Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987. 19 gerir. Ég hef reyndar ekki gert það upp við mig hvort ég hef mikinn áhuga á að fara út að starfa.“ - Hvað bíður þín hér heima í haust? Óperan er að fara af stað aftur með Aidu og ég er að kenna við Nýja tónlistarskólann og Söngskólann. Svo er ég náttúrlega að vasast í öll- um mögulegum öðrum hlutum. Undirbúa tónleika. Og svo er ég að æfa verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, sem verður flutt í Svíþjóð í haust. Það er samnorrænt verkefni fyrir tónskáld. Þau eiga að semja verk fyrir rödd og eitthvert ákveðið hljóð- færi. Karólína og finnskt tónskáld - Er það ekki draumur allra ís- lenskra söngvara að komast til útlanda og verða frægir? „Jú. Ég veit það ekki, stóra spurn- ingin er alltaf hverju maður vill fórna fyrir frægðina. Um leið og maður fer út í slaginn verður maður eins og sjómaður sem kemur kannski heim til sín einn til tvo daga í mán- uði. Fyrst um sinn yrði þetta þannig að fjölskyldan yrði hér heima og ég erlendis. Hjá mjög mörgum söngvur- um er ekki um neina fastráðningu að ræða. Þeir ferðast bara á milli staða og það er spurning hvort mað- ur vill slíkt líf. Ef maður stæði Hef ótrú á slíkri keppni - Taka Islendinga þátt í þessari keppni aftur? „Éf þetta endurtekur sig aftur næst þegar keppnin verður þá dettur hún uppfyrir. Ég geri ráð fyrir að við tök- um þátt í þessu aftur næst í trausti þess að BBC sjái að sér. Ég veit að gagnrýnin hefur verið mikið rædd innan stjórnar BBC og ég held að þeir láti nú ekki hanka sig aftur. Svona siðblinda er mjög ólík Bret- um.“ - Nú var ítölsk stúlka í fyrsta sæti. Fannst þér hún eiga það skilið? „Fyrir mér varhún númer þrjú í til Islands." - Gætirþúhugsaðþéraðtakaaftur þátt í einhverri svona keppni? „Nei, það gæti ég ekki. Reynslan, sem ég hef frá þessari keppni, hefur vakið ótrú hjá mér, sérstaklega á dómnefndum. Ég hefði hins vegar ekkert á móti að syngja á svona stað í beinni sjónvarpsútsendingu. Ég held að ég þurfi ekki á svona keppni að halda frekar. Ég hef nú þegar vakið á mér athygli og það nægir.“ - Fannstþéraðíslenskasjónvarpið hefði átt að kynna þig betur hér heima áður en þú fórst í þessa keppni? Kristinn Sigmundsson söngvari hefur þegar fengið fjögur tilboð frá umboðsmönnum i Bretlandi. „Ég þarf að gera það upp við mig hvort ég hef í raun áhuga á að starfa erlendis," segir hann meðal annars í viðtalinu. DV-mvnd S eiga að semja fyrir baríton og píanó og ég þarf að læra þau bæði. Einnig verða verk fyrir selló og sópran, slag- verk, bassabaríton og sitthvað fleira. Síðan verður þessu fylgt eftir með tónleikum næsta vetur um Norður- löndin og það verður heilmikið mál. - En efþú færð nú eitthvert gullið tækifæri frá Bretlandseyjum? „Þá sleppi ég öllu öðru fyrir það. Ef það verður nógu gullið." - Þú veist ekkert ennþá hvað þeir eru aðbjóða? „Nei, þeir eru alltaf að leita að röddum fyrir hin ýmsu verk. Til dæmis söngvurum sem geta sungið Wagner, dramatískir barítonar. Þeir eru sjaldgæfir og einnig Verdi barí- tonar.“ frammi fyrir því að fá fastráðningu á Metropolitan, sem er náttúrlega fáránlegt að imynda sér, eða á Co- vent Garden, með góð laun og þvíumlíkt. Þá myndi maður slá til.“ - Sigríður Ella hefur náð þangað. Islendingar eiga því möguleika, er það ekki? „Það fer ekkert eftir þjóðerni. Þeir leita einungis eftir röddum og fólki sem hefur persónuleika til að fylgja röddum sinum eftir. Þess vegna vil ég ekki gefa neinar yfirlýsingar um hvað ég ætla að gera fyrr en ég veit hverju ég þarf að fórna. Þetta er þó auðvitað spennandi. Ég er líka alveg viss um að ef ég hefði siglt í gegnum keppnina i Cardiff þá hefði ég ekki vakið þessa athygli, þrátt fyrir allt.“ sínum riðli. Mér fannst kanadíska stelpan t.d. bera af í sínum riðli. Hún var komin átta mánuði á leið en hún söng frábærlega. Þýsk stúlka vann í þeim riðli. Það voru margir fleiri sem mér fundust góðir en komust ekki í úrslit." - Eru góð verðlaun í boði? „Já, allir þeir sem komast í úrslit. fá þúsund pund og sigurvegarinn fær held ég sex þúsund pund og einnig fær hann þrjú prógrömm hjá BBC, þar af eitt sjónvarps. Þannig að hann fær mikla kynningu á sér.