Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987. 3 DV Fréttir Vestfirðingar róttækir „Vinnan gengur út á það að saína upplýsingum um atvinnulíf, atvinnu- ástand og ýmsa þætti opinberrar þjónustu og flesta aðra þætti sem varða ástand mála í hverju sveitarfé- lagi fyrir sig,“ sagði Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Þróun- arsviðs Byggðastofnunar. Að sögrí Sigurðar er sérstakur starfs- maður Byggðastofnunar, Guðmundur H. Ingólfsson, að vinna að róttækri byggðaáætlun fyrir Vestfirði, að beiðni Fjórðungssambands Vestfjarða. „Þetta verkefni er unnið í samvinnu við sveitarstjómarmenn og aðra frammámenn þarna fyrir vestan og verður skilað stuttri en gagnorðri skýrslu um einstaka málaflokka ásamt tillögum á aðalfundi Fjórðungssam- bandsins í byrjun september," sagði Sigurður Hvergi annars staðar er verið að vinna að sambærilegu verkefiii, að sögn Sigurðar, sem sagði það mikil- vægt að menn kæmu og ræddu um stöðuna og hefðu réttar upplýsingar. Svona verk, unnið á skynsamlegum grunni, gæti skilað miklu en markmið þessarar róttæku byggðaáætlunar mun vera að stemma stigu við fækkun fólks frá Vestfjörðum og stuðla að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. -JFJ „Þetta er fyrsta og eina verksmiðjan með þessa verksmiðjutækni í heimin- um en dósin er búin til úr sömu efnum og andrúmsloftið. Gosdrykkirnir verða framleiddir eftir alíslenskum uppskriftum og það mun aldrei maður þurfa að lyfta dós í verksmiðjunni," sagði Davið Scheving Thorsteinsson þegar hann kynnti nýja framleiðsluvöru frá Sól h/f auk vélasamstæðunnar sem framleiðir gosdrykkina og skilar þeim út i plastdósum. Til aö byrja með verða framleiddar fimm bragðtegundir af nýja gosinu. DV-mynd KAE HHUW en bara yfirlityfir: f°9 23 SS 4. Söfn. s Alla þjónustu. Hafskipsmalið: MáMutningur á mánudag Málflutningur í vanhæfismáli fyrruxn forráðamanna Hafekips hf. gegn ríkissaksóknara verður í Saka- dómi Reykjavíkur á mánudaginn og hefet klukkan 9.30. Samkvæmt upplýsingum, sem DV fékk hjá Haraldi Henrýssyni saka- dómara, má jafnvel búast við úrskurði i málinu á þriðjudag eða miðvikudag. Svo sem kunnugt er vísaði Hæstí- réttur fiá dómi máh ríkissaksóknara gegn fyrrum forréðamönnum Út- vegsbankans og ef sama gerist í þessu máli mun nýr saksóknari verða skipaður í málinu sem tekur ákvörðum um fi"amhaldið. Ef málinu verður hins vegar ekki vísað frá get> ur málfiutningur hafist innan tíðar. -ój Helstu þrotabú Útvegsbankinn er stærstí einstaki kröfuhafinn í þrotabú Hafskips hf. en kröfur bankans eru alls að upphæð á bilinu 700-800 milljónir króna. Þar af heftir bankinn fengið greiddar kröfur að upphæð um 300 milljónir utan skuldaraðar. Af eigendum forgangskrafna eru stærstu kröfuhafamir Lífeyrissjóður sjómanna með 6 milljónir króna og Lífeyrissjóður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur með 1,5 milljónir króna. í hópi almennra krafna, sem viður- kenndar hafa verið, er 44 milljóna krafa Flexivan Leasing stærst en það fyrirtæki leigir gáma. Þá kemur næst 16 milljóna krafa Gjaldheimtunnar, síðan gerir HEimborgarhöfh 12,9 millj- óna kröfu í búið sem hefur hlotið viðurkenningu skiptastjóra þrotabús- ins. Þá á Olíuverslun Islands 12,6 kiöfur í Hafskips milljóna kröfu í þrotabúið og Dan Bunkering er með 11,8 milljóna kröfu^ í búið. Þá er hollensk skipasmíðastöð » með 11 milljóna kröfu og síðan koma" “* Rafinagnsveita Reykjavikur með 10,3 milljóna kröfu og Manufacturing & Trading Company er með kröfu að sömu upphæð. Er sú krafa tíl komin vegna Cosmos í Bandaríkjunum en það fyrirtæki var í eign Hafskips hf. Reiknað er með því að skiptapró- sentan verði um 30%- Heildarkröfur í búið eru að upphæð 2.500 milljónir en áætlað er að samþykktar kröfur verði um 1.400-1.500 milljónir króna. Þar af eru forgangskröfur að upphæð 30 milljónir, kröfur utan skuldaraðar eru liðlega 300 milljónir samtals og al- mennar kröfur eru alls að upphæð um 1.100 milljónir króna. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.