Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987.
15
Besti vinur mannsins
- hver ætli það sé?
I aldaraðir hefur hundurinn borið
viðurnefnið „besti vinur manns-
ins” og flestir sætt sig vel við það.
Fyrir nokkru kom út í Bretlandi
bók sem fjallar um þetta fyrirbæri,
„besta vin mannsins”. I því tilviki
er þó ekki um að ræða hundinn
heldur annan vin mannsins sem
hefyr ekki síður fylgt honum í
gegnum súrt og sætt; nefnilega
getnaðarlim karlmannsins.
Þetta er ansi lífleg myndabók sem
rauk upp á metsölulista um leið og
hún kom út. Á nýstárlegan hátt er
fjallað um mál sem öllum er alltaf
hugleikið; samskipti kynjanna.
Höfuðáhersla er lögð á tilfinningar
og hugsanir karlmannsins þegar
hann fer á fjörurnar við kvenfólk
og reynt að útskýra i máli og mynd-
um hvað ræður þar oftar en ekki
ferðinni.
Höfundur bókarinnar, Gray Jol-
liffee, tekur skýrt fram fyrir
kvenfólkið að karlmaðurinn sé í
raun tvær persónur; hann sjálfur
og „besti vinurinn”.
Við fyrstu sýn mætti ætla að bók-
in væri léttvæg gamanbók en
raunin er önnur. Hér er tekið á
háalvarlegu máli, eins og gefur að
skilja, á auðskiljanlegan hátt.
Gagnrýnendur hafa einmitt verið
hrifnastir af framtakinu fyrir þær
sakir hversu einföld en jafnframt
áhrifamikil bókin er. Þykkir doð-
rantar eftir mestu sérfræðinga á
þessu sviði falla gjörsamlega í
skuggann við hliðina á þessari litlu
myndabók. Bókin er talin segja
flest ef ekki allt sem konur ættu
að vita um raunverulegt eðli karl-
mannsins; flettir ofan af hlutunum.
Aðalpersóna bókarinnar er Villi
sem að sjálfsögðu fer með hlutverk
„besta vinarins”. Hann birtist á
síðum bókarinnar sem lítil útgáfa
af „eiganda” sínum, segir honum
fyrir verkum þegar við á og lætur
oft illa að stjórn.
Konur „bláeygðar”
Villi vill fá sínu framgengt - þeg-
ar hann vill. Hann sendir skilaboð
til „eigandans” sem af fremsta
megni reynir að sjá um að óskir
Villa vinar verði uppfylltar hið
snarasta. Með öðrum orðum,
hversdagsleg saga; karlmenn
standa sig oft að því að vera að
hvísla einhverjum hugljúfum orð-
um og vitleysu í eyra konu, sem
þeir meina ekkert með og fá hana
til að sofa hjá sér. Morguninn eftir
vaknar svo maðurinn sjálfur upp
við hliðina á konunni, en ekki Villi
sá sem stjórnaði að mestu leyti at-
burðum líðandi nætur, og hugsar
bara um það eitt að komast sem
fyrst í burtu. Konan er þá alveg í
rusli yfir því hve maðurinn er
breyttur og skilur ekki alveg hvað
er um að vera. Maðurinn kveður
með því að hann segist ætla að
hafa samband, sem hann gerir auð-
vitað aldrei. Höfundi bókarinnar
finnst greinilega að konur séu
ótrúlega jákvæðar og „bláeygðar”
í þessum efnum. Þær læra ekki af
reynslunni og eru innst inni alltaf
jafnánægðar þegar einhver „reynir
við þær” segir hann. Þá eru þær
sérfræðingar i því að sjá og hevra
aðeins það sem þær vilja sjá og
heyra.
„Karlar fara illa með konur”
Höfundur bókarinnar, Gray Jol-
lifee, er kunnur teiknimyndahönn-
uður í Bretlandi og hafa teikningar
hans birst í mörgum þekktustu
dagblöðum og tímaritum þar í
landi. Hann hefur verið giftur í 24
ár og segir kvenfólk vera í miklum
meirihluta í vinahópi sínum; segir
konur notalegri sem félaga en karl-
menn. Það sem hái kvenfólkinu
aðallega í samskiptum sínum við
karlpeninginn sé hve óöruggar þær
séu og láti of mikið á því bera.
