Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Page 23
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987. Fréttir Stjorn og aðaleigendur Logfræðiþjónustunnar hf. að Engjateigi 9. William, Brynjólfur, Ásgeir, Páll, Kristján og Ingólfur. Lögfræðiþjónustan hf. með nýjungar: Leggur fram gjald- skrá og leiðbeiningar Nýtt íyrirtæki á sviði lögfræði, Lög- fræðiþjónustan hf., hefur tekið til starfa og bryddar upp á nýjungum sem greiða viðskiptavinunum leið að þjón- ustunni. Gjaldskrá yfir margvislega þjónustu liggur frammi og litlir bækl- ingar um nokkur af algengustu við- fangseíhum fólks þar sem lögfræði kemur við sögu. Ennfremur verður sá háttur hafður á íjármunavörslu íyrir víðskiptavini að stoíha sérstaka reikninga fyrir hvem og einn og blanda fjármunum þeirra og stofunnar ekki saman eins og algengt er. Þá verður haft samstarf við Lögheimtuna hf. um innheimtu- og upplýsingaverkefni. Um leið og Lögfræðiþjónustan hf. hóf starfsemi sína kynnti hún niður- stöður könnunar á viðhorfum almenn- ings til lögmanna en þegar hefur verið gerð grein íyrir þeim hér í DV. Þar kom fram að rúmlega 36% fólks hefur einhvem tíma notað sér lögfræðiþjón- ustu. Að stofunni standa sex héraðsdóms- lögmenn; þeir Ingólfur Hjartarson og Asgeir Thoroddsen, sem hafa starfað saman að Lögheimtunni hf., William Th. Möller, sem verið hefur aðalfull- trúi lögreglustjóra, Kristján Ólafsson, sem var bæjarlögmaður í Kópavogi og áður lögfræðingur Alþýðubankans h£, Lára Hansdóttir og Bjarni Þór Óskarsson. I stjórn Lögfræðiþjónustunnar hf. eru þeir Ingólfur og Asgeir, Brynjólfur Sigurðsson, prófessor í viðskiptadeild Háskólans, og dr. Páll Sigurðsson, prófessor í lögffæðideild. -HERB Við Æðarfossa i Laxá í Aðaldal er myndefni gott og utsýni DV-mynd G.Bender Náttúrufegurð: Æðarfossar í Laxá í Aðaldal „Æðarfossamir hafa allt í einu fellt sinn fimbulsterka róm. Þeir em þó i aðeins 200 metra fjarlægð. Niðurinn heyrðist ekki, en allt í einu berast til okkar hljómkviður Brúafossa, sem eru lengst frammi í dalnum, ofan við Gren- jaðarstað. Og lækirnir og lindimar í Kinnarfjöllum kveða nú sinn dýrasta óð, Islands lag á sína visu, ljóðræn lög með óteljandi blæbrigðum." Útivist Gunnar Bender Margir hafa sagt frá Æðarfossunum í Laxá í Aðaldal í máli og myndum, enda er einstaklega fallegt við fossinn. Jakobi V. Hafstein verður oft tíðrætt um fossinn í bók sinni, Laxá í Aðald- al, og hann segir á öðrum stað um nágrenni fossins og líf þar fyrir mörg- um árum. „Ljóshærður tólf ára sonur minn kemur hlaupandi niður einstigið i bjarginu ofan við strenginn. Veiðidís- inn hefur tekið hann í fang sér frá blautu barnsbeini. Hann var fimm ára gamall, þegar hann dró fyrsta laxinn. Mér hefur oft dottið í hug, að veiði- skapurinn ogveiðiálipginnjylginafpi. Ég hef haft gaman af því að kenna 'nonum að fara með stöng, og hann hefur verið námsfús nemandi. félagi og vinur. Lítill fíngerður, dökkhærður bróðir hans leikur sér að skeljum, sem hann hefur fundið úti á sandinimi norður af Breiðunni. Hann raðar þeim á gras- balann undir berginu, sem slútir fram yfir Bjargstrenginn og Breiðuna ofan- verða." Æðarfossana sá ég í fyrsta skipti síð- asta sumar og það var eftirminnilegt. maður settist niður og viiti þéssa feg- urð fyrir sér. Þar sem ég sat sá ég veiðimann renna fyrir laxa og aðra róa yfir í Kistukvísl og Kistuhyl til að renna. Skönunu seinna sá ég þá setja í lax og landa. Þaðan sem ég sat var fögur sýn yfir fossana, ána, hraunið, flóann og flallahringinn. Næst þegar þú átt leið um þetta fallega svæði skaltu staldra við og sjá Æðarfossana, í þeim býr leyndardómiir sem vert er að skoða. Laxá í Aðaldal ér líka fræg fyrir fjölskrúðugt lífríki sitt, svo sem gróður i hólmum og bökkum, fuglalíf og stórlaxa. Hún skartar flúðiun, strengjum og fossum. Margir hafa sagt að hún sé fegursta laxveiðiá í Evrópu. En mundu þegar þú átt næst leið um að þú finnur Æðarfossana norðvestur .frþ.La^amýri pg;gefðucþér.tíma.fyl að;, skoða. G.Bender Ertu ferðatryggður? Ferðatrygging Almennra Trygginga er hagkvæm og víðtæk heildarlausn. Hún er ferðaslysa-, sjúkra-, ferðarofs og farangurstrygging og veitir aðgang að SOS neyðarþjónustu. ÆhííŒíTíET? TRYGGINGAR Siðumula 39 / Simi 82800 E ferðagjaldeynr 1 [SRKSgNl Ferðatékka og útlenda seðla í öllum helstu gjaldmiðlum heims færðu hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, dollara, pund, vestur-þýsk mörk, peseta, hollensk gyllini. .. Sparisjóður Reykjavíkurog nágrennis SKÓLAVÖRÐUSTÍG 11 ■ SÍMI 27766 AUSTURSTRÖND 3 ■ SÍMI 625966 HÁTÚNI 2B ■ SÍMI 622522 Bæði ferðayjaldeyrinn oy ferðatryyyinyu Almennra færðu hjá Sparisjóði Reykjavikur oy náyrennis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.