Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 32
32
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987.
Erlendir fréttaritarar
Vinstvi aimurinn í meirihluta í þing-
flokki Veikamannaflokksins?
Vinstri armur flokksins gæti reynst Neil Kinnock erfiður. - Simamynd Reuter
Milljónir póstkorta
til drengs
sem ekki er til
Ján Omw HaSdörasœi, DV, Larvdan;
Á síðustu fimm árum hafa milljón-
ir póstkorta borist til þorps í Skotl-
andi stíhið á „Buddy“. Meðal þeirra
sem sent hafa kort til Buddy eru
Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti
sem skilaði til hans kveðju frá
Nancy. í síðustu viku bárust Buddy
tíu þúsund kort en allt upp í tuttugu
þúsund kort hafa borist á einni viku.
Póstmenn í Paisley i Skotlandi eru
í þann veginn að gefast upp ó þessu
flóði og nú hefúr Sunday Times skýrt
frá því að Buddy hafi aldrei verið
til, heldur hafi milljónir manna sent
póstkort út af raisskildum skilaboð-
um um talstöð í Skotlandi fyrir fimm
ánm
andi sem átti að vera heimili
drengsins. Sagan komst í blöð hing-
að og þangað um heiminn og þegar
hún barst Ronald Reagan til eyrna
létu þau Nancy ekki á sér standa
heldur aendu hjartnœmt kort til
Buddy í Skotlandi. Þingmenn á
breska þinginu fengu að vita um
Buddy og voru hvattir til að senda
honum kort og eins munu óhafnir
og ferþegar ó þotum frá British Air-
ways og Air Canada hafa reynst
Buddy drjúgir pennavinir en sagt
var frá öríögum hans um kallkerfi í
flugvélum.
Þótt fimm ár séu nú liðin frá því
Buddy komst fyrst í heimsfréttir er
sagan enn á ftíllri ferð og fyrir að-
eins tveimur vikum voru sjóhðar í
Þetta byrjaði með því að einhver kanadíska flotanum hvattir til að
heyrði í talstöð um lítinn dreng í gleðja Buddy með póstkortum. Pyrir
Skotlandi sem var að deyja úr hvít- aðeins viku síðan birti svo eitt
blæði. Sagt var að drengurinn ætti stærsta blað Spánar, E1 Pais, heimil-
sér þá ósk að fa sem flest póstkort isfang Buddy og spáði blaðið því að
frá radíóáhugamönnum. 1 meðförum spænska þjóðin myndi ekki láta sitt
breyttist svo sagan og sagt var að eftirfiggjaviðaðgleðjaBuddyfitla.
drengurinn Buddy vildi komast í En póstmenn í Skotlandi hafe fyrir
heimsmetabók Guinnes sem sú per- löngu gefist upp við að gefa póstkort-
sóna sem flest póstkort hefur fengið. in til góðgerðastofiiana sem framan
Sagan barst út og innan skamms af hirtu af þeim frímerkin og nú eru
fóru að berast allt að tuttugu þúsund tugþúsundrr korta eyðilögð í hverj-
póstkort á viku til þorpsins í Skotl- um mánuði.
Jón Oimur HaJldórsson, DV, Landon:
Tvö samtök vinstri manna innan
þingflokks breska Verkamanna-
flokksins hafa reynt að ná samkomu-
lagi um samvinnu en samanlagt gætu
þessi samtök haft meirihluta innan
þingflokksins. Ef þetta gerðist gæti
vinstri armur flokksins ráðið sam-
setningu skuggaráðuneytis Neil
Kinnocks en skuggaráðherrar eru
kosnir af þingflokknum sem tals-
menn flokksins i hinum ýmsu
málaflokkum og fá slíkir yfirleitt við-
komandi ráðherraembætti ef flokkur
þeirra nær völdum.
Þeir sem sitja í skuggaráðuneytinu
ráða að mestu stefnu flokksins, eða
að minnsta kosti hvernig sú stefna
er túlkuð fyrir almenningi því aðrir
þingmenn flokksins komast lítt í fjöl-
miðla.
Þó að staða Kinnocks sé aímennt
talin sterk í flokknum eftir kosning-
arnar fyrir rúmri viku þá getur
vinstri armur flokksins orðið honum
enn erfiðari viðfangs en áður var,
vegna þessarar stöðu í þingflokknum
en vinstri menn styrktu mjög stöðu
sína þar í kosningunum og munu
eflaust enn ef þeir ná saman um
kosningar til skuggaráðuneytisins.
Dýr áfengismeðferð hjá
Von Veritas í Danmörku
Haukur L. Hauksson, DV, Káupmaunahöfn;
Danskur alkóhólisti, sem verið hef-
ur í meðferð hjá Von Veritas á Loll-
andi í Danmörku, sá fulla ástæðu til
þess að hafa samband við Extrabladet
þar í landi vegna meðferðarinnar.
