Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987. 3 Atvinnumál Rífandi tekjur í grásleppunni - einstök vertíð á Breiðafirði Grásleppusjómenn við Breiðaíjörð hafa sjaldan haft eins rífandi tekjur og nú. Það þykir vist ekkert sérstakt hjá þeim að hafa 20 þúsund krónur eftir daginn. „Það er góðæri í grásleppunni. Sam- an fer gott verð, góð veiði og gott veður,“ sagði Kristján Gunnlaugsson, grásleppusjómaður frá Stykkishólmi, er blaðamaður DV fór með honum og bróður hans, Þresti, í veiðitúr á dögun- um á tveggja tonna trillu, Val SH-169. Þeir Kristján og Þröstur eru synir Gunnlaugs Kristjánssonar sem manna lengst hefúr stundað grásleppuna frá Stykkishólmi. Gunnlaugur kveðst aldrei hafa fengið eins mikinn afla og nú. Nýbyggð kavíarverksmiðja í Stykk- ishólmi í eigu Bjargar hf. auðveldar grásleppusjómönnum lífið. Hún kaup- ir grásleppuhrognin ósöltuð og Sjávarútvegsráðuneytið: Lítiö um kvótasvik - mörg fyrirtæki skoðuð í vor hófu menn frá sjávarútvegs- ráðuneytinu að bera saman aflaskýrsl- ur og útflutningsskýrslur hjá mörgum fiskvinnslufyrirtækjum víðs vegar um landið og komu þá fljótlega í ljós nokkrar misfellur hvað kvótasvik varðar. Var þá ákveðið að skoða bók- hald þessara fyrirtækja betur. Að sögn Áma Kolbeinssonar ráðu- neytisstjóra hefúr verið skoðað hjá fyrirtækjum allt umhverfis landið og mjög lítið af kvótasvikum komið í ljós, ef til vill minna en búist hafði verið við eftir sögusögnum að dæma. Ámi sagði að hér væri ekki um neina skyndiskoðun að ræða, svona eftirliti yrði haldið uppi reglulega meðan kvótakerfið er við lýði og einnig yrði öðrum aðferðum beitt við eftirlitið. Árni sagði það fagnaðarefni hve al- mennt menn virða og fylgja kvótakerf- inu. -S.dór óverkuð fyrir 24 þúsund krónur tunn- una og nánast staðgreiðir. Áður þurftu sjómennimir sjálfir að salta og verka hrognin og bíða jafnvel í hálft ár eftir greiðslu. „Eg vann í smíði í Reykjavík í vet- ur, á trésmíðaverkstæði. Ég var að fá 10 þúsund krónur útborgaðar eftir vik- una. Ég er búinn að hafa það í dag frá hádegi," sagði Kristján Gunnlaugsson þegar blaðamaður DV hafði fylgst með þeim bræðrum moka upp grásleppunni í fjórar klukkustundir. Grásleppuveiði þykir notaleg vinna. Vertíðin stendur yfir þá þrjá mánuði sem sól er hæst á lofti. Innan um ey- jamar á Breiðafirði hlýtur þetta að vera draumastarf. „Aðalóþægindin við þetta eru hvað við sólbrennum,“ sagði Þröstur Gunn- laugsson. -KMU Kristján ristir kvið grásleppunnar og hrognin renna gefur af sér um 140 krónur. tunnuna. Þröstur bróðir hans rær með honum. Hver grásleppa DV-mynd Krlstján Már Unnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.