Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Síða 16
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987. Spumingin Lesendur Er samgöngumálaráðherra að sóa tugum milljóna? Dr. Snjólfur Ólafsson, stærðfræð- ingur, formaður Aðgerðarann- sóknafélags íslands. Nýlega veitti samgöngumálaráð- herra Landleiðum hf. einkaleyfi á fólksflutningum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar til fimm ára (í viðbót). Þetta gerði hann þrátt fyr- ir að hafin væri undirbúningsvinna við að sameina almenningsvagna- kerfin á Stór-Reykjavíkursvæðinu. I fljótu bragði virðist hann vera með þessu að fórna tugum milljóna króna af almannafé fyrir þá ein- staklinga sem njóta hagnaðar af rekstri Landleiða hf. Þar sem ráð- herra vill varla sitja undir slíku áliti átti ég von á að hann rökst- yddi þessa ráðstöfun sína opin- berlega. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þess vegna þessar línur er að ég hef ekki rekist á neinn slíkan rökstuðning. Það er álit flestra eða allra sem eru kunngir þessum málum að það sé mjög brýnt verkefni að sameina almenningsvagnaþjónustuna á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Einnig er ljóst að þetta er erfitt vekefni og mörg ljón á veginum. Það er mikill vilji fyrirþessari sameiningu á mörgum stöðum, en ljóst má vera að sá vilji minnkar mjög mikið ef Hafnaríjarðarbær getur ekki tekið þátt í henni næstu fimm árin. Því er mjög líklegt að þessi ákvörðun ráðherra tefji fyrir sameiningunni um nokkur ár. Ekki er mögulegt að meta þjóð- félagslegan hagnað af slíkri sameiningu nema mjög gróflega, en vitanlega verða ráðamenn eigi að síður að gera slíkt mat. Hagnað- urinn fer lika mikið eftir því hvernig til tekst með framkvæmd- ina. Einnig eru nokkur mismun- andi markmið hugsanleg með slíkri sameinginu, t.d. „svipuð þjónusta en mun hagkvæmari" eða „mun betri þjónusta með svipuðum til- kostnaði“. Hér fylgir mat sem byggir á næst- um engum upplýsingum og því hugsanlega flestar tölurnar víðs fjarri lagi (allt of lágar?). Ég set þær hér fram í þeim tilgangi að draga fram álit þeirra manna sem hafa betri upplýsingar og fá greidd laun fyrir að stjórna þessum málum og einnig til þess að sýna hvaða liði ég held að þurfi að taka með í reikninginn. Meðan þetta er eina tölulega matið á þjóðhagslegum hagnaði af sameiningunni þá er það jafnframt það skásta. Helstu forsendur fyrir matinu eru eftirfarandi: Sameiningin dregst um tvö ár. Eftir sameiningu verður hægt að veita töluvert betri þjón- ustu með 5 (?!) færri vögnum. Betri þjónusta leiðir af sér aukna notkun almenningsvagna, styttri ferða- tíma farþeganna og minni notkun einkabíla. Minni notkun einkabíla leiðir af sér minna slit á götum, minni þörf á nýjum umferðarmann- virkjum og fækkun slysa. Rekstur 5 vagna í tvö ár 25 millj. kr. Einkabílakaup Einkabílarekstur Viðhald gatna Lægri sjúkrakostn. Tímasparnaður 15 millj. kr. 15 millj. kr. 10 millj. kr. 10 millj. kr. 5 millj. kr. Samtals þjóðhagslegur hagnaöur: 80 millj. kr. Sauðfjárræktin: Atvinnuskapandi endaleysa Grána skrifar: „ Okkar helstu höfuð í landbúnað- arstefnunni eiga miklar þakkir skildar fyrir hugkvæmni við að út- vega hinum ýmsu stéttum þjóðfélags- ins vinnu síðustu árin. Án þeirra væri eflaust öðru vísi um að litast hérlendis. Og það merkilega er að þungamiðja aðgerðanna snýst raun- verulega í kringum eitt og hið sama - þá gömlu en góðu íslensku sauð- kind. Það er ekki aðeins að heilmargir bændur og búalið hafi talsverð um- svif við hina margfrægu ferfætlinga heldur þarf Landgræðslan ekki að kvíða aðgerðaleysi næstu áratugina. Loðdýr