Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1987, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987.
5
LIS
Sljónunál
MURRAY
MURRAY-garðsláttuvélarnar aftur
fáanlegar á íslandi með Briggs &
Stratton-mótor. Takmarkaður fjöldi
véla á þessu frábæra verði. Tökum
frá vélar í síma 689699.
HVELLUR
Kænuvogi 36.
Reykjavík,
Útsölu- og þjónustuaðilar:
Hvellur, Kænuvogi 36, sími 689699.
Framtækni, Skemmuvegi 34 N, sími 641055.
Vélin, Kænuvogi, sími 685128.
Sölufélag garðyrkjumanna, Skógarhlíð 6, Rvík.
Húsasmiðjan, Reykjavík.
Gos, Artúnshöfða.
Lækjarkot, Hafnarfirði.
Stapafelí, Keflavík.
Málningarþjónustan, Akranesi.
G.Á. Böðvarsson, Selfossi.
Kaupf. Árnesinga, Selfossi.
Raforka, Akureyri.
K.E.A., Akureyri.
Bílaleiga Húsavíkur.
Brimnes, Vestmannaeyjum.
Rörverk, ísafirði.
Jón Fr. Einarsson, Bolungarvík
og einnig kaupfélög víða um land.
2ja ára ábyrgð
Árni Johnsen
Valdimar Indriðason
Gunnar G. Schram
Davíð Aðalsteinsson Bjöm Dagbjartsson
Guðmundur Einarsson
Fallnir þingmenn síðustu kosninga:
Þrír em enn atvinnulausir
Þrír þeirra sex fyrrum þingmanna
sem ekki náðu kjöri í síðustu alþingis-
kosningum ganga nú um atvinnulaus-
ir en þrír hafa hafið störf að nýju,
annars staðar. Tveir þeirra hafa horfið
til þeirra starfa sem þeir gegndu áður
en þeir hófu þingmennsku en einn
hefur haslað sér völl á nýjum vett-
vangi.
„Það liggur ekkert fyrir um það
hvað ég fer að gera, það er í athug-
un,“ sagði Ámi Johnsen sem var þriðji
maður á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins á Suðurlandi við síðustu
alþingiskosningar en náði ekki kjöri.
Árni sagðist þrátt fyrir þetta ekki vera
hættur í pólitík en vildi að öðm leyti
ekki gefa upp hvort hann hefði eitt-
hvert starf í sigtinu og þá hvaða.
„Ég er ekki farinn að gera neitt enn-
þá,“ sagði Valdimar Indriðason sem
var annar maður á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Vesturlandskjördæmi. „Ég
tek það rólega, það er ekkert annað
að gera.“
Valdimar var framkvæmdastjóri á
Akranesi áður en hann var kjörinn á
þing.
„Ég er aftur tekinn við prófessors-
starfi við Háskólann en ég var í fríi
að mestu á meðan ég sat á þingi,“
sagði Gunnar G. Schram, prófessor í
lögum við Háskóla Islands og fyrrum
þingmaður Sjálfstæðisflokksins á
Reykjanesi. Gunnar skipaði fimmta
sæti flokksins í kosningunum en náði
ekki kjöri.
Gunnar sagðist hafa kennt lítið eitt
við skólann á meðan hann sat á þingi
en frá og með næsta hausti mun hann
kenna laganemum stjómskipunarrétt
og þjóðarrétt.
„Ég hvarf að mínu ættaróðali, Am-
bjargarlæk í Þverárhlíð," sagði Davíð
Aðalsteinsson, fyrrum þingmaður
Framsóknarflokksins en hann skipaði
annað sætið á framboðslista flokksins
við síðustu kosningar.
„Ég hef verið að vinna í flögum að
undanfórnu og búið mig undir að
bjarga þjóðinni frá matarskorti en það
er hugsjónarstarf," sagði Davíð.
„Ég er ekki hættur i pólitík en þetta
er góð hvíld. Það er gott að vera hér
og hlusta á grasið gróa,“ sagði Davíð.
„Ég er ekkert farinn að gera ennþá,
ég er atvinnulau.s," sagði Bjöm Dag-
bjartsson, fyrrum þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Norðurlandskjör-
dæmt eystra. „Ég sagði upp minni
stöðu, því mér þykir óeðlilegt að menn
haldi öðrum hæfum mönnum í stað-
gengilshlutverki árum saman. Ég er
að leita mér að vinnu og það má segja
að eitthvað sé í sigtinu en það er ekki
tímabært að segja hvað það er,“ sagði
Bjöm.
Þá hefur Guðmundur Einarsson sem
var kjörinn á þing árið 1983 fyrir
Bandalag jafnaðarmanna en gekk síð-
an í Alþýðuflokkinn, tekið við starfi
framkvæmdastjóra Alþýðuflokksins.
Guðmundur bauð sig fram fyrir Al-
þýðuflokkinn í Austurlandskjördæmi
í síðustu kosningum en ekki náði A-1-
þýðuflokkurinn inn manni þar frekar
en fyrri daginn. -ój
PREDOMA
HJÓLHÝSIFYRIR AT.T.A BÍLA
Á LÆGRA VERÐI EN TJALDVAGN ÁN FORTJALDS
SÝNING
LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13-17
N-126 d med fortjaldi
Kr. 188.000,-
• Tveggja hellna eldavél • Svefnpláss fyrir 3-4
• Rafmagnsvatnsdæla og vaskur • Vatnstankur
• Gluggatjöld • 3 inniljós og rafkerfi • Fíber-
glass yfirbygging • Galvaniseruð grind • Stór
(Miðað við gengi dollars 10. 04. '87)
N-126 n með fortjaldi
Kr. 229.000,-
dekk • Sjálfvirkar bremsur í beisli • Hand-
bremsa, nefhjól • Flexitoraíjöðrun • Léttbyggð
og henta aftan í alla bíla • Þyngd frá 400 kg •
Góðir skápar.
Vélaborq Bútækni hf. Sími 686655/686680
_______Bíldshöfða 8 (við hliöina á Bifreiðaeftirlitinu).
Mikið úrval af fatnaði á herra, dömur
og börn á óvenjulágu verði.
Opið
laugardag kl. 10-16.
Smiðjuvegi 2B, Kópavogi, á horni Skemmuvegar.
Símar 79866 - 79494.