Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNl 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Ríkir gegn fátækum Mörgum þætti einkennilegt, ef spurt væri, hvað sé líkt með Thatcher sigurvegara á Bretlandi og Alþýðu- sambandi íslands. Fleirum þætti einkennilegt, ef svarað væri, að hvorir tveggja stæðu með hinum ríku gegn hinum fátæku. Svarið er samt tiltölulega rökrétt. Hagfræðingur Alþýðusambandsins kaus sér nýlega að standa frammi fyrir umræðu um lögfestingu lág- markslauna. Hann hefði getað sagt, að kjarajöfnun væri æskileg, ekki framkvæmanleg með þessum hætti, en hins vegar á annan hátt, sem hann síðan rekti. Þetta gerði hann ekki, heldur lét sér nægja að segja, að lögfesting lágmarkslauna næði ekki tilgangi sínum. Auk þess bætti hann við, að kjarajöfnun í landinu væri komin á svipað stig og var í Mesópótamíu fyrir nokkur þúsund árum, líklega hjá Hammúrabí í Babýlon. Hagfræðingurinn notaði enga hugmyndafræði til að rökstyðja, hvers vegna eðlilegt væri, að lífskjaramunur íslendinga frysi í ástandi sem ríkti fyrir Krist í Mesó- pótamíu. Hann þurfti það ekki, af því að samtök hans standa með hinum vel settu í launakerfinu. Margoft hefur komið fram, að í raun ráða uppmæl- ingaraðall og ýmsir forréttindahópar ferðinni í Al- þýðusambandinu og flestum sérsamböndum þess. Þegar upp er staðið eftir kjarasamninga, hafa þessir aðilar yfirleitt hirt rjómann og smjörið af niðurstöðunni. Málsvarar launþega komast upp með þetta á sama hátt og frú Thatcher kemst upp með sína stefnu á Bret- landi. Vestrænt þjóðfélag hefur nefnilega breytzt svo, að hinir tiltölulega vel settu eru orðnir fleiri en einstæð- ar mæður og aðrir þeir, sem skipa undirstéttina. Um allan hinn vestræna heim hefur myndast tiltölu- lega vel stæð miðstétt sem er fjölmennust allra stétta. Hún er orðin kjölfestan í þjóðfélaginu. Hún á sínar eig- in íbúðir og er farin að kaupa hlutabréf og verðbréf. Hún er farinn að finna til sinna eigin hagsmuna. Miðstéttarfólk Vesturlanda kemst smám saman á þá skoðun að þjóðfélagið sé um of reyrt í viðjar velferðar. Það hallast sífellt meira að markaðshyggju. Það styður stjórnmálamenn sem leggja áherzlu á stækkun þjóðar- auðsins, en sinna síður jafnri dreifingu hans. Slíkt fólk hefur borið Reagan til valda í Bandaríkjun- um og Thatcher í Bretlandi. Það lætur sér vel líka, að Thatcher smjaðri ekki fyrir fátæklingum og segi letingj- um til syndanna. Það lætur sér fátt um finnast, þegar hana er sögð skorta hlýju í garð hinna lakast settu. í kringum þetta hefur verið smíðuð hugmyndafræði, sem segir, að stjórnaraðgerðir í þágu hinna vel settu, svonefnd örvandi hagstjórn, efli þjóðarhag og myndi auð sem síðan sáldrist frá hinum ríku niður til hinna fátæku, í mynd aukinnar og betur borgaðrar atvinnu. Raunar er þetta einkar rökrétt hugmyndafræði. Stækkun þjóðarköku er yfirleitt til góðs fyrir alla um síðir, þótt hún komi fyrst að gagni þeim, sem aðstöðu hafa til að nota sér hvetjandi stjórnaraðgerðir á borð við háskattalækkanir og aðra þrengingu skattstiga. Thatcher og Reagan telja sér brýnt að beita hug- myndafræði til varnar stuðningi við hina ríku. Uppmælingaraðall Alþýðusambandsins hefur hins veg- ar ekkert fyrir slíku, heldur vísar bara til Mesópótamíu. íslenzkir stjórnmálamenn munu líka höfða meira til eiginhagsmuna, þegar þeir fara að átta sig á, eins og Thatcher, að hinir vel stæðu eru orðnir fjölmennasta stéttin. Fá atkvæði eru hins vegar í einstæðum mæðrum. Jónas Kristjánsson „Einstæðir foreldrar og aðrir þeir sem erfitt eiga uppdráttar í þjóðfélaginu ættu að kynna sér rækilega stefnu- skrá Borgaraflokksins þar sem mildi og mannúð situr i fyrirrúmi..." Húsnæði - sjálf- sogð mannréttindi Húsnæði, föt og matur eru þær frumþai-fir sem ekki verður komist hjá að fullnægja fyrir þegna hvers siðaðs þjóðfélags. Það vekur þvi furðu að í okkar auðuga þjóðfélagi skuli ekki betur séð fyrir hentugu húsnæði fyrir þegnana en raun ber vitni. Langar raðir auglýsinga í dagblöðum eftir