Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987. 13 Hestar Þeir sjö knapar sem fara á heims- meistaramótið sem haldið verður í Weistrach í Austurríki eru allir vel þekktir og margverðlaunaðir fyrir reiðmennsku. Þrír knapanna eru nýliðar, en fjórir hafa kynnst erfið- inu af eigin raun. Hér fylgir kynning á knöpum og hestum og er hún þó hvergi tæmandi heldur eru helstu atriði tínd til. Brjánn stórkostlegur hæfileikahestur Sigurbjörn Bárðarson er 35 ára atvinnuhestamaður. Hann keppir á Brjáni frá Hólum sem er sjö vetra gamall rauður íjórgangshestur. Sigurbjörn er án efa reyndasti knapi á íslandi. Hann hefur keppt óslitið i 20 ár jafnt í gæðingakeppn- um,' kappreiðum og íþróttamótum auk þess að hafa tekið þátt í ýmsum sýningum jafnt á íslandi sem er- lendis. Sigurbjörn keppti á Evrópu- mótum árin 1977,1979,1981 og 1985 og auk þess átti hann tvo hesta á Evrópumótinu 1983. Best gekk honum árið 1981 í Larvik í Noregi er hann varð Evrópumeistari í 250 metra skeiði, gæðingaskeiði og sameiginlegum greinum á Adam. Árið 1979 kom hann Garpi í efsta sætið í fimm gangtegundum en síð- ar var hesturinn dæmdur úr leik Siguröur Sæmundsson með Kolbein. hann Evrópumeistari í fjórum gangtegundum og árið 1975 í Sem- irach í Austurríki varð hann Evrópumeistari í tölti á Degi frá Núpum. Því afreki hefur enginn íslendingur fylgt eftir. Einnig hefur Reynir fengið mikið af verðlaunum fyrir þriðja og fjórða sætið. Reynir keppir á skeiðhestinum Spóa sem er mjög öruggur og öflugur ve- kringur. Spói á bestan tímann 22,0 sekúndur í 250 metra skeiði og náði þeim tíma á þremur kappreið- um í röð í fyrrasumar. Sá yngsti með þann elsta Sævar Haraldsson er 21 árs gam- all og keppir á Háfi frá Lágafelli sem er 12 vetra gamall jarpstjörn- óttur fjórgangshestur. Sævar er nýliði, yngsti knapi sveitarinnar en Háfur er elsti hesturinn. Háfur er mjög ljúfur, þægur og öruggur tölthestur og hefur unnið til margra verðlauna. Þeir bræður Sævar og síðar Hörður Ármann hafa báðir orðið íslandsmeistarar samanlagt sem unglingar á Háfi. Á landsmótinu á Hellu 1988 stóð Háfur efstur í gæðingakeppni ungl- inga. Sævari líst vel á heimsmeist- arakeppnina og finnst spennandi að vera þátttakandi. Hann var í Þýskalandi í hálft ári í fyrra og Sterkasta knapasveit landsins æfir fyrir heimsmeistaramótið - verður í æfingabúðum til júlíloka Erling Sigurðsson með Þrym. Reynir Aðalsteinsson rennir Spóa á skeið. vegna meintra veikinda eins og frægt er orðið. Árið 1985 í Svíþjóð komst hann í úrslit í töltkeppninni á Neista og var að auki með glæsi- hryssuna Hildu í efsta sæti kyn- bótahryssna. Nú keppir Sigurbjörn með Brján sem er stór og mjúkur tölthestur, ákaflega glæsilegur. Þrátt fyrir að Sigurbjörn hafi ekki verið með Brján í keppni nema nokkra mánuði þá hafa þeir gert garðinn frægan og aflað sér margra verðlauna. Brjánn stóð efstur B- flokks hesta á hvítasunnukapp- reiðum Fáks í vor og sigraði einnig í töltkeppni á sama móti. Sigur- björn segir um Brján: „Brjánn er mjög ungur, ekki harðnaður en stórkostlegur hæfileikahestur. Ég hefði viljað hafa hann eitt ár í við- bót. Brjánn á eftir að verða stór- stjarna í Evrópu.“ Hafliði í stöðugri framför Hafliði Halldórsson er 27 ára gamall tamningamaður og keppir á Isak frá Runnum sem er brúnn, sjö vetra gamall íjórgangshestur. Hafliði er nýliði á heimsmeistara- móti en er þó hvergi smeykur. Hafliði hefur sýnt fjölda hesta á Islandi og meðal annars Hrafn frá Holtsmúla á Melavelli 1979. Hafliði kom ísak í þriðja sæti B-flokks á hvítasunnukappreiðunum í vor. Hafliði er sterkur knapi í stöðugri framför. ísak mun keppa í fjór- gangsgreinunum og er jafnvígur á þær allar. Hann er brúnn krafta- hestur sem getur komið á óvart. Eiríkur rennir íslandsmeistaranum Eiríkur Guðmundsson er 23 ára gamall tamningamaður og keppir á Leisti frá Keldudal, rauðum 10 vetra gömlum vekringi. Eiríkur hefur getið sér gott orð undanfarin ár sem skeiðknapi. Hann hefur se- tið marga snjalla skeiðhesta og náð góðum tímum á þeim. Á fjórðungs- mótinu á Melgerðismelum fyrir stuttu kom hann Seifi frá Keldudal í efsta sæti í A-flokki og einnig sigr- uðu þeir Seifur 150 metra skeiðið. I úrtökunni fyrir heimsmeistara- mótið náði Leistur besta tíma sumarsins í 250 metra skeiði 21,83 sekúndum, en