Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987.
21
dv_______________________________Skák
Worid Open skákmótið í Fíladelfíu:
Gulko-hjónin afla vel
- Róbert Harðarson fengsælastur íslendinga
Róbert Harðarson varð efstur i flokki skákmanna með 2200-2400 stig á World
Open skákmótinu i Fíladelfiu og hlaut um 170.000 isl. kr. að launum.
Á opna Austurlandsmótinu, sem
haldið var í Valaskjálf á Egilsstöðum
íyrstu dagana í júní, varð Anna Akh-
sarumova hlutskörpust og fékk sex
þúsund Bandaríkjadali að launum.
Anna er betur þekkt sem eiginkona
stórmeistarans Boris Gulko, en þau
skötuhjá fengu loks brottfararleyfi frá
Sovétríkjunum i maí í fyrra, eftir sjö
ára baráttu við kerfið. Nú búa þau í
Bandaríkjunum og reyna að fram-
fleyta sér með taflmennsku. Og ekki
verður annað séð en að það fari þeim
vel úr hendi.
Þetta var væn fúlga sem Anna dró
í búið í Valaskjálf en eiginmaðurinn,
Boris, bætti um betur á World Open
skákmótinu í Fíladelfíu sem lauk sl.
sunnudag. Deilt efsta sæti með enska
stórmeistaranum Tony Miles færði
honum sextán þúsund Bandaríkjadali
í sigurlaun, eða rúmar sex hundruð
þúsund krónur. Miles og Gulko voru
í nokkrum sérflokki á mótinu og fengu
vinningi meira en næstu menn. Þessir
urðu efstir: 1.-2. Miles og Gulko 8 v.
(af 10 mögulegum), 3.-10. Christiansen,
Browne, DeFirmian, Frias, Lein, Root,
Meyer og Damljanovic, allir 7 v.
Þrír Islendingar tefldu í opna
flokknum en engum þein'a tókst að
gera rósir. Karl Þorsteins hlaut 5 'A
v. en Sævar Bjamason og Ingvar Ás-
mundsson fengu 5 v. Ingvar varð
einmitt sigurvegari, ásamt öðrum, á
þessu móti árið 1978. Nú lenti hann
aftur á móti í löngum og lýjandi skák-
um og tókst ekki að ógna þeim efstu.
Aldrei fór það samt svo að Islending-
ar fengju ekki sinn sigurvegara á
mótinu. I næstefsta flokki, sem ætlað-
ur var skákmönnum með 2200-2400
stig, varð Róbert Harðarson efstur
ásamt Gorman frá Bandaríkjunum og
hlaut að launum um 170 þúsund ísl.
kr. Þeir fengu 7 v. af 8 mögulegum.
Þátttakendur í þessum flokki voru 114
talsins, þeirra á meðal einnig Þröstur
Þórhallsson sem hlaut 6 v. og Jón G.
Viðarsson sem fékk 4'A v. Þetta er
frábær árangur Róberts, sem sagnir
herma að hafi teflt af sérstakri lipurð
og mýkt. Félagar hans úti höfðu á
orði að Róbert hefði legið i sólbaði á
milli umferða og látið mótherjana um
að þreyta sig á að fletta upp í byijana-
bókunum.
I flokki skákmanna undir 2200 stig-
um fékk Þröstur Ámason 5'A v. og
Stefán G. Þórisson hlaut 5 v. í flokki
skákmanna með minna en 1700 stig.
Þátttakendur á skákhátíðinni í Fíla-
delfíu vom 1293 alls og var það nokkru
færra en ráð var fyrir gert.
Skoðum tvær skákir ffá mótinu.
Fyrst fjörlega sigurskák Karls Þor-
steins úr 4. umferð. í tvísýnni og um
leið dæmigerðri stöðu upp úr Sikileyj-
arvöm slakar andstæðingur hans á
eitt augnablik og Karl nær öflugri
sókn.
Hvítt: Frumkin (Bandaríkin)
Svart: Karl Þorsteins
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 d6 6.f4 a6 7. Df3 Db6 8. Rb3
Dc7
Byijandanum gæti virst þetta vera
leiktap af svarts hálfu en svo er þó
ekki. Með því að skjóta drottningunni
fyrst til b6 hrekur hann hvíta riddar-
ann af miðborðinu yfir á lakari reit.
Þetta er dæmigerð tilfærsla í slíkum
stöðum og taflmennskan í framhaldi
skákarinnar flokkast sömuleiðis undir
það að vera „hefðbundin".
9. Be3 b5 10. Bd3 Bb7 11. 0 0-0 Rbd7
12. Kbl Rc5 13. a3 Hc8 14. Rd4 Be7
15. g4 0-0 16. g5 Rfd7 17. Hhgl g6
Leikið á réttu augnabliki, því að eft-
ir að hrókur hvíts hefúr yfirgefið
h-línuna tekur lengri tíma fyrir hann
að skapa sér færi með því að ýta h-
peðinu ffam. Nú opnast ýmsir mögu-
leikar fyrir svartan, s.s. He8 og síðan
Bf8-g7, eða e6-e5 og jafnvel f7-f5 í
sumum tilvikum.
18. h4 d5!?
Og þarna mátti einnig sækja fram!
Hvítur ætti nú skilyrðislaust að loka
miðborðinu með 19. e5 en hann uggir
ekki að sér.
19. exd5?
Hugmyndin er að svara Rb6 nú, eða
í næsta leik, með því að stökkva til
c6 með riddara. En til þess fær hann
ekki tækifæri.