húsnæði vitna best um að hér ríkir hið mesta ófremdarástand sem óhjá- kvæmilega leiðir af sér ýmiss konar félagslegan vanda, vanda sem venju- legt launafólk ræður engan veginn við. Tæpast þarf að tíunda þau vandamál sem hrannast upp hjá því fólki sem ekki hefir gilda sjóði upp á að hlaupa. Húsaleiga er hér afar há og í hana fer því miður alltof stór hluti þeirra lágu tekna sem verka- fólk aflar og af þeim sökum hefir fólk ekki efni á að sinna ýmsu því sem með öðrum þjóðum telst til sjálf- sagðra mannréttinda. Hvemig á t.d. einstæð Sóknarkona með 29 þúsund í mánaðarlaun að ráða við að greiða 20 þúsund í leigu á mánuði? Félagslegt vandamál Öllum ætti því að vera ljóst að hér er um geysistórt félagslegt vandamál að ræða, vandamál sem ekki þolir bið og verður að leysast af þeirri rík- isstjóm sem næst sest að völdum. Mjög hefir verið gumað af nýju og bættu húsnæðislánakerfi og vissulega var þar um framför, og hana allverulega, að ræða en betur má ef duga skal. Með hinu nýja lána- kerfi virðist vera miðað við að allir þeir sem eignast vilja eigið húsnæði þurfi að ráða yfir verulegu fjármagni þó svo að viðkomandi hljóti hæstu möguleg lán frá hinu opinbera. Aug- ljóst er hins vegar að verkafólk hefir litla sem enga möguleika á að eign- ast þak yfir höfuðið einfaldlega vegna þess að það hefir ekki efni á að taka dýr bankalán til þess að koma til móts við þau lán sem hið opinbera veitir. Húsnæðisvandamál hafa verið ríkjandi hér svo lengi sem ég man eftir og því er augljóst að öllum þeim Kjaliaiinn Þorvaldur Sigurðsson skrifstofumaður stjómmálaflokkum, sem hingað til hafa setið á alþingi, hefir gjörsam- lega mistekist að finna viðhlítandi lausn á þessu sjálfsagða mannrétt- indamáli. Frændur okkar Sviar hafa fyrir löngu gjört sér grein fyrir þess- um vanda og í flestum stærri borgum þar er ekki um húsnæðisskort að ræða. Þar gefast ýmsir kostir og getur fólk þar valið á milli þess að eiga húsnæðið sjálft eða þá að leigja hjá hálfopinberum aðilum á sann- gjömu verði. Hér þarf að gefa láglaunafólki kost á að eignast eigið húsnæði sé þess óskað og þá verður að ganga út frá því að þeir sem vinna fyrir lægstum launum geti fengið andvirðið allt að láni hjá opinberum aðilum og að greiðslubyrðin skerði sem minnst eðlilegt líf fólks. Ófremdarástand Aðeins einn stjómmálaflokkur hefir óflekkaðar hendur í þessu máli og á ég þar við Borgaraflokkinn sem er nýtt afl í íslenskum stjómmálum og hefir m.a. tekið upp eftirfarandi í fjölþætta stefhuskrá sína varðandi húsnæðismál: „Húsnæðislánakerfið verði í stöðugri endurskoðun og at- hugað hvort nýta megi hugmyndir frá nágrannalöndunum": Hér er hóf- lega og hreint gengið til verks og lýst yfir fullum vilja til þess að tak- ast á við þessi mál og að nýta það sem best hentar og gefist hefir vel hjá nágrannaþjóðum okkar. Víst er að hinir nýkjörnu þingmenn Borg- araflokksins munu af krafti takast á við þetta erfiða og fjölþætta vanda- mál þvi ekki verður lengur unað við ríkjandi ófremdarástand. Einstæðir foreldrar og aðrir þeir sem erfitt eiga uppdráttar í þjóð- félaginu ættu að kynna sér rækilega stefnuskrá Borgaraflokksins þar sem mildi og mannúð situr í fyrirrúmi og þar sem rúm er fyrir alla þá sem heilshugar vilja Ijá góðum málum lið. Með því að efla og styrkja Borg- araflokkinn getum við best tryggt að hagsæld og almenn velmegun, þar sem tekið er tillit til allra, nái að ríkja á meðal okkar um ókomna tíma. Hér hefir aðeins verið stiklað á stóru enda var meiningin alls ekki að ráða til lykta þessu víðfema vandamáli. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli á að nú hef- ir í fyrsta sinn í áratugi gefist kostur á að efla og styrkja nýjan og ferskan stjómmálaflokk, flokk sem sett hefir í öndvegi velferð og heill einstakl- ingsins í þessu ægifagra landi. Þorvaldur Sigurðsson „Hvernig á t.d. einstæð Sóknarkona með 29 þúsund krónur í mánaðarlaun að ráða við að greiða 20 þús. kr. í leigu á mánuði?u

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.