Leistur á íslandsmet í 150 metra skeiði 13,8 sekúndur og 250 metra skeiði 21,4 sekúndur. Ekki sat Eiríkur Leist þegar þessi met voru sett, en hann stýrði Tvisti frá Vík í 250 metra skeiði er þeir jöfnuðu íslandsmetið 21,4 sekúnd- ur sem Leistur var þá nýbúinn að setja í fyrrasumar. Eiríkur keppti á Hildingi á Evrópumótinu í Sví- þjóð árið 1985. Leistur mun senni- lega einungis keppa í 250 metra skeiði. Sigurður keppir á ný Sigurður Sæmundsson er 36 ára gamall bóndi sem keppir á Kolbeini frá Sauðárkróki sem er jarpur, sjö vetra gamall fimmgangshestur. Sigurður er reyndur keppnismaður á Evrópumótum. Hann keppti á Evrópumótunum í Sviss árið 1972, Austurríki 1975, Danmörku 1977 og Hollandi 1979. Auk þess var hann liðsstjóri í Noregi árið 1981 og Þýskalandi 1983. Best gekk Sig- urði í Skieveren í Danmörku árið 1977 er hann varð Evrópumeistari í 250 metra skeiði og samanlögðum greinum. Kolbeinn frá Sauðár- króki hefur unnið A-flokkinn hjá Geysi undanfarin tvö ár. Sigurður telur Kolbein vera sterkan og ör- uggan Skeiðhest sem mætti hafa meiri keppnisreynslu. En það sama mætti segja um hina keppnishest- ana. Ólympíumeistarinn loksins í liðinu Erling Sigurðsson er 44 ára gam- all og er hann yfirmaður bensín- stöðva OLÍS á Reykjavíkursvæð- inu. Hann keppir á Þrym frá Brimnesi sem er rauðblesóttur, 9 vetra gamall fimmgangshestur. Erling er nýliði á heimsmeistara- mótum og er elstur keppenda. Hann hefur oft tekið þátt í keppni á íslandi og hefur setið marga fræga vekringana í skeiðkeppni. Meðal annars hefur hann setið: Mána, Vana, Vafa, Jón Hauk, Frama, Hvin og Þrym. Einnig hef- ur Erling orðið ólympískur meist- ari undanfarin fimm ár á Hannibal. Hann varð einnig íslandsmeistari samanlagt árið 1984. Þrymur vann A-flokks keppni Harðar í sumar og fékk 8,49 í einkunn. Besti tími Þrvms í 250 metra skeiði er 22.6 sekúndur. Þrymur mun keppa í fimmgangsgreinunum. Erling sjálf- ur er harður keppnismaður sem gefur aldrei neitt eftir. Ekki er vit- að hvort orðstír Erlings hefur borist út fyrir Atlantshafsála en ef svo er þá eru dómarar á meginl- andinu farnir að skjálfa. Reynir hefur einungis sleppt einu móti Reynir Aðalsteinsson er 43 ára gamall tamningameistari sem keppir á Spóa frá Geirshlíð sem er brúnn 10 vetra fimmgangshestur. Reynir er reyndasti Evrópumót- skeppandinn þvi hann hefur keppt á öllum mótunum nema í Svíþjóð 1985. Árið 1970 í Þýskalandi varð þekkir nokkuð til þýsku sveitar- innar. Það er ekki verra. Hvað gera kynbótahrossin? Þrjú kvnbótahross verða send út í kynbótakeppni sem haldin var i fvrsta skipti í Svíþjóð árið 1985. Stóðhesturinn Djákni frá Hvol- svelli sem er í eigu Ómars Evþórs- sonar verður sendur. Djákni er sonur Hrafns 802 frá Holtsmúla og Hrafnhetta 5048 frá Króki. Þor- valdur Ágústsson mun stýra Djákna í sýningum í Austurríki. Hryssan Blika 6469 frá Kirkjubæ. dóttir Önguls 988 frá Kirkjubæ og Sessu frá Kirkjubæ. er önnur hrvssnanna sem náði lágmarksein- kunn. 7.90. fyrir keppnina. Sigur- björn Bárðarson er eigandinn og mun einnig sýna hana. Hin hrvssan er Valdís frá Vallanesi og er hún dóttir Fáfnis 897 frá Fagranesi og er móðir hennar frá Vallanesi. Eig- andi er Sigurbjörn Bárðarson en knapi verður Hafliði Halldórsson. Benedikt Þorbjörnsson mun verða liðsstjóri. Það munaði litlu að hann kæmist á mótið sem knapi með Brand frá Runnum. Munaði ein- ungis 0,7 stigum á að Benedikt næði Reyni Aðalsteinssyni fyrir sameiginlegan árangur í úrtö- kunni. Benedikt er revndur knapi sem varð Evrópumeistari í fimm- gangsgreinunum samanlagt árið 1985 í Svíþjóð. Hann keppti fyrst 21 árs gamall í Skieveren í Dan- mörku árið 1977, 1981 í Larvik í Noregi. Hann er með varahest í fimmgangsgreinunum, Brand frá Runnum. Þórður Þorgeirsson er með varahest í fjórgangsgreinun- um, Sóma. Landsliðið mun fara i æfingabúðir bráðlega og þar verð- ur allt gert til að finna út hverjir eru veiku punktarnir á hestum og mönnum og verða þeir punktar lag- færðir eins og hægt er. Hestarnir verða svo sendir til Austurríkis nokkru fyrir keppni og knaparnir fylgja á eftir. Þeir hestamenn sem eitthvert vit hafa á hestamennsku telja að þetta sé sterkasta sveit sem ísland hafi sent hingað til á mót ytra. Nú er að bíða eftir árangri. E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.