Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1987, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritst|órn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987.
Bifreiðaeftiriitið:
Starfsmenn
fundaí dag
í morgun lá starfsemi Bifreiðaeftir-
litsins enn niðri. Gunnar Jónasson.
formaður Starfsmannafélagsins.
sagði að samstaða meðal starfs-
manna væri mikil og órofin og barist
yrði til þrautar. Gunnar sagði að
starfsmenn væru famir að ræða upp-
sagnir án þess að það væri neitt til
að bvggja á. alla vega ekki enn.
í gær felldi starfsmannaráð tillögu
um að starfsmenn létu af þessimi
aðgerðum. Tillagan féll á jöfhu en í
ráðinu sitja sex rnenn. þrír frá stjóm-
endum fvrirtækisins og þrír frá
öðrum starfsmönnum. Frá stjóm-
endum sitia í ráðinu Guðni Karlsson
forstióri. Heiðar Viggósson skrif-
stofustjóri og Rúnar Guðmundsson
umdæmisfulltrúi í Reykjavík. Frá
^ starfsmönnum sitja í ráðinu Gunnar
Jónasson. Siguijón Bjamason og
Anna Helgadóttir. Þeir þrír fvrst-
nefndu samþykktu tillöguna en hin
þrjú greiddu atkvæði gegn henni.
Fyrir hádegi í dag gengu síðan
fulltrúar úr starfsmannaráði til
fundar í dómsmálaráðuneytinu. Enn
er óljóst hvað kemur út úr þeim
fúndi en dagurinn í dag er sá fjórði
sem Bifreiðaeftirlitið er lokað vegna
aðgerða starfsmanna.
Haukur Ingibergsson forstjóri
sagði við DV í morgun að á smærri
stöðum úti á landi væri starfsemin
með eðlilegum hætti en á stærri
stöðum væri svipað ástand og í
Reykjavik. Haukur bætti við:
..Kjami málsins er sá að Bifreiðaeft-
irlitið á ekki meiri peninga nú en
fyrir viku." -sme
Hassolían:
Gæsluvarðhald
staðfest
Hæstiréttur hefur staðfest gæslu-
varðhaldsúrskurð yfir einum af
mönnunum þremur sem handteknir
vom á hvítasunnudag með um 750
^ grömm af hassolíu í fórum sínum.
Hinir tveir áfrýjuðu ekki en úr-
skurðirnir kveða allir á um 30 daga
gæsluvarðhald. í félagi með mönn-
unum þremur var Englendingur sem
handtekinn var i Manchester en
ólíklegt þykir að farið verði fram á
framsal hans. -JFJ
LOKI
Þá er Framleiðsluráðið
farið í hundana.
Alþjóða hvalveiðiráðið að klofna?
Halldór hótar
nýjum hval-
veiðisamtökum
Djúpstæður ágreiningur lun hval-
veiðar í vísindaskyni kom fram strax
í gær, á fyrsta degi ársfúndar Al-
þjóða hvalveiðiráðsins sem haldinn
er í Boumemouth í Bretlandi. Islend-
ingar brugðust þar hart við gegn
tillögu Bandaríkjamanna um yfir-
stjóm ráðsins á vísindaveiðunum.
hótuðu úrsögn úr ráðinu og stofnun
nýrra samtaka hvalveiðiþjóða um
hagsmuni sína.
Tillaga Bandaríkjamanna er studd
af Svíum, Finnum, Hollendingum,
Ástrah'umönnum og Ný-Sjálending-
um. Gert er ráð fi,TÍr umsögn vís-
indanefiidar .Alþjóða hvalveiðiráðs-
ins um fyrirhugaðar vísindaveiðar
hverrar þjóðar og pólitískri ákvörð-
un ráðsins sjálfs. ísJendingar vilja
halda sjálfrtæði þjóðanna um vis-
indaveiðamar en samþykkja
ákveðnari reglur. Japanir, Kóreu-
menn, Norðmenn, Sovétoenn og
meira að segja Kínverjar styðja
þessa afstöðu.
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra var talsmaður íslendinga í
gær og sagði að við mvndum ekki
samþykkja tillögu Bandaríkja-
manna ef til kæmi. Til greina kæmi
að skjóta málinu tíl Alþjóðadóm-
stólsins og eins að íslendingar segðu
sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og
beittu sér fyrir stofhun annarra sam-
taka hvalveiðiþjóða um ákveðna
vísindalega nýtingu hvalastofeanna.
