Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Síða 38
38
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987.
Utvaip - Sjónvarp
DV
RÚV, rás 2, kl. 19.30:
Ágrænu
Ijósi
Á grænu ljósi er ekki umferðar-
þáttur á rás 2 heldur þáttur blandað-
ur þungarokki og þjóðlegri tónlist í
umsjá Kristjáns Sigurjónssonar.
Þátturinn í kvöld hefst eins og
venjulega með lögum við uppvaskið,
frá 19.30 til 20, þar sem sígild lög
með Bítlunum, Rolling Stones og
fleirum verða spiluð. Að því loknu
hefst þungarokk frá hátíð sem hald-
in var í Downingtown í ágústmánuði
síðastliðnum, þjóðlagarokk og rótar-
tónlist. Til aðstoðar í þeim hluta
þáttarins verður Sigurður Sverris-
son. í lokin verður kynnt ný plata
og ýmiss fróðleikur látinn fljóta
með.
Þáttur þessi verður á hverjum
þriðjudegi út sumarið.
Bon Jovi og fleiri koma við sögu Á
grænu Ijósi í kvöld.
Stöð 2 kl. 20.50:
Leikhús og kvikmyndahús
Jr
Bíóborg
Moskítóströndin
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15.
Morguninn eftir
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Krókódila Dundee
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bíóhúsið
Blátt flauel
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bíóhöllin
Leyniförin
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Lögregluskólinn
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Með tvær i takinu
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Vitnin
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Litla hryllingsbúðin
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Háskólabíó
Á toppinn
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Laugarásbíó
Draumátök
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16. ára.
Hrun ameríska
heimsveldisins
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16. ára.
Einn á reiki
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Dauðinn á skriðbeltum
Sýnd kl. 3. 5, 7, 9 og 11.
Regnboginn
Þrír vinir
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10,
9.10 og 11.15.
Gullni drengurinn
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.15.
Fyrsti april
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05,
9.05 og 11.05.
Herramenn
Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15.
Herbergi með útsýni
Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15.
Stjömubíó
Fjárkúgun
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Engin miskunn
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
Svona er lifið
Sýnd kl. 7.
Ógnarnótt
Sýnd kl. 11.
Bönnuð innan 16. ára.
UWKM
alla cikuna
iu Á
Þjóðleikhúsið
í
I
Leikför Þjóðleikhússins 1987
Hvar er hamarinn?
Patreksfirði I kvöld kl. 20.30.
Króksfjarðarnesi 24. júni.
Búðardal 25. júní.
Stykkishólmi 26. júní.
Grundarfirði 27. júní.
Hellissandi 28. júní.
Borgarnesi 29. júni.
Akranesi 30. júni.
ov
fæst
í blaðasölunni
á
járnbrautarstöðinni
i
Kaupmannahöfn.
Laus úr viðjum
Myndin sem er á dagskrá Stöðvar
2 fjallar um ástvinamissi, skilnað og
þann sársauka og þá erfiðleika sem
fylgja í kjölfarið. Hún er bandarísk
og er byggð á bók dr. Zev Wanderer.
Alex Schuster býr með 10 ára göml-
um syni sínum en á erfitt með að feta
sig í lífinu eftir að kona hans ferst í
bílslysi. I öðrum enda bæjarins býr
Kate, en hún er í þann mund að skilja
eftir fimm ára sambúð. Þau hittast
þegar þau eru að leita sér hjálpar og
rugla saman reytum .
Með helstu hlutverk fara Sharon
Gless (Cagney og Lacey), John Ritter
og Max Gail. Leikstjóri er Jack Bend-
er.
Kvikmyndir
Laugarásbíó/Einn á reiki:
Kjamorkustríðsdrama
Survlvor
Bandarlsk
Leikstjórl: Michael Shackleton
Aðalhlutverk: Chip Mayer, Richard Moll
og Sue Kidd.
Kjamorkustríð hefur riðið sið-
menningunni að fullu og á jörðu
ríkir stjómleysi þar sem lögmálin
um auga fyrir auga og tönn fyrir
tönn eru aðalsmerki mannlífsins
(sem enn þrífst).
Geimfari nokkur, sem var um borð
í geimferjunni Challenger II þegar
ragnarökin riðu yfir, hefur snúið
aftur til jarðar og leitar „fyrirheitna
landsins". Það er staður sem gamall
Tyrki (sem aldrei sést) vísaði honum
á en þar mun vera bæði fólk og vatn
að finna. Á leiðinni verður geim-
farinn nafnlausi, sem leikinn er af
Chip Mayer, ástfanginn af konu er
býr í strönduðu skipi. Konunni er
rænt og í leit sinni að henni ratar
geimfarinn á „fyrirheitna landið“.
Það reynist vera gömul orkustöð
þar sem einungis 52 íbúar hafast við.
Fæði er af skomum skammti og því
verður einhver að deyja í stað nýs
lífs er kviknar. Geðveikur Amerík-
ani, Kragg að nafni, stjómar staðn-
um með harðri hendi og hefur tekið
allar frjóar konur í sína þjónustu -
til að ala upp kyn sitt. Kragg býður
geimfaranum samvinnu við endur-
sköpun heimsins við litlar undirtekt-
ir. Myndinni lýkur með uppgjöri
þeirra tveggja. Geimfarinn sigrar
eftir mikla pústra og hlaup og hlýtur
ástina sína að sigurlaunum jafii-
framt því sem hann losar staðinn
undan ógnarstjóm Kraggs.
Söguþráðurinn býður þannig ekki
upp á mikið og er á tíðum hálfrugl-
ingslegur, einkum vegna þess að
leikstjórinn er sífellt að flétta inn í
atburðarásina fortíð og framtíð.
Framsetningin er því ekki upp á
marga fiska.
Meðalmennskan er allsráðandi í
leik leikaranna sem virðast ekki ná
fullum tökum á hlutverkum sínum.
Hér er því um mynd að ræða sem
gleymist fljótt og menn fara vart á
nema þeir hafi ekkert annað betra
að gera. Það er því kannski ekki að
furða að þegar þetta birtist hefur
Laugarásbíó fært myndina yfir í c-
sal.
-JFJ
f