19. - Rxd3 20. Hxd3 Rc5 21. Hd2 Ra4 22.
Rde2?
Betra er 22. Hd3, sem svartur gæti
svarað með 22. - Hfd8 og taflið er
óljóst.
Skák
Jón L. Árnason
22. - Bxa3! 23. Rxa4
Ef 23.bxa3, þá missir Rc3 vald sitt.
23. - Bxd5 24. Bb6?
Þar með sættir hann sig við harla
vonleysislegt endatafl. Eina vonin var
fólgin í 24. Df2, þó svo að eftir 24. -
bxa4 25. bxa3 Dc4 26. Kcl Da2 27. Kdl
Hfd8 eigi svartur sterka sókn.
24. - Bxf3 25. Bxc7 Hxc7 26. bxa3 bxa4
27. Rd4 Hb8+ 28. Kcl?
Ur öskunni í eldinn.
28. - Hcb7!
Og hvítur gafst upp.
Uppgjör sigurvegaranna virtist ætla
að verða snöggsoðin bræðrabylta, eftir
drottningauppskipti í 12. leik. Miles,
sem hafði hvítt í skákinni, hefur þó
eflaust talið stöðu sína liðlegri, en eft-
ir að hann leyfði Gulko að skipta upp
á sterkum riddara á miðborðinu sner-
ust vopnin í höndum hans. Gulko náði
þrýstingi að stöðu Miles og riddari
hans eftirlifandi reyndist o^arl hvíta
biskupsins. Lærdómsrík skák og um
leið dæmigerð fyrir þær baráttuskákir,
sem opnu mótin bjóða upp á.
Hvítt: Tony Miles
Svart: Boris Gulko
Drottningarpeðsbyijun
1. d4 RfB 2. Rf3 g6 3. Bg5 Bg7 4. Rbd2
c5 5. BxfB Bxflí 6. Re4 Bxd4 7. Rxd4
cxd4 8. Dxd4 0-0 9. Rc3
Einkennilegur leikur en eftir 9.0-0-0
Rc6 10. Dd2 d5!? 11. Dxd5 Dc7 fékk
svartur sóknarfæri fyrir peðið í skák-
inni Z. Nikolic - Damljanovic,
Skákþing Júgóslavíu 1985. Svona tafl-
mennska hefði einmitt verið í anda
Gulko.
9. - Rc6 10. Dd2 Db6! 11. Hbl Dd4
Það hefur aldrei þótt skemmtileg
pólitik að elta drottningu mótherjans
út um allt borð. En þannig nær hann
að létta á stöðunni. Hvítur gat ekki
hrókað langt í 11. leik, því að þá hefði
f-peðið fallið.
12. Hdl Dxd2 13. Hxd2 d6 14. Rd5 b5 15.
g3 Bd7 16. Bg2 Hab8 17. 0-0 Hfc8 18. f4
Kf8 19. e4
Það er ekki sjálfgefið að þetta peð
eigi að fara svona langt. Miles virðist
ekki gera sér grein fyrir hættunum
sem felast í stöðunni.
19. - Ra5 20. c3 Rc4 21. He2 Be6 22. Hcl
Bxd5!
Þar lá hundurinn grafinn! Peð hvíts
á dö verður veikt og heftir athafna-
frelsi biskupsins. Riddarinn er betri i
slíkum stöðum og svartur nær auk
þess hættulegri „minnihlutasókn"
peðanna á drottningarvæng. Á hinn
bóginn tekst hvítum ekki að notfæra
sér hálfopna e-línuna til þess að þrýsta
að peði svarts.
23. exd5 Hc5 24. Kf2 a5 25. Hec2 Rb6 26.
a3 Hbc8
Auðvitað ekki 26. - Rxd5? vegna 27.
b4 og vinnur lið.
27. Hdl b4 28. axb4 axb4 29. Hd3 Ha5
30. Hdd2 b3 31. Hcl Ha2 32. Bfl
Svartur hótaði 32. - Rc4 með ásetn-
ingi á hrókinn og b-peðið. Betri vöm
var fólgin í 32. He2 en nægir ekki.
Eftir 32. - Hc5 33. Hdl Rc4 34. Hbl
Hca5 og síðan 35. - Hal fellur b-peðið
fyn' en síðar.
32. - Ra4
Svarta „strategían" hefúr heppnast
fúllkomlega. Ef 33. Hbl þá 33. - Rxc3,
svo peðstap er óumflvjanlegt.
33. Kel Hxb2 34. Hxb2 Rxb2 35. Hbl Ra4
36. Hxb3 Rxc3 37. Bg2 Hc5 38. Hb8+
Kg7 39. He8 Kf6 40. g4 Rxd5 41. g5+
Ke6 42. Bxd5+ Hxd5 43. Kf2 h6! 44.
gxh6 Hh5 45. Hh8 Hxh2 46. Kg3 Hhl 47.
Kg2 Hh5 48. Kf3 Kf6
- Og hvítur gafst upp.
-JLÁ
KARAKTER
SPORT
SPORTFATNAÐUR - SUMARFATNAÐUR
KARAKTER SPORT - VESTURCATA 4 - SÍMI 19260
Hvaða kostur
er bestur?
margnota rakvélar eru ódýrari en venju-
^B/cr
leg rakvélarblöð! Og hver '9,(BiCr) rakvél dugar jafii-
lengi og eitt rakvélarblað.