Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987.
Neytendur
Mistók í álagningu
þjónustugjalds
Að morgni 18. júní, hringdi til okk-
ar stúlka sem hafði ásamt vinafólki
sínu keypt málsverð á þjóðhátíðar-
daginn, á veitingahúsinu E1 Sombr-
eró við Laugaveg.
Þegar þau höfðu lokið við máls-
verðinn og ætluðu að greiða reikn-
inginn, kom í ljós, að hann var 30%
hærri en verð á matseðli gaf til
kynna.
Þau gerðu athugasemd við þetta
en fengu þá þau svör að á stórhátíð-
isdögum bæri að leggja 30% á
heildarverðið vegna hærra þjón-
ustugjalds þessa daga.
Stúlkan hafði hins vegar grun um
að hér væri eitthvað málum blandið.
Hún neitaði að greiða þessar auka-
álögur, enda kom hvergi fram á
matseðlinum, að hann gæfi ekki til
kynna endanlegt verð á þeim réttum
sem í boði voru.
Eftir að stúlkan kom heim til sín,
hringdi hún á nokkra veitingastaði
og bað um upplýsingar varðandi
hærra þjónustugjald á hátíðisdögum
sem þessum.
Á Oðinsvé var henni tjáð að þeir
legðu ekkert aukagjald á verðið á
þjóðhátíðardaginn. Á Amarhóli,
Sjávarsíðunni og í Kvosinni lögðu
þeir 13,04% á hefðbundið verð en
höfðu ekki séð ástæðu til að geta
þess á matseðli.
Á Alex, Lækjarbrekku, Torfunni
og í Naustinu var einnig lagt 13,04%
á verðið en þessir aðilar sáu sóma
sinn í því að geta þess á matseðlin-
um.
gjaldið ekki 15% heldur 20% en
þjónustugjaldið væri 30% á íiistu-
daginn langa, skírdag, páskadag,
l.maí, uppstigningardag, 17.júní,
hvítasunnudag, aðfangadag jóla eft-
ir kl 18 og á gamlársdag. Þessi 20
og 30% væru svo að sjálfsögðu feng-
in á sama hátt og fyrnefnd 15%.
Ema Hauksdóttir hjá Sambandi
veitinga- og gistihúsaeigenda tjáði
okkur að í húsverðinu væri alltaf
innifalið þjónustugjald og söluskatt-
ur og því mætti augljóslega ekki
bæta 20 eða 30% á húsverðið. Hún
tjáði okkur einnig að 30% þjónustu-
gjald myndi hækka hefðbundið
húsverð um 13,04%, sem kemur heim
og saman við fyrmefhdar upplýsing-
ar sem stúlkan fékk á öðrum veit-
ingastöðum.
Við höfðum svo samband við eig-
endur veitingastaðarins E1 Sombr-
eró og bárum undir þá þessar
upplýsingar. Þeir viðurkenndu strax
að hér hefðu átt sér stað leiðinleg
mistök sem þeim væri mikið í mun
að fá að bæta fyrir.
Ástæðuna fyrir þessum mistökum
vildu þeir svo skrifa á reikning Sam-
bands veitinga- og gistihúsaeigenda
en þangað höfðu þeir sótt upplýsing-
ar sem að þeirra dómi vom bæði
ónákvæmar og villandi. Þeir sem
fengu sér málsverð á E1 Sombreró
17. júní, geta því komið þangað með
reikninginn og fengið leiðréttingu
sinna mála.
KGK
Frá veitingahúsinu Lækjarbrekku. Þar var aukagjaldið rétt reiknað, en þeir sáu jafnframt sóma sinn í því að geta
þess á matseðli að á 17. júni bættust 13,04% á verð matseðilsins.
Við fórum nú á stúfana og spurð-
umst fyrir um hærra þjónustugjald
á hátíðisdögum en upplýsingar um
þessi mál fengum við hjá Félagi
framreiðslumanna og hjá Sambandi
veitinga- og gistihúsaeigenda.
Kristinn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Félags framreiðslu-
manna tjáði okkur að kaup
framreiðslumanna byggðist á þjón-
ustugjaldi sem væri að jafnaði 15%
af verði rekstraraðilans. Þessi 15%
eru hins vegar ekki lögð á söluskatt-
inn. Þannig að húsverð veitinganna,
þ.e.a.s. það verð sem viðskiptavinur-
inn greiðir, er verð rekstraraðilans
að viðbættu þjónustugjaldi og sölu-
skatti. Af þessu leiðir, að 15%
þjónustugjald er ekki nema 10,43%
af endanlegu húsverði.
