Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Qupperneq 33
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987.
33
Erlendir fréttaritarar
Bandalagið að sundrast?
Jón Ormnx HaMórsson, DV, Landon;
David Owen og nokkrir af stuðn-
ingsmönnum hans munu hafa ákveðið
að berjast gegn sameiningu Frjáls-
lynda flokksins og Bandalags lýð-
ræðisjafnaðarmanna, SDP, i
Bretlandi. David Steele og nær allir
þingmenn Frjálslynda flokksins hafa
byrjað baráttu íyrir sameiningu flokk-
anna sem hafa unnið saman í síðustu
tveimur þingkosningum í Bretlandi en
eru þó'enn tveir sjálístæðir flokkar.
Nokkrir af helstu leiðtogum SDP hafa
tekið undir hugmyndir frjálslyndra og
þar á meðal þrír af fjórum stofnendum
flokksins, þau Roy Jenkins, Shirley
Williams og Bill Rogers en þau voru
öll ráðherrar Verkamannaflokksins,
ásamt David Owen og gengu úr
flokknum árið 1981 til að stofoa SDP.
I þingkosningunum fyrir rúmri viku
fengu fijálslyndir sautján þingmenn,
en SDP aðeins fimm. Ef flokkamir
hefðu fengið þingsæti í samræmi við
atkvæðamagn hefðu þingmenn þeirra
hins vegar orðið mmlega hundrað og
fjörutíu talsins og Ihaldsflokkinn hefði
þá vantað fimmtíu þingsæti á að ná
meirihluta. Það var einmitt vegna ein-
menningskjördæmaskipunar í Bret-
landi sem flokkamir tveir tóku
höndum saman, en hvor um sig hafa
þeir enga möguleika til að ná nægileg-
um §ölda þingmanna til að hafa áhrif
í þvf tveggja flokka kerfi sem kjör-
dæmaskipan hefur búið til í landinu.
En þrátt fyrir samvinnuna hafa flokk-
amir ekki náð að brjóta niður þá
múra sem em á milli tveggja stærstu
flokkanna og í þeim umræðum sem
farið hafa fram eftir kosningar hefur
komið í ljós, að flestir kenna því um
að flokkamir tveir hafa hvor sinn leið-
togann og hvor sína stefnuna í mikil-
vægum málum, þó um flest megi heita
eining. Margir vilja trúa því að ef
flokkamir verða sameinaðir muni
staða þeirra styrkjast vemlega. David
Owen virðist hins vegar hafa tekið þá
ákvörðun að leggja pólitískt líf sitt að
veði í baráttu fyrir áframhaldandi til-
vem SDP sem sjálfstæðs flokks en
litlar líkur em taldar á því að Owen
geti náð kjöri sem leiðtogi sameinaðs
flokks frjálslyndra og jafhaðarmanna,
því staða fijálslyndra yrði mun sterk-
ari en jafhaðarmanna í þeim flokki.
Fyrir utan persónulega hagsmuni mun
Owen einnig vantreysta fijálslyndum
í nokkrum mikilvægum málum og þá
einkum í vamarmálum en þótt Owen
komi úr Verkamannaflokknum er
hann talinn lengra til hægri í flestum
efnum en þingflokkur fijálslyndra.
David Owen leggur nú pólitíska framtíð sina að veði fyrir áframhaldandi sjálfstæði SDP.
Símamynd Reuter
Stjórnmálaframtið Rajiv Gandhis er nú mjög óviss eftir undanfarna ósigra.
- Símamynd Reuter
Vaxandi erfiðleikar
Rajiv Gandhis
Jón Ormur HaMórssan, DV, Landoru
Þingmenn Kongressflokksins á Ind-
landi stefndu til Delhí um helgina til
að votta Rajiv Gandhi hollustu sína
eftir ósigur flokksins í Haryana-fylki
á norður Indlandi í síðustu viku. Um
leið hafa nokkrir andstæðingar Gand-
is í flokknum skorað á V.P. Singh, sem
Gandhi rak nýlega úr embætti vamar-
málaráðhera, að leiða baráttu innan
flokksins fyrir því að reka Gandhi frá
völdum.
Hver ósigurinn af öðrum
Ósigur Kongressflokksins í Haryana
var mikill og kom í kjölfar ósigra í
fleiri fylkjum. Nær allir ráðherrar í
ríkisstjóm fylkisins töpuðu sætum sín-
um á fylkisþinginu og kongressflokk-
urinn fékk aðeins fjögur sæti á þinginu
í staðinn fyrir sextíu og eitt árið áður.
