Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987.
Veiðivon
Oft er fjölmennt við Elliðaárnar og ýmislegt latið flakka þar.
- þar sem allt getur gerst
Þau eru orðin nokkur árin síðan
Elliðaárnar voru aðeins sögusvið
laxveiða og veiðimanna með stórar
stangir, litlar stangir eða mjóar. Við
Elliðaárnar gerast nú orðið hinir
ótrúlegustu hlutir.
„Elliðaárnar eru ekki orðnar eins
spennandi og var hér áður fyrr, mað-
ur gat verið einn með sjálfum sér,
en núna er þetta orðið fjölmenni við
árnar og maður getur átt von á
hverju sém er. Einu sinni var ég að
veiða í Breiðholtsstrengnum og var
að renna á tvo væna laxa, 10 punda
dela. Allt var kyrrt og rólegt, enginn
til að trufla mann og annar fiskurinn
var að taka agnið hjá mér, en viti
menn, allt í einu kemur niður streng-
inn maður á vindsæng og brosir til
mín. En laxarnir fóru veg allrar ver-
aldar og ég sá þá ekki meir en
maðurinn á vindsænginni fór niður
með allri á og enginn stoppaði
hann,“ sagði veiðimaður sem veitt
hefur mikið í Elliðaánum og bætti
við: „1 fyrra var ég að veiða í hol-
unni fyrir ofan Ullarfossinn og lax
var á, þetta var 8 punda fiskur og
ég sá engan við ána nema mig þama.
Laxinn tekur skemmtilega í og ég
er að landa honum rétt fyrir ofan
holuna og beygi mig en allt í einu
fæ ég spark í löppina og það liggur
við að ég takist á loft og út í hylinn
en þar sem ég er þéttur á velli þurfti
miklu fastara spark. „Jú, hann er á
hjá þér,“ var sagt fyrir aftan mig og
af manni sem ég þekkti ekki neitt
og hafði aldrei séð áður. Ég fékk
ekki að vita hvers vegna hann spark-
aði í mig, kannski fundist ég vera
of lengi með laxinn á. Maðurinn fór
niður með ánni og ætli hann hafi
ekki lamið næsta veiðimann, aldrei
að vita.“
Veiðivon
Gunnar Bender
„Það hefur ýmislegt gerst við Ell-
iðaárnar og eitt sinn var ég að veiða
í drullunni fyrir ofan stíflu og það
var töluvert af fiski en ég skildi ekk-
ert í að áin varð alltaf lituð af og til
þótt ekkert hefði átt að geta valdið
því. Hætti ég að renna og vildi vita
hvað ylli þessu, labbaði ég aðeins
ofar og hvað haldið þið að ég hafi
séð þar? 10 polla í baði í drullunni á
sundskýlum og þeir grugguðu ána
en það getur verið hættulegt að
hrófla við þessum pollum. Ég fór
aðeins neðar og renndi í þeirri von
að þeir hættu þessari iðju sinni þarna
við ána og fékk mér sæti og beið um
stund. En allt í einu sá ég eitthvað
hvítt koma niður strenginn og ég
hélt að þetta væri sundskýla eða eitt-
hvað slíkt. Nei, nokkru á eftir þessu
kemur einn pollanna og nær í þetta
hvíta fyrir framan mig og þetta var
ekki sundskýla heldur 8 punda lax
sem þeir höfðu í öllum látunum rotað
Veiðimenn renna í fossinn og fólk í göngutúr hættir sér nokkuð nálægt ánni.
DV-myndir G. Bender.
Það eru margir tillitssamir og halda sig í fjarlægð frá ánni og pabbi kíkir
á veiðimennina og Ragna Ragnarsdóttir gefur Ijósmyndaranum auga frekar
en laxinum.
og svo fór hann upp eftir með fenginn
en sagði ekki orð við mig, ég hélt
áfram niður með ánni. Þessir pollar,
sem voru að baða sig þarna við ána,
voru þeir sömu og stóðu daginn áður
uppi í Hundasteinum með 8 tódý
spúna á stöngum sínum úti í hylnum
og veiddu."
Það hefur ýmislegt gerst við Elliða-
árnar og þegar við komum við fyrir
nokkrum dögum til að festa á filmu
mannlífið við ána var frekar rólegt.
Þó var einn í fótabaði og hjón að
tína blóm alveg við ána, pollar úti í
einum hylnum að ná sér í lax og
svona 50-60 manns að horfa á veiði-
mennina veiða, reyna að veiða, því
fiskurinn var tregur.
Þeir eru margir sem heitið hafa því
að renna aldrei í Elliðaárnar aftur
en flestir koma þeir samt aftur til
veiða í henni þótt þeir hafi oft sett
í veiðimenn í baði, stuggað við poll-
unum, stoppað grillveislur við ána
eða verið truflaðir af áhugasömum
áhorfendum sem kunna ýmislegt fyr-
ir sér í veiðinni og sjá laxa víða í
ánni. Oftast mæta þeir aftur, blessað-
ir, til veiða. G. Bender
Margir við veiðiskapinn á Sauðárkróki
Veiöimenn fjölmenntu til veiða viö Sauð-
árkrók á veiðidaginn og ungu veiðimenn-
irnir fengu góða veiði og fallega fiska.
En veiðidagur fjölskyldunnar var haldinn
sunnudaginn 28. júní og var mest um 160
manns við veiðar.
DV-myndir Brynjar