Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987. Hélt ég fyndi hann á barnum u Helgarblaðið lítur á mannlífið í nýju flugstöðinni þar sem aðalumræðan er flugstöðin sjálf Barinn er vinsæll staður hjá ferðalöngum á leið til útlanda og reglan er að fá sér bjór fyrir brottför. góðan. Við spurðum nokkra unga menn, sem þarna sátu, hvort þeim þætti ekkert að því að fá sér áfengt Texti: Elín Albertsdóttir Myndir: Jóhann A. Kristjánsson bráðabirgðahúsnæði sem er brot miðað við það sem áður var. Það yfírfyllist því oft af fólki þegar stórar vélar koma, eða tvær koma í einu. Oft hefur það komið fyrir að fríhöfn- in er tæmd en þá hafa sex til sjö hundruð manns farið í gegn. Starfs- maður í fríhöfn sagði að talsverður misskilningur hefði komið upp hjá Flugstöð Leifs Eiríkssonar er glæsileg bygging, á því er enginn vafi. Margir eru að fara þar í gegn í fyrsta skipti þessa dagana og hafa beðið með eftirvæntingu eftir að sjá gripinn. Ekki hefur svo lítið verið um hana rætt. Helgarblaðið fékk leyfi til að heimsækja flugstöðina einn morgun fyrir stuttu og virða fyrir sér mannlífið þar á mesta anna- tímanum. Einnig tókum við tali nokkra ferðalanga og spurðum þá hvernig þeim litist á sig í nýju flug- stöðinni. Ys og þys Það var nokkuð margt um mann- inn klukkan sjö að morgni í nýju flugstöðinni. Vélar voru að fara til Kaupmannahafnar, London, Stokk- hólms og Osló og ekki síst var vél að koma frá New York sem halda átti áfram til Lúxemborgar. Það var því ys og þys og greinilegt að margir höfðu vaknað um miðja nótt til að vera vel vaknaðir á vellinum. Menn skimuðu í allar áttir, kíktu á loftið og horfðu lengi á glerlistaverk Leifs BreiðQörð. „Þetta er fallegt," sagði kona ein sem kom upp rúllustigann. Maður einn sagði hins vegar: ,,Eru þetta nú öll herlegheitin." Síðan bætti hann við: „Það er nú bara spýtnabrak þegar maður lítur hér niður.“ Aðalumræðuefni fólksins var stöðin sjálf. Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri, sem gaf DV-mönnum leyfi fyrir heimsókninni, vakti at- hygli blaðamanns á því að í nýju flugstöðinni tækju menn ekki mynd- ir af kærustunni heldur stöðinni sjálfri. Þetta var rétt og satt. Menn stóðu um allt og mynduðu flugvélina Ögn og listaverk Leifs. Bjórinn er regla Islendingar eiga sér ákaflega sér- kennilegan sið er þeir fara til út- landa. Fyrst er verslað og síðan er snaps á barnum. Þetta er regla. En allar reglur geta verið brotnar. Við sáum konu eina skima eftir manni sínum og segja við sjálfan sig: „Ég hélt að ég gæti gengið að honum vísum á barnum.“ I það skiptið var flugstöðin sjálf meira spennandi en bjórinn góði. Það er samt sem áður alveg merkilegt að einn eða fleiri bjórar fyrir brottför skuli vera jafn- almenn regla og raun ber vitni. Öll borð voru sneisafull af bjórflöskum og klukkan rétt sjö að morgni. Flest- ir þekkja tilfinninguna að vera á leið í frí og slappa fyrst af í flugstöðinni og fá sér einn bjór. Kannski væri hann ekki svona spennandi ef við gætum fengið hann daglega. Það er einmitt bannið sem gerir hann svo í nýju flugstöðinni rekst maður á hin ýmsu þekktu andlit. Albert Guð- mundsson var einn þeirra sem voru á leið til útlanda þennan morgun. öl svona snemma morguns. „Við værum ekki að fara útlanda ef við fengjum okkur ekki bjór, það bara tilheyrir," sögðu þeir. Ákaflega heimilisleg Fólk, sem við ræddum við, var al- mennt mjög ánægt með stöðina og var helsta undrunin sú að fólk hafði haldið hana stærri en hún er. „Þetta er ákaflega heimilislegt," sagði ein konan. Fólk talaði einnig um að það mætti vera betri biónusta í sambandi við hreinsun áf borðum og fleiri ruslafötur. „Mér finnst inngangur hér upp misheppnaður," heyrðist frá einni konu og önnur talaði um að fríhöfnin væri allt of lítil. Þannig voru umræðurnar meðal fólks, ekki væntanlegt ferðalag -eða flug- hræðsla, heldur Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá var mjög skemmtilegt að fylgj- ast með