Fyrr á þessu ári náðu kommúnistar
hreiniun meirihluta á þingi Kerala-
fylkis á Suður-Indlandi og um leið
styrktu kommúnistar meirihluta sinn
í Vestur-Bengal, þar sem sextiu millj-
ónir manna hafa búið undir stjórn
marxista í nokkur ár, en nær hundrað
milljónir Indveija búa nú undir stjórn
kommúnistaflokka.
Andstæð öfl
Um leið hefur íhaldssömum flokkum
einnig vaxið ásmegin á kostnað Kon-
gi-essflokksins, en flokkurinn inni-
heldur bæði sósialisk öfl og fólk sem
vill aukið fijálsræði fyrir fjámiagn á
Indlandi. Gandhi hefur fyrst og fremst
stuðst við þau öfl sem vilja auka fijáls-
ræði í efnahagsmálum en stór hluti
flokksins aðhvllist skipulagshyggju og
meirihlutinn er andsnúinn því að er-
lendu fjármagni verði hleypt inn á
Indland í nokkm mæli.
Gandhi hefúr mátt eiga við stjóm-
málalegan ágreining af þessu tagi, en
um leið hefur hann lent upp á kant
við þá aðila sem stjóma mestu í flokks-
maskínu Kongressflokksins með
viðleitni sinni til að draga úr spillingu
í landinu. Þessi viðleitni Gandhis hef-
ur hins vegar ekki gengið lengra en
svo að þegar V.P. Singh. þá fjármála-
ráðherra, þótti höggva of of nærri þeim
peningamönnum sem styðja Kon-
gi-essflokkinn var hann færður til í
ríkisstjóminni og gerður að vamar-
málaráðherra. Þegai- Singh síðan
fyrirskipaði rannsókn á spillingu í
kringum vopnakaup frá Svíþjóð var
honum vikið úr ríkisstjóminni. Singh
er því í mjög sterkri aðstöðu gagnvart
almenningi á Indlandi sem er lang-
þreyttur á pólitískri spillingu í
landinu. Margir af hörðustu andstæð-
ingum Gandhis í Kongressflokknum
em hins vegar enn meiri andstæðingar
Singhs vegna baráttu hans gegn spill-
ingu þannig að vafasamt er að hann
hafi mikinn árangur þótt hann leggi
upp í herferð gegn Gandhi í flokknum.
Meirihluti á móti
Kongressflokkurinn hefur tapað öll-
um fylkiskosningum sem haldnar hafa
verið í landinu frá því Rajiv Gandhi
tók við völdum fyrir tæplega þremur
árum. Gandhi hefur tapað vemlegum
hluta þess trausts sem við hann var
bundið í fyrstu og honum verður sí-
fellt erfiðara að koma stefnu sinni í
framkvæmd því þótt meirihluti hans á
þingi sé tryggur hefur þar hvort
tveggja gerst, að meirihluti fylkis-
stjóma landsins em nú flokki hans
andvígar og svo hitt að minna afl er
á bak við orð forsætisráðherrans eftir
hvern ósigur hans af öðrum.
Dagleg vandamál þeirra fimm
hundruð milljóna Indveija sem búa í
námunda við hungurmörkin hafa lítið
blandast i valdabai'áttuna í Delhi. Ind-
veijum fjölgar nú um átján milljónir
á ári, eða um fjölda sem svarar til ís-
lensku þjóðarinnar á hverjum fimm
dögum. Af þeim 785 milljónum sem búa
í landinu em varla nema um þrjú
hundmð milljónir i beinum tengslum
við peningahagkerfið en fimm hundr-
uð milljónir fátæklinga mynda meira
en þriðjung allra hinna fátækustu í
heiminum. Urn leið hefur Indverjum
hins vegar tekist að byggja upp marg-
þættan iðnað heima fyrir, að miklu
leyti án erlendrar tækniaðstoðar, og
stefha þeir að því að bætast í hóp
helstu iðnríkja heims innan fárra ára-
tuga.
• •
TEPPIN
KOMIN
Mikið úrval. Sérlega hagstætt verð.
TEPPAVERSLUIM FRIÐRIKS BERTELSEN H/F, SÍÐUMÚLA 23, S.
686266.