Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987.
Fréttir
George Shultz, utanrikisráðherra
Bandaríkjanna, á fundi með frétta-
mönnum í Háskólabiói í gær.
DV-mynd JAK
Shultz
ánægður
eftir fundinn
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, virtist ánægður að
afloknum fundi utanríkisráðherra •
NATO-ríkja á Hótel Sögu í gærmorg-
un. Á fundi með fréttamönnum, sem
ráðherrann hélt skömmu fyrir hádegi
í gær, lýsti hann yfir ánægju sinni
með fundinn, sagði hann hafa verið
gagnlegan og árangursríkan.
Shultz sagði að Bandaríkjamönnum
væri styrkur að því að hafa samþykkt
þá, sem utanríkisráðherramir gerðu
með sér á fundinum, í farteskinu þegar
gengið verður til endumýjaðra við-
ræðna við Sovétmenn.
Aðspurður um það hvort hann teldi
að Pershing-flaugar V-Þjóðverja
myndu hindra samkomulag um eyð-
ingu meðaldrægra kjamavopna í
Evrópu sagði ráðherrann að í viðræð-
um Bandaríkjamanna og Sovétmanna
væri einvörðungu rætt um vopn sem
annaðhvort þeirra ríkja ætti eitt og
sér. Pershing-flaugamar væm sam-
eign Þýskalands og Bandaríkjanna og
því ekki til umræðu þar.
Shultz sagði að málefni Persaflóa
hefði borið á góma á fundi ráðherr-
anna og hefði hann lært mikið af þeim
umræðum, meðal annars það að Bret-
ar hefðu á þessu ári veitt um hundrað
skipum flotafylgd um flóann. Sagði
ráðherrann gott til þess að vita að
Bandaríkjamenn væm ekki einir um
að íhuga slíkar framkvæmdir.
Þá var ráðherrann spurður hvort
ekki skyti skökku við að Bandaríkja-
menn fæm fram á aðstoð ríkja við
Persaflóa á sama tíma og þeir neituðu
að selja þeim vopn. Ráðherrann kvað
þá hluti vera slitna úr réttu samhengi
og ekki hægt að tengja tvö ólík mál
saman á þann veg.
Matthías
ánægður
„ísland hefur lýst því yfir að hér
verði ekki kjamorkuvopn og við höf-
um stutt þá stefhu að fækkun kjam-
orkuvopna verði í samræmi við það
jafhvægi sem menn vilja ná í vömum
Atlantshafsbandalagsins og Varsjár-
bandalagsins," sagði Matthías Á.
Mathiesen utanríkisráðherra á blaða-
mannafundi eftir ráðherrafundinn í
gær.
Matthías lýsti ánægju sinni með
fundinn og sagði íslensku ríkisstjóm-
inar sfyðja eindregið þá yfirlýsingu
sem ráðherramir hefðu sent frá sér.
Hann lagði áherslu á að náðst hefði
meiri árangur en búist hefði verið við
þar sem áhersla væri lögð á að náð
væri samningum um eyðingu allra
langdrægra eldflauga.
Utanríkisráðherra sagði að ekki
væri á dagskrá að kjamorkuvopn yrðu
sett í kafbáta á norðurslóðum. íslend-
ingar sfyddu alsherjarútrýmingu á
kjamorkuvopnum en ekki það að víg-
búnaðarkapphlaupið færðist á önnur
svæði. -JFJ
Könnun
Margir telja lögfræðinga og end- álíka og aðrar stéttir en 8,3% töldu endur fengu 46,7% jákvæða en hún sanngjöm, 0,7% frekar ódýr en
urskoðendur óheiðarlegri en al- þá heiðarlegri. Prestar höfðu, eins 11,3% neikvæða. Tannlæknar engum hún vera mjög ódýr.
mennt gerist. I könnun, sem og leiðir af fyrstu tölunum, vinning- reyndust umdeildastir m(ið 29,3% Þegar spurt var hvort fólk heföi
Félagsvísindastofriun Háskólans inn í þessum samanburði. 67% töldu neikvæða en 44,6% jákvæða. notið lögfræðiþjónustu reyndust
gerði fyrir nýtt fyrirtæki, Irígfræði- þá álíka heiðarlega og aðrar stéttir Þá var kannað álit á verðlagningu 63,5% aldrei hafa notað sér hana.
þjónustuna hf., töldu 12,8% af 1085 en 31,2% töldu þá heiðarlegri. lögræðinga og tannlækna. Af þeim 13,7% höfðu notað hana einu sinni
manns, sem svöruðu, lögfræðinga Þegar spurt var um almennt við- sem tóku afstöðu fannst 40,4% þjón- á síðustu þrem árum, 3,7% tvisvar
óheiðarlegri en aðrar stéttir og 13% horf til nokkurra stétta fengu fast- usta lögræðinga mjög dýr og 48,3% en sárafáir oflar á þeim tíma. Sam-
af 1060 höfðu sama álit á endurskoð- eignasalar heldur betur á baukinn frekar dýr. Þá eru ekki raargir eftír kvæmt þessari könnun virðast um
endum. 1,7% af 1113 töldu presta í því39,9% höfðu neikvætt viðhorftil með aðrar skoðanir, 10,8% fannst 35% þjóðarinnar halda íslensku lög-
sama hópi. þeirra á móti 18,4% sem höfðu já- þjónustan sanngjöm og 0,5% ódýr. fræðistéttinni við efrúð.