og loðdýrabændur lifa góðu lífi á okkar ágæta memedýri og ösku- karlar hafa yfrið nóg að starfa. Ekki hefur ennþá verið fullreynt að ala kindur hálfvilltar og styggar sem villibráð fyrir erlenda sportveiði- menn en eflaust er heilmikill markaður þar ónýttur ennþá. Mikilvægt er að hinir nýju stjórn- arherrar geri sér grein fyrir mikil- vægi sauðíjárræktar fyrir þjóðarbú- skapinn og möguleikana sem þarna eru á ferðinni. Til dæmis er góður siður sem iðkaður hefur verið nú síð- ustu árin - það er að segja að gefa útlendingum lambakjöt í allmiklu magni. Til forna voru gestir einmitt leystir út með gjöfum og nú strax koma upp í hugann sænsku konungs- hjónin sem væntanleg eru innan tíðar. Ekki væri nú ónýtt fyrir þau, blessaðar heiðursmanneskjurnar, að fá svo sem eins og fimm þúsund tonn af þeim dilkabirgðum sem til eru í landinu. Búbæturnar gerast varla betri og ekki yrði aldeilis matarlaust í sænsku höllinn i eftir þessa rausn- arlegu gjöf frá frændunum norður í hafi. Af þessu öllu má sjá að óráðlegt væri að draga úr framleiðslu á kinda- kjöti, þvílík not sem við höfum af dilkunum gildu og til skammar að skera við nögl niðurgreiðslur til sauðkindarinnar. Þeir sem sífellt eru sífrandi yfir skattheimtu af ýmsu tagi ættu að skammast sín - og þakka fyrir að þeim framsýnni menn skuli halda um stjórnartaumana." Ef til vill verður íslenska sauðkindin siðar vinsæl villibráð og stolt hvers sportveiðimanns að hafa höfuð einnar slíkrar á arinveggnum. Þetta er Herdísarvikur- Surtla sem skotin var i september árið 1952. Skjótið varginn G.K. hringdi: Ég er algjörlega sammmála því sem einn argur skrifaði um ástand- ið við Tjömina í blaðið á fimmtu- dag. Það er alveg furðulegt að yfirvöld skuli ekkert aðhafast í þessu máli. Það er mjög sorglegt að fylgjast með og vita af því að máfurinn skuli fá að leika lausum hala og drepa ungana á Tjöminni í stórum stíl. Er ekki hægt að hafa menn á vöktum við Tjömina í tvo til þrjá mánuði á vorin og freta á vargana þegar þeir birtast. I guð- anna bænum, yfirvöld, gerið eitt- hvað í málinu! Fækkið varginum strax! Ekki fleiri krossa Fálki skrifar: Enn einu sinni hefur forsetinn sæmt hina ýmsu landsmenn orðum og krossum íyrir að mæta í vinn- una. Ég er ekki einn um það að finnast þetta hlægilegt brambolt og til þess fallið að draga úr áhrif- um slíkrar viðurkenningar. Það er kannski íúllróttækt að leggja alveg niður slíkar orðuveitingar en mætti ekki leggja þær að mestu leyti niður? Þá á ég við að veita slíkt einungis í undantekningartil- vikum og þá aðeins fyrir einhver stórkostleg afrek sem vert er að minnast í framtíðinni. Þessu verð- ur að breyta ef orðuveitingar íslenska forsetaembættisins eiga ekki að verða einn allsheijar brandari í augum fólksins í landinu. Margeir Sigurðarson: Ágætlega - er þetta ekki fínn staður? Sólveig Guðjónsdóttir: Það er allt í lagi ef það verður ekki of stórt - en ég hef reyndar ekki séð nýjustu til- lögurnar. Ólöf Pétursdóttir: Ekki nógu vel. Ég held að þetta verði að vera það stór bygging að hún passi ekki í því um- hverfi sem þarna er fyrir. Hvernig líst þér á ráðhús- byggingu við Tjörnina? Valdimar Guðmundsson: Mér líst ágætlega á það - þeir gera enga vit- leysu, sérfræðingarnir hérna í bæjarmálunum. Vilborg Einarsdóttir: Mér líst bara vel á það, hef reyndar ekki séð síð- ustu tillögurnar en sýnist staðsetn- ingin - að hafa ráðhúsið í miðbænum - nokkuð góð. Björk Jónsdóttir: Ekkert voðalega vel. Það er hætt við að það skemmi umhverfið sem er flott eins og það er - gamalt og rótgróið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.