Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987. Fréttir Frétt færeyska blaðsins Sósialurinn, um að Paul Watson hafi verið rekinn frá Sea Shepherd, er víst alröng. Fréttin úr Sósíalnum úr lausu lofti gripin: Án Watsons væru engin samtök - segja talsmenn Sea Shepherd Ólafur Amarson, DV, New York Blaðamanni DV tókst fyrir skömmu að ná í helstu forsprakka Sea Shep- herd samtakanna og bera undir þá fregnir færeyska blaðsins Sósíalurinn þess efnis að Paul Watson hefði verið rekin frá samtökunum. Scott Trimingham, forseti Banda- rikjadeildar samtakannp, sem hefur aðsetur í Los Angeles, sagðist ekki hafa heyrt neitt slíkt og samkomulag- ið væri með allra besta móti. Sagði Trimingham að Watson væri nú að gera klárt nýtt skip sem samtök- in hefðu eignast fyrir tveimur vikum og nefnist Divine wind, eða guðdóm- legur vindur. Skipið liggur í höfh í Seattle í Whasington-fylki og á næs- tunni mun það halda til Allusion-eyja, sem liggja milli Alaska og Sovétríkj- anna, til að trufla reknetaveiðar. Hitt skip Sea Shepherd manna liggur í höfn í Bretlandi. Joanna Forwell, starfsmaður Sea Shepherd samtak- anna í Vancover í Kanada, sagði að Paul Watson væri eftir sem áður hold og blóð Sea Shepherd samtakanna og án hans væru engin Sea Shepherd samtök. Samtökin hyggjast senda skip sitt til Færeyja í sumar og sagði For- well að þau myndu beita öllum tiltæk- um ráðum við að stöðva hvalveiðar Færeyinga. Sagði hún að ekki væru fyrirhugaðar aðgerðir gegn íslending- um í sumar, en ef íslendingar haldi áfram hvalveiðum muni örugglega verða gripið til aðgerða gegn þeim. Aðspurð sögðu bæði Trimingham og Forwell reikna með að svipuðum að- ferðum yrði beitt og notaðar voru í nóvember síðastliðnum, þegar skemmdarverk voru unnin á eigum Hvals hf. Sagði Forwell að samtökin myndu halda að sér höndum og skoða framvindu mála á fundi Alþjóða hval- veiðiráðsins. Það verður því engin miskunn hjá Sea Shepherd ef samtök- unum mislíkar fyrirætlanir íslendinga í hvalveiðimálum. 26 punda lax í Miðfjarðará Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur 10-12 Bb.lb, óbund. Lb.Úb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 12-15 Sb.Ub 6 mán. uppsögn 13-20 Ib 12 mán. uppsögn 14-25,5 Sp.vél 18mán. uppsögn 22-24,5 Bb Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar 4-6 Ib.Lb, Úb Innlán verötryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb, Lb.Sb. Úb.Vb 6mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2,5-4 Ab.Úb 10-23,9 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5,5-6,5 Ib.Úb Sterlingspund 7,5-10 Vb Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Ab.Sb, Vb Danskar krónur 9-9,5 Ab.Sb. Sp.Úb ÚTLÁNSVEXTIR (%) tægst Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 22-24,5 Lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 25-26 eða kge Almennskuldabréf 23,5-25,5 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 23-26 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5árum 6,75-8 Úb Til lengri tíma 6,75-8 Úb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 18,5-24 Ab SDR 7,75-8,25 Bb.Lb. Úb.Vb Bandaríkjadalir 8,75-9,25 Sp.