En stéttimarfengu ekki bara þessa kvætt viðhorí 24,4% vora neikvæð Tannlæknaþjónustan þykir þó jafti- -HERB
einkunn. 83,1% töldu lögfræðinga í garð lögfræðinga en 35,2% jákvæð. vel enn dýrari. Af þeim sem tóku
álíka heiðarlega og aðra og 4% heið- 6,7% voru neikvæð gagnvart dómur- afetöðu fannst 55% sú þjónusta mjög
arlegri. 78,7% mátu endunskoðendur um og 46,2% jákvæð. Endurskoð- dýr og 32,4% frekar dýr, 11,7% þótti
Carrington lávarður og aðstoðarmenn hans á blaðamannafundinum i Háskólabíói þar sem niðurstaða ráðherrafundarins var skýrð.
DV-mynd JAK
„Fundurinn var árangursríkur og
full eining var um tvöfalda núlllausn
Bandaríkjamanna," sagði Carring-
ton lávarður, framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins, um niður-
stöðu ráðherrafundarins.
í yfirlýsingu sem utanríkisráðherr-
arnir samþykktu í lok fundarins er
fjallað um það tækifæri sem virðist
vera til afvopnunar. Jafnhliða er vik-
ið að ójafnvægi sem ríkir í hefð-
bundnum vopnabúnaði, efnavopnum
og vígvallarkjarnavopnum og því
verði að eyða. Lýst er yfir stuðningi
við hina tvöföldu núlllausn, sem er
útrýming skammdrægra og meðal-
drægra eldflauga í Evrópu, en
samhliða verði teknar upp viðræður
við Sovétmenn um helmingsfækkun
langdrægra eldflauga, eyðingu efna-
vopna og jafnvægi í hefðbundnum
herafla í Evrópu.
I yfirlýsingu utanríkisráðherranna
er sagt að lykillinn að varanlegum
friði og jafnvægi í Evrópu sé ekki
einungis afvopnun heldur verði einn-
ig að virða mannréttindi.
Minnst er 750 ára afmælis Berlínar
og ítrekaðar skuldbindingar banda-
lagsins við borgina. Einnig er minnst
á 40 ára afmæli Marshall-aðstoðar-
innar og hryðjuverk af öllu tagi
fordæmd og hvatt til alþjóðlegrar
samstöðu gegn hryðjuverkamönn-
um.
Enn eitt skrefið í átt til af-
vopnunar
Carrington sagði að nú hefði verið
stigið enn eitt skrefið í átt til af-
vopnunar og nú tækju við viðræður
Sovétmanna og Bandaríkjamanna,
flaugar Breta og Frakka yrðu undan-
skildar. Hann sagði að Bandaríkja-
menn myndu hafa náið samráð við
bandamenn sína á meðan á viðræð-
um stendur.
Þegar Carrington var spurður
hvort Atlantshafsbandalagið væri
tilbúið að fórna samkomulagi fyrir
þær 72 eldflaugar af eldri gerð, sem
á að halda eftir í Þýskalandi, sagði
hann að svo gæti farið. Hins vegar
hefðu þær flaugar aldrei verið taldar
með í afvopnunarviðræðum og yrðu
það ekki. -JFJ
George Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, varð að nota báðar hendur til að heilsa þegar hann kom til fund-
ar við Matthías Á. Mathiesen utanrikisráðherra og Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráðherra á Hótel Sögu í
gaer. íslensku ráöherrarnir raeddu þá sérstaklega hvalveiðimál við þann bandaríska og gerðu honum grein fyrir
afstpðu íslensku stjórnarinnar til tillagna Bandarikjamanna í þeim efnum. Ljósmynd Gunnar Vigfússon
Ræddu hvalinn
við Shultz
Matthías Á. Mathiesen utanríkis-
ráðherra og Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra ræddu við Ge-
orge Shultz utanríkisráðherra um
hvalamál og umsókn Flugleiða um
íjölgun ferða á flugleiðinni til Or-
lando.
Bandaríkj amenn ætla að leggja fram
tillögu á þingi Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins sem íslendingar eru ósammála og
telja að eigi að ná breiðari samstöðu
um. Tillagan gengur út á það að fela
vísindanefnd ráðsins til að fjalla nánar
um vísindaáætlanir sem settar eru
fram. „Við höfum í sjálfú sér ekkert á
móti því en síðan er ætlunin að niður-
staða vísindanefhdarinnar gangi til
afgreiðslu í ráðinu og þar geti farið
fram atkvæðagreiðsla um niðurstöðu
vísindanefndarinnar. Það er ekki mjög
líklegt að allir vísindamenn verði sam-
mála og við teljum það mjög óskyn-
samlegt að greiða atkvæði um slíka
niðurstöðu." JFJ