Maðurinn er fimmtíu og fimm ára,
fyrrverandi verktaki, og segir að fólk,
sem vill fara í meðferð eftir hinu svo-
nefnda Minnesota-módeli, þurfi ekki
að greiða fiörutíu þúsund danskar
krónur fyrir fjögurra vikna meðferð
hjá Von Veritas, eins og hann hafi
gert. Sömu meðferð sé hægt að fá hjá
hinni svonefhdu Helios stofhun fyrir
aðeins tólf þúsund og ótta hundruð
danskar krónur. Þar spari maður
27.200 krónur en fái sömu meðferð á
jafhlöngum tíma.
Maðurinn taldi ástæðu til að vekja
athygli á þessu þar sem margir alkó-
hólistar hafi ekki komist í meðferð
eftir Minnesota-módelinu vegna
kostnaðarins. Muninn á þessum tveim
meðferðarstofnunum segir maðurinn
vera þann að Von Veritas eigi að gefa
ágóða en ekki Helios. Hjá Von Veritas
sé einnig verið að láta gjöld halda
uppi óþarfa lúxus, meðal annars sé þar
haldið gangandi flota af BMW-bifreið-
umn og kosti það ekki svo lítið.
Forstöðumaður Helios stofhunar-
innar segist hafa fengið Minnesota-
módelið ókeypis og segist myndu fá
samviskukvalir ef hann færi að þéna
stórlega á því að hjálpa öðrum alkó-
hólistum. Fjárhagurinn sé í lagi
meðan sjúklingamir greiði tólf þúsund
og átta hundruð krónur fyrir hús-
næði, mat og meðferð, auk kennslu.
Bætti forstöðumaðurinn því við að
meðferðarheimili af þessu tagi ættu
að hafe það að markmiði sínu að gera
menn heilbrigða en ekki að hafa af
þeim ágóða.
Nektardansmey og þing-
maður vekur hneykslun
Baldur Röbertssan, DV, Genúa;
„Það er ekkert ljótt eða slæmt við
kynlíf og ekkert að fela,“ segir nektar-
dansmeyjan og nýkjörinn þingmaður
Róttæka flokksins á Ítalíu, Ilona Stall-
er. „Það sem er slæmt í heiminum er
að margir svelta, kjamorkuver, eitur-
lyfjasala og svo framvegis.“
Og Ilona, sem á sviðinu kallar sig
Cicciolinu, heldur áfram og fullyrðir
að það sé ekkert athugavert við að
venjulegt fólk fái að horfa á kynlífs-
sýningar eða geti leigt vídeóspólur
með kynferðislegu efhi. Hún telur það
raunar sjálfsagt í lýðræðisríki. „Þeir
sem skrifa langar og neikvæðar grein-
ar um mig og sýningar mínar eru
líklega mjög óánægðir með sjálfa sig
og kynlíf sitt,“ bætir hún svo við.
Staller hélt nú um síðustu helgi
fyrstu opinberu kynlífssýningu sína
eftir að hún var kjörin á þing fyrir
Róttæka flokkinn í kosningunum ó
Ítalíu í síðustu viku. Sýningin, sem
haldin var í Viareggio á laugardags-
kvöld, þótti mjög svæsin, enda lék
þingmaðurinn sér á sviðinu í hálfa
aðra klukkustund, með ýms tól sem
seld em í sérverslunum víða um heim
og hægt er að fá í póstverslun á ís-
landi. Að sögn áhorfenda var lokaat-
riðið, þegar þingmaðurinn lék sér að
lifandi snák, einna áhrifamest. í lok
atriðis þess kastaði hún af sér vatni á
sviðið, með þeim afleiðingum að það
skvettist á blaðaljósmyndara einn sem
hafði reynt að komast sem næst dans-
meynni.
Sýning Cicciolinu vakti mikla
hneykslun á Ítalíu. Fjölmiðlar þar
lögðu áherslu á að skýra ekki fró sýn-
ingunni og sumir þeirra hafa skorið
upp herör gegn sýningum hennar, sem
þykja skerða verulega virðingu ítalska
þingsins.
ítölsk yfirvöld íhuga nú hvort þau
eiga að bera fram ákærur á hendur
Ilonu fyrir ósæmilega framkomu. Hún
hefur áður verið dæmd til fangelsis-
vistar fyrir raddalegar sýningar. Sem
þingmaður mun hún hins vegar njóta
friðhelgi og ekki unnt að saksækja
hana nema því aðeins að samþing-
menn hennar taki sig saman um að
svipta hana þinghelgi.
í gær var tilkynnt að stofhaður hefði
verið sérstakur þrýstihópur sem hefur
það markmið að koma í veg fyrir að
Cicciolina taki sæti sitt á ítalska þing-
inu. Sjólf hefur hún lýst því yfir að
helst vilji hún mæta til þingstarfa
nakin.
Cicciolina hefur ekki í hyggju að láta af kynlífssýningum sinum þótt hun
sé orðin virðulegur þingmaður. - simamynd Reuier