kosningaúrslit liggja fyrir. í Bretlandi vita kjósendur nákvæm- lega hvaða stefna ræður ríkjum. Á íslandi er allt á huldu imi þá stefnu- mörkun. 1 Bretlandi stjóma þeir sem sigra. Á Islandi er allt eins líklegt að þeir sem tapa stærst veiti ríkis- stjóm forystu. I Bretlandi eru sterkir foringjar. sem hafa tögl og hagldir í símun flokkimi. Á íslandi er allt á hverfanda hveli innan flokkanna og enginn veit hvort þeir í rauninni ráða sem að nafninu til eru í forystu. I Bretlandi em línurnar skýi-ar milli vinstri og hægri. Á íslandi er allt eins líklegt að hægri stjómi með vinstri eða vinstri með hægri. Kosningar í plati! Nú þegar þetta er skrifað er allt á huldu um stjórnarmyndun hér heima. Tilraun hefúr staðið yfir að undanförnu, að frumkvæði for- manns Alþýðuflokksins, til að framlengja líf núverandi stjómar- flokka í stjómarráðinu með því að Alþýðuflokkurinn gangi inn í það samstarf. Alþýðuflokkurinn er að revna að lappa upp á fráfarandi stjórn án þess að vilja stefnuna. sem hún rak. og án þess að stjórnarflokk- amir tveir vilji fallast á stefnumál Alþýðuflokksins. Ef tilraimin tekst verður stjómarstefnan samsuða úr þremur áttum. sitt lítið af hverju. án þess að kjósendur hafi nokkuð um það að segja. Stjómarmyndun og stefnumörkun getur þess vegna gengið þvert á vilja kjósenda og það umboð sem þeir töldu sig vera að veita stjórnmálamönnunum sem buðu sig fram í síðustu kosningum. Viðleitnin til að sniðganga sigurveg- ara kosninganna er jafnvel efst á baugi. Auðvitað er þetta afar ankanna- legt og á lítið skylt við lýðræði. Ástandið í augnablikinu er sönnun þess hversu brýnt það er fyrir virkt lýðræði og áhnf kjósenda að flokka- kerfið stokkist upp. Almenningm- er ekki að veita einstökum stjóm- málamönnum umboð til að tefla valdatafl þegar atkvæði er greitt. Almenningur er ekki að veita þing- mönniun umboð til að semja um að gera allt annað heldur en þeir lofuðu þegar biðlað var eftir atkvæðinu. Kjósendm- Alþýðuflokksins tóku mark á Jóni Baldvini þegar hann sagði að brýnasta verkefni stjóm- málanna væri að gefa Framsókn frí. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins tóku mark á talsmönnum Sjálfstæðis- flokksins þegar þeir sögðu frá því að ástand efnahagsmálanna væri gott og ekki þvrfti að auka skatta. Kjósendpr Steingríms Hermanns- sonar tóku mark á því þegar Stein- grímur bauð sig fram í Reykjanesinu undir því kjörorði að Framsóknar- flokkurinn ætlaði að taka eftirleiðis meira tillit til hagsmuna og viðhorfa þéttbýlisins. Ef þessir flokkar ætla sér að taka að sér stjóm landsmála verða þeir eðlilega að sýna kjósend- mn sínum þá virðingu og lágmarks- kurteisi að standa við stóm orðin. Auðvitað verður hver og einn að gefa eitthvað eftir í samstarfi við aðra en það getur enginn og má enginn selja sálu sína og gleypa öll kosningaloforðin til þess eins að komast í ráðherrastól. Nema þá að þeir telji kosningar vera í plati! Gömlu brýnin Það hefur óneitanlega vakið at- hvgli í þeim löngu og ströngu stjóm- armyndunarviðræðum sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur meira eða minna tekið þátt í að gamla gengið í flokknum. ráðherramir Sverrir. Ragnhildiu og Matthíasai-nir tveir. hafa lítið sem ekkert komið þar við sögu. Enginn þeirra hefúr tekið þátt í viðræðum og enginn þeirra hefur haft opinberlega neina skoðun á þvi hvemig á málum skuli haldið. For- maðurinn hefúi' af eðlilegum ástæð- um leitt riðræðurnar af hálfú Sjálfstæðisflokksins en hann hefur ekki kallað ráðherraliðið sér til að- stoðar. Kannski er þetta gert af ráðnum hug. kannski vill Þorsteinn leggja áherslu á kynslóðaskiptin í flokknum með þessum hætti. En Þorstemn er ekki Thatcher og Þorsteinn vann ekki kosningasigur eins og jámfrúin. Staða hans er þvert á móti veik eftir hrakfarimar í vor og í rauninni em það enn ein öfugmælin í íslenskum stjómmálum þegar til stendur að sá myndi ríkis- stjóm á Islandi sem stærsta skellinn hefur fengið. Þetta er ekki sagt Þor- steini til hnjóðs heldur til að minna á þann pólitíska veruleika að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki efúi á því í augnablikinu að fara kollhnísa með stefúumál sín og það er engan veginn sjálfgefið að flokkurinn setj- ist í stjóm bara til að setjast í stjórn. Hann má ekki við því að að stvggja þá sem enn em eftir í flokknum. Gömlu brýnin hafa nú loksins fengið málið eftir þagnarbindindi eftir kosningamar og það er þungt í þeim hljóðið. Þorsteinn er búinn að fá þá á barkann með j’firlýsingum um upplausn í flokknum og vitlausar stjómarmvndunartilraunir. Ekki bæta þessi ummæli um fyrir for- manninum og hljóta að veikja stöðu hans mjög í vfirstandandi viðræðum. Kannski er leikurinn til þess gerður. Vandi Þorsteins Pálssonar er ekki einkamál hans. Erfiðleikamir em angi og afleiðing af því fjölflokka- kerfi, sem mglar menn i ríminu, étur flokkana innan frá og takmarkar möguleika flokksforingja til að láta á það reyna hvort þeir séu einhvers megnugir. Samkvæmt breska kerf- inu fær Thatcher að sýna og sanna hvað í henni býr. Samkvæmt ís- lenska kerfinu em menn skomir niður við trog. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.