Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987.
7
Fréttir
Sendibílstjóri sýknaður í Hæstarétti:
Sendibílar geta
skotist í fólks-
flutninga
„Það virðist allt riðlast við þennan
dóm, ég skil þetta ekki,“ sagði Ingólfur
Ingólfsson, formaður Frama, stéttarfé-
lags leigubiíreiðarstjóra, um þá
niðurstöáu Hæstaréttar að sýkna
sendibílstjóra af ákæru um ólöglega
fólksflutninga. „Ég vona að tortryggn-
in í okkar garð hverfi með _þessu,“
sagði hins vegar Sigurður Ármann
Sigurjónsson, stöðvarstjóri Steindórs-
sendibíla hf.
Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm í
þessu máli með þrem af fimm atkvæð-
um. Tveir dómarar voru gagnstæðrar
skoðunar og vildu sekta sendibílstjó-
rann um 10.000 krónur fyrir lögbrot.
Sendibílstjórinn var ákærður fyrir að
hafa notað bíl sinn til fólksflutninga
„allt frá skráningardegi bifreiðarinn-
ar“ í ársbyrjun 1985.
í ákærunni voru hins vegar einungis
tilgreind tvö slík tilvik sem sendibíl-
stjórinn staðfesti. Hann var hins vegar
ekkert spurður um þann þátt ákæ-
runnar sem laut að því að hann hefði
stundað leiguakstur með menn og
engin gögn voru færð fram því til
sönnunar. Og það er mergurinn máls-
ins.
Dómur meirihluta Hæstaréttar rís á
því að skýra beri ákveðna málsgrein
laga eftir orðum sínum, en þar er lagt
bann við því að stunda leiguakstur á
fólksbifreiðum nema að uppfylltum
skilyrðum er þar greinir. Dómurinn
fjallaði aðeins um tvö tilgreind tilvik
sem Hæstiréttur metur ekki jafngild
því að viðkomandi bílstjóri hafi stund-
að leiguakstur.
Þessi dómur þýðir að sendibílstjór-
um er ekki meinað að skjótast í
fólksflutninga og hann kann jafnvel
að þýða að hver sem er geti átölulaust
gripið í leiguakstur með fólk.
-HERB
Aukinn farþegaakstur sendibfla?
Mun ódýrara fiar
í sendibflunum
- meiraprófsbílstjórar geta nú skotist í leiguakstur
„Við höfum aldrei flutt fólk ein-
göngu nema í óverulegum mæli og ég
á varla von á að það aukist mikið
þótt Hæstiréttur hafi dæmt þannig að
okkur sé heimilt að fara túr og túr.
En það er skiljanleg viðleitni hjá fólki
að sækjast eftir því að greiða-bílamir
okkar flytji það, því styttri túrar með
þeim eru 18-19% ódýrari en með leigu-
bílurn," segir Sigurður Ármann
Sigurjónsson, stöðvarstjóri Steindórs-
sendibíla hf.
Sú bílastöð hefur nú 74 greiða-bíla,
auk 11 stærri sendibíla. Sams konar
smásendibílar eru á fleiri stöðvum og
kallaðir ýmsum nöfnum. Það virðist
ekkert því til fyrirstöðu, eftir dóm
Hæstaréttar, að þeir skjótist í leigu-
akstur svo framarlega að þeir teljist
ekki beinlinis stunda hann. En þau
mörk em vissulega óljós og það er
óvíst að þessu deilumáli milli leigubíl-
stjóra og sendibílstjóra sé hér með
lokið. Klögumálin hafa gengið á milli
um að hvorir gengju í störf hinna.
Leigubílstjórar hafa sakað sendibíl-
stjóra um að ganga í leiguakstur en
til hans þurfi sérstakt ráðherraleyfi
auk þess sem bifreiðamar þurfi að
hljóta samþykki heilbrigðiseftirlits.
Sendibílstjórar hafa sakað leigubíl-
stjóra á móti um að stunda akstur með
pakka og vaming.
En málið er ennþá flóknara eftir
héraðsdóm og staðfestingu Hæstarétt-
ar um að tiltekinn bílstjóri hafi ekki
brotið lög með því að fara eina og eina
ferð með farþega gegn gjaldi, þótt
Kirkjulistartiátíð:
Kór, kammersveit og
Margrét Bóasdóttir
Bach-tónleikar verða í Hallgríms-
kirkju í dag, laugardag, kl. 17.00.
Margrét Bóasdóttir sópransöngkona
flytur mótettur ásamt Mótettukór
Hallgrímskirkju og kammersveit. Til-
efni tónleikanna er Kirkjulistarhátíð
í tilefhi vígsluárs Hallgrímskirkju sem
staðið hefur í um viku og lýkur með
tónleikunum í dag.
Á efnisskránni em þrjú verk eftir
Jóhannes Sebastian Bach, mótett-
umar: „Singet dem Herm ein neues
Lied“ BWV 225 og „Der Geist hilft
unserer Schwachheit auf‘ BWV 226
og kantatan „Falche Welt“ BWV 52.
Stjórnandi er Hörður Áskelsson.
hann hefði ekki réttindi til leiguakst-
urs. Með þessum dómum virðist ekkert
því til fyrirstöðu að hver sem er geti
gripið í leiguakstur, að sjálfsögðu gegn
gjaldi, á meðan hann telst ekki stunda
þessa atvinnu. Og mörkin em óþekkt.
Othar Öm Petersen hæstaréttarlög-
maður, sem var verjandi sendibílstjór-
ans í Hæstarétti, er sammála þessari
túlkun.
Eina hindmnin. sem sjáanleg er í
fljótu bragði, er sú að viðkomandi
þarf að hafa meirapróf bifreiðarstjóra.
-HERB
ERU
ÞITT
9
EF SVO ER, VERÐUR ÞÚ AÐ GERA
EITTHVAÐ í MÁLINU.
HROTUSTOPPARINN er einfalt og öruggt tæki
sem stoppar hrotur og tryggir væran svefn,
sem er öllum lífsnauösynlegur.
Hrotur eru ekki bara hvimleiðar, þær
geta verið lífshættulegar.
HROTUSTOPPARINN er
hljóðnæmt lítið rafeindatæki,
sem fest er á fót eða
handlegg þegar
menn fara að sofa.
Hann sendir frá
sér boð er hann
nemur hrotur.
Boðin valda
örlítilli ertingu
sem I4ður hjá strax,
en veldur því að
menn hætta (stoppa)
að hrjóta og ná að festa
svefn þannig að
full hvíld fæst jafnt fyrir
sál og líkama.
Verð kr. 3.950,-
SÉJAPIS
BRAUTARHOLT 2 SÍMI 27133
SENDUM I POSTKROFU
VERÐLÆKKUN
Bjóðum á örfáum fjölhnífavögnum sérstakt afsláttar-
verð vegna hagstæðra samninga við, verksmiðju,
MENGELE SUPER QUADRO
LW 290 25 m3 33 hnífar..........490.000,-
LW 310 30 m3 33 hnífar..........590.000,-
LW 370 34 m3 33 hnífar..........610.000,-
LW 390 34 m3 33 hnífar..........660.000,-
FRANSGAARD fjölfætlur og
stjörnumúgavélar
FT-510 4ra stjörnu 6 arma lyftutenqd
...........................98.000,-
SR-320 7 arma múgavél.......69.500,-
ATH.
Aðeins er um takmarkað magn að ræða.
BOÐI HF
KAPLAHRAUNI 18
220 HAFNARFIRÐI:
S-91.651800