Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987.
15
Brynja Garðarsdóttir, fulltrúi Samtaka óháðra
Góð samvinna
á heimilinu
Brynja Garðarsdóttir er fulltrúi
Samtaka óháðra. Hún er 32 ára
kennari við Nesskóla. Brynja er gift
Viðari Sveinssyni kennara. Þau eiga
tvö börn, Tinnu (átta ára) og Svein
Tjörva (tveggja ára).
Brynja lék lengi handbolta með
Þrótti og til gamans má geta þess
að þrettán ára gömul lék hún með
þeim Elmu og Sigrúnu leik gegn
Völsungi frá Húsavík.
ílvað kom þér út í stjórnmál?
„Ég hef alltaf haft áhuga á stjórn-
málum og fundist að ungt fólk ætti
að starfa í bæjarstjórnum. Þegar ég
var hvött til að fara í framboð fyrir
Samtök óháðra fannst mér ég fmna
leið til að starfa að bæjarmálum,
óháð pólitískum flokkadrætti."
-Hvemig gengur að láta sólar-
hringinn endast?
„Þetta tekst náttúrlega ekki nema
með góðri samvinnu á heimilinu.
Auk þess á ég góða fjölskyldu og
vini sem hjálpa til og hlaupa undir
bagga ef með þarf. Það hefur einnig
sýnt sig að það fólk, sem með mér
stóð að framboðinu, hefur verið ein-
staklega duglegt og ósérhlífið og létt
mína vinnu mjög mikið og það hefur
styrkt mig í trúnni á að þetta fram-
boð hafi verið og sé nauðsynlegt."
—Áttu þér einhver áhugamál?
„Ég er óttaleg dellukerling og fjöl-
skyldan er með skíða- og golfdellu.
Þannig fer mestur frítíminn í ,úti-
vist.“
-Hvernig líst þér á stöðuna í bæj-
armálum og væntanlega samvinnu
við kynsysturnar?
„Ég er mjög ánægð með að konur
skuli loksins vera búnar að ná þeim
áfanga að vera í meirihluta kjörinna
fulltrúa i bæjarstjórn. Þetta endur-
speglar í raun þá þjóðfélagsbreyt-
ingu sem nú er að gerast, það er að
konur séu tilbúnar til að axla ábyrgð
og að takast á við verkefnin til jafns
við karlmenn.
Þessi skipun bæjarfulltrúa ætti að
vera kynsystrum okkar hvatning til
að bjóða sig fram til starfa. Ég vona
bara að við sem konur stöndum sam-
an í málum sem okkur varða sér-
staklega.“
Brynja Garðarsdóttir með soninn Svein Tjörva.
DV-mynd KAE
Stella Steinþórsdóttir við vinnu sina í frystihúsinu.
Stella Steinþórsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisílokksins:
Sólarhringurinn þyrfti
að vera 36 klukkutímar
Stella Steinþórsdóttir er fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins. Hún er 48 ára gömul
verkakona með sérhæfða fiskvinnslumennt-
un. Stella er gift Þórði Víglundssyni stýri-
manni. Þau eiga þrjú börn, Ragnheiði (24
ára), Steinþór (21 árs) og Viglund (19 ára).
Þá eiga þau eitt barnabarn.
Stella hefur starfað mikið að verkalýðs-
málum. Hún er trúnaðarmaður verkafólks
í Verkalýðsfélagi Norðfirðinga og hefur
starfað mikið að jafnréttismálum.
-Hvers vegna hófstu afskipti af stjórn-
málum?
„Ég var beðin um að taka annað sætið á
lista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórn-
arkosningarnar og mér fannst ég ekki geta
skorast undan. Það væri líka til litils allt
tal um jafnrétti ef konur neituðu að taka
þátt í stjórnmálum. Hlutur kvenna í sveitar-
stjórnum hér á landi hefur verið áberandi
minni en í nágrannalöndunum og mig
grunar að það sé að nokkru leyti konunum
sjálfum að kenna.“
-Endist sólarhringurinn hjá þér fyrir
vinnu, stjórnmálaafskipti og heimilisstörf?
„Sólarhringurinn hjá mér þyrfti helst að
vera 36 tímar ef ég ætti að geta sinnt öllum
verkum sem skyldi. Ég er í fullri vinnu í
frystihúsinu og þar getur vinnudagurinn
orðið ansi langur. Ég er sjómannskona og
því sé ég að mestu um heimilishaldið. Svo
eru nefndarstörfin og setan í bæjarstjórn-
inni. Og ekki má gleyma ömmubarninu sem
tekur lika drjúgan skerf af tíma rnínum."