Úb Sterlingspund 10,25-11,5 Lb Vestur-þýsk mörk 5,25-5,5 Bb.Lb. Vb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir 33,6 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júní 1687 stig Byggingavísitala 305 stig Húsaleiguvisitala Hækkaði3%1.april VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestini arfélaginu); Ávöxtunarbréf 1,1334 Einingabréf 1 2,109 Einingabréf 2 1,253 Einingabróf 3 1,310 Fjölþjóöabréf 1,030 Kjarabréf 2,109 Lífeyrisbréf 1,059 Markbréf 1,047 Sjóðsbréf 1 1,036 Sjóðsbréf 2 1,036 Tekjubréf 1,184 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 110kr. Eimskip 248 kr. Flugleiðir 170kr. Hampiðjan 114 kr. Hlutabr.sjóðurinn II3 kr. Iðnaöarbankinn 134 kr. Skagstrendingur hf. 350 kr. Verslunarbankinn 116 kr. Úgerðarf. Akure. hf. 150 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla gegn 24% ársvöxtum, Samv.banki 25% og nokkrir sparisj. 26%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum. Stórlöxunum fjölgar og veiðimenn eru famir að sjá þá væna víða, eins og í Laxá í Aðaldal, Ölfusá og Stóru Veiðivon Gunnar Bender „Veiðin byrjaði á öðru svæði í Rangá 20. júní og veiddist vel af sil- ungi, þar af 7 punda bleikja sem Katrín Óskarsdóttir veiddi á maðk við Ægisíðufossa," sagði tíðinda- maður okkar. „Það var mikið af fiski þama við fossana og við sáum bleikj- una vaka þegar lygndi, einnig veiddust tveir sjóbirtingar og annar þeirra var 2,5 pund lúsugur. Ægir í Hellinum veiddi 2,5 punda bleikju en lax urðum við ekki vör við.“ Við fréttum af veiðimönnum sem renndu fyrir fisk á urriðasvæðinu og fengu 8 punda urriða, þar hefur verið reytingsveiði. Tíðindamaður okkar kom við á Laxá í Hreppum. Enn einn stórlax- . inn kom á land í Mtðfjarðará í gærmorgun og veiddi Ásgrímur Kárason 26 punda fisk í ármótum Miðfjarðará og Vesturá á tóbý svart- an og var viðureignin fjörug, að sögn tíðindamanns okkar í Miðfirðinum. Laxinn, sem Ásgrímur veiddi, er pallinum í Ölfusá og þar vom komn- ir 4 laxar á land, veiðimenn höfðu séð töluvert af laxi og einn bolta-lax. „Við byrjum á efsta svæðinu í Stóm-Laxá og það kom einn 16 punda á land, Halldór Þórðarson veiddi laxinn á maðk,“ sagði Frið- leifur Stefánsson tannlæknir sem var að koma af efsta svæðinu. „Ólaf- ur Ólafsson missti vænan lax í Hólmahylnum og hann fór með flug- ulínuna, mikil barátta. Þar er einhver fiskur en erfitt að sjá hann vegna vatnavaxta og svo er áin köld. Ég setti í tvo væna laxa en þeir fóm af. stærsti laxinn ennþá og var þetta þrælsterkur hængur og tók vel í. „Það hefur verið reytingsveiði og veiðimenn sjá mikið af fiski víða, fór í gær niður með Vesturánni og það vom 10-15 laxar í flestum hyljunum og vænir margir hveijir. Austuráin er lífleg líka og laxinn er kominn víða í Núpsá. Einar Guðmundsson missti um 20 punda lax fyrsta daginn héma í Miðfirðinum og Pétur R. Guðmundsson náði einum 18 punda í Núpshyl," sagði tíðindamaðurinn að lokum. ..... ..... .............1 wiiiiihiiij .. Ami Guðfinnsson með 15 punda lax fyrsta veiðidaginn í Ölfusá, veiddan á pallinum, hann fékk annan 17 punda. DV-myndir Sigurgeir Á ........................! -------------------—------------------. ............................V tvö fyrsta daginn, Katrín veiddi 7 punda bleikju og svo komu tveir sjóbirting- ar, annar tveggja punda. 16 punda lax í Stóru- Laxá í Hreppum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.