„Karlmönnum hættir til að fara
illa með kvenfólkið einmitt vegna
þess að þeir fmna svo glögglega
fyrir þessum veiku hliðum kvenna.
Aftur á móti sé mjög sjaldan hægt
að segja það sama um konur. Þær
geta stundum hegðað sér illa en
það sé allt annað en að „fara illa
með”. Einu karlmennirnir, sem
geta liðið einhverjar þjáningar í
samskiptum sínum við konur og
misnota þær því síður, eru karlar
sem hafa einhvern tíma lent í ástar-
sorg eins og ég,” segir Gray.
„Það sem ég er að segja með Villa
eru einfaldlega þessir hlutir sem
fólkið í kringum mig er að velta
fyrir sér á hverjum degi og flestir
kannast við,” segir Gray.
Burtséð frá því hvort lesendur
taka undir hin ýmsu orð höfundar
um kvenfólkið eða ekki þá er þetta
bráðsnjöll bók sem segir á hrein-
skilinn hátt frá „besta vini
mannsins”; segir frá því sem allir
karlmenn höfðu gert sér svo glögga
grein fvrir - en ekki allar konur.
-Ró.G.
Vísnaþáttur
Enn á þingi ástin vex
Kristján Eldjárn Þórarinsson,
1843-1917, síðast prestur að Tjörn í
Svarfaðardal, afi Kristjáns forseta,
var vinur og skólabróðir Kristjáns
skólaskálds. Hann mun hafa verið
bókmenntasinnaður. Ekki hef ég þó
rekist á nema eina vísu eftir hann.
Hún er svona:
Ef ég lifi eftir hel
er því vel að taka.
En sofi um eilífð, svo er vel,
ég sé þá ei til baka.
Ég á í fórum mínum fleiri svokall-
aðar þingvísur eftir alþingismenn og
um þá en þær sem ég hef tekið upp
úr bók Jóhannesar úr Kötlum. En
ef maður ætti að birta þær þyrfti
helst að fylgja greinargerð um mál-
efni og menn. En því miður er ekki
til nein samfelld saga um viðfangs-
efni Alþingis og hvernig brugðist
hefur verið við málum. Samning
hennar ætti að vera tímabært verk-
efni fyrir unga fræðimenn. Ég þekki
t.d. ekki silfurbergsmálið sem nefnt
er í eftirfarandi vísu Jóns Trausta frá
1911:
Gott er að sjúga gamlan merg,
gjaldþrotum að hamla.
Selt hef ég fyrir silfurberg
sálina þeim gamla.
Freysteinn Gunnarsson, síðar
skólastjóri, mun sem fleiri náms-
menn hafa unnið við þingskriftir.
1919 yrkir hann:
Deildina þjáir doðinn mjög,
dómnum vill hún fresta.
En Pétur ætlar að leiða í lög
að leikmenn geldi hesta.
Og alltaf var heitt í glóðum þegar
sjálfstæðismálin voru á dagskrá, sem
raunar oftast hefur verið þó í mis-
munandi myndum sé. En nú erum
við fyrir löngu hættir að deila við
Dani. En þessi er nafnlaus og frá
1918:
Sjálfstæðis þeir sungu vers,
svo að hvein í grönum,
að því loknu langs og þvers
lágu fyrir Dönum.
Á þessum árum ortu menn í blöðin,
bæði um pólitík og annað, og rituðu
undir vísurnar fuglanöfn: Spói,
Þröstur og fleira. Nú gengur mönn-
um illa að ráða í þessi dulnefni.
Við hættum nú við þingvísurnar
að sinni þó meira sé til. Hér kemur
vísa eftir Spóa. Hún er frá 1918.
Þó að nú sé nauður á,
nóg er smjör í vonum,
ef að þjóðin færir frá
flestum þingmönnonum.