-Helstu áhugamál?
„Ég hef nánast engan tíma til að sinna
öðrum áhugamálum en stjórnmálunum. Mig
skortir til dæmis tíma til að lesa þær bækur
sem ég hef áhuga á og ég á hest sem ég hef
ekki haft tíma til að sinna neitt í vetur og
hef ekki komist á bak í lengri tíma."
-Hvað um stöðuna sem upp er komin í
bæjarstjórninni og hvað um samvinnu ykk-
ar kvennanna á þeim vettvangi?
„Það er vissulega athyglisvert að konur
skuli vera komnar í meirihluta í bæjar-
stjórninni og sýnir það þá miklu sókn sem
konur hafa hafið á sviði stjórnmálanna á
síðustu árum.
Ég hef tekið þátt í starfi að jafnréttismál-
um og verkalýðsmálum með konum allra
flokka og ekki orðið vör við annað en að
konur geti komið sér saman um málin. Ég
kvíði því engu um samstarf okkar í bæjar-
stjórn, það væri helst að körlunum þættu
fundirnir bragðdaufari en áður.“
Elma Guðmundsdóttir, fulltrúi Alþýðubandalags:
Eg held ég sé bara
þokkalegasta amma
Eima Guðmundsdóttir er fulltrúi Al-
þýðubandalagsins. Hún er 44 ára húsmóðir.
gift Jóni E. Jóhannssyni stýrimanni. Þau
eiga tvö börn. Petru (25 ára) og Jóhann (12
ára). Auk þess eiga þau þrjú barnabörn.
Elma hefur starfað mikið að íþrótta- og fé-
lagsmálum. Elma spilaði handbolta með
Þrótti á árum áður og hefur verið formaður
Þróttar og ÚÍA. Hún er nú fyrsti varafor-
seti bæjarstjórnar.
-Hvers vegna hófstu afskipti af stjórn-
málum?
„Ætli kveikjan hafi ekki verið störf mín
að íþrótta- og æskulýðsmálum svo og félags-
störfum almennt. Það er sagt að vinna við
slík málefni séu ópólitísk en ég held nú síð-
ur. Það er nefnilega þannig að ef fólk er
virkt í félagsstörfum þá er fyrr eða síðar
leitað til þess um þátttöku í stjórnmála-
flokkunum. Sjálf var ég á tímabili ritari.
formaður eða varaformaður í sex félögum.
var það sem er kallað félagsmálafrík."
-Hvernig gengur að samræma stjórn-
málavafstrið og heimilisstörfin? Er sólar-
hringurinn nógu langur?
..Mér finnst ég hafa nógan tíma núna þó
kunningjarnir segi þetta fundastúss á mér
endalaust. Þetta var erfiðara þegar ég fór
fyrst inn í bæjarstjórn 1982. Þá var ég jafn-
framt framkvæmdastjóri félagsheimilisins
sem einnig var hótel. Þá hefðu stundirnar
í sólarhringnum mátt vera miklu fleiri.
Núna er ég BARA heimavinnandi svo ég
hef yfirleitt nógan tíma. Ég held ég sé bara
þokkalegasta amma og eyði drjúgum tíma
með barnabörnunum. Ég hef mikla ánægju
af því og það er líka ósköp þægilegt að geta
skilað þessum krilum þegar maður hefur
fengið nóg!"
-Hver eru helstu áhugamálin?
Félagsmálin eru mín helstu áhugamál.
einkum þó störf að ungmenna- og íþrótta-
málum. Þar fær maður mesta umbun fyrir
störf sín því þetta er vettvangur eins mesta
uppeldisstarfs sem fram fer á landinu. En
aðaltómstundagamanið er bridge."
-En hvað segirðu um þessa stöðu sem
upp er komin í þæjarstjórn Neskaupstaðar
og áttu von á samstarfi á milli fimmmenn-
inganna sem kvenna?
..Það er óneitanlega rnjög ánægjulegt að
það skyldi verða hér í Neskaupstað að kon-
ur verða í meirihluta kjörinna bæjarstjórn-
arfulltrúa í fyrsta sinn í íslandssögunni. Ég
hef þó ekki trú á því að þetta valdi miklum
breytingum í pólitískum málum hér í bæjar-
stjórninni. Hins vegar er ég viss um að
okkur er stuðningur hver af annarri í þessu
margumtalaða karlasamfélagi."
Elma Guðmundsdóttir fyrir utan heimili sitt ásamt tveimur barnabörnum.