“ - Þú hefur kynnst mörgu góðu fólki í gegnum þessa keppni? „Já, og hafði gaman af því. Ég kynntist t.d. hljómsveitarstjóranum vel sem lýsti yfir áhuga á að koma „Nei, sjónvarpið gerði þátt um mig áður en ég fór. Hins vegar vildi ég forðast allt umtal um þessa keppni. I rauninni vissi ég ekkert á hvaða standard ég væri áður en ég fór í keppnina. Ég er heldur ekkert fvrir að koma mér á framfæri. - Þurfa söngvarar ekki einmitt að vera svolítið grobbnir með sig og ákveðnir til að komast áfram? „Jú, sjálfsagt þurfa þeir þess. Mað- ur kannski tekur eftir því í sambandi við alla fjölmiðlun, bæði hvað varðar stjórnmálamenn og aðra. Menn þurfa að láta á sér bera til að eftir þeim sé tekið. Mér finnst ég samt ekki þurfa neitt að láta á mér bera hér heima. Hér vita allir hver ég er og nokkurn veginn hvað ég get.“ Alltaf haft áhuga á tónlist - Þú vilt sem sagt ekki vera í sviðs- ljósinu? „Ég vil bara vera í þessu eina sanna sviðsljósi uppi á sviðinu. Ég er kom- inn á þann standard hér á íslandi að ég hef þau verkefni sem ég kæri mig um og j afnvel meira en ég kæri mig um. Þá er engin ástæða fyrir mig að vera að berja mér á brjóst. Hitt er annað mál að ég þyrfti að láta bera á mér erlendis og þá hjálp- aði þessi keppni mér.“ - Hvenær ákvaðstu að verða söngv- ri? „Það hefur verið árið 1980. Ég hafði verið í kórum, Hamrahlíðar- kórnum, þar sem ég fékk bakteríuna, Pólýfónkórnum, Fílharmoníukórn- um og minni kórum. Einu sinni bjálfaðist ég til að láta hafa mig í að syngja einsöng með Fílharmoníu-^ kórnum í Háskólabíói. Það var konsertuppfærsla á La Traviata. Eft- ir þ'að fékk ég engan frið. Ég sá að þetta átti vel við mig og þótti gam- an. Ég dreif mig þá í söngnám til Guðmundar Jónssonar í tvö ár og síðan fór ég til Vínar. Einnig fór ég til Bandaríkjanna." - Þegar þú varst fimmtán ára, hefði þig þá grunað hvað þú ættir í vænd- „Nei, þegar ég var fimmtán ára slökkti ég á útvarpinu ef ég heyrði í öðrum en poppsöngvurum. Ég hef þó alltaf haft áhuga á tónlist. Eg man þegar ég var lítill, þá hafði ég gaman af ítölsku söngvurunum sem þá voru spilaðir í útvarpi. Síðan kom þetta unglingatímabil, sem reyndar allt of — margir hafa fest í í sambandi við músík. Einsöngvarar voru þá eitur í mínum beinum. Ég skil því alveg unglinga í dag. Annars fer þetta mik- ið eftir því hvernig tónlistin er matreidd. Það höfum við Jónas Ingi- mundarson margoft rekið okkur á þegar við höfum kvnnt svona tónlist í menntaskólunum. Ríkisútvarpið á mikla sök á því hvað klassíkin er i litlum metum. sérstaklega söngur. Þessu hefur bara verið hellt yfir fólk. einhvern veginn, án þess að hlutirnir. , séu kvnntir eða þeir matreiddir á skemmtilegan hátt. Oft er það líka of þungt og kannski ekkert sérstak- lega vel flutt. Þannig að það er margt sem spilar inn i. Skólakerfið hefur einnig alveg sniðgengið listir. Þar kemst ekkert að nema bókmenntir. Tónlist. mvndlist og aðrar listgreinar eru vanræktar." - Hlustarþúánýjuljósvakafjöl- miðlana? „Ég hlusta sáralítið á útvarp. hef ekki tíma til þess. Ég hlusta á plötur og þá kannski helst í sambandi við eitthvað sem ég er að vinna að." Maður verður að geta eitt- hvað \l * - Einhver einn uppáhaldssöngvari? „Þeir eru nú svo margir. Það er erfitt að nefna einhvern einn. I mín- um huga eru þeir tveir. þrir eða miklu fleiri. Ég held mikið upp á einn baríton. Leo Nucci. Hann syngur svipaða raddtýpu og ég. Kristján Jóhannsson er svo heppinn að fá að svngja á móti honum á næsta ári á Ítalíu. Svo er auðvitað Pavarotti og ég gæti haldið lengi áfram að þylja upp." - Hvað myndirðu gefa fyrir að fá að svngja með þessum mönnum? „Ég mvndi ekki þora það. Kannski er ég of sjálfsgagnrýninn. ég veit það ekki. En þetta vrði eins og að setja mann með bílpróf upp í júmbóþotu og segja honum að taka hana á loft.“ - Er það ekki einmitt æðsti draumur allra söngvara að fá að syngja með stjörnunum? „Jú, en þá er maður orðinn eitt- hvað. Maður kemst ekkert með því að pota sér nema maður geti eitt- hvað.“ - Þú getur nú alveg heilmargt? „Já, en kannski vantar mig sjálfs- traust. Ég held samt að það hafi ' aðeins aukist eftir keppnina í Card- iff. Maður verður að vita hvar maður stendur og ég held að ég viti það núna. Svo verður maður að gera sér * það ljóst að það er urmull af góðum söngvurum í heiminum í dag. Ég læt mig ekki einu sinni dreyma um að fá að standa við hliðina á þessum stórstjörnum," sagði Kristinn Sig- mundsson. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.