Eiríkur frá Hæli
Mér varð það á síðast þegar ég birti
þingvísiír að fara dálítið skakkt með
vísu Eiríks Einarssonar alþingis-
manns frá Hæli, sem hann kallaði
Heybrækur. Rétt er hún svona:
Man ég svona brækur hest
blásnar í rjáfri hanga.
Nú hafa þær á þingi sést,
þótst vera menn - og ganga.
Og þessa vísu orti hann einhverju
sinni eftir framboðsfund, einn af
mörgum:
Ertu ei þreyttur, munnur minn?
Mjög var reynt á þrekið.
Nú höfum í sjötta sinn
sama rjómann skekið.
Eiríkur dó gamall, seint á ári 1951.
Bergmannsstökur
Hinn alkunni hagvrðingur Jón S.
Bergmann var um hríð lögreglu-
þjónn í Hafnarfirði. Margt fékk hann
þá að heyra, meðal annars misjafn-
lega vel kveðnar vísur. Einum leir-
hnoðara svaraði hann svo:
Fara um eyrun eins og þeyr
orð þín laus í skorðum.
Aldrei blæstu anda í leir
eins og Drottinn forðum.
Um þjónandi guðsmann sem flutti
mál sitt á opinberri samkomu orti
Jón:
Það er eins og andleg pest
eyrun gegnum skríði.
þegar ég á pokaprest
predikandi hlýði:'
Einhvern tíma birti blað eða tíma-
rit eftirfarandi vísuhelming og bauð
nokkrar krónur í verðlaun fyrir
besta botninn:
Yfir boði brattur rís,
byrinn gnoðir svíkur.
Margir spreyttu sig á þessu eins
og venja var fyrr á árum. Bestur
þótti botn Jóns S. Bergmanns. Hann
var svona:
Blóði roðinn banadís
blæ úr voðum strýkur.
Margar betri vísur eru til eftir
þennan ágæta höfund. Þetta verður
sú síðasta að þessu sinni:
Vísnaþáttur
Jón úr Vör
Norðri hallar höfði að
hreinni fjallameyju.
Hún varð falleg íyrir það,
færð í mjallartreyju.
Margur vandinn
Bóndi nokkur, sem kallaður var
Árni gersemi, féll frá á góðum aldri
og var bú hans gert upp af yfirvöldum
eins og lög gera ráð fyrir. Útkoman
varð ekki há. Um það orti Sveinn frá
Elivogum:
Fátækt sára fékk í arf.
féll um margar hrjónur.
Fimmtíu ára ævistarf
urðu þúsund krónur.
Einhverju sinni sem oftar stóð illa
á hjá Sveini. Hann átti ekkert í nef-
ið. Hann sendi þá dreng á næsta bæ
með miða. Þar var þessi vísa skrifuð:
i Víst til lasinn verka hér.
vonir slasast fínar.
Tóbaksvasinn tómur er.
tryllast nasir mínar.
Kvenréttindabarátta rauðsokku-
sinnaðra kvenna færist stöðugt á ný
svið. Nú hefur ein þeirra sent mál-
gagni verkalýðsins, Vinnunni,
nafnlaust bréf þar sem kvartað er
undan káfi og klípingum á vinnu-
stöðum. Strax bergmáluðu þessir
kveinstafir í flestum fjölmiðlum og
önnur kona, sem vinnur á Alþingi,
tekur undir með Vinnukonunni. Hún
segir að ástandið i þessum efnum sé
ekki betra á hinu háa Alþingi en
annars staðar. Nefnir hún sérstak-
lega ákveðna sökudólga en nöfn
þeirra eru þó ekki birt á prenti, en
verða auðvitað sérstakt lostæti í
samsætum og á klúbbafundum ef að
líkum lætur. Gamaldags hagyrðing-
ur orti:
Enn á þingi ástin vex
eftir Drottins vilja.
Eru þar kræfir ex og ex,
eins og gefur að skilja.
Utanáskrift: Jón úr Vör.
Fannhorg 7, Kópavogi.