útlendingum sem komu með vélinni frá New York. Þessir far- þegar fengu hálftíma til að líta í kringum sig í flugstöðinni og versla. Það var alveg greinilegt að fólkið var undrandi og litu flestallir upp í loft. Margir höfðu á orði að þetta væri „pretty". Mesta undrunin virt- ist vera í sambandi við litlu flugvél- ina sem hangir í loftinu en hún vakti óskipta athygli. Bjórsalan vefst fyrir mörgum. Menn kaupa bjórinn sinn í litlu bráða- birgðafríhöfninni, taka við kassa- kvittun og framvísa henni á næstu hæð fyrir neðan, þar sem töskurnar koma á færibandinu. Hér eru þekkt- ir popparar að ná í ölið sitt, þeir Eyjólfur Kristjánsson, Stefán Hjör- leifsson og Jón Ólafsson, allt Bítla- vinafélagar. Þeir voru að koma frá New York. DV-myndir JAK komufarþegum í sambandi við bjór- inn. Menn taka við kassakvittun, um að bjórinn sé greiddur, en gleyma síðan að taka bjórinn með sér út þegar þeir eru komnir niður, þar sem hann er afhentur. „Blessuð vektu athygli á bjórnum," sagði starfsmað- urinn „Þetta hefur valdið miklum misskilningi enda erum við farin að kalla fríhöfnina hér litlu hryllings- búðina." Ekki er pláss fyrir bjór í bráðabirgðahúsnæðinu og því verð- ur skipulagningin að vera á þennan máta. „Það er verið að tala um að bæta við tveimur afgreiðslukössum því það er ekki hægt að taka við svona mörgum farþegum í einu í þetta litla herbergi. Sú stækkun verður um helming og má búast við henni í júní. Þá verða þeir settir hér fyrir framan og fríhöfnin stækkuð sem því nemur. Þetta er bráðabirgða- úrlausn sem verður að vera þar til nýja fríhöfnin verður tilbúin," sagði starfsmaðurinn ennfremur. Fríhöfn- in fyrir farþega á leið út er hins vegar komin í endanlegt horf og þó fannst sumum hún ekki nógu stór. Nýja fríhöfnin fyrir komufarþega verður væntanlega tilbúin í byrjun september. Þá er auk þess ófullgerð- ur veitingasalur niðri, þar sem beðið er eftir farþegum. Þar verður glæsi- leg aðstaða og ætti hún að verða skemmtilegt afdrep á meðan beðið er eftir ættingjum frá útlöndum. Einnig fyrir þá sem vilja fara í sunnudagsbíltúr og fá sér kaffi í nýju flugstöðinni og virða fyrir sér stemmningu flugvallarins. Sú að- staða verður opnuð í lok júlí. Margir hafa einnig gagnrýnt að ekki skuli vera bílskýli eins og víð- ast er erlendis á flugstöðvum. Þá gætu menn geymt bíla sína innan- húss á meðan þeii skreppa nokkra daga til útlanda. Mjög margir skilja bíla sína eftir og mátti greinilega sjá það á öllum þeim bílaflota sem var á bílastæðum utan við bygginguna. Ætti það að vera sjálfsagt mál að hílarnir séu á öruggum stað. Hins vegar mun bílskýli ekki vera á áæti- un og verðum við því að bíða eftir því. Hins vegar er gert ráð fyrir sér- stökum langtímastæðum. Þar geta bílar staðið í daga eða vikur gegn ákveðnu gjaldi og mun vaktmaður fylgjast með þeim. -ELA Fríhöfnin er ekki síður vinsæl og þar gera menn reyfarakaup núna þegar dollarinn er í lægri kantinum. Þessi unga kona var að íhuga kaup á sólgler- augum. Ýmislegt ógert Ennþá er ýmislegt ógert í flugstöð- inni. Grillstaður á eftir að koma fyrir innan þar sem nú eru borð og stólar í biðsalnum og verður hann opnaður um miðjan ágúst. Þá færist barinn og terían þar innfyrir. Fríhöfnin fyrir komufarþega er í Farþegar að koma eftir ganginum langa. Þessi voru að koma með vél frá New York og sumir ætluðu áfram til Lúxemborgar. „Vantar góðan matsölustað“ „Mér líst vel á þetta nema mér finnst að það vanti góðan matsölu- stað. Að öðru leyti er ég sáttur við flugstöðina eins óg hún er,“ sagði Sigurgeir Ingvarsson og félagi hans, Grétar Þór Svavarsson, var sam- mála. Þeir voru á leið til Kaup- mannahafnar og þaðan ætluðu þeir til Ibiza. „Við erum í félagi pipar- sveina sem er nýstofnað og kallast Ungmannafélagið Óli pjakkur. Þetta félag á að hafa að markmiði að ferð- ast og við ætlum að kynna það fyrir dönskum piparsveinum," sögðu þess- ir hressu strákar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.