Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987.
7
Udönd
Vísa bandarískH
freigátu
frá Færeyjum
Heimastjómin í Færeyjum til-
kynnti í gær að bandarískri frei-
gótu yrði skipað að yfírgefa
færeyska landhelgi nema skip-
stjórinn gæti ábyigst að engin
kjamorkuvopn vtem um borð.
Sendu yfirvöld í Færeyjum bréf
til dönsku stjómarinnar þar sem
þess var krafist að freigátunni USS
Mccloy, sem kom til Þórshafnar í
fyrradag í tveggja daga kurteisis-
heimsókn, yrði strax vísað út úr
færeyskri landhelgi.
Hefur skipstjórinn, samkvæmt
bandarískum venjum, neitað að
greina frá hvort kjamorkuvopn
séu um borð eða ekki.
Bæði Færeyjar og Danmörk hafa
bannað kjamorkuvopn á yfirráða-
svæðum þeirra á friðartímum.
MHterrand
hlyniftur
þatttoku
Sovétríkjanna
Frantíois Mitterrand Frakk-
landsforseti sagði í gær að hann
væri hlynntur þátttöku Sovétríkj-
anna í friðaráðstefnu um Miðaust-
urlönd.
Kvað hann, eftir fund sinn með
Hosní Mubarak, forseta Egypta-
lands, að þeir er hefðu mikil áhrif
í þessum heimshluta yrðu að reeða
málefhin saman. Mitterrand og
Mubarak hittust í Genf þar sem
þeir ávörpuðu ráðstefnu Samein-
uðu þjóðanna.
Áður hafði Mubarak rætt við
Peres, utanríkisráðherra ísraels,
sem kvað þátttöku Sovétmanna
aðalhindrunina fyrir því að al
þjóðleg friðarráðstefíia gæti farið
firam vegna viðhorfa þeirra gagn-
vart ísrael.
Biskup í
páfagarði
ákærður fyrir
Qársvik
Baldur Róbetfeson, DV, Genúa;
Rannsóknin á gjaldþroti Am-
brosianobankans, sem er eign
páfagarðs, er enn í gangi. Búið er
að ákæra þrjá menn fyrir fjársvik
og er einn þeirra biskup i páfa-
garði.
Lögreglan getur ekki handtekið
og yfirheyrt þessa þrjá menn vegna
þess að þeir eru búsettir í páfa-
garði og vemdaðir af sérstökum
dómstóli páfaríkis sem bannar ít-
ölsku lögreglunni að fara í vistar-
verur þeirra.
Búið er að afhenda dómstóli
páfaríkis öll skjöl í sambandi við
málið eins og alþjóðareglur segja
til um en hann segir sannanimar
ekki nógu sterkar til þess að þeir
verði framseldir.
Kranabíll við
líkflutning
BaJdur Sóbertsaon, DV, Genúa;
Fimmtíu og sex ára gömul kona
lést í íbúð sinni í Napólí í vi-
kunni. Þegar fjarlægja átti líkið
kom babb í bátinn því konan vó
225 kíló. Stiginn upp i íbúð kon-
unnar var aðeins 60 sentímetra
breiður og reyndist ómögulegt að
bera líkið niður stigann þrátt fyrir
margítrekaðar tifraunir slökkvi-
liðsmanna sem kallaðir höfðu
verið á vettvang.
Var þá sent eftir kranabíl til þess
að hífa líkið út um glugga á íbúð-
inni. Þess má geta að bamingurinn
tók rúmlega sjö klukkustundir.
Stjómarandstaðan
í Ástralíu í sókn
Frjálslyndi flokkurinn og þjóðar-
flokkurinn í Ástralíu höfðu í gær
unnið á samkvæmt niðurstöðum síð-
ustu skoðanakönnunar fyrir kosning-
amar sem þar fara fram í dag.
Verkamannaflokki Bob Hawkes for-
sætisráðherra var spáð fjörutíu og sex
prósentum atkvæða en stjómarand-
stöðuflokkunum fjörutíu og fjórum
prósentum. Samkvæmt skoðanakönn-
Sambandsþingkosningar fara fram i dag í Ástraliu. Verða þingmenn beggja
þingdeilda kjörnir. í fulltrúadeildinni verður kosið um 148 þingmenn og í
öldungadeildinni um 76 þingmenn (tólf frá hverju sambandsríki og tvo frá
höfuðborgarhéraðinu og tvo frá Norður-Ástraliu).
ununum er því ekki útilokað að
leiðtogi frjálslyndra, John Howard,
verði kjörinn forsætisráðherra í dag.
Samkvæmt skoðánakönnunum, sem
birtar voru fyrr í vikunni, þótti Iíklegt
að verkamannaflokkurinn myndi
auka fylgi sitt um fimmtán sæti i full-
trúadeild þingsins en þar eiga hundrað
fjörutíu og átta þingmenn sæti. Eins
og er hefur verkamannafiokkurinn
áttatíu og tvö sæti, fijálslyndir görutíu
og fimm og þjóðarflokkurinn tuttugu
og eitt.
Miðað við úrslit kosninganna 1984
þyrftu stjómarandstöðuflokkamir að
auka fylgi sitt um 2,3 prósent til þess
að komast til valda. Ef verkamanna-
flokkurinn hlyti'jafnmikla fylgisaukn-
ingu ynni hann stórsigur, að því er
stjómmálafræðingar fullyrða.
Það þætti undrum- sæta ef Howard
kæmist til valda. Skattatillögur frjáls-
lyndra hafa verið umdeildar og menn
tortryggnir á að samstarfið við þjóðar-
flokkinn verði varanlegt.
Mörg dagblaðanna í Ástralíu hvöttu
í gær kjósendur, sem em tíu og hálf
milljón talsins, til að greiða verka-
mannaflokknum atkvæði. Þar með
myndi Hawke sitja þriðja kjörtímabil-
ið í röð. Kaupahéðnar hafa einnig lýst
yfir stuðningi við Hawke og sagt ski-
lið við ftjálslynda.
Kosið verður um sex hundruð og
þrettán frambjóðendur og auk stóm
ffokkanna em það óháðir og margir
smærri flokkar sem bjóða fram.
Bob Hawke, forsætisráðherra Ástr-
aliu, kom við i verslunarmiðstöð i
gær til þess að veiða atkvæði fyrir
sambandsþingkosningarnar sem
fara fram i dag.
Simamynd Reuter
Á þriggja ára fresti eru þingmenn
neðri deildar sambandsþingsins, full-
trúadeildarinnar, í Ástralíu kjömir.
Þingmenn öldungadeildarinnar em
kjömir á sex ára fresti. Þingkosningar
em í öllum sambandsríkjunum sex á
að minnsta kosti þriggja ára fresti og
einnig í Norður-Ástralíu.
Gnoðavogi 44, sími 32005
Hringbraut 119, sími 19280
Veitingastaður fyrir alla fjölskylduna
AFMÆLISHELGARTILBOÐ
í tilefni eins árs Hamborgara
afmælisins bjóðum Kók
við upp á Franskar
Gerið ykkur dagamun — Sjáumst!