Þetta mál kemur aftur til umræðu
á morgun. Éf tillaga Bandaríkja-
manna verður samþykkt kemur til
kasta íslensku ríkisstjómarinnar að
ákveða endanleg viðbrögð. Þetta
mál hefiu ekki verið rætt þar form-
lega en einstakir ráðherrar Islands
hafa reynt að tala Bandaríkjamenn
til, þar á meðal Matthías Mathiesen
er hann ræddi við George Shultz
utanríkisráðherra þegar hann var
hér á dögunum. -HERB
Það er mikil stemmning á ísafirði þá daga sem staðarblöðin, Vestfirska fréttablaðið og
Bæjarins besta, koma út. Þá fara blaðburðarbörnin sem eldur í sinu um bæinn og selja
blöðin sín. Hér er það Erlingur Gíslason leikari sem ætlar greinilega að fræðast um það
helsta sem er að gerast í bænum með því að festa kaup á blaði. DV-mynd GVA
Veðrið á morgun:
Áfram
hægviðri
Veðrið helst ennþá óbreytt að
mestu. Hæg norðaustanátt eða hæg-
viðri verður um mestallt landið.
Hitastigið er frá níu og upp í sextán
stig.
Kindakjötið
í bandariska
hunda?
„Eg er að bíða eftir svari frá Banda-
ríkjunum,“ sagði Gunnar Páll Ingólfs-
son, bryti í Bændaskólanum á
Hvanneyri í Borgarfirði.
„I Bandaríkjunum er fullt af fólki
sem kaupir ekki nema það dýrasta
fyrir hundinn sinn,“ sagði Gunnar
Páll, sem hóf upp á sitt eindæmi að
kanna möguleika á að selja kindakjöt
til Bandaríkjanna sem hundamat þeg-
ar DV birti fréttir um að verið væri
að fleygja því að öskuhauga.
„Eg var í Bandaríkjunum í maímán-
uði og var þá spurður hvort það væri
möguleiki á að fá afskurð fyrir gælu-
dýr. Þegar ég sá í blöðum um daginn
að verið væri að fleygja þessu hringdi
ég strax út.“
Gunnar hugsar sér að bestu hlutum
skrokksins, lundum, hryggvöðvum og
innra læri, verði haldið eftir en af-
skurðurinn seldur út sem hundamatur.
-KMU
Burðarþolið:
Hönnuðir fá
útreikninga
Rannsóknastofaun byggingariðnað-
arins fær fyrirmæli um það í dag að
veita hönnuðum burðarþols í bygging-
unum tíu, sem frá var greint í skýrslu
á dögunum, aðgang að útreikningum
sem niðurstöður þessar byggja á, sam-
kvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá
Alexander Stefánssyni félagsmálaráð-
herra.
„Það er eðlilegt að hönnuðimir fái
þessarupplýsingar, hvemig niðurstað-
an hefúr verið fundin út. Rannsókna-
stofaun byggingariðnaðarins fær
formlega tilkynningu um þetta,“ sagði
Alexander.
„Þetta var unnið af virtum sérfræð-
ingum en ég taldi aldrei að þessi
athugun færi út á þessa braut. Það
var ekki búist við því að svona mörg
hús yrðu athuguð þannig að könnunin
varð víðtækari en ráð var fyrir gert,“
sagði Alexander. -ój
Akureyri:
100.000 krónur í
seðlum sviðnuðu
Jón G. Haukssan, DV, Akureyii
Trillukarl á Akureyri, sem er með
verbúð í svonefndri Sandgerðisbót,
ætlar að kanna hvort bankamir taka
við 100.000 krónum í seðlum en
seðlamir sviðnuðu örlítið þegar eldur
kom upp í verbúð sjómannsins í gær-
morgun. í verbúðinni voru veiðarfæri
en þar var jafnframt viðverupláss.
100.000 krónurnar vom í beinhörðum
peningum og geymdar í vcski.
Möðruvellir:
Kviknaði í
jarðvegi
Jón G. Haukssan, DV, Akuieyri:
Slökkviliðið á Akureyri var kvatt
að tilraunástöðinni á Möðruvöllum
við Eyjafjörð um hálffimmloytið í gær
en þar hafði kviknað í mó sem mikið
er af fyrir ofan stöðina.
„Það eru mestar líkur á að kviknað
hafi í út frá sígarettu. Það kraumar
vel í þessu eftir alla þurrkana að und-
anfömu. Það má eiginlega líkja þessu
við skógareldana hjá Kínverjum,"
sagði Gunnlaugur Búi, varðstjóri í
slökkviliðjnu, í morgun.