Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987. Horft til framtíðar Miklar breytingar á hagræðingarstarf- semi hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun Stóraukin þátttaka ríkisstarfsmanna í hagræðingarstarfsemi Miklar breytingar virðast nú í vændum í hagræðingarstarfi í fyr- irtækjum og stofnunum. Þegar á heildina er litið hafa þeir sem að hagræðingu hafa starfað annað hvort unnið að svokölluðum út- tektum, þar sem dregið er fram í skýrsluformi það sem betur má fara, eða þá að þeir hafa einir og sér unnið að afmörkuðum verkefn- Starfsmenn margra ríkisstofnana vinna nú að því að endurskoða starfsemina Helstu verkefni, sem Fjárlaga- og hagsýslustofnun tekur þátt í um þessar mundir, varða: Embætti tollstjórans í Reykjavík, Fasteignamat ríkisins, Bifreiðaeftirlit ríkisins, Ríkismat sjávarafurða, Aðalskrifstofu landbúnaðarráðu- neytisins, framkvæmdadeild Innkaupastofn- unar ríkisins og Námsgagnastofnun. Hjá þessum stofnunum starfa um 350 manns, sem reynt er að virkja með einum eða öðrum hætti til að bæta starfsemi stofnananna. Hag- sýslan aðstoðar við að skipuleggja verkin og stýra þeim, en tillögur um úrbætur koma meira og minna frá starfsmönnunum sjálfum. p* um innan viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar. Á Vesturlöndum hafa þessir aðil- ar hins vegar á undanförnum árum í vaxandi mæli farið inn á þá braut að fræða og aðstoða stjórnendur og annað starfslið við framkvæmd hagræðingarverkefna í stað þess að vinna þau sjálfir. Um þessar mundir er þessi aðferð fyrir alvöru að halda innreið sína hér á landi. Þetta gildir m.a. um Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Henni er m.a. ætlað skv. lögum að auka á hag- kvæmni og ráðdeild í ríkisbú- skapnum og standa fyrir athugunum á hagræðingu og hag- kvæmni í starfsemi ríkisins. Hefur hún að nokkru leyti staðið að því með eigin mannskap og að öðru leyti ráðið utanaðkomandi aðila til ýmissa afmarkaðra verkefna. Við ræddum um þessi mál við Leif Eysteinsson, deildarstjóra í stofnuninni. Niðurstöðu viðtalsins er að finna í nokkrum greinum á Eitt af þeim málum sem Fjár- laga- og hagsýslustofnun beitir sér fyrir er að menn hugleiði almennt umbætur í ríkisrekstrinum. Menn finna að það er þörf á meiri sveigj- anleika í ríkiskerfinu. Því þarf að endurmeta hlutverk stofnana og starfsmanna og almenna meðferð mála. Efnt hefur verið til umræðu og skrifaðar blaðagreinar eða ritl- ingar um mál sem snerta allar ríkisstofnanir, svo sem endurbætur í starfsmannahaldi og árangur af starfi manna og stofnana. Þá var sl. haust hafið skipulegt nám- Það form sem flestir þekkja eru svokallaðar úttektir, sem felast í því að ráðgjöfum á sviði rekstrar og stjórnunar er falið að kanna ákveðna ríkisstofnun og skrifa um hana skýrslu með ábendingum um það sem betur mætti fara. Þessari aðferð hefur verið beitt óspart hér- lendis og er það útbreidd skoðun að þannig skuli unnið að umbótum í rikisrekstrinum. Þessi aðferð hef- ur þó ef til vill oftar komið í veg fyrir breytingar til batnaðar en stuðlað að þeim. Ástæðan er ein- föld. Þeir sem eiga að framkvæma breytingamar hafa ekki nema að takmörkuðu leyti tekið þátt í að móta tillögurnar og skynja því ekki þessari síðu þar sem því er lýst hvemig hún hefur gjörbreytt um vinnubrögð í þá átt sem að ofan greinir. Hjá stofnuninni eru þrír starfs- menr. við ráðgjöf: Leifur Eysteins- son viðskiptafræðingur, Árni Sigfússon stjórnsýslufræðingur og Bjarni Ingvarsson vinnusálfræð- ingur. skeiðahald um stjórnun, rekstur og skyld mál undir heitinu Stjórn- unarfræðsla ríkisins. Hefur sú starfsemi mælst vel fyrir og hafa um 500-600 manns sótt námskeiðin til þessa. Á námskeiðunum hafa bæði verið kynntar hefðbundnar og nýjar aðferðir til að gera starf- semina betri og markvissari. Fræðsla og umræða hefur meðal annars leitt til þess að menn eru nú meira vakandi fyrir því að taka upp nýjungar og laga starfsemina að breyttum þörfum. hvers vegna þeirra er þörf. Menn hafa gjarnan litið á skýrslurnar sem nokkurs konar dóma um starf- semi þá er um ræðir. Dómarnir hafa stundum verið óvægir, enda beinlínis verið að leita að því sem úrskeiðis hefur farð. Stjórnendur og starfsmenn hafa haft önnur við- horf gagnvart tillögunum en ráðgjafarnir. Þeir segja gjarnan að ráðgjafinn hafi ekki skilið hlutina eða þekki málin ekki nógu vel. Niðurstaðan verður því oft á tíðum sú að skýrslunum er stungið undir stól. Vafalaust er búið að eyða tug- um milljóna í að búa til skýrslur sem varla hafa verið lesnar. Hagræðing, sem byggir á sameiginlegu átaki, er árangursríkust. Áróður fyrir almennum umbótum í ríkiskerfinu Fundur um stjórnunarmál hjá Námsgagnastofnun. Áhersla lögð á að virkja starfsmenn sjálfa til að auka hagræðingu í rekstri Á síðustu tveimur árum hefur Fjárlaga- og hagsýslustofnun lagt áherslu á að byggja verkefnin upp þannig að starfsmenn og stjórnend- ur taki sjálfir virkan þátt í að skoða og meta hvað betur mætti fara í rekstrinum. Hagsýslan lítur svo á að verið sé að aðstoða stjórnendur og starfsmenn viðkomandi stofn- unar við að auka árangur starfsem- innar. Þeir þekkja best hvar skórinn kreppir og hvað þeir eru tilbúnir að leggja á sig til að bæta starfsemina. Þá hefur og færst í vöxt að leita til viðskiptavina stofnana til að spyrja þá álits á þjónustunni og kanna hvernig starfsemin kemur þeim íyrir sjónir. Auk þessa er fræðsla um stjórnun og rekstur talin sjálfsagður liður í verkefninu. Þetta leiðir í flestum tilfellum til betri árangurs en fyrri aðferðir. Reyndar er oft á tíðum erfitt að meta árangur, m.a. vegna þess að verkefnin taka langan tíma, jafnvel nokkur ár. Breytingar eiga sér þó stað og oftast með nokkuð góðu samkomulagi, enda skilja menn tilgang þeirra og eru tilbúnir að vinna þeim brautargengi innan stofnunarinnar. Aukin áhersla hagsýslunnar á fræðslu og aðstoð við stjórnendur og starfsmenn með það fyrir augum að ná betri tökum á starfseminni og laga hana að þörfum viðskipta- vina hefur mælst mjög vel fyrir. Verkefnin hafa fyrir vikið orðið fjölbreyttari' og krafist aukinnar ræktarsemi og athygli. Það verður sífellt algengara að forstöðumenn stofnana leiti til hagsýslunnar um aðstoð við að leysa vandamál í starfseminni eða til að gera góða starfsemi enn betri. Reynslan sýnir að úttektir duga skammt við hagræðingu í opinberum stofnunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.