Kristinn tjáði okkur einnig, að á
nýársdag, annan í páskum, sumar-
daginn fyrsta, annan í hvítasunnu
og á annan dag jóla, væri þjónustu-
Fjórar þvottakörfur í stað einnar áður
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fiölskyldu af sömu stærð og yðar.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks______
Kostnaður í maí 1987:
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað kr.
Alls kr.
„Mér hefur alltaf þótt svo leiðinlegt
að sortéra þvottinn þegar á að fara
að þvo. Nú hef ég fundið mjög góða
lausn á því máli, sem ég vil deila með
lesendum neytendasíðu DV,“ sagði
Rósa Óskarsdóttir er hún hringdi i
okkar.
Rósa keypti sér fjórar óhreinataus-
körfúr, ferkantaðar og frekar litlar,
þannig að það fer ekki mikið fyrir
þeim. Ofan á hverja körfú er festur
miði sem á er skrifað hvað á að fara
í viðkomandi körfu og á hvaða þvotta-
stillingu á að þvo innihaldið.
í eina körfúna fara t.d. nærfot, hand-
klæði, hvítir sokkar o.s.frv.
í aðra körfuna fara gallabuxur,
sokkar og dökkar peysur.
í þriðju körfuna fer allur viðkvæmur
þvottur og
í fjórðu körfuna fer handþvottur.
Sú karfa er „bara fyrir mig“, sagði
Rósa og enginn má þvo úr þeirri körfu
nema hún sjálf.
„Nú veit níu ára dóttir mín upp á
hár hvar hún á að láta óhreinu galla-
buxumar þegar hún fer úr þeim. Nú
geta eiginmenn þvegið án þess að
hætta sé á að notuð sé röng þvottastill-
ing. Allar afsakanir eru úr sögunni,"
sagði Rósa.
Við þökkum fyrir þetta ágæta ráð.
-A.BJ.
Raddir neytenda
Sparað til íbúðarkaupa
„Ágæta neytendasíða!
Ég vil, þar sem þetta er í fyrsta
skipti sem ég sendi inn seðil, þakka
fyrir hið góða framlag DV til neyt-
endamála og vona að svo verði hér
eftir sem hingað til og helst betur.
Við erum með tvö böm, 2ja ára
og 4ra mánaða. Okkur tekst með
árvekni að halda matarkostnaðinum
niðri,“ segir í bréfi sem fylgdi upplýs-
ingaseðli fyrir maímánuð.
Satt að segja hefúr frekar lítið
borist af upplýsingaseðlum fyrir
maímánuð og við vorum farin að
hafa áhyggjur af því að við yrðum
hreinlega að hætta við heimilisbók-
haldið. Þeir fjölmörgu sem sent hafa
okkur seðla undanfarin ár, sumir
hverjir frá upphafi, hafa eitthvað
verið slappir nú í vor og sumar. Þá
bætast nýir í hópinn og vonir okkar
glæðast um að þátttakan aukist á ný.
Bréfritari er með fjögurra manna
fjölskyldu og meðaltalskostnaður er
6 þús. kr. Tveir heimilismanna em
ung böm, 2ja ára og 4 mánaða, og
em „ódýrari" í rekstri en t.d. ungl-
ingar. Þannig er meðaltalskostnað-
urinn í raun meiri á þessu heimili.
Þetta jafnar sig þó út þegar allir
seðlamir em reiknaðir saman en til
þess þurfum við örlítið fleiri seðla.
Bréfið heldur áfram: „Tekjur em
óvenju miklar í mánuðinum og gjöld
því einnig þar sem ég gjaldfæri mán-
aðarlegan spamað sem við spörum
vegna íbúðarkaupa. Liðurinn „ann-
að“ hljóðar upp á eftirfarandi:
Húsaleiga 10.040
Sparað 86.000
Meðlag 4.425
Lífsj., orlof 7.383
Rafrn., sími, hiti 4.314
Sjónvarp 1.680
Tryggingar 5,400
Gjafir og lúx. 1.887
Bifreið 2.300
Bleiur 2.359
Ýmislegt 13.925
Kostn. v. íbúðar 7.973
Samtals 147.686
Við þökkum þetta ágæta bréf og
vonumst til þess að það verði hvatn-
ing fyrir aðra að taka þátt í heimilis-
bókhaldinu með okkur og senda
okkur upplýsingaseðla.
-A.BJ.
Munið að senda inn upplýsinga-
seðilinn fynr heimilisbókhald DV